Morgunblaðið - 18.07.1978, Side 24

Morgunblaðið - 18.07.1978, Side 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 Sigrún V. Gcstsdóttir með kórnum fimm ensk sjómanna- löfi og gerði vel. Frjálsleg túlkun innan hóflegra marka og lipur raddbeiting ber vott um efnilegan listamann. Sigrún Gestsdóttir lék með á píanó, að vísu ekki mikilúð- lega, enda gaf hljóðfærið sjálft ekki tilefni til átaka. Sigrún hefur fínlegan áslátt og auðfundna tilfinningu fyrir tónhendingum. Um söng Sigrúnar gegnir sama máli þótt sóló-hlutverkið í Dufþekju sé kannski ekki ýkja rismikið hefði Sigrún þó mátt taka meira á; hrista af sér viðjar hlutleysis. Sigrún hefur fallega rödd og beitir henni oftast vel, þó stundum örli á klemmdum tónum. Hljómleikar Sam- kórs Vestmannaeyja Fftirfarandi grein fjallar um hijómleika Samkórs Vestmanna- eyja á Menningardögum sem fram fóru þar fyrir skömmu undir yfirskriftinni MAÐURINN OG IIAFIÐ. Aður en lengra er haldið er rétt að kynna Irsrndum Morgunblaðsins hjónin Sigrúnu V. Gestsdóttur og Sigursvein K. Magnússon. sem Eyjamenn fengu til liðs við sig af þessu tilefni. Þau háru hita og þunga undirhúnings og tónleika. Sigrún og Sigur- sveinn eru upprennandi tónlistar- menn sem vert er að gefa gaum. Námsferill þeirra hefur haldist í hendur við sambúðina. Þannig luku þau hæði tónmenntakenn- araprófi frá Tónlistarskólanum vorið 1971. og Sigursveinn burt- fararprófi að auki í hornleik frá Tónskóla Sigursveins sama vor. Arin þar á eftir stunduðu þau Sigrún og Sigursveinn tónlistar nám í London. og luku prófum 1971. Sigrún frá Konunglega Tónlistarháskólanum og Sigur- sveinn frá konunglegu Akademí- unni. Þessu næst dvöldu þau eitt ár í Bandarikjunum. í Michigan. og voru bæði við nám. Þar lagði Sigursveinn m.a. stund á kór og hljómsveitarstjórn og var falið að stjórna hljómsveit háskólans í tónleikaferð um Dctroit-hérað í apríl 1975. Þau hafa ba'ði starfað ötullega að tónlistarmálum hér heima að loknu námi. komið fram í' útvarpi og leikið og sungið inn á hljómplötur. Að þessu sinni stjórnaði Sigursvcinn tónleikun- um í Vestmannacyjum. en Sigrún lék á píanó og söng einsöng. Efnisskrá Rétt er að geta þess í upphafi, að veðurhæð hamlaði flugsam- göngum til Vestmannaeyja á meðan Menningardagarnir stóöu yfir. Tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins mætti því heldur seint til leiks, og byggist umsögn hans því á vandaðri hljóðritun sem gerð var. Samkór Vestmannae.vja flutti alllanga og athyglisverða dagskrá. Á fyrri hluta hennar voru þjóðlög af ýmsum toga, öll erlend. Kftir hlé voru ensk sjómannalög og vinnusöngvar, íslensk þjóðlög í útsetningu Sigursveins D. Kristinssonar og Róberts A. Ottós- sonar, og loks merkilegasta til- leggið: Nýtt tónverk eftir Sigur- svein D. Kristinsson, Dufþekja. fyrir blandaðan kór, mezzósópran, framsögn og blásarasextett, við texta, Jóns Rafnarssonar. Ljóð Jóns, og þá tónverkið, var vel til fundið, en fyrirmynd þess er að finna í sögunni um Dufþak, þræl Hjörleifs, er fyrstur hérlenskra manna gerði tilkall til þess sem í dag kallast „launajafnrétti, lýð- ræði og frelsi." Ekki varð Dufþaki káþan úr því klæðinu. Hann var hundeltur í Vestmannaeyjum og gekk þar loks fyrir björg. Einhver í Eyjum sagði, að Dufþekja Sigursveins D. Kristinssonar væri minnisvarði um íslenskan Sparta- kus. Flytjendur Ýmsir söngstjórar hafa þjálfað Samkór Vestmannaeyja undanfar- in ár, Sigursveinn K. Magnússon hefur starfað með honum í aðeins nokkrar vikur. Þetta er auðheyrt á söng kórsins. Hann vantar mótaðan söngstíl, markvissa framgöngu og reynslu. Kórinn er fáliðaður miðað við gæði einstakra radda og veitti ekki af 15 manns til viðbótar til að stoppa í áberandi núningsfleti. Sérstaklega vantar sópran raddstyrk og gæði, en bassar eru á hinn bóginn áreiðan- legir. Alt- og tenórraddir komust klakklaust í gegnum sínar rullur á tónleikunum, en þó ekki með neinum glæsibrag. Viðleitni kórs- ins að þessu sinni er virðingarverð og ekki skorti mikið á að vel tækist. Fleira söngfólk, fleiri æfingar, fastur stjórnandi og útrýming söngóttans en innleiðing sönggteðinnar gæti gert krafta- verk, Rétt er að geta þess að þessi gagnrýni tekur ekki „aðstöðu- leysi", „vankunnáttu" og „dreif- býlismál" inn í reikninginn. Sem betur fer eru flestir gagnrýnendur hættir slíku. Ágætir hljóðfæra- leikarar, söngvarar, kórar og hljómsveitir landsbyggðarinnar hafa fyrir löngu sannað, að óþarft er að skera af listrænum gæða- kröfum þótt tónlist sé iðkuð utan Reykjavíkur. Og þar við situr. John Speight, sem er breskur að uppruna, hefur starfað hér á landi undanfarin sex ár sem söngvari, kennari og tónskáld. John söng Samkór Vestmannaeyja. Meira hugrekki, samfara reynslu, gæti gert Sigrúnu að keppinaut þeirra íslenskra söngkvenna er hæst ber um þessar mundir. Sex blásarar léku með i Dufþekjui Jón Sigurðsson, Hjálm- ar Guðnason, Stefán Þ. Stephen- sen, Bjarni Guðmundsson, Janine Hjaltason og Magnús Magnússon. Stóðu þeir sig með mikilli prýði og hefði illa farið, eða verr, ef þar hefði ekki verið valinn maður í hverju rúmi, eins og fram kemur síðar. Framsögu í Dufþckju annaðist Sveinn Tómasson og gerði vel. Sigursveinn K. Magnússon. Stjórnandinn Það er ýkja margt sem skrifast á reikning stjórnanda yfirleitt, bæði það sem vel fer og hitt. Svo er einnig í þessu tilfelli. Sigur- sveinn K. Magnússon sýndi t.d. dómgreindarskort með því að ætla fámennum kór að syngja undir- leikslaust í hartnær 30 mínútur, og það í upphafi tónleika. Enda komst kórinn ekki af stað fyrr en í síðasta lagi fyrir hlé, en í því var leikið með á píanó. Einnig lét Sigursveinn það gott heita að ætla fámennustu rödd kórsins að syngja forsöng í laginu Spunavísa án aðstoðar samkynja radda. Sömu sögu er að segja um forsönginn í laginu „Gwin to ride up...“ sem var veiklulegur í meira lagi. Kannski stóð þessi flutningsmáti forskrifaður í nót- unum. En það er nú einmitt hlutverk stjórnandans að kunna þau ráð sem ekki eru skrifuð. í þessu tilfelli átti stjórnandinn skilyrðislaust að bæta viö sam- kynja röddum úr kórnum þar til hljómmagn var nóg. Aðrar athugasemdir: Hvað er aðalátriðið, hvað aukaatriði? Á Aðögra náttúru- öfluniim? alþýðlegum menningarforsprökk- urn og ljósm.vndurum gramt í geði, settist Guðmundur H. Guðjónsson við spánýtt pípuorgel Landakirkju og þandi í kapp við vindinn. Mátti vart á milli sjá hvor hefði þetur, enda nötruðu raftar undan átroðn- ingi utan frá sem innan. En burt séð frá moldrokinu þennan dag er hitt ljóst, að annaðhvort er orgelið of stórt fyrir kirkjuskipið eða kirkjuskipið of lítið fyrir orgelið! Þetta er afar sérstætt, því ekki verður annað séð en að hljóðfærið hafi verið smíðað gagngert með söngloft Landakirkju í huga. Hvað kemur til? Kannski eru Eyjamenn orðnir langþreyttir á yfirgangi náttúruafla og vilja því ögra þeim með tröllslegu pípuverki í Landa- kirkju, og nýrri höggmynd Ásmundar Sveinssonar, sem geifl- Andstæður Þær eru ófáar mótsagnirnar og andsta>ðurnar er biasa við gest- komandi í Vestmannaeyjum: Yfir- þýrmandi náttúruöfl vagga blóm- legu mannlífi í kjöltu sér. Eldfjöll á hægri hönd, hallir og hús á vinstri, vindar og brim allt um kring. Iðandi fuglager á bjarg- brún, uppstoppaðir forfeður þess í innvirðulegum sýningarsölum. Mitt í þessum hugvekjandi hræri- graut stendur lítið hús Guði til dýrðar, Landakirkja að nafni, sem þrátt fyrir smæð sína fullnægir víst guðsótta Eyjaskeggja. Þeir eru karlar í krapinu Eyjamenn, sennilega fífldjarfir ef ekki for- hertir. Sunnudaginn 2. júlí, í lok Menningardaga, þegar moldrok austan undan jökli var að gera Ástþór Jóhannsson. einn þeirra málara er sýndi myndir á Menningardögum í Eyjum, túlkar andstæður og mótsagnir umhverfis síns. ar sig framan í hálfstorknaða hraunelfina þar sem hún nam staðar við Hól og aðra bæi. — Eftir á að hyggja virðist nýja hljóðfærið stóra í kirkjunni litlu vera í réttu hlutfalli við tilveruna í Vestmannaeyjum. Forspil Tónleikarnir hófust á Voluntary, forspili eða stílfærðri impróvísasjón eftir Edward Kendel. Ekki var það merkileg tónsmíð, og stakk raunar í stúf við það sem á eftir kom, en það voru tónverk af tveimur fremur af- mörkuðum tímabilum orgelbók- mennta. Annars vegar þýskum frá árunum 1650 til 1750, og hins vegar frönskum frá síðari hluta nítjándu aldar. Kendel þessi er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.