Morgunblaðið - 30.05.1978, Page 48

Morgunblaðið - 30.05.1978, Page 48
/ AIKÍLÝSINÍÍASIMINN ER: 22480 aik;lYsin<;asíminn er: 22480 Fridrik með 6 vinninga eftir sjö umferðir Friðrik Ólafsson er einn í 1. sa*ti á skákmótinu í Las Paimas og er með 6 vinninga eftir 7 umferðir. í sjöundu umfcrðinni. sem tcfld var í gær. vann Friðrik Sersio Cabera frá Spáni í 35 leikjum. Önnur úrslit í sjöundu umferð- inni urðu þessi: Garcia 'h — Cson 'k Perez vann Tatai, Westerinen vann Lezano, skák Rodrigues og Mestres fór í bið og sömuleiðis Medina og Rubio. Staðan eftir 7 umferðir er þessi: I. Friðrik Ólafsson 6v., 2 Cson 5!/2v., 3. Padron 5v., 4. Rodriguez 4'/2v., 5. Westerinen 4v., 6.-7. Medina og Tatai 3v., 8. Mestres 2 '/2V., 9,—10. Perez og Lezcano 2v., II. —12. Cabera og Rubio l'hv. Hvalveiðar hafnar; Þrír hvalir fengust í gær ÍSLENZKU hvalbátarnir fjórir héldu til veiða á sunnudags- kvöld og síðari hluta dags í gær Kolmunnaskipin hætta veiðum ÍSLENZKU kolmunnabátarnir sem eru á veiðum við Færeyjar hafa lítið sem ekkert fengið undanfarna daga. Morgunblaðinu var tjáð í gær, að skipin væru í þann veginn að hætta veiðum og var vitað að Sigurður er væntanlegur til íslands f dag með einhvern afla. Bjarni Ólafsson, Börkur og Víkingur voru enn á miðunum við Færeyjar í gær. en gert var ráð fyrir að þessi skip myndu halda heimleiðis f dag eða á morgun ef ekki rætist frekar úr aflabrögð- um. var vitað að þeir voru búnir að fá 3 hvali. 1 langreyði og 2 búrhvali. Eins og komið hefur fram í fréttum, þá hafa Greenpeace-sam- tökin hótað að reyna að koma í veg fyrir hvalveiðar bátanna í sumar, en í gær var ekki vitað hvort skip samtakanna, Rainbow Warrior, var lagt af stað á íslandsmið. Morgunblaðinu er kunnugt um að síðustu daga hefur Rainbow Warrior haft viðkomu í nokkrum hafnarborgum Evrópu og þar hafa Greenpeace-félagar rekið áróður gegn hvalveiðum Islendinga. Sam- kvæmt upphaflegri áætlun sam- takanna á Rainbow Warrior að koma á Islandsmið þann 4. júní n.k. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1978 p, Frá talningu atkvæða í Austurbæjarskólanum í fyrrinótt. Endurtalningin kl. 2 í nótt: Engar veruleg- ar breytingar ÞEGAR Morgunblaðið fór í I borgarstjórnarkosninganna I vík ákvað eftir að lokið var prentun kl. 2 í nótt höfðu í Reykjavík, en þá var vart við að telja atkvæði í borgar- engar verulegar breytingar búizt við að endurtalningu stjórnarkosningunum í gær- komið fram við endur- lyki að fullu fyrr en kl. 03. morgun að láta endurtelja talningu atkvæða vegna | Yfirkjörstjórnin í Reykja- I Framhald á bls. 30. Geir Hallgrímsson um úrslit kosninganna: Hljótum að keppa að þvi að ná aftur meirihluta í borgarstjóm Eigum mikið verk fyrir höndum næstu vikur að skýra störf og stefnumál Sjálfstæðisflokksins — l>að er engum blöðum um það að fletta. að megináfallið er að missa meirihiutann f Reykjavík. sagði Geir Hallgrimsson. forsætisráð- herra. er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi, en íorsætisráðherra er nú staddur í Washington. þar sem hann mun sitja fund leiðtoga At- lantshafsbandalagsrfkjanna. — Almcnnt hafa úrslitin vald- ið okkur vonbrigðum, þótt nefna megi ýmsa staði, þar sem Sjálfstæðismenn hafa haldið vel sínum hlut. Þótt við gerum okkur grein fyrir þessu, skulum við líka minnast þess, sagði Geir Hallgrímsson, að við erum að bera úrslitin saman við hag- stæðustu úrslit, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nokkru sinni fengið í sveitarstjórnar- kosningum þ.e. 1974. — Sagt er að með þessum úrslitum hafi borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðismanna tekið á sig skell, sem ríkisstjórn og þingflokkur hefðu átt að taka. — Ég tel, að borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðismanna með Birgi ísl. Gunnarsson í broddi fylkingar hafi staðið sig framúr- skarandi vel og byggt upp sterka málefnastöðu í borgarmálum og hafi ekki átt skilið annað en endurkjör og endurnýjað traust borgarbúa. Það var vitað mál, að andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins í borgarmálum lögðu á J>að áherzlu eins og ég gat um í viðtali við Morgunblaðið dag- inn fyrir kosningarnar að ræða landsmálin en ekki borgarmálin. Við sjálfstæðismenn töldum hins vegar borgarmálin eiga það skilið óg borgarbúar, að við einbeittum okkur sem mest dagana og vikurnar fyrir borgarstjórnarkosningar að borgarmálum og beindum þeim eindregnu áskorunum til borgarbúa að láta þau ráða atkvæði sínu í borgarstjórnar- kosningum. Af þessu leiddi, að við sinntum e.t.v. ekki sem skyldi að svara ýmsum rang- færslum, útúrsnúningum og árásum á aðgerðir ríkisstjórnar- innar eins og t.d, þegar kommúnistar reyndu að koma því inn hjá fólki að nýju bráðabirgðalögin hefðu skerðingu á kjörum fólks í för með sér miðað við efnahagsráð- stafanirnar í febrúar sl. Svo virðist sem þetta herbragð kommúnista hafi heppnast og er uggvænlegt til þess að vita, að þeim mönnum sé nú falin forsjá málefna Reykvíkinga, sem komu sér undan umræðum um borgar- mál. Við sjálfstæðismenn höfum við hverjar einustu borgar- stjórnarkosningar sagt að borgarbúar yrðu að gera sér grein fyrir því, að meirihluti Sjálfstæðismanna væri í hættu og við höfum gert okkur grein fyrir því, að svo kynni að fara, að hann glataðist. Nú hefur það gerzt og er um mikla afturför fyrir Reykjavík að ræða að hafa ekki heilsteypta meirihluta- stjórn við stjórnvölinn. Við hljótum að keppa að því að ná þessum meirihluta aftur í borgarstjórn, þannig að borgar- búar verði ekki ofurseldir sömu óvissu um stjórn málefna sinna eins og aðrir landsmenn. Við næstu alþingiskosningar er ekki útlit fyrir að neinn stjórnmálaflokkanna muni lýsa fyrirfram yfir því hvaða flokki eða flokkum hann hyggst ná samstöðu með um stjórn landsins eftir kosningar. Það er mjög miður farið, að kjósendur viti ekki hvert stefnir. Við Sjálfstæðismenn verðum að keppa að því, þótt á móti blási í bili að skapa þennan valkost í landinu fyrir kjósendur eins og hann hefur verið til staðar í Reykjavík. — Hvaða ályktanir er hægt að draga af úrslitum þessara kosninga um þingkosningar þær, sem framundan eru? — Þar er á brattann að sækja. Úrslit þessara kosninga sýna, að Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.