Morgunblaðið - 18.07.1978, Qupperneq 20
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
— Forseti
Framhald af bls. 14.
verktaka til samninga úm stærri
verk, sem annars gætu lent til
erlendra verktaka.
— aö leita að samstarfi við
erlenda verktaka um framkvæmd-
ir á íslandi, sem teljast óvenjuleg-
ar miðað við íslenskar aðstæður og
jafnframt að auðvelda íslenskum
verktökum þátttöku í mannvirkja-
gerð erlendis.
— að vinna að stöðlum og móta
reglur fyrir útboð og samninga-
gerð.
— að vinna að samræmingu á
kaupgjaldi og ákvæðistöxtum til
að fyrirbyggja óeðlilega þróun
kaupgj aldsmála."
AÐ síðustu sagði Ármann Örn:
„Þessu hlutverki hyggst samband-
ið gegna með samstarfi m.a. við
ríkisstjórn, opinberar stofnanir,
fjármálastofnanir, stéttarfélög,
undirverktaka og framleiðendur."
— Togstreita
Framhald af bls. 42.
honum óbilgirni á brýn, þ.á m.
Eguptar, stuðningsmenn ísraela
í Bandaríkjunum og flokkur
Peresar. Það er kaldhæðnislegt
að Likud-flokkur Begins hefur
þegar miðlað málum meira en
stór hluti flokksmanna getur
sætt sig við. Það eru stuðnings-
menn forsætisráðherrans sjálf-
ir, sem daglega fylkja liði fyrir
utan skrifstofu hans í mótmæla-
skyni við tilslakanir við and-
stæðinganna. Þannig er flokkur
hans í sérkennilegum bobba;
meirihluti flokksins styður Be-
gin en er ósammála stefnu hans.
— Útflutningur
Framhald af bls. 15
halda námskeið fyrir hina ýmsu
faghópa (prjónaskap t.d.), en auk
þess haft forgöngu um starfsþjálf-
un í fyrirtækjunum sjálfum ( í
iðnaðarsaumi), sem mun vera
nýbreytni á Islandi. Enginn má
skilja orð mín svo, að allur vandi
sé hér með leystur, síður en svo.
Það vantar enn mikla faglega
þekkingu, og Útflutningsmiðstöðin
mun áfram vinna að námskeiöum
og annarri starfsþjálfun, eins og
sést á því, að á dagskra eru 3
námskeið á komandi hausti og
næsta vetur. En það er rétt að
undirstrika, að sú faglega þekking,
sem til er í landinu, er mjög
verðmæt. Má þá heldur ekki
gleyma þeirri miklu þekkingu, sem
til er í markaðsfærslu vörunnar,
bæði hjá einstaklingum og fyrir-
tækjum.
Ullariðnaður á íslandi stendur á
tímamótum. Það er við margs
konar vanda að etja, en megin
vandinn er m.a. fólginn í breyttum
aðstæðum, sem betur verður að
vikið hér á eftir.
Að lokum langar mig að bregða
upp glæru, sem sýnir betur þróun
þessa útflutningsiðnaðar en mörg
orð. Þar kemur ljóslega fram hin
stöðuga aukninga útflutnings. Það,
sem er athyglisverðast, er þó ef til
vill, að á árinu 1977 er hlutfall
unninnar prjónavöru hærra en
nokkru sinni á þessu tímabili.
Það sakar væntanlega ekki að
bera fram þá frómu ósk, að hér
sannist ekki það, sem mótað hefur
verið í orðunum: Erfiðara er að
gæta fengins fjár en afla.
— Stefnt að
Framhald af bls. 2
kostnaður er geysihár. Skip, sem
flytja vikurinn, mundu væntan-
lega þurfa að sigla tóm aðra
leiðina. Þess vegna verður það eitt
erfiðasta verkefnið, ef gæði hrá-
efnisins uppfylla kröfur notenda,
að tryggja nægilega hagkvæma
flutninga og skapa aðstöðu til
lestunar skipa úti fyrir sandinum.
I stjórn Jarðefnarannsókna h.f.
voru kosnir: Ingólfur Jónsson,
Hellu, formaður, Arthur Scháfer,
Sprockhövel, varaformaður, Jón
Helgason, Seglbúðum, ritari, og
Einar Elíasson, Garðabæ, og
Dieter Unverzagt, Kronberg, með-
stjórnendur. Varamenn eru: Þór
Hagalín, Eyrarbakka, Helgi
Bjarnason, Selfossi, Ölvir Karls-
son, Þjórsártúni, Herbert Ilka,
Kevelaer 3 og Wolfgang Hoff-
mann, Linz am Rhein.
Með fánann
í kraganum
Korchnoi prófar stólinn sem hann notar í heimsmeistaraeinvíginu.
Hann er gerður í Sviss og kostar 1400 dollara.
Aðalskipuleggjandi mótsins,
Florencio Campomanes, sagði
um þjóðsöngsmistökin: „Þetta
voru heiðarieg mistök."
Korchnoi kaus að fyrir hann
væri leikinn smákafli úr Níundu
sinfóníu Beethovens og valdi
hann vegna þess að textinn hét
upphaflega „Óður til frelsisins"
en nafninu var breytt í „Óður til
gleðinnar."
Aður en drátturinn fór fram
hafði verið neitað að fallast á að
Korchnoi hefði svissneska fán-
ann við taflborðið. Korchnoi
reiddist þessari ákvörðun og
sakaði rússneska embættismenn
um „kúgungaraðferðir". Hann
sagði að Rússar hefðu sigrað í
þessari deilu vegna þess að þeir
hefðu hótað að hætta alveg við
einvígið. Korchnoi sagði í yfir-
lýsingu til fréttamanna: „Með
hótuninni um að hætta hafa
Rússar komið gestgjöfunum í
vonlausa aðstöðu. Við munum
ekki lúta svo lágt að beita líka
svona aðferðum."
Korchnoi sýndi mikla við-
kvæmni í fánadeilunni: Honum
finnst það táknrænt fyrir þann
ásetning Rússa að ráða lögum
og lofum í einvíginu að þeir
meinuðu honum að nota sviss-
neska fánann.
Alþjóðaskákambandið ákvað í
gærkvöldi að leysa deiluna með
því að ákveða að hvorugur
keppandinn notaði fána. En
jafnframt ákvað skáksambandið
að fallast á þá ósk Karpovs að
sovézki þjóðsöngurinn væri leik-
inn við setningarathöfnina.
Svar Korchnois við þessu var
að mæta við setninguna með
lítinn svissneskan fána nældan
í jakkakragann.
Ferdinand Marcos forseti
Filippseyja setti heims-
meistaraeinvígið að vistöddum
fjölda framámanna í skáklífi
heimsins og Filippseyja og kvað
viðeigandi að einvígið færi fram
í Asíu þar sem skáklistin hefði
fyrst litið dagsins ljós í fornöld.
Einvígið getur orðið langvinnt
og sumir sérfræðingar spá því
að því verði ekki lokið eftir þrjá
mánuði.
Þess var vandlega gætt við
setninguna að nefna ekki Sviss
á nafn. Þegar frú Leeuwerick
var kynnt var hún kölluð
„formaður Korchnoi-nefndar-
innar" — en ekki fulltrúi
svissneska skáksambandsins.
Marcos forseti benti á að
heimsmeistaraeinvígi hefði ekki
farið fram síðan Bobby Fischer
vann titilinn af Boris Spassky í
Reykjavík 1972 og sagði að
heimurinn „hefði beðið eftir
þessum atburði."
Max Euwe, forseti Alþjóða-
skáksambandsins, kallaði
Marcos „mesta skákáhugamann
í röðum þjóðhöfðingja heims-
ins“ og kvað viðeigandi að
einvígið færi fram á Filippseyj-
um, þar sem Filippseyingar
ættu heiðurinn af endurreisn
skáklistarinnar í Asíu þar sem
skákin varð upphaflega til.
Korchnoi og Karpov eru báðir
sagðir miklir frímerkjasafnarar
og þeir fengu sérstök fyrsta-
dagsumslög með frímerkjum,
sem voru gefin út í tilefni
einvígisins.
— Landsmót hesta-
manna í Skógarhólum
Framhald af bls. 17.
Nýjungar settu
svip á mótið
Það setti nokkurn svip á þetta
landsmót að sú nýbreytni var
tekin upp að fram fór sérstök
keppni fyrir unglinga og þá var
einungis keppt í tölti og fram fór
gæðingaskeið. Vöktu þessar nýj-
ungar athygli og er ekki að efa að
framhald verður á keppni í þessum
greinum. Unglingakeppnin fór
fram í tveimur aldursflokkum og
í yngri flokknum, 10 til 12 ára,
sigraði Ester Harðardóttir, 12 ára
úr Reykjavík á Blesa frá Breiða-
bólstað, annar varð Guðmundur
Sigfússon, 9 ára, Vestra-Geldinga-
holti, á Kjána frá Skálmholti og
þriðji varð Styrmir Snorrason, 12
ára úr Reykjavík, á Stjarna. I eldri
flokknum 13 til 15 ára sigraði
Þórður Þorgeirsson úr Reykjavík á
Kolka frá Kolkuósi, annar varð
Þorleifur Sigfússon,
Vestra-Geldingaholti, 15 ára, á
Hausta frá V-Geldingaholti og
Bjarni Bragason, 14 ára frá
Selfossi, á Blendingi frá Gamla
Hrauni.
I töltkeppninni sigraði Eyjólfur
ísólfsson á Hlyn frá Akureyri og
það var samdóma álit dómaranna
í keppninni að honum bæri fyrsta
sætið en slíkur dómur heyrir til
undantekninga meðal hesta-
manna. Hlyn á eins og fyrr sagði
Reynir Björgvinsson, Bringu,
Eyjafirði. Annar varð einnig
hestur, sem Eyjólfur ísólfsson sat,
Glaumur frá Vindási, eign Sigur-
bjargar Sigurbjörnsdóttur,
Reykjavík, og þriðji varð Bylur frá
Kolkuósi, sem Þorvalíur Ágústs-
son, Hvplsvelli, sat en Sæmundur
Holgersson, Hvolsvelli á.
Sigurvegari í gæðingaskeiðinu
varð Penni frá Skollagróf, eigandi,
og knapi Reynir Aðalsteinsson,
annar varð Villingur frá Möðru-
völlum, eigandi Bergljót Leifsdótt-
ir, Reykjavík, knapi Trausti Þór
Guðmundsson, og þriðji Glófaxi
frá Tunguhálsi, eigandi og knapi
Ingimar Ingimarsson.
Nös sigraði í
800 metrunum
Kappreiðar mótsins voru eins og
vænta mátti spennandi og úrslit í
stöku greinum komu nokkuð á
óvart. Tími í hlaupunum var góður
nema þá helst í 800 metra stökki.
Það var hins vegar kannski
táknrænt fyrir gæði hlaupabraut-
anna að eina Islandsmetið, sem
slegið var á þessu móti, var í
brokki.
I skeiðinu sigraði Fannar Harð-
ar G. Albertssonar, knapi Aðal-
steinn Aðalsteinsson, á 23,0 sek.,
annar varð Ölver, Haraldar
Guðmundssonar, Akureyri, knapi
Jóhann Þorsteinsson, á 23,5 sek. og
þriðji Vafi, eigandi og knapi
Erling Ólafsson, Reykjavík.
Kóngur Jóhannesar Jóhannes-
sonar, Ásum, Stafholtstungum,
knapi Einar Karelsson, sigraði í
250 metra stökkinu á 18,1 sek.,
annar varð Stormur Hafþórs
Hafdal, Hafnarfirði, á 18,2 sek. og
þriðji Snegla Sigfinns Pálssonar,
Stórulág, knapi Svanur Guð-
mundsson, á 18,4 sek.
350 metrarnir voru það hlaup,
sem hvað flestir biðu eftir með
eftirvæntingu og eins og margir
höfðu spáð voru það fimm hryssur,
sem náðu bestum tíma í undanúr-
slitum á föstudeginum. í milliriðl-
unum á Jaugardeginum tók röðin
að breytast þó Nös frá Urriðavatni
hefði enn besta tímann. Loka úr
Reykjavík féll nú út, þar sem hún
var hölt og Glóa, einnig úr
Reykjavík, náði ekki það góðum
árangri að hún kæmist í úrslita-
sprettinn. í úrslitunum í 350 metra
stökkinu mættust því Nös frá
Urriðavatni, Gjálp frá Laugar-
vatni, Blesa frá Hvítárholti og ný
hryssa hafði bæst í hópinn, Mæja
frá Skáney, sem Jósep Valgarð í
Sveinatungu sat, og inn í hópinn
skaust einn hestur, Þróttur frá
Miklabæ, knapi og eigandi Tómas
Ragnarsson. Urslitin urðu þau að
Nös Jóns Ólafssonar Urriðavatni
sigraði, knapi Stefán Sturla Sigur-
jónsson, á 24,5 sek., önnur varð
Gjálp Gylfa Þorkelssonar og
Þorkels Bjarnasonar, Laugarvatni,
knapi Gunnar Sigurðsson, á 24,7
sek. og næstar komu Blesa, eign
Sigurðar Bjarnasonar á Hlemmi-
skeiði, knapi Þorleifur Sigfússon,
og Mæja, eign Maríu Traustadótt-
ur, Reykjavík, knapi Jósep Val-
garð, á 25,1 sek. en Blesu var dæmt
þriðja sætið.
íslandsmet í
1500 metra brokki
í 800 metra stökkinu vakti
tvennt einkum athygli. Það fyrra
var að í milliriðlunum vegnaði
Þjálfa Sveins K. Sveinssonar, sem
oft hefur sigrað í 800 metra stökki,
ekki það vel að hann kæmist í
úrslit og í milliriðlunum beið
Frúarjarpur Unnar Einarsdóttur,
Hellu, sem nýverið setti íslands-
met í 800 metra stökkinu, lægri
hlut í keppni við Gust Björns
Bladurssonar, Reykjavík. í úrslita-
hlaupinu sigraði Gustur Björns
Baldurssonar, knapi Valdemar
Guðmundsson, á 63,2 sek. og Mósi
frá Vindási, eign Valmundar
Gíslasonar, Flagbjarnarholti,
knapi Ingimar Isleifsson, fylgdi
fast á eftir með tímann 63,4 sek.
Þriðji var Frúarjarpur Unnar
Einarsdóttur, Hellu, knapi Þórður
Þorgeirsson á 64,3 sek.
Eina Islandsmetið, sem sett var
á mótinu var eins og áður sagði í
1500 metra brokki. Það var Funi
Marteins Valdimarssonar í Búðar-
dal sem setti metið og rann
brokkið á 3.02.5 mín en Funi átti
sjálfur eldra metið, sem var 3.08.5
mín sett á Faxaborg 1972. Annar
í brokkinu varð Blesi Valdimars K.
Guðmundssonar, Reykjavík, á
3.06.9 mín og þriðji Gráni Friðriks
Ragnarssonar, Mörk, knapi Jón
Jónsson, á 3.09.2 mín.
Ekki eru tök í stuttu spjalli að
gera grein fyrir nema helstu
úrslitum mótsins og alls ekki að
geta um ýmislegt sem vert væri að
fylgdi með til útskýringar og
fróðleiks. Er ætlunin að fjalla
frekar um landsmótið í blaðinu
innan tíðar.
- t-g-
— Skiptar
Framhald af bls. 44.
efnahagsmálin nytu algjörs for-
gangs."
Morgunblaðið spurði Stein-
grím Hermannsson, hvaða lík-
indi hann teldi vera á að þessir
þrír flokkar næðu saman. Hann
svaraði: „Það er þá kannski bara
mín persónulega skoðun. Það
hefur ákaflega lítið verið farið
út í málefnin. Alþýðubandalags-
menn sögðu að grun.dvöllur væri
milli þeirra og Alþýðuflokksins
eftir viðræður þeirra, sem voru
töluvert yfirgripsmeiri en við-
ræður milli okkar og hvors
þeirra um sig. Ég get því ekki
metið þetta af öðru, en skilst
einnig á alþýðuflokksmönnum,
að þar sé tvímælalaust grund-
völlur. Ég fyrir mitt leyti held
að meiri grundvöllur sé fyrir
langtímaáætlun — allir virðast
vilja skoða niðurfærsluleið og
aðrar hugmyndir í því sam-
bandi. Hins vegar er mér alveg
ljóst að það er ákaflega stór
vandi, sem er skollinn á eða er
að skella á. Og án þess að ég vilji
spá nokkru illu um þessar
viðræður, þá veit ég að þetta
verður mjög erfitt mál. Alþýðu-
bandalagið hefur bent þar á
ýmsar leiðir í þessum bæklingi
sínum, sem ég verð að segja
fyrir mitt leyti, að ég fæ illa til
að ganga upp. En þeir eiga nú
eftir að sýna okkuT þetta betur
— Friðarfund-
ur í kastala
Framhald af bls. 1
Hvor aðili um sig hefur þegar
hafnað friðaráætlunum hins og
Dayan hefur meðferðis fyrirmæli
frá Jerúsalem að ræða ekki
friðartillögur Egypta. Anwar Sad-
at forseti Egypta afhenti Ezer
Weizman landvarnarráðherra
Israels tillögurnar í Austurríki í
síðustu viku. Sá háttur, sem á var
hafður, var túlkaður í ísrael sem
tilraun til að sniðganga Menachem
Begin forsætisráðherra.
Dayán hélt því fram við komuna
til London að nóg svigrúm væri til
umræðna og sagði fréttamönnum
að samræma mætti sum atriði í
báðum friðaráætlununum. En
megintilgangur viðræðnanna virð-
ist vera sá að búa í haginn fyrir
frekari samningaviðræður, senni-
lega í Miðausturlöndum.
Seinna sagði Kamel að Egyptar
kæmu til viðræðnanna með opnum
hug og hjarta. „Við vonum að
israelska ríkisstjórnin svari í
sömu rnynt."