Morgunblaðið - 30.05.1978, Síða 7

Morgunblaðið - 30.05.1978, Síða 7
r MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 7 ~l Umsögn Vísis Vísir birti forystugrein t gær, þar sem fjallaö er um úrslit borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík. Blaöið segir: „Einhver sögulegustu kosningaúrslit aldarinnar liggja nú fyrir. Sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa misst meirihlutann, sem hefur veriö í þeirra höndum frá öndveröu. Þetta er mesta kosningaáfall, sem Sjálf- stæöisflokkurínn hefur oröið fyrir bæði fyrr og síðar. Þessi úrslit marka Þáttaskil í íslenskri stjórnmálasögu. Þau eiga eftir að hafa djúptækar afleiðingar. Alþýðu- bandalagið hefur fengið umboð til Þess að hafa forystu um sósíalíska uppbyggingu Reykjavík- ur. Þaö er sú hlið, sem snýr beint að Reykvíking- um. En úrslitin geta einn- ig haft áhrif inn á við í Sjálfstæöisflokknum. Meirihluti Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur hefur veriö styrkleikamerki og ein- ingartákn flokksins. Það Þarf örugglega sterka forystu til Þess að halda flokknum saman eftir Þetta áfall. Þessi úrslit veröa Því mikil prófraun á innviði Sjálfstæðisflokks- ins. Hættan á klofningi hefur aldrei verið meiri. j raun og veru féll ríkisstjórnin í þessum kosningum. Kosningarn- ar í gær eru eins konar undirréttardómur um verðbólgu síðustu ára og Kröfluævintýri. Ýmislegt bendir til, aö Þessi dómur verði ekki mildaður með Þeim hæstaréttardómi, sem felldur veröur í al- Þingiskosningunum eftir mánuð.“ Ekki dómur kjósenda yfir stjórn borgarinnar Síöan segir Vísir: „Bírgir ísleifur Gunn- arsson hafði að því er borgarmálefni varðar góða vígstöðu í þessum kosningum. Það er ekki dómur kjósenda yfir stjórn borgarinnar, sem fellt hefur meirihluta sjálfstæðismanna. Al- Þýðubandalagið dró efnahags- og kjaramálin mjög kröftuglega inn í kosningabaráttuna og hefur haft eríndi sem erfiði. Úrslit kosninganna t bæjarstjórnum og kaup- túnum um allt land benda til Þess, að kjós- endur hafi verið að gera upp sakir við ríkisstjórn- ina. Þaö á ekki hvað síst við um Reykjavík. í annan stað hefur pað ugglaust haft áhrif, að minnihluta- flokkarnir, sem áöur voru, héldu pví mjög á lofti í kosningabarátt- unni, að útilokað væri aö fella meirihluta Sjálf- stæðismanna. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn og víöa um landið veröa að bíta í Það súra epli, að kjósendur voru í gær aö kjósa um landsmál. Tap Framsókn- arflokksins í Reykjavík, Þar sem hann baröist fyrir þremur mönnum, en fékk einn, og áföll í flestum bæjarfélögunum er einnig til merkis Þar um.“ Stjórnar- andstaöan vinnur á Loks segir í forystu- grein Vísis: „Stjórnarandstöðuflokk- arnir, Alþýöuflokkur og AIÞýðubandalag, vinna á hinn bóginn verulega á. Hlutfallslega er ávinn- ingur Alþýðuflokksins mestur, en á Það er aö líta að hann er að vinna upp fylgishrun síðustu kosninga. Sig- ur Alþýðubandalagsins nú er athyglisverður fyrir Þá sök aö Það het- ur verið að sækja á undanfarin ár. Alþýðu- bandalagið á nú 30% atkvæða í Reykjavík og Þriðjung borgarfulltrúa. Úrslit hafa orðið á sömu lund svo að segja um allt land. Þau eru mjög afdráttarlaus og ótvíræð vísbending um hvert stefnir í þingkosn- ingunum. Krafan um nýja ríkisstjórn er eiginlega komin fram nú Þegar. Þau umskipti hljóta Þó að verða meö nokkuð öðrum hætti en í borgarstjórn, Því að gamla vinstri-stjórnaruppskrift- in gengur varla lengur. Þaö á hins vegar eftir aö koma í Ijós, hvernig til tekst meö gömlu vinstri-stjórnaruppskrift- ina í meirihlutasamstarfi í Reykjavík. En Þó að flest- ir hafi afskrifað stjórnar- samvinnu af Þessu tagi er því ekki að leyna að meirihlutamyndun í borgarstjórn getur haft veruleg áhrif á myndun nýrrar ríkisstjórnar að loknum Þingkosningum." L_ FENNER VALD POULSEN H/F Suðurlandsbraut 10, sími 38520 - 31142. Eigum ávallt fyrirliggjandi Fenner reimar og reimskífur, Fenner gírmótorar, Fenner leguhús, Fenner ástengi í miklu úrvali. Látið okkur leiðbeina yður um val á Fenner drifbúnaði. Spóna- plötur Vatnsþéttar spónaplötur. Hvítar plastlagöar spónaplötur af ýmsum þykktum og geröum. W Timburverzlunin Vöiundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Fáksfélagar Tekið verður á móti hestum í hagbeit sem ekki verða notaöir í sumar, miövikudagskvöld kl. 20 við hesthúsin í Selásnum. Á fimmtudag verður tekið á móti hestum, sem eiga að vera í Geldinganesi í sumar kl. 20 viö Geldinganesrétt. Þeir hestaeigendur, sem hafa veriö með hesta á öðrum stöðum, (Völlum og Blikastöðum), hafi samband viö skrifstofu félagsins fyrir 2. júní. Greiðsla hagbeitar og félagsgjalds greiðist um leið og hestar eru látnir í hagbeit. Happdrætti: Dregið var í happdrætti Fáks 27. maí. Upp komu þessi númer: 208, hesturinn, 2314 flugfar, 26655 flugfar. Hestamannafélagið Fákur. Skíöanámskeiö í Langjökli Tvö námskeiö verða haldin í sumar. 10—15 júní 12 ára og yngri. 15—20 júní 13 ára og eldri. Verö kr. 28.000,- Upplýsingar hjá feröaskrifstofu Guömundar Jónasson- ar h.f. sími 35215 og Tómasi Jónssyni sími 75706. ÞAÐ SEM KOMA SKAL. ( stað jsess að múra húsið að utan, bera á það þéttiefni og f mála það síðan 2-3 sinnum, getur húsþyggjandi unnið sjálfur, eða fengið aðra til að kústa, sprauta eða rúlla THOROSEAL á veggina, utan sem innan, ofan jarðar sem neðan. Og er hann þá í senn, þúinn að vatnsþétta, múrhúða og lita. THOROSEALendist eins lengi og steinminn, sem það er sett á, það flagnar ekki, er áferðarfallegt og ,,andar“ án j>ess að hleyþa vatni í gegn, sem sagt varanlegt efni. Og það sem er ekki minna um vert, það stórlækkar byggingakostnað. Leitið nánari upplýsinga. 15 steinprýði DUGGUVOGI 2 SIMI 83340 S: II c

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.