Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 37 ungaafföll stokkandarinnar í fyrra 72.4%. Langmestu afföllin eru í hreiðri og hjá litlum dúnungum og hérna rétt áðan sá ég stóran sílamáv éta 6 unga. I stórahólma höfum við nú hengt upp tvö sílamávahræ og síðan þau voru sett upp hafa ekki sést sílamávar í hólmanum. I ágúst kemur svo svartbakurinn og étur hann líka talsvert af ungum, en margir deyja líka úr kulda, vosbúð og af öðrum ókunnum ástæðum. Tveir hrafnar voru í Vatnsmýrinni í vor og átu þeir eitthvað af eggjum, en til þeirra hefur ekki sést lengi. Einnig er slangur af rottum í Vatnsmýrinni, en þær gera ekki mikinn usla.“ — Eins og margir muna eflaust eftir og áður hefur komið fram fór að bera á óvenju miklum þörunga- gróðri í Tjörninni á miðju sumri í fyrra. Var þetta mörgum borgar- búum stórt áhyggjuefni og var reynt með ýmsum ráðum að veiða þennan óþrifnað úr vatnsborðinu, en allt kom fyrir ekki og þegar leið á sumar sökk allt gumsið niður í botnleðjuna. Hefur eitthvað borið á þessum þörungagróðri í ár? „Það voru aðallega grænþörung- ar sem mynduðu þessa grænlitu slikju, sem var á Tjörninni í fyrra, en ekki hefur borið á þeim í sumar. Aftur á móti hefur talsvert borið á leirlosi, en það hefur þó oft Mest allt draslið í Tjörninni er af mannavöldum. (Ljósm. Mbl. Kristján) fjölgað í álftastofni tjarnarinnar síðan 1956, að frátöldum aðflutt- um ungum. Við spyrjum Jóhann því hvort álft hafi orpið í hreiðrið í ár. „Nei, álftin varp ekki í hreiðrið í ár. Þó var hér í vor ástfangið álftapar, en það gerði ekki tilraun til varps. í sumar hafa sést hér 3—6 álftir og koma þær hingað daglega og eru í nokkra tíma í einu, en hverfa síðan á braut." — Hafa sést hérna við Tjörnina einhverjar sjaldgæfar fuglateg- undir í sumar? „í vor kom hingað Bleshæna og er hún frekar sjaldgæfur fugl, einnig hefur sést til dvergkráku, en hún reyndi hér varp í fyrra, en það mistókst." — í fyrra var reynt að koma upp húsönd við Tjörnina með því að flytja egg frá Mývatni í hreiður hjá varpkollum á Tjarnarsvæðinu. Alls voru flutt 30 húsandaregg og skipt á þeim og eggjum væntan- legra fósturmæðra. Fróðlegt væri að fá að vita hvernig húsöndinni vegnar við Tjörnina. „Eggin voru sett undir þrjár æðarkollur, eina stokkandarkollu og eina skúfandarkollu. Stokk- andarkollan klakti út 6 eggjum og æðarkollan 4 eggjum. Hjá stokk- öndinni drápust allir ungarnir, en ungar æðarkollunnar lifðu. Þegar ungar stokkandarkollunnar dráp- ust hjálpaði hún æðarkollunni við uppeldið og upp komust 4 ungar. Um haustið kom svo í ljós að þeir voru allir steggir. í vor komu þrír húsandarsteggirnir svo aftur, en þó allir hver í sínu lagi og í sumar hafa þeir yfirleitt verið í fylgd með æðarkollum. Það stafar sennilega af því að það var æðarkolla sem ól þá upp.“ — Eru einhverjar ráðagerðir um það að fá fleiri tegundir að Tjörninni með slíkum aðgerðum? „Já, það stendur til að fjölga fuglategundunum við Tjörnina eitthvað meira og geri ég þá ráð fyririr að svipuðum aðferðum verði beitt.“ — Eins og áður kemur fram eru mikil afföll af ungunum og aðeins lítill hluti þeirra kemst á le£g. Af hverju stafar þetta? Eru einhverj- ir ákveðnir meinvættir sem hægt er að nefna í þessu sambandi? „í júní og júlí éta sílamávarnir mikið af ungum og voru til dæmis komið fyrir áður. Nú er verið að rannsaka Tjörnina í sambandi við grænþörungamyndunina í fyrra, en ekki er þó búist við að hún endurtaki sig í bráð.“ — Því hefur oft verið fleygt að Tjörnin sé að fyllast af leðju og ef ekkert verði að gert muni hún hverfa innan nokkurra ára. Er eitthvað hæft í þessu? „Já, mikil leðja hefur safnast í born Tjarnarinnar undanfarin ár og mælingar á dýpi hennar sýna að hún grynnkar stöðugt. Með svipuðu áframhaldi verður hægt að malbika beint yfir Tjörnina innan tíðar. Það þyrfti að dæla upp úr henni til þess að koma í veg fyrir þessa þróun. Þó held ég að þetta hái fuglalífi ekki í bráð.“ — Hvað heldur þú um framtíð Tjarnarinnar? „Tjörnin er mjög vinsæll staður í miðborg Reykjavíkur og held ég að hun eigi hvergi sinn líka. Ég held að ef ekki verður farið að breikka götur og ef Vatnsmýrin fær að vera í friði, þá eigi Tjörnin örugglega framtíð fyrir sér. Brýn- ustu verkefnin sem nú liggja fyrir til að tryggja framtíð Tjarnarinn- ar eru að mínu mati áð dýpka hana og friða svæði *> Vatnsmýr- inni íyrit Tuglavarp. Einnig þyrfti að auka vatnsstreymi í gegnum Tjörnina. Ef Tjörnin yrði dýpkuð kæmi það ef til vill af sjálfu sér og þá myndi leirlosið líka minnka." — Við þökkum Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir allan þennan fróðleik um Tjörnina og lífið við hana, en að lokum væri gaman að fá að vita í hverju starf hans er aðallega fólgið. « „Ég hef eftirlit með fuglalífinu hérna og sé um umhirðu Tjarnar- innar og mikill tími fer í það að hirða rusl. Einnig þarf að undir- búa hólmana í Stórutjörn fyrir varpið, en hólmarnir í hinum tjörnunum eru þannig frá náttúr- unnar hendi að ekkert þarf að gera fyrir þá. Mest allt drasl sem finnst í Tjörninni eru pokar utan af brauði og annað rusl af manna völdum. Ég held persónulega að þessar brauðgjafir séu ekki æski- legar. Endurnar hafa alveg nóg æti hérna og brauðið éta þær aðeins í eftirmat. Brauðgjafirnar lokka mávana að Tjörninni en þeir eru ekki velkomnir hingað af skiljanlegum ástæðum. Venjuleg vinnuvika hjá mér felst því aðallega í eftirliti með fuglalífi." — Er þetta skemmtilegt starf? „Já, alveg tvímælalaust. Hér er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Það er líka undarlegt hve lífið blómstrar, þrátt fyrir mikla umferð allt í kring. í fljótu bragði lítur Tjörnin kannski út fyrir að vera hálfgerður drullupollur, en hér er samt allt iðandi af lífi.“ Eftir þetta spjall göngum við áfram og heilsum upp á nokkrar andamömmur sem synda stoltar framhjá okkur með ungabörnin sín. Já, hér er vissulega allt iöandi í lífi og væri það synd ef Tjörnin fengi ekki að halda útliti sínu áfram. AK. „Kem hingað með barnabörnin mín" ÞEGAR við komum að þeim stað sem vinsælastur er hjá fólki sem heimsækir endurnar og gefur þeim brauð, eða framan við Iðnó, hittum við að máli Andreu Guðmundsdóttur. „Mér finnst Tjörnin alltaf vera jafn falleg og skemmtileg," sagði Andrea. „Þó kem ég ekki mjög oft hingað, en nú er ég með barnabörnin mín. Þeim finnst svo gaman að koma hingað og sjá fuglana.“ „Eg vildi helst að Tjörnin fengi að haldast óbreytt, því mér finnst hún vera lang- best eins og hún er, og held ég að það myndi ekkert bæta hana þó farið væri að gera einhverjar breyt- ingar.“ „Róiegt og gott að fara nióur aó Tjöm" Tjörninni með því að róta svona upp af botninum. En hvar er hann annars núna?“ — Við fræðum Petrínu Rós á því að gosbrunnurinn sé nú bilaður og því sé hann ekki í gangi, en spyrjum hana jafnframt að því hvað laði hana að Tjörninni. Petrína Rós Karlsdóttir sat á grasbekknum og var að sýna litlu dóttur sinni, Móheiði tveggja ára, endurnar. „Henni finnst svo gaman að sjá alla fuglana og litlu ungana“, sagði Petrína Rós. „Tjörnin er góð eins og hún er, en þó mætti kannske gera meira fyrir hana og þá á ég sérstaklega við endurn- ar. Eg er alveg á móti gosbrunninum og finnst hann alls ekki passa hérna. Eg er líka alveg viss um að hann geti eyðilagt lífið í „Mér finnst svo rólegt og gott að koma hingað, og hér er svo þægilegt að hvíla sig. Þó vildi ég að hægt væri að loka bílaumferð meira frá Tjörninni. Hún er einhvern veginn ekki viðeigandi.“ ~M m „Litlu ung- arnir eru skemmti- legastir" SYSTURNAR Fanney 8 ára og Elín Björt 5 ára virða hrifnar fyrir sér anda- mömmu með 4 unga á eftir sér. „Við komum stundum nið- ur að Tjörn, en þó ekki mjög oft. Okkur finnst ofsalega gaman að koma hingað og gefa öndunum brauð og horfa á þær. Skemmtilegast er þó að sjá »lla líflu ungaiia." Móðir stúlknanna kallar nú á þær og þær hraða sér í áttina á eftir henni. Þó líta þær við og viö til baka, eins og þær vilji vera vissar um að litlu ungarnir klári nú allan matinn sinn og skilji enga brauðmola eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.