Morgunblaðið - 18.07.1978, Side 17

Morgunblaðið - 18.07.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 17 Þrjár efstu hryssurnar sex vetra og eldri. — Magni Kjartansson á Snældu lengst til vinstri, Sigurður Gunnarsson á Sunnu og Sigurður Haraldsson á Rakel. Fjööur frá Tungufelli fékk heiöursverðlaun fyrir afkvæmi. Birkir Þorkelsson situr hér Fjöður og heldur á verölaunagripnum, Glettubikarnum. Við hlið hans er Þorkell Þorkelsson á Sindra, pá Bjarni Þorkelsson á Fáfni, Gylfi Þorkelsson á Djölni og Hreinn Þorkelsson á Stelpu. stigatölu urðu einnig Blesa frá Hlíð og Elding frá Akureyri. Ein hryssa í þessum flokki fékk II. verðlaun en það var Nös frá Skáney, sem fékk 7.75 stig. Enn grípur Náttfari skeiðið Þeir landsmótsgesta, sem einnig höfðu verið á síðasta landsmóti, fengu á ný að sjá stóðhestinn Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði taka snarpa og glæsta skeiðspretti en Náttfari vakti mikla athygli á síðasta landsmóti fyrir góð tilþrif á skeiði, þá aðeins fjögurra vetra gamall. Að þessu sinni stóð Gustur, sem Björn Baldursson situr hér, sígraöi í 800 metra stökki en Mósi, sem Ingimar ísleifsson situr, veitti honum haröa keppni. Náttfari efstur í flokki stóðhesta sex vetra og eldri með meðaleink- unnina 8.54 en þess má geta að hann fékk 10 fyrir skeið og samtals 9.08 fyrir hæfileika. Eig- andi Náttfara er Sigurbjörn Ei- ríksson, Stóra-Hofi, Rangárvalla- sýslu, en faðir Náttfara er Sörli 653 frá Sauðárkróki og móðir er Elding frá Ytra-Dalsgerði. Annar var Sörli 876 frá Stykkishólmi, eign Jónasar Þorsteinssonar, Ytra-Kóngsbakka, með einkunn- ina 8,18 og þriðji varð Þáttur 722 frá Kirkjubæ, eign Sigurðar Har- aldssonar, Kirkjubæ, með eink- unnina 8,08. Alls voru sýndir 10 stóðhestar í þessum flokki og fengu þeir allir fyrstu verðlaun nema einn. Af stóðhestum fimm vetra stóð efstur Gáski 920 frá Hofstöðum, eign Kristfríðar Björnsdóttur, Hofstöðum, Borgar- firði. Gáski er undan Grána 445 frá Vilmundarstöðum og Freyju frá Hofstöðum. Af fjögurra vetra stóðhestunum varð efstur Hlynur 910 frá Hvanneyri, eign Sigur- borgar Jónsdóttur, Báreksstöðum, Borgarfirði en Hlynur er undan Þætti 722 frá Kirkjubæ og Flugs- vin frá Hvanneyri. Alls voru 13 stóðhestar sýndir í flokki fimm vetra stóðhesta og 8 í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Eyfirskur sigur hjá hryssunum Það var sannarlega eyfirskur sigur í sýningunum á kynbóta- hryssunum, því fyrstu hryssurnar bæði í flokki hyssa sex vetra og eldri og í flokki fimm vetra hryssa Gæðingurinn Hlynur frá Akureyri sigraði bæði í flokki klárhesta með tölti og í töltkeppninni. Knapi á honum er Eyjólfur ísólfsson. voru úr Eyjafirði. Sú hryssa, sem stóð efst af hryssum sex vetra og eldri, var Snælda frá Árgerði, eign Magna Kjartanssonar í Árgerði í Eyjafirði með einkunnina 8,33 en Snælda er undan Dreng frá Litla-Garði og Litlu-Jörp frá Árgerði og er þannig í báðar ættir út af Svip 385 frá Akureyri. Önnur í þessum flokki varð Sunna frá Kirkjubæ, eign Guðmundar Gísla- sonar, Torfastöðum, Árnessýslu, og þriðja Rakel frá Kirkjubæ, eign Sigurðar Haraldssonar, Kirkjubæ. Af fimm vetra hryssunum stóð efst Elding frá Höskuldsstöðum, eign Sigurðar Snæbjörnssonar, Höskuldsstöðum í Eyjafirði. Eld- ing er undan Neista 587 frá Skollagróf og Lögmanns-Gránu frá Höskuldsstöðum. Góður gæðingur og áhugi og elja bóndans Besti alhliða gæðingur lands- mótsins var dæmdur Skúmur, Sigfinns Pálssonar, bónda í Stóru- lág, með einkunnina 8,94. Var Sigfinnur hylltur af viðstöddum með lófaklappi, þegar Sigurður Haraldsson frá Kirkjubæ, sem kynnti úrslit keppninnar, benti á að þessi úrslit sönnuðu að það væru ekki einungis hreinir fag- menn, sem lítt fengjust við annað en þjálfa hross, sem leitt gætu góðhross til verðlauna. Þarna færu saman góður gæðingur og áhugi og elja bóndans í Stórulág. Annar varð Frami, Skúla Steinssonar, Eyrarbakka með einkunnina 8,86 og þriðji Garpur Harðar G. Albertssonar, Reykjavík sem Sig- urbjörn Bárðarsonar sat, með einkunnina 8,84. Kom, sá og sigraði í klárhestum Þegar kom að klárhestum með tölti átti máltækið kom, sá og sigraði, vel við því þar sigraði hestur, sem með öllu var ókunnur nema þá í sinni heimabyggð, Eyjafirði. Það duldist engum, sem sá er Hlyn frá Akureyri var riðið um dómhringinn, að þarna var á ferðinni einhver glæsilegasti gæð- ingur, sem lengi hefur sést enda bar dómur hans þess vott. Þessi eyfirski gæðingur, sem fram til þessa hefur mest verið notaður af konu eigandans, Reynis Björgvins- sonar, Bringu í Eyjafirði, var dæmdur besti klárhestur mótsins og einnig sigraði hann í töltkeppn- inni á mótinu. Knapinn á Hlyn var Eyjólfur Isólfsson. Annar í þess- um flokki varð Brjánn, eign Harðar G. Albertssonar Reykja- vík, setinn af Sigurbirni Bárðar- syni, og þriðji Náttfari, eign Guðmundar Jónssonar, Höfn Hornafirði og knapi Reynir Aðal- steinsson. Framhald á bls 28. Albert Jónsson situr hér Náttfara frá Ytra-Dalsgerói, sem varð efstur í flokki stóóhesta sex vetra og eldri. Skeiósprettir Náttfara vöktu verðskuldaóa athygli mótsgesta. Sveinn Guömundsson á Sauöárkróki veitir hér viðtöku Sleipnisbikarnum úr hendi landbúnaóarráðherra Halldórs E. Sigurössonar. Milli peirra má sjá stóðhestinn Sörla og að baki má sjá frá vinstri Jónas Þorsteinsson á Sörla frá Stykkishólmi, Jóhann Friðriksson á Náttfara, Trausta Þór Guðmundsson á Svip, Sigurjón Gestsson á Drottningu frá Akureyri og Ragnar Hinriksson á Elísu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.