Morgunblaðið - 18.07.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Húsnæði óskast
2ja til 3ja herb. íbúö óskast til
leigu í vetur, leigist sem fyrst.
Fyrirframgreiösla (meðmæli).
Upplýsingar í síma 93-6328.
Til sölu
Mercedes Benz díesel árg. ’69.
Skipti koma til greina. Uppl. í
síma 92-2162 eöa Bílasölunni
Skeifunni, sími 84848.
Til sölu glæsilegar 2ja og 3ja
herb. íbúðir í fjórbýlishúsi f
Ytri-Njarðvík. íbúöunum veröur
skilað tilbúnum undir tréverk oa
öll sameign fullfrágengin.
Fasteignasalan, Hafnargötu 27,
Keflavík, sími 1420.
Muniö sérverzlunina
meö ódýran fatnaö.
Verðlistinn, Laugarnesvegi 82,
S. 31330.
!~yvv yi‘» »
tilkynningar-
~*A/\_AA_<_Lj_
Hilmar Foss
lögg. skjalaþýö. og dómt.
Hafnarstræti 11, sími 14824.
Freyjugötu 37, sími 12105.
Fíladelfía
Almennur bíblíulestur í kvöld kl.
20.30. Ræöumaður Einar J.
Gíslason.
• óskast :
t .........
aAJLJL.
Brotamálmur
Er fluttur aö Ármúla 28, sími
37033. Kaupi allan brotamálm
langhæsta veröi. Staögreiösla.
ARFUGLar
21.—23. júlí ferö á Fimmvöröu-
háls og Þórsmörk. Upplýsingar
á skrifstofunni Laufásvegi 41
sími 24950.
FfRflfiífUIG
ÍSlflNIS
0L0UG0TU 3
SIMAR. 11798 og 1.951.3
Miðvikudagur 19. júli
kl. 08.00. . Þórsmerkurferð.
Oveljiö í Þórsmörk milli feröa.
(V4 vika kostar 11.500 kr., ein
vika 14.500 kr.) Gist í húsi.
kl. 20 00. Óbrinnishólar —
Helgafell — Kaldársel. Róleg
kvöldganga. Fararstjóri: Tómas
Einarsson. Verð kr. 1000 - gr. v/
bíl. Farið frá Umterðarmiðstöö-
inni aö austanveröu.
Föstudagur 21. júlí kl.
20.00.
1. Þórsmörk.
2. Gönguferð yfir Fimmvöröu-
háls.
3. Landmannalaugar — Eldgjá.
4. Hveravellir — Kerlingarfjöll
Sumarleyfisferöir.
25. — 30. júlí. Lakagígar —
Landmannaleiö.
28. júlí — 5. ágúst. Gönguferó
um Lónsöræfi. Fararstjóri:
Kristinn Zophoníasson.
2.—13. ágúst. Miólandsöræfi
— Askja — Heróubreiö —
Jökulsárgljúfur.
9—20. ágúst. Kverkfjöll —
Snæfell. '
Nánari upplýsingar á skrifstof-
unni.
Ferðafélag íslands.
22480
JHsrjjunÞIeóið
Séð yfir byjfgðina á Hvolsvelli einn sólardaginn fyrir skömmu, en eins og sjá má er mikið aí nýbyggingum
á Hvolsvelli.
Ljósmynd Mbl. á.j.
Frá aðalfundi
Kísiliðjunnar
Aðalfundur Kísiliðjunnar
h.f. var haldinn í Hótel
Reynihlíð hinn 5. júlí s.l.
Fyrir hönd ríkissjóðs sóttu
fundinn þeir Gunnar Thor
oddsen iðnaðarráðherra og
Páll Flygenring ráðuneytis-
stjóri í iðnaðarráðuneytinu.
Framleiðsla Kísiliðjunnar
árið 1977 var 20.172 tonn en
söluverðmæti kr. 1.019 millj-
ónir. Brúttohagnaður var kr.
67 milljón króna, en nettó-
hagnaður eftir skatt nam kr.
17 milljónum, þegar 51
milljón króna hafði verið
afskrifuð.
í tilefni af 10 ára starfsaf-
mæli Kísiliðjunnar h.f. ákvað
stjórn fyrirtækisins að gefa
félagsheimili Mývetninga á
Skútustöðum kvikmyndasýn-
ingarvél ásamt tilheyrandi
búnaði og afhenti Magnús
Jónsson stjórnarformaður
Kísiliðjunnar húsnefnd fé-
lagsheimilisins gjafabréf þar
að lútandi á fundinum. Enn-
fremur veittu framkvæmda-
stjórar fyrirtækisins þeir
Vésteinn Guðmundsson og
Þorsteinn Ólafsson viðtöku
verðlaunum frá fulltrúa
Johns-Manville fyrir slysa-
varnir á árinu 1977 og er það
þriðja árið í röð sem Kísiliðj-
unni hlotnaðist slík viður-
kenning.
(Fréttatilkynning).
,, SKRÍPALEIKUR’ ’
Leiksýning síðasta sjónvarps-
kvöldið fyrir sumarleyfi hverfur
ekki úr huga.
Ekki ætla ég að dæma um
listgildið. Þeir vilja víst hafa
forgangsrétt um það sérfræð-
ingarnir, sem nefnast gagnrýn-
endur og eru sjálfskipaðir kokk-
ar handa múgnum um bragð og
gæði listar í landinu.
Otítt er hér meira virði
lífsgildið. Og það er vegna þess,
sem skrípaleikurinn skýrist því
betur, sem lengur er um hann
hugsað. Ég er þakklátur fyrir
hann. Hann gerist 1938 skildist
mér. En að vissum forteiknum
færðum til, gæti hann eins gerzt
1978.
Samt er svo að segja allt
breytt hið ytra. En mannssálin
— manneskjan, sem nú er nefnd
— einu sinni þótti dönsku-
smekkur af því orði — er söm
við sig.
Því miður, skrípaleikurinn á
skjánum, sem ég horfði á út um
gluggann minn var lífið sjálft —
ranghverfa þess. Það er hrós
fyrir höfundinn. En lífið sjálft
er frumþáttur og gullívaf allra
sannra lista. En mitt hrós er
ekki mikils virði.
Ég sá unga manninn, sem
þurfti að fá sjö hundruð króna
lánið, sem táknmynd margra
unglinga og meira að segja sem
eigin mynd árið 1938.
Þá voru ekki . námsmenn
styrktir með styrkum og lánum
af almannafé.
Þá urðu sjúklingar „sveitar-
lirnir", ef krafta þraut.
Þá voru börn og gamalmenni
ekki mikilsmetin í landinu.
Samt eru aðeins fjörutíu ár
síðan. En hversu margt væri að
þakka, ef sú tilfinning, sem
skapar þakklæti væri lifandi?
Ungi maðurinn, var tákn
hinna umkomulausu, sem eiga
þó bjartsýni, von og trú á öðru
sviði. Nú er það ekki örbrigðin,
sem hefur mótað hann, heldur
óhófið, taumleysið.
En það er önnur saga, annar
skrípaleikur, sem á eftir að
skrifa og mynda. Og á brautu
hans birtist skugginn — unga,
fatlaða stúlkan, sem er eins og
gáta og skömm samfélagsins við
veginn. Tákn hinna mörgu bak
við tjöldin bæði þá og nú.
Hve þetta fólk var mér
kunnugt. Félagar, vinir og
frændur um áratugi. Bak við
tjöldin er mér innangengt, þótt
engin frægð sé á sviði. Og
þannig erum við flest að þekk-
ingu og aðstöðu.
En horfum áfram á skrípa-
leikinn út um gluggann.
Næst kom ístrubelgurinn við
borðið. Síkjaftandi sjálfsánægj-
an, undirferlið, smjaðrið, brosið
og þvaðrið.
Blekkingin uppmáluð. Tákn
afætunnar og hræsnarans í
samfélaginu. Bæði í þjóðmálum.
trúmálum og listum eru slíkir
menn, án þess að þekkja sjálfa
sig. Og einhver ólykt af ístrunni
þeirra, sem tilbeðin er og
klöppuð mjúkum eigin lófum, er
í okkur öllum, með ómi af
orðunum: „Dýrð handa mér.“
Hvað verður um alla hina?
Uss, — það kemur ekki mál við
mig. Ég get hlegið og kjaftað í
mínu himnaríki, þótt þeir engist
í „neðra“. Auðvitað verðskuldað!
Þannig hugsar brosandi og
étandi sjálfsánægjan við borðið.
Hvort sem hún nú heitir banka-
stjóri, prestur, kaupmaður, veit-
ingamaður eða bara flækingur
og svindlari á hóteli, sem aldrei
borgar reikninginn. Og óhófið,
ítroðslan, græðgin skín af hverj-
um andlitsdrætti.
En eru þetta ekki að verða
einkenni okkar allra? Flest
vitum við að verðir heilsunnar
eru nægjusemi og hæfileg hreyf-
ing. En heimtum samt veizlu-
borð og ofát í hverri máltíð, og
bifreið við hvert óstigið spor,
allar bæjardyr. Bifreið, sem
hæði stelur heilsu og peningum.
Og svo er það bankastjórinn í
þorpinu eða kaupstaðnum.
Hann mátti ekki tejfa sig frá
slúðrinu í símanum til að virða
viðskiptamanninn viðlits.
Við þekktum þennan mann
árið 1938. Fölleitan, sællegan og
fallegan við fyrstu sýn. Fjarlæg-
an, ópersónulegan og andstyggi-
legan í minningunni.
vió
gluggann
eftirsr. Arelius Nielsson
Hann er táknmynd hrokans
og tillitsleysisins, hvort sem það
er í banka eða búð. Hreinn og
huggulegur, feitur og broshýr —
og þó — Hvað kom honum þetta
kvikindi úr sveitinni við? Þörf
hans, sjúkleiki eða þrautir,
aðstaða hans, framtíð eða
manngildi?
Hvort svona menn eru í
sætum bankastjóra 1978, veit ég
ekki. En samt er það vafalaust.
En ég veit að hroki og
tillitsleysi eiga sæti bæði við
skrifborð og bílstýri, í bönkum
og sjúkrahúsum.
Hrokinn og tillitsleysið eiga
hvarvetna gullin hásæti og
hægindi — dúnmjúk hægindi á
kjaftastólum rógs og smjaðurs.
Slík sæti eru setin allt frá
saumaklúbbum til sendiráða,
allt frá aumustu kosningaskrif-
stofu til æðstu stjórnarráða.
Skrípaleikur lífsins á víðáttu-
niikið sýningarsvið. Hrokinn og
tillitsleysið eru hjú í flestum
húsum.
Hvað um leikinn á skjánum
og listgildi hans. Mér fannst vel
leikið, en samt ekki nógu létt.
En var það ekki eðlilegt? Þarna
var enginn vorblær. Og þarna
var enginn endir eða hvað? Við
sátum öll alveg gáttuð. En er
það ekki alveg samkvæmt sann-
leikanum?
Við horfum orðlaus á skrípa-
leik hversdagsins, verðhækkanir
hans, og vitfirringu verðlausra
verðmæta. Þar er enginn endir.
En — Guði sé lof — það er til
önnur hlið hlutanna. Annað
útsýni til lífsgæfu.
Það er til jákvæð hlið. Það er
til fólk, sem er hafið yfir
skrípaleik lífsins — eða ættum
við að segja skrípaleik hégóm-
ans — fólk, sem kann hin réttu
tök í leik — ekki skrípaleik —
lífsins.
Heilbrigt fólk — án hrygg-
skekkju og fötlunar, meira að
segja þótt það eigi lamaðan
líkama.
Það er til heilsteypt fólk og
heilt, meira að segja þótt það sé
rúmliggjandi áratugum saman.
Og það er til gott og göfugt
fólk, meira að segja hrokalaust
í hásætum auðs og frægðar. Þar
er lífið leikur — ekki skrípaleik-
ur.
Af því sá ég engan glampa á
skjánum þetta kvöld. En líklega
átti skrípaleikurinn allur að
rninna á gildi þess. í því fólst
gildi hans. Megi svo verða í
öllum skrípaleik lífsins.
Revkjavtk. 1. júlí 1978.
Arelíus Níelsson.