Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 KALT STRÍÐ A. HVITUM OG SVÖRTUM REITUM Framhald af hls. 15 kennir þó Karpov ekki um það sem gert var á hlut hans í Sovétríkjunum. Á blaðamannafundi í Belgrad fyrir einvígið við Spassky í nóvember síðastliðnum sagði Korchnoi er hann var spurður um Karpov: „Mér fellur persónuleiki hans. Eg hef alltaf dáð viljastyrk hans.“ Þetta eru orð manns sem vill vera sanngjarn. Ljíann hefur þó við önnur tækifæri gefið í skyn að Karpov hafi aldrei ómakað sig til að hjálpa öðrum. Og einu sinni sagði Korchnoi: „Karpov hefur mikil áhrif í Sovétríkjunum. Hann þarf aðeins að spretta fingrum og...“ Hann sagði ekki að Karpov hefði aldrei sprett fingrum í hans þágu en vísbendingin er fyrir hendi. Flótti Korchnois hefur ekki bundið enda á ofsóknir eða fordóma sovézkra skákyfirvalda í hans garð. Ég hefi minnzt á tilraunir til að útiloka hann frá einvígjunum um áskorandaréttinn. En yfirvöldin hafa gengið lengra. Þau senda ekki keppendur á alþjóðleg skákmót þar sem Korchnoi er meðal keppenda. Ofan á allt saman bætist svo það að sovézk yfirvöld hafa neitað eiginkonu Korchnois og syni þeirra um leyfi til að fara frá Sovétríkjunum. Korchnoi segir og að meðal þess sem hann hafi skilið eftir í Sovétrikjunum hafi verið bifreið af dýrari gerðinni. Eiginkona hans fær ekki að nota bílinn né heldur leyfist henni að taka fé út úr bankareikningum hans. Síðast þegar ég sá frú Korchnoi — ég held það hafi verið á Olympíumótinu í Skopje — fannst mér hún ákaflega falleg kona. Sjálfur er Korchnoi meðalmaður á hæð og frekar dökkur yfirlitum. Útlit hans hefur orðið mörgum til að álíta hann gyðing en í ævisögu sinni: „Skákin er mitt líf“, kveður hann ekki upp úr um það. Hann segir að annar afi hans hafi að sögn verið aðalsmaður í Ukraníu og að hinn hafi alla ævi búið í litlum gyðingabæ nálægt Kiev. Hann segir í ævisögunni að hann hafi í bernsku dvalið hjá föðurfólki sínu, sem hafi verið af pólskum betri ættum og snúið honum til kaþólsku. En síðar skýrir hann frá því að hann hafi fengið bréf með andgyðinglegum óhróðri og málstaður Israels er honum greinilega hjartfólginn. Þannig má vafalaust sætt- ast á það að hann megi kalla kaþólskan gyðing. Við fyrstu kynni virðist Korchnoi næsta hlédrægur, en svo kemur kraftmik- il skapgerð hans upp á yfirborðið og þær stundir sem ég minnist bezt frá samveru okkar voru allar einkar fjörlegar. Mér kemur til hugar að bera þær saman við hln áhrifamiklu atriði þöglu kvikmynd- anna. í raun og veru ættu rykkir hans og skrykkir ákaflega vel heima í gamanleik Mack Sennett. Ég hætti aldrei að furða mig á og dást að hversu fjörugt hugrekki Korchnois í raun er, og hversu yfirþyrmandi kraftur getur búið í honum. Við höfum orðið vitni 1974 tefldu þeir Anatoly Karpov (t.v.) og Viktor Korchnoi í Moskvu um áskorandaréttinn gegn Fischer. Karpov vann það einvígi með eins vinnings mun og Korchnoi heldur því fram að sovézk skákyfirvöld hafi beitt brögðum til að fá fram þau úrslit. Svo fór að Karpov varð heimsmeistari út á þennan sigur þar sem Fischer neitaði að verja titil sinn. Nú ver Karpov titilinn fyrsta sinni og áskorandinn er Korchnoi. að viðureign hans við sovézka kerfið og þess eru mörg dæmi að hann hafi boðið mönnum og máttarvöldum byrginn. 1962 tefldi hann í kandidatamótinu í Curaqao, en það var á þeim dögum, er áskorandinn vann sér réttinn í skákmóti en ekki einvígjum. Korchnoi og fleiri (þar á meðal Fischer) hafa haldið því fram að sovézku stórmeistararnir aðrir en Korchnoi hafi bundizt samtökum um að vinna að sigri Petrosjans. Korchnoi barðist og reyndi að vinna Petrosjan en án árangurs. Korchnoi vill rekja það til þessa að sovézk skákyfirvöld tóku að líta hann hornauga. Nathan Divinsky prófessor og skák- maður, kanadískur, hefur sagt mér eftirfarandi sögu frá Curaqao. Einn frídaginn fór hann ásamt Korchnoi og öðrum sovézkum stórmeistara, Keres, til strandar og hugðust þeir fá sér sund- sprett. Þeim hafði verið bent á fáfarna strönd en jafnframt verið varaðir við hættulegum sjávargróðri sem stingi illa. Divinsky og Keres fóru sér hægt en Korchnoi geystist út í sjóinn. Skyndilega rak hann upp sársaukavein. Hann hafði stigið í þennan sjávargróður og það varð að fara með hann í sjúkrahús. En snúum okkur að nýrra dæmi. Viku fyrir einvígið við Spassky lenti Korchnoi í alvarlegu bílslysi og meiddi sig þá illa í hægri hendi. I stað þess að fá einvíginu frestað um mánuð eða svo lét Korchnoi fimm daga festun duga, sem auðvitað þýddi að hann var langt frá því að vera orðinn góður í hendinni þegar einvígið hófst. Þannig íná segja að hann hafi unnið Spassky með annarri hendinni! Kameljónid og ævintýramaðurinn Strax að loknu einvígi þeirra Korchnois og Spasskys hófst undirbúningur að heimsmeistaraeinvíginu. Hæsta tilboðið kom frá Tilburg í Hollandi; verðlauna- sjóður upp á 642 þúsund dollara sem skyldi skipt af keppendum, en í Tilburg vann Karpov góðan sigur 1977. Baguio City átti næsthæsta tilboðið; 553.900 dolldara verðlaunasjóð. Lægri tilboð bárust frá Graz í Austurríki, II Ciocco á Italíu, París, Hamborg og Lucerne. Tilboðin voru send dr. Max Euwe forseta FIDE sem kom þeim áfram til keppenda. Báðir sömdu sína óskalista. (Korchnoi lét nú reyndar þau orð falla að hann vildi láta Karpov sjá um valið því með þeim hætti fengjust örugglega mestir pening- ar). Karpov setti Hamborg í fyrsta sæti og Baguio City í annað. Valið var því auðvelt fyrir dr. Euwe, sem tók tilboði Baguio City, en það fól í sér fjórfalda upphæð verðlaunasjóðs þess sem Fischer og Spassky kepptu um í Reykjavík. Sigurvegarinn nú fær 5/s í sinn hlut, nærri 350 þúsund dollara, en Fischer fékk 156 þúsund dollara fyrir sigur sinn í Reykjavík. Sá vinnur sem fyrri verður til að vinna sex skákir. Jafntefli verða ekki talin með. Einvígið gæti þannig dregizt mjög á langinn en ég spái því að það standi í hálfan þriðja mánuð. (Einvígi Fischers og Spasskys í Reykjavík stóð aðeins í 53 daga en það var líka bundið við 24 skákir). I svo löngu einvígi sem þessu mun þolið hafa sitt að segja og það þýðir auðvitað að sá eldri stendur verr að vígi, hvað það snertir. Fyrir skömmu var Korchnoi spurður að því hvernig honum kæmi til hugar að hann gæti yfirbugað Karpov sem er 20 árum yngri. „Til þessa hafa andstæðingar þínir allir verið heldur illa settir andlega. Allt öðru máli gegnir um Karpov. Hann hefur góða stjórn á skapi sínu.“ Þessu svaraði Korchnoi: „Ég mun velgja honum undir uggum". Það er vissulega merkileg staðreynd að á þeim aldri sem flqstum skákmeisturum fer að fara aftur og þeir fara að hugsa sér til hlés þá virðist Korchnoi ganga í gegnum endurnýjun og vera reiðubúinn til keppni við sér mun yngri menn. Vandamálið er það að Karpov hefur vaxið svo á síðustu árum að hann er fullkom- lega maður fyrir sinn hatt og Korchnoi sjálfum dylst alls ekki vandi þeirrar þrautar sem framundan er. „Það má alltaf reiða sig á Karpov að einu leyti", segir hann. „Ef hann velur ekki skásta leikinn í stöðunni, þá býr eitthvað undir einhvers staðar ...“ Korchnoi hefur sem aðrir veitt því aðhygli að styrkur héimsmeistarans hefur vaxið, en hann bætir við: „Ég hef aldrei haft háar hugmyndir um stíl hans. Hann hefur tvö síðustu árin teflt eins og heimsmeistari en stíll hans er ennþá fráhrindandi“. Spurningin um stíl Karpovs er engan veginn auðveld. Henni var beint til hans sjálfs í San Antonio 1972 og Karpov svaraði: „Stíll? Ég hef engan stíl“. En þetta var fyrir sex árum og það má segja að svo snemma á skákbrautinni sé vart hægt að tala um mótaðan stíl. En ég held að hvað Karpov varðar sé það rangt. Karpovs stíll var (og er) óvenjulegur frekar en ómótaður. Oft er bent á líkingu með taflmennsku hans og Capablanca, en slíkt er villandi. Karpov er líkt og hinn frægi Kúbumaður var fyrir um hálfri öld mjög herkænn maður. En það er líka allt sem þeim er sameiginlegt. Strax í byrjun var Karpov sinn eiginn meistari enda þótt hann sækti margt til bæði Capablanca og Botvinniks. Hann er líkur kameljóninu í því að hann getur skipt um og mætt nýjum vanda með nýjum mótleikjum. Oftast er hann þó í sókn frá byrjun og þó hann geti varizt sem stórmeistari sæmir er vörnin hans veika hlið. Andstæðan við Korchnoi er augljós. Viktor er gjarn á að leyfa andstæðingn- um að taka frumkvæðið í byrjun en vakir yfir hverju tækifæri sem gefst til gagnsóknar. Vörn hans felst raunveru- lega í gagnsókn sem hann kann bezt allra manna nú líkt og Eamanuel Lasker, sem hann hefur mikið dálæti á, var beztur í fyrir um 70 árum. Korchnoi sér sjálfan sig sem sígildan skákmann fyrst og fremst en ég held því fram að hann sé rómantískur að því leyti að hann er óhræddur við að taka áhættu sem sígildir skákmenn, eins og til dæmis Bobby Fischer, sneiða hjá. Teflt um annaö og meira en titil Omögulegt er að segja til um það hvort Korchnoi eða Karpov gætu sigrað Fischer nú, en þegar Fischer var upp á sitt bezta mátti hann heita ósgirandi. Karpov og Fischer hafa aldrei teflt saman, en Fischer vann Korchnoi í Stokkhólmi — þá aðeins 19 ára — og Curaqao. Það var fyrir 16 árum og Korchnoi er talandi dæmi undantekningar frá reglunni um það að stórmeisturum fari aftur með aldrinum. Hann er jafnvel betri nú en nokkru sinni áður. Það er synd að Fischer skuli hafa gert slíkan samanburð að hugarflugi einu saman með því að draga sig út úr skákheiminum, en við skyldum ekki láta það hafa áhrif á viðhorf okkar til einvígisins í Baguio City. Korchnoi og aðstoðarmenn hans, brezku stórmeistararnir Raymond Keene og Michael Stean ásamt Alexander Murei, sem eins og Korchnoi er landflótta Rússi, hafa undirbúið sig fyrir einvígið í Wohlen. Karpov hefur udnirbúið sig heima fyrir með aðstoð stórmeistaranna Yuri Balashov og Evgeny Vasiukov auk þess sem fyrrum heimsmeistari Mikhail Tal hefur verið með í ráðum en hann maptir í Baguio City opinberlega til að fylgjast með einvíginu fyrir sovézka skáktímaritið 64. Báðir aðilar vita gjörla að teflt verður um meira en heimsmeistartitilinn og einhverja verðlaunaupphæð. Fyrir Korchnoi er þetta einvígi tækifæri til að hefna sín á sovézkum skákyfirvöldum og sígrast á þeim manni, sem hann telur að hafi ranglega verið fram yfir sig tekinn. Það yrði svo sovézkum yfirvöldum beiskur biti að kyngja að missa heims- meistaratitilinn í skák í hendur fyndnum og mælskum flóttamanni úr þeirra eigin ríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.