Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 Islendingur nær frá- bærum námsárangri í Bandaríkjunum UNGUR íslenzkur námsmaður hefur lokið próíi frá háskólanum í Wiscounsin í Bandarikjunum með frábærum árannri að því cr scgir í fréttatilkvnninKU frá háskólanum. sem Morjíunhlaðinu hefur borizt. Námsmaðurinn. Benedikt Jóhanncsson. Lauxarás- vckí 19. Reykjavík, lauk bachelor- Kráðu í stærðfræði ok hlaut J.V. Collins-verðlaunin. sem veitt cru í minningu stærðfræðiprófessors, sem í 43 ár starfaði við háskólann í Wiscounsin. í fréttatilkynningunni kemur fram, að Benedikt sé nú við ríkisháskólann í Florida, þar sem hann leggur stund á tölfræði. Hann er sonur Jóhannesar Zoéga, hitaveitustjóra, og er einn örfárra nemenda við háskólann í Wiscoun- Framhald á bls. 46. Lægra tímakaup unglinga í Eyjum en annars stadar Ilestamenn á leið til Inngvalla æja og njóta góða veðursins. Ljósm.i Kristján Landsmót hestamanna: Skúmur frá Stórulág efstur alhliða gæðinga Frá Trygjfva Gunnarssyni bim. Mbl. í Skógarhólum UNGLINGAR í Vestmannaeyjum hafa lægra kaup en unglingar annars staðar á landinu. þar scm unglingavinna er. í Morgunhlað- inu siðastliðinn föstudag cr skýrt frá kjörum unglinga i Reykjavík og Kópavogi og þeim mismun. sem olli mótmælagöngu unglinga í Reykjavík. Unglingar. sem fæddir eru 1965, fá 345 krónur á tímann í Reykjavík cn 539 krón- ur í Kópavogi. Þóranna Guðmundsdóttir í Vestmannaeyjum hafði samband við Morgunblaðið og skýrði frá því, að sonur hennar, sem fæddur væri 1965, hefði aðeins 250 krónur á tímann í unglingavinnu, sem Vestmannaeyjakaupstaður rekur. Kvað hún hlutverk unglinganna vera að hreinsa til í bænum og hlúa að gróðri og annað slíkt. Vildi hún koma þessu ranglæti á framfæri og kvað tímavinnu ungl- inganna hafa hækkað sáralítið frá því í fyrral Hún kvað þennan mun hljóta að vera óeðlilega mikinn. LANDSMÓTI hestamanna í Skógarhólum verður fram- haldið í dag, sunnudag. Hefst dagskrá mótsins í dag með helgistund f Hvannagjá kl. 11 þar sem hr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup predikar. Eftir hádegi verða verðlaun í ein- stökum greinum afhent og fram fara úrslit kappreiða. Að sögn löggæzlumanna í Skógarhólum var nokkur ölv- un á mótssvæðinu aðfararnótt laugardags. Ekki urðu nein slys á mönnum en hins vegar varð að flytja 27 manns til Reykjavíkur vegna ölvunar. Þá voru fimm ökumenn tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. „Ástandið á þessu móti er vonum betra miðað við þennan mikla fjölda og mörg fyrri hestamannamót,* sagði lögregluþjónn, sem blm. Mbl. ræddi við. Um hádegi í gær lágu fyrir úrslit í A-flokki alhliða gæð- inga og stóð þar efstur Skúmur frá Stórulág, eigandi og knapi Sigfinnur Pálsson, Stórulág, Hornafirði, með einkunnina 8,94. Annar varð Prami frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Skúli Steinsson, Eyrarbakka, með einkunnina 8,86. Og þriðji Garpur frá Oddsstöðum, eign Harðar G. Albertssonar og knapi Sigurbjörn Bárðarson, Reykjavík, með einkunnina 8,84. Þá hlaut Sörli 653 frá Sauðárkróki, eign Sveins Guð- mundssonar, heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Sigurvegari í flokki stóðhesta með afkvæm- um er kepptu til fyrstu verð- launa var Þáttur frá Kirkjubæ, eign Sigurðar Haraldssonar, Fjöður frá Tungufelli, eign Esterar Guðmundsdóttur, Laugarvatni, hlaut heiðurs- verðlaun fyrir afkvæmi, en efst að stigum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi var Drottning frá Reykjum, eign Jón M. Guðmundssonar. Efstur í flokki stóðhesta 6 vetra og eldri var Náttfari frá Ytra-Dalsgerði, eign Sigur- björns Eiríkssonar, Stóra- Hofi. Af stóðhestum 5 vetra varð efstur Gáski frá Hofs- stöðum, eign Kristínar Björns- dóttur, og af fjögurra vetra stóðhestunum var efstur Fáfn- ir frá Fagranesi, eign Jóns Eiríkssonar. Efst í flokki hryssa 6 vetra og eldri var Snælda frá Árgerði, eign Magna Kjartanssonar, og af 5 vetra hryssunum varð efst Elding frá Höskuldsstöðum, eign Sigurðar Snæbjörnssonar. „Göngurall” á Rauðhettuum verzlunar- mannahelgina SKÁTASAMBAND Reykjavíkur gengst um verzlunarmannahelgi fyrir Rauðhettuhátíð sem er hin þriðja í röðinni og verður hún við Úlfljótsvatn. Hljómsveitirnar Brunaliðiö, Mannakorn, Tívolí og Basil fursti munu leika fyrir dansi ásamt diskótekinu Dísu. Ýmis önnur skemmtiatriði verða á mótinu, m.a. Þursaflokkurinn, Megas, Baldur Brjánsson, og þýzk ræflarokkhljómsveit er kallar sig „Big Balls and the Great White Idiot*. Þá verður á mótinu haldið íslandsmót í svifdrekakeppni, starfrækt verður bátaleiga, hesta- leiga, tívolí og maraþonkossa- keppni verður haldin. Nýjung á Rauðhettu ’78 er svonefnt göngu- rall, en í frétt frá mótsstjórn segir að leyndarmál sé hvernig það fari fram, þar til kemur að keppninni sjálfri. Um það bil 300 sjálfboðaliðar starfa við Rauðhettu í ár og verður starfrækt upplýsingaþjónusta, slysagæzla o.fl. og er hagnaði mótsins varið til uppbyggingar skátastarfinu. Ungur Húsvíkingur. Bjarney Asgeirsdóttir. vann Alfa Romeo bfl í bingói Ferðaskrifstofunnar Sunnu á Sunnukviildi á Hótel Sögu. Myndin er tekin er Bjarneyju var afhentur bfllinn. Á myndinni með henni er Ingvar Georgsson hjá Sunnu og Magnús Kjartansson. sem las upp númerin í hingóinu. Lúdvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins: Erum tilbúnir í vinstri vid- rædur undir forystu Benedikts „ÉG mun ekki skorast und- an því að stýra viðræðum um vinstri stjórn ef eftir því verður óskað. en það cr ekkert skilyrði af okkar hálfu að Alþýðubandalagið stýri slfkum viðra>ðum. Við erum tilbúnir til að taka þátt í þeim undir stjórn Benedikts Gröndai. Það er ekkert skilyrði um það“. sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er Mbl. spurði hann í gær hvort hann vildi og væri reiðubúinn til að taka að sér forystu um myndun vinstri stjórnar. „Hitt geta menn svo haft mismunandi skoðanir um hvaða líkur eru á árangri eftir mismunandi áhuga manna. En það er annað mál“. sagði Lúðvík. „Mér sýnist einsætt að nú eigi að hefjast viðræður á möguleik- unum á myndun vinstri stjórn- ar. Við og Framsóknarmenn höfum lýst því opinberlega að við séum fúsir til að taka þátt í slíkum viðræðum. Alþýðu- flokkurinn hefur að vísu fengið forystu um stjórnarmyndun en málið stendur þannig nú, að sú leið sem hann telur æskilegasta er lokuð og því er óhjákvæmi- legt að Alþýðuflokkurinn geri það upp við sig hvað hann vill nú. Það getur hann greinilega ekki og því strandar málið á Alþýðuflokknum en ekki okkur. Það stendur á því að Alþýðu- flokkurinn veiti formanni sínum nýtt og víðtækara umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Nema náttúrlega að afstaða Alþýðuflokksins sé sú, sem ekki hefur komið fram, að hann sé á móti vinstri stjórn. Ef hann hafnar þeim möguleika þá hefur hann aðra möguleika til að mynda meirihlutastjórn því ég vil ekki trúa því fyrr en ég tek á því að þessi fyrsti rpöguleiki sé sú eina tegund ríkisstjórnar sem Alþýðuflokkurinn getur hugsað sér að taka þátt í.“ Þá spurði Mbl. Lúðvík hvað hann vildi segja um þau orð Benedikts Gröndal að það ætti eftir að koma í ljós hvort með neitun sinni væri þingflokkur Alþýðubandalagsins að „full- Lúðvík Jósepsson nægja einhverjum pólitískum sjónarmiðum sem þeir taka fram yfir þjóðarhag á þessari stundu". „Afstaða okkar hefur verið ljós allan tímann", svaraði Lúðvík. „Við höfum ekkert farið í grafgötur með það að við erum andvigir stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum, en erum reiðubúnir til viðræðna um vinstri stjórn. Þessi afstaða okkar hefur alltaf verið ljós og ætti ekki að koma neinum á óvart nú. Ég vil nú ekki fara að hefja neinar þrætur við Alþýðuflokk- inn um einstök mál því ég tel slíkt bæði óeðlilegt og óheppi- legt. Við vorum sammála um nið- urstöður könnunarviðræðna okkar og þessi mál nú breyta engu um það. Þær sýndu að fyrir hendi er allvíðtæk sam- staða þessara tveggja flokka. Við fórum yfir flestalla mála- flokka sem máli skipta en hins vegar létum við vera að ganga til lokaákvörðunar um eitthvert atriði af því að það er ljóst að stjórnarmyndunarviðræður okkar yrðu einnig að vera við fleiri aðila. En ég tel þessar könnunarvið- Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.