Morgunblaðið - 30.05.1978, Page 19

Morgunblaðið - 30.05.1978, Page 19
'TTORGJJNBLÆBIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 19 Hvað segja Reykvíkingar um úrslitin? Sigurður Halldórsson ur með að sjálfstæðismenn skyldu tapa meirihlutanum í Reykjavík og að sama skapi er ég mjög óánægður með tap Framsóknar- flokksins,“ sagði Sigurður Hall- dórsson, lögfræðingur. „Lands- málin hafa ótvírætt haft áhrif á úrslit þessara kosninga en ég held að sjálfstæðismenn hafi átt von á þessum úrslitum, því léleg kosn- ingaþátttaka var þeim í óhag. Hinir nýju meirihlutaflokkar þurfa að fá frið til að koma sér saman um sína stefnu og ég tel að þeim ætti að takast það. Um tap okkar framsóknarmanna get ég aðeins sagt það, að ég hélt að þetta væri ágætur listi enda farin af honum ýmis hægri öfl, sem ég taldi að drægju úr fylgi flokksins og ég hélt að listinn væri því jákvæður gagnvart félagshyggju- sinnuðu fólki og vinstra fólki. Varðandi alþingiskosningarnar held ég að þar sæki aftur í sama horf og við fyrri kosningar. Ég vona að Alþýðuflokkurinn fái ekki jafn mikið og nú en Framsóknar- flokkurinn ætti að bæta við sig einhverju. Alþýðubandalagið fær tæplega jafn mikið og nú en Sjálfstæðisflokkurinn tapar frá síðustu kosningum, þó ekki eins miklu og við borgarstjórnar- kosningarnar nú,“ sagði Sigurður að síðustu. „Meirihluti Sjálf- stæðisflokksins hefði Þjönað borginni betur“ „Þessi úrslit eru tvísýn og slæm. Ég held að hreinn meirihluti sjálfstæðismanna hefði þjónað borginni og málefnum Reykvík- inga betur en þessi breyting," sagði Eiríkur Magnússon, starfsmaður hjá Véladeild SÍS. „Það er eins og oft áður andvara- leysi fólks, sem hefur áhrif á úrslitin og það er líka víst að landsmálin hafa haft áhrif. Sjálf- Eirikur Magnússon stæðismenn hafa alltaf tapað fylgi, þegar þeir hafa setið í rikisstjórn og ekki síst þegar við verulega erfiðleika hefur verið að fást i þjóðmálunum. Ég er ekki kominn til með að segja að úrslit alþingiskosninganna verði á sama veg, því framsóknarmenn koma til með að búa að sínu fylgi og það er merkilegt að Alþýðuflokkurinn er að ná sér aftur og það er Vel,“ sagði Eiríkur að síðustu. „Fyrst og fremst álit kjó$enda á landsmála- pólitíkinni“ „Með þessum úrslitum liggur fyrst og fremst fyrir álit kjósenda á landsmálapólitíkinni. Sjálfur er ég sjálfstæðismaður og varð því fyrir vonbrigðum með úrslitin. Ég átti von á nokkru fylgistapi Sjálfstæðisflokksins en ekki jafn miklu og raun varð á,“ sagði Hans Kristján Arnason, framkvæmdastjóri. „Kjósendur hafa með þessum kosningum viljað koma á framfæri gagnrýni sinni á efnahagsstefnu ríkisstjórn- arinnar. Varðandi þá flokka, sem nú taka við stjórn Reykjavíkur, er víst að verulegir erfiðleikar eiga eftir að koma fram á næstu mánuðum, þegar þeir þurfa að ná samstöðu um fjölmörg málefni. Ég held að þessi úrslit gefi ekki með öllu rétta mynd af úrslitum væntanlegra alþingiskosninga og ég trúi því ekki að sjálfstæðis- menn tapi jafn miklu í þeim og nú. Ég veit að margt fólk, sem fylgir sjálfstæðismönnum að máli, sat heima við kosningarnar á sunnu- dag. Afhroð Framsóknarflokksins en tel hins vegar að aðrir eigi að fá tækifæri til að reyna sig við stjórn hennar," sagði Þórhallur Már Sigurðsson, prentari. „Þessi úrslit eru skýr þó munurinn sé lítill og ég er ékki í vafa um að niðurstöðunni hafa landsmálin ráðið enda hafa bæði Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag lagt áherzlu á landsmálin í sinni kosningarbar- áttu. Það er skoðun mín að þrátt fyrir að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn, verði ekki miklar breytingar á stjórn borgarinnar. Sjálfstæðismenn koma hins vegar ekki til með að tapa jafn miklu í alþingiskosningum, því þessar kosningar eru ólíkar og í borgar- stjórnarkosningum er t.d. ekki kosið um utanríkismál," sagði Þórhallur að lokum. Hans Kristján Árnason er heldur meira en hjá sjálfstæðis- mönnum en þeir eiga sjálfsagt eftir að rétta við hvað snertir heildarniðurstöðuna, þegar sveit- irnar koma inn í dæmið. Úrslitin eru áfall fyrir sjálfstæðismenn en við verðum bara að standa okkur betur,“ sagði Hans Kristján að lokum. „Sjálfstæðismenn tapa ekki jafn miklu í alpingis- kosningunum“ „Ég fór ekki til að kjósa, því ég vildi vera hlutlaus. Ég er ekki óánægður með stjórn borgarinnar „Agætt aö stokka spilin“ „Það er ágætt að stokka spilin og ég fagna því að meirihluti Matthildur Jónsdóttir „Það er orðið alltof rautt í Reykjavík“ „Ég er ekki ánægð með þessar niðurstöður, það er brðið alltof rautt í Reykjavík. Það liggur allvel fyrir að fólk hefur blandað saman borgarmálefnum og landsmálum, sem er rangt,“ sagði Matthildur Jónsdóttir, bankastarfsmaður. „Ég á ekki von á því að vinstri flokkarnir verði lengi við stjórn- völinn í Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég kaus og valið olli mér ekki erfiðleikum. Um úrslit alþingiskosninganna vil ég ekki spá en ég vona sannarlega að Sjálfstæðisflokkurinn tapi ekki jafn miklu og nú.“ „Sofandaháttur ráð- andi hjá fólki“ „Ég átti hreinlega ekki von á þessu og er ekki ánægð með að meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík féll. Ég er hreinlega ekki búin að ná mér og get því fátt sagt. Ég fæ ekki betur séð en ánægt, það vill fá eitthvað nýtt, og svo er náttúrlega augljóst að landsmálin hafa haft áhrif á þessa kosningu. Já, ég kaus það sama nú og ég gerði síðast og býst við að kjósa sama flokkinn í alþingis- kosningunum." „Akaflega vonsvikinn" „Ég er ákaflega vonsvikinn yfir þessum úrslitum, því mér hefur þótt stjórn borgarinnar vera í góðum höndum. Það er ekki vafamál að landsmálin spiluðu mjög inn í þessar kosningar og víst er að vinstri flokkarnir hafa ekki sigraö á borgarmálastefnu sinni,“ Friðhjörn Jósafatsson sjálfstæðismanna í Reykjavík féll,“ sagði Friðbjörn Jósafatsson, leigubílstjóri. „Þetta er vissulega hálfgert vantraust á þá, sem áður stjórnuðu og það hlýtur að verða einhver breyting á stjórn borgar- innar með tilkomu nýs meirihluta. Við verðum að gera ráð fyrir því að þeir nái samstöðu um stefnu í borgarmálunum. Ég kaus það sama og ég hef jafnan kosið og var ekkert að rugla í þessu. Varðandi alþingiskosningarnar í næsta mánuði gæti ég trúað að breyting á fylgi flokkanna yrði áþekk því sem nú varð en við vitum þó að það eru alltaf einhverjir, sem kjósa ekki það sama í sveitarstjórnar- kosningum og alþingiskosning- um,“ sagði Friðbjörn að síðustu. „Kaus ekki — finnst ég ekkert vit hafa á stjórnmálum“ „Já, ég er búin að fá kosninga- rétt, en kaus samt ekki. Af hverju? Mér finnst ég bara ekkert vit hafa á stjórnmálum og þess vegna vil ég ekki skipta mér af þeim. Nei, ég er ekki búin að ákveða hvort ég fer Þórhallur Már Sigurðsson Lilja Jónsdóttir einhver sofandaháttur hjá fólki hafi verið ráðandi. Margt ungt fólk kaus líka nú í fyrsta sinn og það kann að hafa ráðið einhverju. Ég vil sem minnst segja um hver úrslit alþingiskosninganna kunna að verða,“ sagði Lilja Jónsdóttir, húsmóðir. Hörður Hlöðversson sagði Ilörður Hlöðversson. Um það hvort vinstri flokkarnir ná að vinna saman að stjórn Reykjavík- ur verður framtíðin að segja til um en ég vona sannarlega að úrslit í komandi alþingiskosningum verði ekki á sömu lund og þessar kosningar." „Stjórn sjálfstæðis- manna ekki léleg, heldur nauðsynlegt að breyta til“ „Ég er ánægður með þessi úrslit borgarstjórnarkosninganna og þá sérstaklega að sjálfstæðismenn skildu missa meirihlutann. Stjórn þeirra á málefnum Reykjavíkur hefur ekki verið léleg, heldur er Ingibjörg Erlendsdóttir á kjörstað í alþingiskosningun- um,“ sagði Ingibjörg Erlends- dóttir þar sem hún stóð við afgreiðslu í Topptízkunni. „Mér finnst ágætt að breyta til, en ég hefði nú samt helzt viljað hafa Birgi áfrarn," sagði Edda Sigurgeirsdóttir. „Skýringin hlýt- ur að vera sú að fólkið er ekki Edda Sigurgeirsdóttir Steinar Birgisson nauösynlegt að breyta til i þessu efni eins og öðrum,“ sagði Steinar Birgisson. múrari. „Ég kann enga eina skýringu á því hvers vegna úrslit kosninanna urðu á þennan veg en um það hvað nú tekur við er ómögulegt að segja. Ég treysti á að einhver breyting verði á stjórn borgarinnar s.s. varðandi byggingu dagvistunarstofnana og það er hreinlega ekki um annað að ræða fyrir vinstri flokkana en ná samstöðu. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég kaus og mér var efst i huga að koma sjálfstæðismönnum frá. Ég vona að úrslit alþingiskosning- anna verði áþekk þessum úrslit- um,“ ságöi Steinar að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.