Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 27 HM I knattspyrnu hefst á fimmtudaginn: Búist við að 1000 milljónir fylgist með úrslitaleiknum Argentina '78 HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu hefst í Argentínu á fimmtudag, 1. júní. Flestar Þjóðir eiga sína þjóðaríþrótt og þann sess skipar knattspyrnan víðast hvar. Iþróttavið- burður þessi ber því höfuð og herðar yfir alla aðra svo ekki sé meira sagt. Áhugi fólks á keppninni er með ólíkindum. Ekki verður meira rætt eða ritað um nokkurn annan viðburð á meðan á keppninni stendur. Sjónvarpað verður beint frá öllum leikjum keppninnar, bæði í Evrópu og í Ameríku, og er áhuginn slíkur að búast má við að götur stórborganna tæmist á meðan sjónvarpsút- sending stendur yfir. Áætlað er að 1 milljarður sjónvarpsáhorfenda fylgist með úrslitaleikn- um, sem verður sendur beint út í litum í gegnum gervihnött um allan heim. Aðeins tungllending Apollós 11 á sínum tíma hefur dregið að sér jafn marga áhorfendur. Spámenn áætla að samanlagðar tölur sjón- varpsáhorfenda að öllum leikjum keppninnar, 25 talsins, þar með talinn úrslitaleikurinn 25. júní, kunni að verða allt upp í 20 billjón. • Knattspyrnumaðurinn Pele er án efa sá bezti, sem fram hefur komið í Heimsmeistarakeppni. Pele var aðeins 17 ára þegar hann sló í gegn í HM í Svíþjóð 1958 og varð heimsfrægur á svipstundu. Hann varð þrisvar heimsmeistari á sínum ferli og meðfylgjandi mynd er frá úrslitaleik IIM í Mexíco 1970. þegar Brasilíumenn unnu ftali í úrslitaleiknum 1.1. Pele skoraði eitt markanna og sjást félagar hans fagna honum eftir markið. Pele er númer 10 en númer 11 er Revelino, sá eini úr HM-liði Brasilíu 1970, sem keppir í HM í Argentínu nú í júní. í Bandaríkjunum verða leik- irnir t.d. sýndir víða á stóru tjaldi í kvikmyndahúsum og í leikhúsum, þar sem áhorfendur hvetja áfram sín lið eins og þeir væru á vellinum og leikmenn- irnir gætu heýrt í þeim. Fólk mun rísa á fætur er þjóðsöngvar þeirra landa eru leiknir. 1970, þegar Brasilía sigraði í keppn- inni, hóf fjöldi fólks sem horft hafði á úrslitaleikinn í Madison Square Garden í New York, mikla sigurhátíð. DÖNSUÐU GONGA IJppselt hafði verið í húsið og því miklir troðningar. Eina leiðin til að koma fólkinu út á götu var að fá viðstadda til að mynda röð og dansa conga með tilheyrandi trumbuslætti og danshreyfingum, þar til allir voru búnir að yfirgefa húsið. En tilfinningar fólks geta líka haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og síður en svo ánægju- legar. Nestor Krally, sem mikið hefur ritað um knattspyrnu, varð vitni af því að Brasilíumað- ur, áhorfandi á HM í Svíþjóð 58, hafði lofað því að fremja sjálfs- morð af gleði sigraði Brasilía í keppninni. Brasilía sigraði og maðurinn stóð við sitt og framdi sjálfs- morð. ÓHEMJU MIKILL UNDIRBÚNINGUR Undirbúningurinn sem fram fer áður en keppnin hefst er með ólíkindum mikill. Það er dýrt að ( fjármagna keppnina og til þess þarf mikið vinnuafl. Argentínu- menn sem stríða við mikla fátækt og verðbólgu, hafa byggt þrjá nýtískulega knattspyrnu- velli og endurskipulagt og bætt þrjá gamla. Þá hafa þeir eytt óhemju fé í að endurbyggja vegakerfið og flugvelli. Þeir hafa byggt ný hótel. 50 milljón- um dollara var eytt í nýtt litsjónvarpsútsendingarkerfi, því að þeir sem sjá um keppnina verða að geta sent út í lit. Sérstakar öryggissveitir hafa verið myndaðar til að vernda leikmenn og áhorfcndur, en þrátt fyrir stranga öryggisgæslu sprakk sprengja í aðalstöðvum blaðamanna fyrir um það bil 10 dögum og lögregluforingi lét lífið. — Við þurfum að sýna umheiminum að þær hugmyndir sem útlendingar hafa um land og þjóð eru ekki réttar, sagði stjórnmálamaður nokkur ekki alls fyrir löngu og nú er rétti tíminn. Kostnaðurinn við allt þetta nemur um 500 milljónum dollara. Eftir að hafa gefið út 7000 blaðamannaskírteini var ákveðið að stoppa og veita ekki fleiri. Þegar dregið var í riðla keppninnar mættu 350 blaða- menn frá Brasilíu svo dæmi sé nefnt. Ekkert land kemur til með að eiga fleiri blaðafulltrúa en einmitt Brasilía. Á keppninni sjálfri koma þaðan 489 blaða- menn, 199 frá Ítalíu, 177 frá Frakklandi og 111 frá Spáni. Frá Svíþjóð koma 95, og svona mætti áfram telja. Allt þetta umstang hefur sín áhrif, verð á hótelherbergjum hækkar gífur- lega og mun kosta 25 þúsund krónur nóttin, ef þú getur þá hugsanlega fundið þér eitt. Kaupmaður einn sagðist skammast sín fyrir hvað verðlag í öllum búðum hækkaði skyndi- lega til að hægt væri að hagnast á ferðamönnunum. Um það bil 100.000 Brasilíumenn munu koma og knattspyrnuáhuga- menn víðs vegar að. Frá Islandi koma að minnsta kosti fjórir sem vitað er um með vissu. IIVATNINGAHRÓPIN GETA DIJGAÐ TIL SIGURS Eitt hefur verið mjög athygl- isvert við keppnina frá upphafi, og það er hve miklu áhorfendur fá orkað. Það er engu líkara en að þeir geti með hvatningaróp- um fært liðum sínum sigur. Heimsbikarinn hefur nær alltaf hafnað í þeirri heimsálfu þar sem keppnin fer fram. í sjö skipti af tíu hefur bikarinn unnið sú þjóð sem um keppnina hefur séð eða nágrannaþjóð. Það er ekki auðvelt að komast í úrslitin. 146 þjóðir hefja undan- keppnina og þegar henni er lokið hafa 16 þjóðir unnið sér rétt til lokaþátttöku. Þjóðirnar leggja metnað sinn í að vel takist til og upphæðir þær sem fara í liðin eru hreint ótrúlegar. Oft verða stórþjóðir á knattspyrnusviðinu að sætta sig við að sitja heima. Samanber England sem ekki hefur tekist að kom í lokakeppn- ina síðustu tvær keppnir. Sagt er að leikmenn fyllist mikilli þjóðerniskennd þegar þeir klæðast landsliðsbúningi. Margir af bestu knattspyrnu- mönnum heims leika ekki í þjóðlandi sínu heldur þar sem þeir fá bestu launin. Það er þeim því mikilvægt að standa sig vel og verða þjóðhetjur er þeir leika með landsliði. Alan Ball hefur sagt að enginn knattspyrnumað- ur fái betra tækifæri á að sýna hvað í honum býr en einmitt í svona keppni. — Þú ert að keppa a, móti þeim bestu í veröldinni, þú verður að standa þig, þú getur ekki brugðist áhorfendum. Þegar ég lék í HM í Englandi fannst mér ég ekki vera að keppa fyrir England, mér fannst ég vera England og ég fann styrk áhorfendaskarans á bak við mig, þeir voru hluti af mér. Hvergi í veröldinni er knatt- spyrnan í jafn miklu öndvegi og í Suður-Ameríku. í Brasilíu er knattspyrnan menning að þeirra dómi. Hvergi fyrirfinnast eins blóðheitir áhorfendur. Lít- um á nokkru atburði sem eru einstæðir en átt hafa sér stað. Eftir uppþot í kjölfar víta- spyrnu á leikvelli nokkrum í Argentínu, var dómaranum bjargað um borð í lögregluþyrlu á síðustu stundu, en leikmönn- um tókst naumlega að halda aftur af æstum mannfjöldanum meðan þyrlan var sótt. Óðum áhorfanda á leik í Brasilíu blöskraði svo vítaspyrnudómur, að hann hljóp inn á völlinn og beit í annað eyrað á dómaran- um. SAMIIERJARNIR SLÓGUST En það eiga sér ekki bara átök milli dómara og leikmanna, það sýnir okkur eftirfarandi atburð- ur sem varð í leik í Argentínu. Til áfloga kom milli leikmanna í knattspyrnuleik nokkrum, og þó að slíkt sé í sjálfu sér engin nýlunda þar um slóðir var þessi slagur óvenjulegur. Þeir sem öttu kappi samán voru mark- vörður og fyrirliði sama liðsins og hófust lætin er fyrirliðinn .skammaði markvörðinn fyrir að fá á sig níunda markið í leiknum. Blaðamaður einn hafði látið óvinsamleg orð falla um leik- mann nokkurn á íþróttasíðu sinni og næst er blaðamaðurinn mætti til að skrifa um leik hjá liðinu, prílaði leikmaðurinn inn í blaðamannastúkuna og rotaði „eiturpennan". Það hefur oft soðið upp úr bæði hjá leikmönn- um og áhorfendum. Eitt gleggsta dæmið um skapofsann kom fram í leik Argentínu og Englands í keppninni 1966 í Englandi. Argentínumenn komu með mjög gott Iið til keppninn- ar, sem ætlaði að gera stóra hluti en þeir létu skapið hlaupa með sig í gönur. Þeir kenndu dómurunum um að hafa verið á móti sér í leikjunum og er þeir mættu Englendingum var búið að leysa skapið úr læðingi áður en leikurinn hófst. SKAPOFSI Strax á fyrstu mínútum leiks- ins brutu þeir mjög gróflega á leikmönnum Englands. Rattin var vísað af leikvelli en hann neitaði að yfirgefa völlinn. Þegar hann loksins fékkst út af gretti hann sig framan í áhorf- endur og lét öllum illum látum. England sigraði í leiknum 1—0. Er leiknum lauk gerðu Argentínumenn sig líklega til að ráðast á dómarann og línuverð- ina, en þeim var bjargað. Þeir börðu dyrnar á búningsklefum Englands og skoruðu á þá að koma út og berjast eins og menn með hnefum og hnúum. Þeir spörkuðu, hrópuðu og hentu öllu lauslegu í viðstadda. Sir Alf Ramsey lét þau orð falla að Argentínumenn væru villidýr- um líkastir. Villidýr, þetta var orð sem Suður-Ameríkumenn gleymdu ekki. Mexíkóbúar, Chilebúar, og Brasilíumenn mundu vel það sem Ramsey hafði sagt. Allir Evrópumenn héldu að Suður-Ameríkumenn væru villidýr. Þegar Englend- ingar komu svo í keppnina í Mexikó voru þeir nr. 1 á lista yfir óvinsælustu liðin í keppn- inni. Dagblöðin héldu því fram að leikmennirnir væru drykkju- menn og þjófar og áður en langt leið hafði Bobby Moore verið handtekinn og sakaður um þjófnað í skartgripaversiun. Síðar kom í ljós að hann var alsaklaus, og reynt hafði verið að setja þetta á svið til að koma Bobby úr jafnvægi svo og öðrum liðsmönnum. Engla..J lék sinn fyrsta leik i keppninni á móti Brasilíu. Kvöldið fyrir leikinn safnaðist saman fyrir framan hótelið, sem Englendingarnir bjuggu á, mikill mannfjöldi og bílar keyrðu sífellt hringi í kringum hótelið og flautuðu án afláts. Fólkið hrópaði: Brasilía, Brasilía. Lögreglumenn sem gættu hótelsins gerðu lítið annað en að slá hring um hótelið og varna fólki inngöngu og þeir sem heyrðu vel gátu heyrt þá, muldra Brasilía, Brasilía. Daginn eftir tapaði England 1—0 fyrir Brasilíu og það var snillingurinn Jaizimo sem skor- aði sigurmark Brassanna. Kramhald á bls. 35 • ÞETTA er River Plate leikvangurinn í Buenos Aires í Argentínu. þar sem úrslitaleikur Heimsmeistarakeppninnar 1978 fer fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.