Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLI 1978 39 Danir taka upp víðtæka sam- vinnu við Alaska í fiskiðnaði DÖNUM hafa opnazt möguleikar á útflutningi fiskvinnslustöðva, hafnarmannvirkja og tækniþekk- ingar í fiskiðnaði samkvæmt frétt í danska blaðinu Politiken. Miklir uppgangstímar eru í uppsiglingu í fiskveiðum og fiskiðnaði Alaskamanna í kjöifar útfærslu bandarísku fiskveiðilög- sögunar í 200 mílur. Yfirvöld í fylkinu ráðgera margra millj- IBM skákmótið hafið í Hollandi _ Amsterdam, 13. júlí — AP. ÁTJÁNDA IBM skákmótið, sem telst til árlegra stórviðburða í skákheiminum. hófst á fimmtudag, en keppendur í móti þessu eru nær þúsund alls. í stórmeistaraflokki beið Banda- ríkjamaðurinn Browne ósigur gegn Júgóslavanum Nikolac í fyrstu umferð. Ljubojevic vann Hollendinginn Ree, en Hort tapaði fyrir Ribli frá Ungverja- landi. Jafntefli varð hjá öðrum stórmeisturum þar á meðal í skák Timmans og Andersons frá Sví- þjóð og Miles frá Englandi og Dzhindzhikhashvilys frá ísrael. Friðarsundinu frá Kúbu til Banda- ríkjanna lokið Flórída, 14. júlí, Reuter. SUNDKAPPINN Walter Pönisch lauk 165 kílómetra löngu sundi sínu frá Kúbu til Bandaríkjanna í gær. Pönisch er 64 ára gamall og starfaði áður sem bakari. Hann lagði upp í sundferð sína með heillaóskir Fidels Castros í vega- nesti s.l. þriðjudag. Sagði hann að sundferðin væri farin í friðar- skyni. Bandaríkin og Kúba hafa ekki stjórnmálasamband en samband þeirra hefur orðið nánara eftir að Carter forseti tók við embætti. Samkvæmt metabók Guiness á Pönisch heimsmet í úthafssundi. Tugir far- ast í flóðum Islamabad, Pakistan, 13. júlí - AP. TALA þeirra er létust í flóðum í landamærahéruðunum í norð- vestur Pakistan er komin upp í 51. samkvæmt áreiðanlegum heimildum í dag. Þrettán lík fundust í dag í héruðunum Malakand og Hazara. Á Peshawar svæðinu flutti herlið með 32 báta fólk úr 28 bæjum, sem var illa þjakað vegna rigninga og flóða á brott. Lagfæringar og endurbætur á húsum og brúm hefur þegar hafizt. I dag tilkynnti útvarpið í Kabul að 150 manns væru týndir í flóðum í Afgahnistan og tugir særðir. Dágana 5.-8. júlí, meðan flóðin voru sem mest, stóðu þúsundir fjölskyldna uppi heimilislausar. Heilu nautgripahjarðirnar hafa horfið og tjónið er að sögn útvarpsins í Kabul óskaplegt. — Veröld Framhald af bls. 33 skal talið, að jurtum er einkar illa við tóbaksreyk, en aftur á móti þykir þeim ákaflega gott að sofa. Munu þær þurfa átta eða níu tíma svefn ef vel á að vera. Þær vilja helzt sofa í niðamyrkri. Og áríðandi er að klappa þeim á kollinn og bjóða góða nótt áður en slökkt er... - PAUL WEBSTER. arða doilara fjárfestingar til hagnýtingar auðlindanna í fiskveiðilögsögunni. Undirbúningur þessarar miklu eflingar fiskveiða og fiskiðnaðar Alaskamanna hefur staðið nokkra hríð og Danir hafa komið þar við sögu frá byrjun. Formlegt sam- starf hefst í þessum mánuði þegar samstarfsnefnd Dana og Alaska- manna kemur til fundar í höfuð- borg Alaska Juneau. Danir hafa yfir að ráða þekk- ingu á langflestum þeim vanda- málum sem Alaskamenn munu mæta við uppbyggingu fiskiðnað- arins á næstu árum segir verzlun- arfulltrúi dönsku ræðismanns- skrifstofunnar i Los Angeles George Rasmussen, í viðtali við Politiken. Þess vegna segir hann að Alaskamenn hafi haft mikinn áhuga á því að koma samstarfinu við Dani í kring. Samstarfið mun ná til allra þátta fiskiðnaðarins allt frá veiði- aðferðum til skipulagningar iðnað- arins, dreifingar og sölu afurð- anna. Danir hafa þegar hagnazt um margar milljónir danskra króna á samstarfinu við Alaska- menn og tekjurnar eiga eftir að aukast mikið að sögn Rasmussens verzlunarfulltrúa. Ríkisstjórinn í Alaska, Jay S. Hammond, hefur skýrt frá því að milljörðum dala verði varið á {næstu árum til hafnarsmíði og byggingar fiskvinnslustöðva. Dan- ir vona að. danskir verktakar og framleiðendur taki þátt í þessum framkvæmdum. Auk þess hafa Danir áhuga á samvinnu við Alaskamenn um að koma afurðun- um á markað í Evrópu þar sem Danir hafa á að skipa ágætu sölu- og dreifingarkerfi. Danir gætu til dæmis keypt fisk af Alaskamönn- úm, unnið úr aflanum og selt hann á Evrópumarkað. Alaskamenn standa þegar fram- arlega í krabba- og laxveiði en eru ekki eins kunnugir aðferðum við veiðar á þorski, kola og síld sem Danir telja sig sérfræðinga í vegna veiða sinna við Færeyjar og Grænland. Smygl í Dettifossi SAMKVÆMT frétt frá tollga-zl- unni fundu tollverðir í Dettifossi s.l. fimmtudag. smyglvarning að verðmæti um 4 milljónir króna. Var skipið að koma til Reykjavík- ur frá útlöndum. Varningurinn, sem falinn var milli þilja, ar rúmlega hálf lest af nautaljörti, tvö litsjónvarpstæki, eitt sambyggt útvarps-, sjónvarps- og segulbandstæki, eitt segul- bandatæki, 29 flöskur af áfengi, 12 kassar af bjór og 2,400 vindlingar. Aðaleigendur varnings þessa voru matsveinn skipsins, stýri- maður og bátsmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.