Morgunblaðið - 18.07.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.07.1978, Qupperneq 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 + Eiginkona mín, SVEINBJÖRG AUDUNSDÓTTIR lést aö Sólvangi Hafnarfirói, laugardaginn 15. þ.m. Péfur Guömundsson t Móðir okkar, KRISTJANA GUDMUNDSDÓTTIR, Aöalstrssti 25, Pingsyri, andaðist á Fjóröungssjúkrahúsinu á ísafiröi hinn 14. þ.m. Bryndís Msysr, Jóhsnn T. Bjsrnason, Hsrmann Bjarnason, Gunnar Bjarnason, Gísli Bjarnason. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN TRAUSTI SIGURJÓNSSON, Drsfnargötu 17, Flatsyri, lést sunnudaginn 16. júlí, aö Borgarspítalanum. Eiginkona og synir. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS VALDIMARSSONAR, fisksala, Hamrahlíð 27, Rsykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 19. júlí kl. 13.30. Kristín Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Ásbraut 13, Keflavik, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju, miövikudaginn 19. júlí kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Keflavíkur. / Eggert Ólafsson, Stefanía Markúsdóttir, Gylfi Ólafsson, Kristín Geirsdóttir, Siguröur Ólafsson, Hólmfríður Bjartmars, og barnabörn. + Hjartkær eiginmaöur minn, sonur, faðir okkar, fósturfaölr, tengdafaöir og afi, JÓN KRISTINN HALLDÓRSSON vélstjóri, Fögrukinn 24, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirói í dag þriöjudaginn 18. júlí kl. 13.30. Arnfríöur Mathíesen, Halldór Sigurðsson, Guömundur H. Jónsson, Sigríóur Einarsdóttir, Svavar G. Jónsson, Marta Hreggviösdóttir, Erla Hildur Jónsdóttir, Jónas Jóhannesson, Siguróur Þ. Jónsson, Kristólina G. Jónsdóttir Árni V. Pálmason, og barnabörn. + Innllegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför HELGA STEFÁNSSONAR, Hofsnesi. Bjami Sigurósson og vandamenn. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, BJARGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Bjarnastööum, Garöi, Tryggvi Kristjén Einarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Jón Logi Jóhanns- son — Minningarorð Fæddur 15. des. 1945. Dáinn 9. júlí 1978. Jón Logi Jóhannsson stýrimaöur varð bráðkvaddur aðfaranótt síð- astliðins sunnudags 9. þ.m. aðeins 32 ára gamall. í fyrstu var álitið að Jón heitinn hefði farist í bílslysi, en við krufningu kom í ljós, að hann hafði látist af heilablóðfalli, undir stýri, á vega- mótum Skálholtsvegar og Skeiða- vegar. Jón Logi hafði frá blautu barnsbeini brennandi áhuga á sjómennsku. Til dæmis um áhuga hans keypti hann sér trillubát fyrir fé það sem honum áskotnað- ist í fermingargjöf og reri einn á honum til fiskjar út á Siglufjörð. Logi heitinn var uppeldissonur hjónanna Sigurðar Zophussonar og Vilborgar Jónsdóttur frá Djúpavogi, en sjálfur var hann sonur Jóhanns Friðrikssonar frá Efri-Hólum og Gerðar Guðmunds- dóttur frá Djúpavogi, en fóstra Loga var skyld honum í móðurætt hans. Um tvítugt réðist Jón Logi á hið fræga aflaskip Guðbjörgu IS sem stýrimaður og hafði þá nýlokið prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Skipstjóri á Guðbjörgu er hinn víðkunni aflamaður Ásgeir Guðbjartsson og tókst með þeim Jóni Loga ævilöng vinátta. Guð- mundur Guðmundsson útgerðar- maður Guðbjargar ÍS lét svo um mælt við höfund þessara eftir- mæla, að Logi hefði verið bráðdug- legur sjómaður sem strax hefði getið sér hið bezta orð. Jón Logi vildi tryggja sér skiprúm á einum af hinum nýju togurum sem verið var að smíða á vegum bæjarútgerðar Reykjavíkur (B.Ú.R) 1970. Fyrir milligöngu Þorsteins Arn- alds framkvæmdastjóra B.Ú.R fékk Jón Logi fyrirgreiðslu hjá Ernst Stabel ræðismanni íslands í Cuxhaven til að komast á þýzkan togara til að læra togveiðar með flotvörpu og aðra nýjustu tækni, sem Þjóðverjar höfðu þá forystu um. Einnig kynnti hann sér nýjustu veiðiaðferðir Englendinga í togveiðum með því að sækja námskeið í Englandi. Þegar í ljós kom að þorskstofn- inn við Island var ofveiddur sneri Jón Logi sér að athugunum á öðrum veiðum, þar á meðal djúprækjuveiðum. Réðist hann á mjög fullkomið djúprækjuskip, sem Danir og Færeyingar gerðu út í félagi. Fyrir skömmu var hann leiðang- ursstjóri á skipi, sem leitaði að djúprækju og varð góður árangur af þeirri ferð. Seinna buðu Færey- ingar honum forstöðu fyrir ieið- angri til djúprækjuveiða, sem farinn skyldi, er hann kæmi úr sumarleyfisferð sinni, en hún endaði á þennan sviplega hátt, sem greint hefur verið frá að framan. Eg og fjölskylda mín sendum fósturforeldrum, foreldrum og ættingjum Jóns Loga innilegar samúðarkveðjur. Sveinn Benediktsson. Fósturforeldrar Loga eru Vilborg Jónsdóttir og Sigurður Sophusson. Tóku þau Loga í fóstur eins og hálfs árs gamlan og reyndust honum ástríkir foreldr- ar. Seinna tóku þau að sér stúlkubarn og voru fóstursystkinin alla tíð elskulegir vinir. Vilborg og Sigurður bjuggu á Siglufirði þegar þau tóku fóstur- börnin en fluttust síðan hingað til Reykjavíkur með fjölskylduna. Logi stundaði nám við Sjómanna- skólann og að því loknu gerðist hann sjómaður. Það var hlutskipti hans eins og allra sem helga störf sín baráttunni við Ægi, að karl- mennsku og þreki þarf þar oft að beita. Að loknu skólanámi las Logi margar góðar bækur og jók með því menntun sína. Hann var einstakt prúðmenni, í dagfari fálátur og rólegur, en í glöðum vinahópi var hann gamansamur og orðheppinn. Fús og fljótur var hann til hjálpar þegar vinir hans áttu við erfiðleika að etja. Logi unni afa sínum, Sophusi, undur- heitt og var kært á milli þeirra. Hann átti sitt eigið heimili sem sýnir fegurðarsmekk hans, með góðri umgengni og fallegum mun- um til prýðis. Við stöndum oft agndofa þegar við hugsum um margbreytileg örlög okkar mann- anna barna. Þessum hildarleik lífsins stjórnar algóður og almáttugur guð. Logi hafði ákveðið skemmtiferð til fjarlægra landa. Allt var tilbúið, bara eftir að leggja af stað. Á síöustu stundu hætti hann við ferðina, en ákvað að njóta sumars- ins með elskuðum foreldrum og öðrum vinum. Kallið mikla kom fyrirvaralaust. Andaðist hann í bíl sínum. Banameinið var heilablóð- fall. Líkami Loga verður nú lagður til hinstu hvíldar, en minningarn- ar um hann og sál hans halda áfram að lifa. Við ástvinir hans og aðrir, sem þekktu hann, erum ekki búin að sætta okkur við hið skyndilega fráfall hans. Mestur er söknuðurinn og sárastur hjá ykkur, elsku bróðir og mágkona, og bið ég guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Guð einn, sem öllu ræður, græðir sárin og þerrar tárin og í þeirri trúarvissu er okkur ljúft að lifa og deyja. Móður Loga og ástvinum send- um við okkar innilegustu samúðaróskir. Blessaður vertu elsku Logi minn. Kveðja, Þóra Sophusdóttir og fjölskylda. Hví verður von og yndi •vo varpað niður í gröf? Hví berst svo í skyndi hin besta lífsins gjöf? Við Laugarvatn er góður griðar- staður. Þar hafa tengdaforeldrar mínir reist sumarhús í skemmti- legu umhverfi. Þangað safnast fjölskyldan einnig um helgar til hvíldar og endurnæringar.. Svo bar einnig um helgina 8. og 9. júlí en þá vantaði einn. Þá barst okkur sú harmafregn að Logi væri látinn. Aldrei áður hafði mér á eins ömurlegan hátt orðið ljós sú staðreynd hve skammt er milli lífs og dauða. Hversu skjótt hafði sól ekki brugðið sumri. Logi var fæddur 15. des. 1945 í Reykjavík. Tveggja ára fluttist hann til Sigurðar Sóphussonar og Vilborgar Jó sdóttur frænku sinnar á Siglufirði. Ólst hann síðan upp hjá þeim og gengu þau honum í foreldra stað. Vart get ég hugsað mér innilegra samband foreldra og sonar en tókst milli þeirra æ síðan. Haustið 1962 fluttist Logi ásamt fjölskyldu sinni til Kópavogs. Á þeim árum var erfitt fyrir fólk utan af landi að setjast að hér syðra. Reyndist Logi fjölskyldu sinni þá sem endranær hin hjálp- andi hönd. I bernsku sinni á Siglufirði heillaðist Logi af sjónum. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi 1968. Eftir það lá leiðin á sjóinn, og var hann ýmist háseti, stýrimaður eða skipstjóri á hinum ýmsu skipum. Logi var sjómaður af lífi og sál. Hann var alla tíð áhugamaður um allar nýjungar á sviði sjávarútvegs. Sem dæmi má nefna að þegar skuttogararnir komu fyrst til sögunnar fór hann til Þýskalands og Englands tl að kynna sér veiðitækni og meðferð þessara nýju skipa. Dvaldi hann þar í um 2 ár. Á síðari árum lagði Logi sig mjög fram við að kynna sér nýjungar við rækjuveiðar. Hafði hann margar nýstárlegar hug- myndir þar um, og hefur hann ritað nokkrar greinar um það efni. Kynni okkar Loga hófust fyrir 11 árum þegar ég kynntist eigin- konu minni, Ragnheiði. Fyrstu tvö búskaparárin okkar bjuggum við hjá tengdaforeldrum mínum í Garðabæ og urðu kynni okkar Loga þá mjög náin. Eg varð þess fljótt áskynja að hann var mörg- um óvenjulegum kostum búinn. Trygglyndi og hjálpsemi hans er mér efst í huga. Síðan skildu leiðir. Við fluttumst í okkar íbúð og hann í sína. Síðar er við hjónin fórum út í það að skipta um húsnæði urðum við húsnæðislaus um tíma. Kom Logi til okkar og bauð okkur að búa með sér í sinni ibúð á meðan. Þetta litla dæmi sýnir betur en mörg orð hvernig Logi var. Frístundum sínum varð Logi mikið til lesturs góðra bókmennta og var hann hafsjór af fróðleik um ólíkustu hluti. Einkum var Logi vel að sér í sagnfræði og heim- speki. Að leiðarlokum er margs að minnast og margs að sakna. Sú tilhugsun er einkennileg að eiga ekki lengur von á því að Logi detti inn úr dyrunum. Hann var það kærkominn, sjálfsagður fjöl- skyldumeðlimur að það mun taka okkur langan tíma að átta okkur á því að hann komi ekki meir. Nærvera hans hafði ávallt góð áhrif á okkur öll, ekki síst börnin okkar, sem voru mjög hænd að honum enda var hann þeim sem besti bróðir. Víst er að Logi er þeim og okkur ekki horfinn úr huga, þó svo að jarðlífi hans sé lokið. Góður Guð styrki fósturforeldra hans í djúpri sorg. Deyr lé, deyja frændr, deyr sjélfr it sama, en oröstírr deyr aldregi hveim er sér góöan getr. Björn Sigurðsson. Þegar ungir menn deyja í blóma lifsins setur mann hljóðan og einhvernveginn áttar maður sig á því að það eru æðri máttarvöld sem stjórna þessu lífi en ekki við. Logi hafði helgað líf sitt og ævistarfi baráttunni við Ægi. Hann var einn af þessum ungu mönnum sem þjóðin bindur vonir sínar við í uppbyggingu og vernd- un sjávarins, þeirri auðlind þjóð- arinnar sem þarfnast mestrar umhyggju. Þar var réttur maður á réttum stað. Logi var hugmynda- ríkur, víðlesinn og átti sérlega gott með að umgangast fólk og að koma hugmyndum sinum á framfæri en þær hafa m.a. birst í Sjómanna- blaðinu Ægi. Það er huggun harmi gegn að við sem eftir lifum eigum minn- ingar um góðan dreng og vitum jafnframt að hæfileikar hans stóðu til stærra hlutskiptis en örlög leyfðu. Ástvinum Loga vottum við innilegustu samúð vegna hins skyndilega fráfalls hans. Baldvin og Margrét I dag verður til moldar borinn frá Garðakirkju í Garðabæ Jón Logi Jóhannsson. Ekki man ég , hvenær leiðir okkar Loga lágu fyrst saman, en líklega eru nær 4 ár síðan. Við kynntumst hins vegar ekki að ráði fyrr en síðustu tvö árin, eða því sem næst. Hann var sjómaður og stundaði starf sitt af kostgæfni, átti því stopular stundir í landi, en mjög stóran ættingja- og vinahóp, sem honum var hugleikið heim að sækja. Við sáumst því sjaldnar en vera skyldi. Logi var nokkuð seintekinn, en einkar vinafastur og traustur félagi, hægur og íhugull. Hann var einlægur í framkomu, ef til vill svolítið feiminn, en glaður og reifur á góðri stund. Logi var mjög viðræðugóður og víðlesinn. Mörg kvöld sátum við og röbbuðum um heima og geima; mér eru minnis- stæðar samræður okkar um bæk- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.