Morgunblaðið - 18.07.1978, Page 43
25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
Enn skrópa
dómaramir
í 3. deild
ENN BER við að dómarar skrópa á leiki í 3. deild ug er það að sjálfsögðu miður
<>K kemur þeim afar illa fjárhagsleKa sem ferðast þurfa lansar leiðir til þess eins
að snáfa heim leiklausir vegna þess að dómarar sáu ekki ástæðu til þess að sýna
sig.
Hekla — Þ6r 1—1
Leikurinn var að sögn í jafnara lagi,
nema hvað sókn Heklu var mjög
þung lokakaflann. Þór hafði forystu í
leikhléi meö marki Stefáns Garðars-
sonar, en Heklu tókst að jafna í síðari
hálfleik með marki Kristjóns Kristj-
ánssonar. Þaö telst vart til tíöinda
lengur aö dómari skrópi og varö
heimamaður að hlaupa { skaröið.
Grindavík — USVS 5—0
Sigurgeir Guðjónsson var maður
dagsins, en hann skoraöi þrennu í
leiknum. Leikurinn var alger ein-
stefna eins og markatalan gefur til
kynna, en það voru þeir Einar J.
Ólafsson og Óskar Sævarsson sem
skoruöu hin mörk Grindavíkur.
Selfoss — Vídir 2—2
Selfyssingar muna vart eftir hressi-
legri ieik síöustu misserin og var
leikurinn bæöi vel leikinn og hörku-
spennandi allt fram á lokamínútuna.
Seifoss skoraði tvívegis í fyrri hálfleik
og var þar Sumarliöi Guöbjartsson
að verki í báöum tilvikum. En
Víðismenn gáfust ekki upp þó aö á
móti blési og um miöjan síðari
hálfleik tókst Guðmundi Knútssyni að
jafna metin, en fékk góða aöstoö frá
vörn heimamanna. Við svo búið hófu
Selfyssingar stórsókn og linnti henni
ekki fyrr en að Sigurður Reynir
Óttarsson hafði skoraö sigurmarkiö,
en rétt áður hafði Sumarliöi átt skot
í þverslá. Leikinn dæmdi Einar
Hjartarson og var hann einn besti
maðurinn á vellinum.
ÍK — Stefnir 1—1
Heimaliðið var sterkara og hefði
átt að sigra ef skoðuö eru marktæki-
færin. Axel Jónsson náði forystunni
fyrir ÍK, en Stefni tókst að jafna fyrir
hlé og þar við sat þrátt fyrir mörg og
góð færi ÍK.
Léttir — Bolungarvík 1—1
Bolvíkingar voru sterkari í fyrri
hálfleik og höfðu þeir eins marks
forskot í leikhléi. Léttismenn létu sig
ekki muna um þaö aö misnota
vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en engu að
síður tókst þeim að krækja í annaö
stigið og það var Gunnar Gunnars-
son sem tryggði þeim það með góðu
marki.
Snæfell — Leiknir RVK 2—2
Á heildina litið var leikurinn jafn, en
framan af sótti Snæfell mun meira.
Þeir voru eigi að síöur marki undir í
leikhléi og var þaö Þorsteinn Ög-
mundsson sem markiö skoraði. í
síðari hálfleik jafnaöi Smári Axelsson
fyrir Snæfell, en Þorsteinn náöi ööru
sinni forystunni fyrir Leikni. Smári
haföi heldur ekki sagt sitt síðasta orö
og þegar 15 mínútur voru til leiksloka
skoraöi hann ööru sinni jöfnunar-
mark fyrir Snæfell. Hér neyddist
heimamaöur til aö sinna dómgæslu
vegna skrópsýki dómara.
Skallagrímur — Víkingur 1—2
Skallagrímur hefur löngum haft tak
á Víkingi og aö þessu sinni var um
hörkuviðureign að ræða þrátt fyrir að
gengi liðanna hefur verið eins ólíkt og
hugsast getur í sumar. Jónas Kristó-
fersson náði forystunni fyrir Víking í
fyrri hálfleik, en Skallagrími tókst að
jafna fyrir hlé með marki Gunnars
Jónssonar. í síðari hálfleik tókst
Jónasi aö tryggja Víkingi bæöi stigin
meö marki sem kom í kjölfar mikilla
varnarmistaka.
Afturelding — Óðinn 8—1
Hafþór Kristjánsson var maðurinn
sem tekið var eftir í leik þessum, en
hann skoraði 3 mörk í hvorum
hálfleik, samtals 6 mörk. Jóhann P.
Sturluson og Diðrik Ásgeirsson sáu
um frekari mörk Aftureldingar, en
Jóhanni tókst að minnka muninn fyrir
Öðinn er staðan var 6—0.
Svartdælir — Leiftur 0—3
Leikurinn skiptist í tvo ólíka hluta,
í fyrri hálfleik voru gestirnir mun
sterkari, skoruðu þrívegis og heföu
getaö skoraö fleiri, en í síðari hálfleik
snerist dæmiö við og sóttu þá
Svarfdælir mun meira, án þess þó að
þeim tækist aö skora. Mörk Leifturs
skoruðu Steinn Helgason (2) og Ægir
Öiafsson.
Höföstrendingar — KS 1—8
Markatalan segir allt sem segja
þarf um leik þennan, yfirburðir KS
voru algerir og meira að segja
misnotuðu þeir vítaspyrnu þegar
staðan var orðin 8—1. Hörður
Júlíusson skoraöi 4 mörk, Björn
Sveinsson tvö, Sigurjón Erlendsson
og Friðfinnur Hauksson eitt mark
hvor. Bjarni Konráðsson skoraöi eina
mark heimamanna úr vítaspyrnu.
Dagsbrún — Magni 1—3
Dagsbrún var betri í fyrri hálfleik,
en tókst ekki að nýta sér færi sín. í
byrjun síðari hálfleiks skoruðu Greni-
víkingar síöan þrívegis meö mjög
skömmu millibili og gerðu þar með út
um leikinn sér í hag. Það voru þeir
Hringur Jóhannesson (2) og Sæ-
mundur Guðmundsson sem skoruöu
fyrir Magna, en Steindór Steindórs-
son svaraði fyrir Dagsbrún rétt fyrir
leikslok.
Árroðinn — Reynir 1—0
Leikurinn var jafn og hugsanlega
hefði jafntefli verið farsælasta lausn-
in, en Hafberg Svansson var þó ekki
á þeirri skoðun, því að hann skoraði
eina mark leiksins í síöari hálfleik.
Leiknir — Sindri 1—1
Mark Jóns í fyrri hálfleik fyrir hönd
Sindra leit lengi vel út fyrir að ætla
að veröa eina mark leiksins, en í
síöari hluta síðari hálfleiks tókst
Helga Ingasyni aö jafna metin úr
vítaspyrnu og þar við sat. Leiknis-
menn afrekuöu þaö í fyrri hálfleik aö
misnota vítaspyrnu, auk þess sem af
þeim var dæmt mark vegna rang-
stöðu.
— 99-
Meistaramót
íslands í
handknattleik
utanhúss
íslandsmót í handknattleik utanhúss verður haldiö við Melaskólann
um miðjan ágústmánuð n.k.
Keppt verður í M.fl. karla, M.fl. kvenna og 2. fl. kvenna.
Þátttökutilkynningar verða að hafa borist Stefáni Stefánssyni,
pósthólf 5030, Reykjavík fyrir 31. júlí n.k. Þátttökugjöld fyrir M.fl.
karla kr. 15.000.-, M.fl. kvenna kr. 10.000,- og 2. fl. kvenna kr.
5000.- verða að fylgja þátttökutilkynningum, annars verður
þátttaka ekki tekin til greina. Handknattleiksdeild KR.
• Grasvöllurinn með f jórum hlaupabrautum umhverfis, þar sem knatt-
spyrnu* og frjálsíþróttakeppnin fer fram.
• Stór hluti landsmótsins á að fara fram í hinu nýja Blæsilejfa íþróttahúsi Selfyssintfa. Talsverðu verki
er enn ólokið. en Selfyssinjjar a'tla sér að ljúka því fyrir landsmótið og draga hvergi af sér. A myndinni
sést Guðmundur Jónsson framkva'mdastjóri landsmótsnefndar ra'ða við einn trésmiðinn og er engu líkara
að hann sé að sýna honum dansspor. bað verður dansað í íþróttahúsinu öll kvöldin. Máske er
Guðmundur að próía gólfið.
viilfttmi r 1*1 rtrt rri
« íi I
ímHHI
• Við hliðina á Sundhöll Selfoss stendur nýja útisundlaugin sem keppt
verður í á landsmótinu. í baksýn stendur nýja íþróttahúsið.
kl. 14.30— .00 Hátíðardagskrá — — Grasvöllur. Mótslit — Gras-
Grasvöllur. völlur.
kl. 18—20 Fjölskylduskemmtun
kl. —18 Knattspyrna 1,—2. sæti — íþróttahús.
kl. 21—01 Dansleikur — íþrótta-
hús.
Enfremur frímerkjasýnig alla
daga í safnahúsi. -[>r