Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 85 ára á morgun: / Jórunn Olafsdótt- ir fyrrum hús- freyja á Hamrahóli Jórunn mín. Fyrst af öllu vil ég biðja þig að fyrirgefa mér, þótt þessar línur til þín komi svona fyrir allra augu. Takist mér að gera tilskrifið skiljanlegt, veit ég að þú skilur þörfina til þessarar tjáningar, enda hefði forsendan að lífsviðhorfi mínu ekki verið sú sem hún er, án kynna við ykkur Tómas heitinn og dvalar minnar á Hamrahóli. Sagt er að með árun- um gleymist það síst sem gott er. Það er því ekki að undra þótt ég minnist svo margs frá sumrunum 1950 til 1954 á Hamrahóli og samskipta okkar æ síðan, þótt allt of stopu} hafi verið hin síðari ár. Þegar litið er til baka tel ég daginn sem ég steig upp í rútubílinn á Steindórsplaninu í Reykjavík, tíu ára snáðinn, og settist hjá ykkur Rúnu dóttur þinni vorið 1950 og hvarf með ykkur á vit sveitalífsins á Hamrahól, einn mesta gæfadag ævinnar. Allt of langt mál er að telja upp allar unaðslegu endurminningarn- ar frá þessum árum, enda er það ekki höfuðtilgangurinn með þess- um línum. Ekki verður þó hjá því komist að nefna þá sælukennd, sem ætíð fylgdi því að stíga út úr rútubílnum við brúsapallinn, þar sem afleggjarinn lá svo vinarlegur ofan við Steinsholtið og niður í sveitina. Finna hve blóðið hríslað- ist um allan líkamann af einskær- um fögnuði og eftirvæntingu, hve fæturnir báru litla skrokkinn léttilega, þótt einhverjar föggur fylgdu með. Hve ég hlakkaði til að sjá gamla Hamrahólinn og fólkið sem þar bjó. Skyldi nokkur bregða sér austur fyrir fjós eða upp að hlöðu til að gá að mér? Jú, oftast var það svo, ef ég var þá ekki ' sóttur upp á veg, en oft dvaldi ég eystra um páska eða nýár þegar frí var í skóla og farangurinn því fyrirferðarlítill, Að fráskildu heimili eigin foreldra hafa viðtök- ur aldrei verið eins hlýjar í minn garð og aldrei jafn kærkomnar eins og á Hamrahól. Aldrei gleymast faðmlögin og kossarnir hlýju frá ykkur Tómasi frá þeim stundum. Ætíð voru þið hjónin komin fyrst ofan á morgnana. Hvergi var ánægjulegra að vakna en þá morgna við að heyra málskraf ykkar blandast hljóði skörungsins við eldavélina, ketil- suði og öðru morgunstússi niðri í eldhúsi. Svo sem til uppfyllingar mátti gjarna heyra ýmis hljóð náttúrunnar úti fyrir eins og þyt hrossagauksins og blístur og vell spóans. Hvern morgun var litla andlitinu heilsað með gleðibragði. Sem snúningastrákur á Hamra- hól hef ég aldrei átt eins mikið af vinnugleði öllum stundum. Stærst- an þátt í því átti tvímælalaust viðmót ykkar hjóna gagnvart mér og sú virðing og þökk, sem þið sýnduð í smáu og stóru þegar vel var gert, en nærgætni og jafnaðar- Húsgagnasýning ídagfrákl.1-6. MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM KM húsgögn Skeifunni 8, Reykjavík. Sími 37010. LITAVER— LITAVER—LITAVER —LITAVER —LITAVER —LITAVER —LITAVER — LITAVER Viltu breyta TEPPADEILD: Ekstra afsláttur fyrir þá sem geta lagt teppin sín sjálfir: Nú seljum viö hin vinsælu Donaghadee teppi beint af rúllu fyrir ótrúlega lágt.verð. Sértilboð frá kr. 2.500.- VEGGFOÐURSDEILD: 5000 rúllur á lager, óhemju úrval. Sértilboö frá kr. 1.800, per rúlla. GOLFDUKADEILD: Höfum aldrei haft annað eins úrval af litum og munstrum. Sértilboö: Ekta vínilgólfdúkur. kr. 2.000.- per fm. tlipi wxmá mmsmm ;f > MALNINGA- VÖRUDEILD: Málning frá öllum helstu framleiöend- um landsins. Nú bjóöum viö magnaf- slátt af allri málningu og ______málningavörum. Vandaöar gólfkorkflísar. stærðir í cm. 23 x 23. Verö kr. 3.980.“ per fm. Lítið við í Litaveri 0ví Þaö hefur ávallt borgað sig. unm Hreyfílshúsinu, Grensásvegi 18. LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.