Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 Til or samtímalýsinn á Diirer. samantokt roktors oins í NiirnborK Camerarius að nafni. — Frá náttúrunnar hondi var hann vol úr Karði sorður líkamlosa. hvað vöxt og sköpulaj? snorti. vorðuxur þeim Köfuga anda som líkaminn hýsti... höfuð hans var svipmikið. auKun ljómandi ok nefinu mátti lýsa moð gríska orðinu „totragónó" (króknof). Ilann hafði mjóan háls. breitt hrjóst. var mittisgrannur. sina- og þróttmikil la*ri og öruggan gang. Enginn hofur sonniloga augum litið íagurmótaðari hondur. I viðra'ðum var hann svo ljúfur og skommtilogur. að holst óskuðu menn sór. að hann ha'tti aldrei að tala. Ilann hafði að vísu okki gengið monntavoginn. on hafði þó tiloinkað sór flest. som vitað var í vísindum. framar öllu náttúruvísindum og starðfraði. Ilann hafði okki oinungis innsýn í erfið viðfangsofni og var fa'r um að skilgroina þau. holdur var hann oinnig fa>r um að skýra þau á ljósan hátt í samra'ðum. I>að staðfosta skrif hans um flatarmálsfra'ði... Ilann var þó hvorki maður þrúgandi strangloika nó öfgafullrar alvöru. holdur hafnaði ongu í lífi sínu. som ánægju og gleði gat voitt. of það samrýmdist hinum göfuga og róttsýna skilningi hans.. Mynúllst Heimsmet Albrechts Diirer Venjulegast berast fréttir um það að sett hafi verið heimsmet í einhverri gildri íþróttagrein, — eða fáránlegu uppátæki til að vekja athygli og fá inni í heimsmetabók Guinness. En til eru líka önnur heimsmet er komast ekki síður í heimsfrétt- irnar en hin óviðjafnanlegu íþróttaafrek og tvíræður fárán- leiki. Eitt þeirra leit dagsins ljós á uppboði hjá Sotheby í London fyrir skömmu þegar lítil vatns- Iitamynd eftir Albrocht Diiror (1471—1528) var slegin fyrir rúma 341 milljón ísl. króna eða 341.720.160. Mynd þessi, sem er ámóta að stærð og hálf siða Morgunblaðsins eða 20,8x27,9 cm. og nefnist „Doss Trento“, var slegin á 640.000 ensk pund eða 7.1 milljón norskar krónur og er það tekið úr þarlendu tímariti en yfirreiknað af bankamanni hérlendis. Hér var um að ræða eitt af fjölmörgum dýrmætra verka úr safni Robert von Hirsch, þýsks leðurvöruiðjuhölds, og hefur uppboðið þegar verið nefnt „uppboð aldarinnar", en samtals seldust þar listaverk og listmun- ir fyrir fjárhæð sem svarar til 203 milljóna norskra króna og þarf að margfalda upphæðina með 48 til að fá út íslensku krónutöluna. Leikur mér hugur á að herma síðar frá þessu einstæða og sögulega uppboði þegar ég hef aflað mér nánari heimilda, en fréttir af því hafa verið ítarlega tíundaðar í heimspressunni undanfarið, sem ekki er að furða. Að þessu sinni ætla ég ein- ungis að skrafa um Diirer. því að hér er um fágætan og um leið óvæntan atburð að ræða, óvænt- an vegna þess, að fæstum mun hafa til hugar komið að lítil látlaus vatnslitamynd þessa listamanns sem frægari er fyrir teikningar sínar, grafík og málverk, næði að setja heims- mét á þessum vettvangi, — en máski stendur það ekki lengi. Taka ber tillit til þess, að þetta mun hafa verið síðasta vatns- litamynd þessa listamanns sem vitað er um í eigu einkaaðila. Þetta var því síðasta tækifæri til að festa kaup á þessari tegund mynda eftir Dúrer, því að söfn láta aldrei slíka dýrgripi á frjálsan markað — slíkt boðaði heimsendi! Þótt Albrecht Dúrer hafi verið rismikill listamaður, brautryðjandi og mögnuð per- sóna, áttu fæstir von á því að vatnslitamynd eftir hann yrði metin svo svimahátt, hvað þá setti heimsmet. — Slíkt þætti hugsanlegt ef í hlut ættu risar svo sem Rembrandt, Rubens, Vermeer (ef vatnslitamynd fyndist eftir hann) eða aðrir slíkir jöfrar, en það eru einmitt slík óvænt atvik sem krydda tilveruna og setja jafnframt allt á annan endann í listheiminum og raska fyrra mati og gildum þótt svo að peningar segi sjaldnast nema hálfa sögu um listgildi mynda og stundum enga. — Margt kemur hér inn í myndina m.a. þjóðarstolt og sómi landa Dúrers, en frá því verður greint í síðari grein minni um uppboðið í heild. — Um þennan listamann hefur ekki verið ritað að marki hér né þá merku tíma er hann lifði á en undirritaður tók þó saman tvær greinar sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins í tilefni 500 ára ártíðar hans (1971) árið 1972 (9. og 10. tölublað 5. og 12. marz) og vil ég vísa til þeirra ef eftir liRAI.A ASGEIRSSON 1 einhver æskir að fræðast nánar um þennan stórmerka lista- mann. Minnist ég þess ennþá hve mikla ánægju og fróðleik ég uppskar við samantektina og skilningur minn á list og mann- lífi miðalda dýpkaði. Dúrer var einn af snillingum myndlistarsögunnar, brautryðj- andi á umbrotatímum og að sjálfsögðu stolt þýsku þjóðar- innar og þá einkum borgarinn- ar, er hann fæddist í og lifði allan sinn aldur, Niirnberg. Aldamótin 1500 skipta ævi hans í tvennt en þau boðuðu með sjaldgæfri nákvæmni strauma nýrri tíma. Fyrri helming ævi sinnar lifði hann í lok miðalda. Raunar deilast tímabil sögunn- ar aldrei í nákvæmlega afmark- aða hluta, þar sem lífsform, siðir og yenjur lúta lögmáli aðlögunar og þróunar. En við lok fimmtándu aldar verða mikil og greinileg umskipti líkt og allir andar séu í uppnámi. Þannig er sem bylti sér hinn gamli ofþroskaði aldatugahelm- ingur í dauðateygjum jafnframt því sem nýtt tímaskeið hoðar komu sína með umbrotamiklum fæðingarhríðum. Dúrer hefur túlkað hræringar tímabilsins fullkomlega í tréristum um hina dularfullu opinberun Jóhannes- ar. Melanchton. sem Dúrer risti mynd af í kopar tveimur árum f.vrir dauða sinn, sagði um hann: „Ilann var vitur niaður. og þó að listrænar gáfur hans hafi verið frábærar. voru þa'r jafn- vel smávaxnar hjá öðru". Arið 1842 heimsótti ameríska skáldið Henry Wadsworth Longíellow Núrnberg og varð djúpt snortinn af borginni. Tveimur árum síðar lauk hann við ljóð er hann nefndi „Núrem- berg“, en þar koma fram eftir- farandi ljóðlínur (í þýðingu): Því virðist hin forna borg fegurri og sólskinið bjartara, að hann gekk einu sinni götur hennar, og dró andann þar ... Bragi Ásgeirsson. Mynd Albrechts Diirer „Doss Trento". vatnslitamynd 20.8x27.9 sm að stærð er slegin var fyrir rúmar 311 milljón ísl. króna á uppboði hjá Sotheby í London á dögunum. _____________________13_ Sósíalískt skipulag í Guyana Georgetown, Guvana, 14. júlí. Ap I þjóðaratkvæðagreiðslu um sósíalískt stjórnskipulag í Suður-Ameríkuríkinu Guyana var það fyrirkomulag samþykkt með vfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. að því er stjórnvöld Guyana tilkynntu á fimmtudag. Sasa Narain þingforseti skýrði þinginu frá tilhoði Forhes Burn- hams forseta. sem var eamþykkL Tilboðið fólst í hrevtingu á núverandi stjórnskipuiagi sem ríkt hefur síðan (iuvana hlaut sjálfstæði frá Bretum fyrir fjórt- án árum. I skýrslu frá stjórnvöldum sagði að 419,936 hefðu verið fylgjandi breytingunni, 8,956 verið á móti og 2000 atkvæði verið ógild. Narain sagði að þingið mundi hefja undirbúning að nýrri stjórn- arskrá strax og yrði honum að öllufn líkindum lokið eftir eitt og hálft ár. Um 70—75 prósent kjósenda neyttu atkvæðaréttar síns en í landinu eru skráðir rúmlega 609 þúsund íbúar. Andrew Morrison, fulltrúi rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Georgetown, sagði að þjóðarat- kvæðagreiðsla þessi væri út í hött, hún hefði eyðileggingu í för með sér og miðaðist aðeins við það að viðhalda núverandi stjórnvöldum í sessi. Hafnarfjörður Hamarsbraut 2ja herb. snotur risíbúð í tvíbýlishúsi. Kaldakinn 2ja herb. íbúð á 1. hæð í tvíbýlishúsi. Bílskúr. Fagrakinn 2ja herb. kjallara- íbúð í þríbýlishúsi. Hverfisgata 2ja herb. kjallara- íbúð í tvíbýlishúsi. Hellisgata 3ja herb. risíbúð í tvíbýlishúsi. Hellisgata 3ja herb. hæö og kjallari í tvíbýlishúsi. Suðurgata 3ja herb. íbúö á 2. hæð í sambýlishúsi. Suöurgata nýleg einstaklings- íbúð í fjölbýlishúsi. Vesturbraut 3ja herb. risíbúð. Hringbraut 3ja herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi. Laufvangur 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Sér inn- gangur. Sléttahraun 3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Álfaskeið 4ra herb. endaíbúö í fjölbýlishúsi. Sléttahraun 4ra herb. íbúö í fjölbýlishúsi. Oldugata 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Álfaskeið 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Bílskúr. Lækjarkinn 4ra herb. efri hæö í tvíbýlishúsi. Bílskúr. Hjallabraut 4ra til 5 herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Fagrakinn efri hæö og ris í tvíbýlishúsi. Bílskúr. Langeyrarvegur 135 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. Smyrlahraun endaraðhús. Bíl- skúr. Reykjavík Asparfell 3ja herb. íbúð. Bíl- skúr. Garðabær 6 herb. rúmlega fokheld hæð í tvíbýlishúsi við Melás. Grindavík efri hæð og ris í tvíbýlishúsi við Víkurbraut. Hvolsvöllur 127 fm viðlaga- sjóðshús við Norðurgarð. Hag- stætt verð. Vestmannaeyjar lítið einbýlis- hús við Hásteinsveg. Hagstætt verð. Þórshöfn nýlegt einbýlishús við Gerðaveg. Bílskúr. Lögmannsskrifstofa INGVAR BJÖRNSSON Strandgotu 11 Hafnarftrdi Postholf 191 Simi 53590.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.