Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 48
AKilÁSINíiASÍMINN KR: 22480 JK»rðunl>tot)iíi SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 Umbrotin við Kröflu: Miklarbreyting- ar í Gjástykki V'AIÍDSKIPSMENN DEYJA EKKI RÁÐALAUSIR — Ucssi mvnd var nýlcKa tckin. cr varðskipsmcnn á Óðni fluttu þunga og mikla stcypuhrærivcl á land í Siglunesi. cn búcndur þar eru að hcfja bvííKÍnjíarframkvæmdir. Til þcss að koma hrærivclinni á land notuðu varðskipsmcnn tvo gúmháta sína. scttu þá hlið við hlið ok þiiktu þá síðan mcð timbri. þannÍK að úr varð mikill flcki. Flcyttu þeir vclinni þannijj á land og j<ckk það vcl. Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins: Möguleikinn á vinstri stjórn efstur á blaði „VIÐ VORUM aðallega að athuga Gjástykki sunnanvert og það er ljóst að svæðið með gufustreyminu hefur stækk- að mjög mikið aðfararnótt 11. júlí þannig að þetta svæði Enn hækkar smjörið VEGNA breytinga á niður- greiðslum úr ríkisstjóði hækkar verð á smjöri um það bil um 33% frá og með morgundeginum. Verður hvert kg af smjöri þá á 2.400 krónur í smásölu eða þar um bil. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Ósk- ari Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Osta- og smjörsölunnar. Aðeins örfáir dagar eru frá því er smjörið hækkaði vegna ákvörðunar um að smjörútsölu lyki. Á meðan á smjörútsölunni stór kostaði hvert kg smjörs 880 krónur, en hækkaði er henni lauk í 1.860 krónur. Hækkun- in frá útsöluverði til þess verðs, sem nú tekur gildi, er rúmlega 270%. ber nú af Kröflusvæðinu og Leirhnúkssvæðinu saman- lögðu,“ sagði Páll Einarsson jarðfræðingur er Mbl. spurði hann um athuganir vegna umbrotanna við Kröflu. „Þessi hrina nú hefur orðið rúmlega hálfdrættingur á við þá síðustu," sagði Páll. Páll sagði að gliðnun í sunnan- verðu Gjástykki hefði orðið í kringum einn metra, nánar tiltek- ið á svæðinu fyrir sunnan Hrúta- fjöll og einnig hefði einhver hre.vfing orðið um mitt Gjástykki á móts við Mófell og yrði sá hluti væntanlega kannaður strax um eða upp úr helginni. Páll sagði að í þessum umbrot- um hefði hraunkvikan greinilega hlaupið norður úr Kröflueldstöð- Framhald á bls. 46. Nokkur ölvun í Skógarhólum LÖGREGLAN varð að hafa af- skipti af fólki vegna ölvunar á landsmóti hestamanna í Skógar- hólum aðfararnótt laugardags og voru í gærmorgun og gærdag fluttir um 30 manns til Reykjavík- ur í vörslu lögreglunnar. Var sumum leyft að fara strax, en nokkrir hýstir lengur. Fremur var rólegt á föstudags- kvöld áð sögn lögreglunnar í Reykjavík, nokkur ölvun á Hallær- isplaninu, en ekki kom til neinna árekstra. Fjórir voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur aðfarar- nótt laugardags. ..MÖGULEIKINN á vinstri stjórn cr fyrst og frcmst á dagskrá cftir að þcssi fyrsta tilraun okkar til að mynda mcirihlutastjórn hcfur vcrið eyðilögð.“ sagði Bcnedikt Gröndal formaður Alþýðuflokks- ins í samtali við Mbl. í gær. „bað var mikill cinhugur í okkar röðum um fyrsta mögulcikann og nú þegar hann cr úr sögunni þá cru viðhorfin til vinstri stjórnar cfst á blaði en aðrir meirihluta- mögulcikar okkar. scm eru sam- stjórn mcð Sjálfstæðisflokknum og samstjórn með Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki. cru ckki ræddir í neinni alvöru. í samtali við Mbl.. scm birtist á bls. 2 segir Lúðvík Jósepsson að Alþýðuhandalagið sc reiðubúið til vinstri viðræðna undir forystu Bcncdikts Mbl. spurði Benedikt hvort miklar deilur hefðu orðið innan Alþýðuflokksins á föstudag vegna neitunar þingflokks Alþýðubanda- lagsins á viðræðum um samstjórn með Alþýðuflokki og Sjálfstæðis- flokki. „Því er ekki að leyna að þetta svarbréf Alþýðubandalags- ins við beiðni okkar kom eins og köld gusa yfir okkur. Við áttum að vísu von á að Alþýðubandalagið k.vnni að vera neikvætt en að viðbrögð þess yrðu svo harkaleg að það neitaði algjörlega að ræða málið, það var meira en við áttum von á. Framhald á bls. 46. Benedikt og Lúdvík í pólitísku hnútukasti IIÖRÐ bréfaskipti gengu milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins á föstudagskvöldið og í gærmorgun. Benedikt Gröndal formaður Alþýðuílokksins skrifaði Lúðvík Jósepssyni formanni Alþýðubandalagsins bréf þar sem bornar voru fram spurningar vegna neitunar þingflokks Alþýðubandalagsins á þátttöku í viðræðum Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Lúðvík Jósepsson svaraði um hæl með bréfi, sem afhent var Benedikt í gærmorgun, og segir m.a. að spurningar Alþýðuflokksins séu „gjörsamlega út í hött“. Benedikt Gröndal hefur sagt að neitun þingflokks Alþýðubandalagsins hafi komið Alþýðuflokksmönnum mjög á óvart og í svarbréfi sínu lýsir Lúðvík undrun sinni á viðbrögðum Alþýðuflokksins. „Ég veit hreint ekki, hvor okkar Benedikts er meira hissa á þessum tilefnislausu bréfaskiptum,“ sagði Lúðvík Jósepsson í samtali við Mbl í gærmorgun. Benedikt Gröndal vildi í gærmorgun ekki tjá sig um svarbréf Lúðvíks. Alþýðuflokkurinn segir svo Alþýðubandalagið bera ábyrgð á því að stjórnarmyndunarviðræður dragast á langinn en Lúðvík Jósepsson segir í svarbréfi sínu að allar tafir séu á ábyrgð Alþýðuflokksins og sínum flokki „óviðkomandi með öllu“. Bréf Benedikts: Óskað svara við spurningum Svarbréf Lúðvíks: Spurning- arnar út í hött HÉR FER á eftir bréf það sem Benedikt Gröndal skrifaði að loknum fundi þing- fiokks og flokksstjórnar Alþýðuflokksins á föstudaginn og afhent var Lúðvík Jóseps- svni þá um kvöldið: „11. júlí 1978 Ilr. formaður Alþýðubndalagsins. Lúðvík Jóscpsson. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur með bréfi 13. júlí hafnað boði Alþýðu- flokksins um að ræða hugsanlega myndun þeirrar ríkisstjórnar, sem Alþýðuflokknum virðist við núverandi aðstæður líklegust til að tryggja vinnufrið og viðnám gegn verðbólgu og öðrum efnahagsvanda. Alþýðuflokkurinn bauð til viðræðna, sem mundu „b.vgjrjast á því meginhlutverki að koma á kjarasáttmáia milli verkalýðssam- taka, vinnuveitenda og ríkisvalds, til að tryggja vinnufrið, kaupmátt, launajöfnuð og fulla atvinnu. .. hemja verðbólguna og lækka erlendar skuldir, en tryggja með eflingu íslenskra atvinnuvega vaxandi þjóðartekjur, og launþegum jafnan og réttlátan hlut þeirra." Þinjrflokkur Alþýðubandalagsins segir í bréfi sínu m.a., að enginn málefnalegur grundvöllur sé fyrir þeim viðræðum, sem Alþýðuflokkurinn bauð til og hefði orðið aðili að. Þess vegna spyr Alþýðuflokkurinn, hvort Alþýðubandalagið sé ekki sammála ofangreindri stefnu um kjarasáttmála og föst samráð ríkisvaldsins við verkalýðs- hreýfihguna, svo og markmiðin með slíkum samráðum. Framhaid á bls. 46. Hér fer á eftir bréf það sem Lúðvík Jósepsson skrifaði um hæl til Benedikts á föstudagskvöld og afhent var Benedikt í gærmorgun. „11. júli 1978 Ilr. Formaður Alþýðuílokksins Bcncdikt Gröndal. Klukkan 20 í kvöld 14. júlí móttók ég bréf formanns Alþýðuflokksins varðandi stjórnarmyndunarviðræður. Ég lýsi undrun minni á þessu bréfi og þeim viðbrögðum Alþýðuflokksins, sem það ber með sér. Með bréfi dags. 12. júlí og sem móttekið var kl. 20.35 þann dag, bauð formaður Alþýðuflokksins Alþýðubandalaginu að taka þátt í viðræðum um stjórnarmyndun þrigjrja flokka, þ.e. Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. Strax morguninn eftir kl. 10 fyrir hádegi, tók þingflokkur Alþýðubandalagsins bréfið fyrir til afgreiðslu og svaraði þVí með bréfi, sem sent var frá Alþingi kl. 12.15 þann dag. Af hálfu Alþýðubandalagsins var því brugðið eins skjótt við og nokkur tök voru á. Svar Alþýðubandalagsins var skýrt og ótvírætt. Tilboði um viðræöur um sam- stjórn með Alþýðuflokki og Sjálfstæðis- flokki var hafnað. Svar Alþýðubandalagsins gat á engan hátt komið Alþýðuflokknum á óvart þar sem ítrekað hafði komið fram í könnunar- viðrseðum á milli flokkanna, að Alþýðu- Framhald á bls. 46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.