Morgunblaðið - 18.07.1978, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.07.1978, Qupperneq 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1978 -----------'í---------------------------- Ezer Weizman, varnarmálaráð- Það herbragð Sadats. Egyptalandsforseta, að reyna að ná herra Israels. virðist hafa ÖKrað samninKum við ísraelsku stjórnarandstöðuna frekar en Begin Begin með sjálístæðri stefnu sjálfan virðist hafa gert forsætisráðherranum gramt í geði. sinni i friðarumleitunum. Togstreita ráðuneyti / í vex Begins Tel Aviv. 17. júlí. AP. SÍFELLT fleira hendir til að pólitísk misklíð og öngþveiti ágerist í stjórn Menachems Begins í ísrael einmitt nú er fundur egypzkra og ísraelskra ráðamanna með bandariska utanríkisráðherranum fer i hönd i London. l'að er einkum tvennt. sem bendcir til að Begin eigi nú við ramman reip að draga. í fyrsta lagi fann Begin sig knúinn til að snúast til varnar á sunnudagskvöld gegn því sem hann nefndi „baráttuna fyrir afsögn sinni“. Fullyrti hann að menn litu nú víða á hann sem „Ijón í vegi íriðar“, þó hitt væri sönnu nær að kalla hann „ljón í vegi uppgjafar“. Benda yfirlýsingar þessar ótvírætt til að áhugi Sadats. Egyptalandsforseta. á að tala frekar við aðra ísraelsleiðtoga en Begin að undanförnu hafi gert Begin órótt. í öðru lagi sá ríkisstjórn Begins ástæðu til að koma þeim skilaboðum til Sadats að honum bæri að snúa sér til Begins sjálfs vildi hann brydda upp á viðræðum um Mið Austurlönd. Kom ályktun þessi fram í kjölfar fundar. sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma, var aðallega kallaöur saman til að gagnrýna framkomu Weizmanns, utanríkcisráðherra landsins, eftir fund hans með Sadat í Salzburg. Voru þetta óvænt viðbrögð með tilliti til þess að það var Begin sjálfur sem lagði á ráðin um för Weizmanns til Austurríkis og lýsti velþóknun sinni á fundi Peresar og Sadats. Frásögnum ber engu að síður saman um að Weizmann hafi sætt ákúrum er hann snéri aftur með nýjar hugmyndcir af vörum Sadats. Er það enn ein sönnun þess að ósamkomulag Begins og Weizmanns fer vaxandi, en það var Weizmann, sem átti stærst- an heiður af kosningasigri „Likud-flokksins“ í maí 1977. Ekki er nema mánuður liðinn síðan kastaðist í kekki milli þeirra út af viðbrögðum ísraels- manna við spurningum Banda- ríkjastjórnar um framtíð her- numdu svæðanna í hugsanleg- um friðaráformum. Uppljóstrunin um klofið ráðu- ne.vti Begins kemur fram á sama tíma og margir stjórnmálaleið- togar taka undir það með forsætisráðherranum að hann eigi undir högg að sækja útávið og að Sadat hagnýti sér af kænsku útistöður ísraelskra leiðtoga í því skyni að fá þá til að sýna meiri sáttfýsi. Þá virðist ísraelsstjórn hafa endurskoðað samþykki sitt við fundi þeirra Sadats og Peresar, einkum þar eð það hefur orðið æ ljósara að Sadat heilsar Peres og Weiz- mann sem friðardúfum í Mið-Austurlandadeilunni. Því verður ekki neitað að ísraelski Verkamannaflokkur- inn, sem nú er í fyrsta skipti í stjórnarandstöðu í 30 ár, safnar nú kröftum til að láta að sér kveða í friðarumleitunum eftir afhroð flokksins í kosningunum í fyrra. Hafa vangaveltur manna ym hnignandi heilsu forsætisráðherrans einnig gefið baráttuþreki flokksins byr und- cir báða vængi, enda þótt Begin sjálfur og læknar hans vísi öllum sögusögnum um bilandi starfsþrek hans til föðurhús- anna. Þótt Begin hafi í rauninni verið fyrsti Israelsleiðtoginn til að hreyfa tillögum um takmark- aða sjálfsstjórn hernumdu svæðanna og aðrar breytingar, hafa ýmsir orðið til að bera Framhald á bls 28. Str ætis vagn ók út í Níl og 56 manns fórust Kairó 17. júlí. AP. AÐ MINNSTA kosti 56 fórust, er strætisvagn fullur af hermönnum og verkamönnum fór fram af brú yfir Níl í dag. Að sögn lögreglu komust 11 manns lífs af, þar á meðal vagnstjórinn, sem kastaði sér út úr bifreiðinni, er hann sá hvað verða vildi. Slysið varð með þeim hætti að vagnstjórinn reyndi að komast hjá árekstri við vörubifreið, sem ók á röngum vegarhelmingi. Ekki tókst þó betur til en svo að vagnstjórinn missti stjórn á bifreið sinni og ók í gegnum brúarhandrið og út í ána. Flestir farþeganna komust ekki út úr strætisvagninum og drukknuðu inni í honum, enda er Níl átta metra djúp undir brúnni. „Eg var að grínast við annan farþega, og í næstu andrá vorum við allir komnir niður á leðju- kenndan botn Nílar,“ sagði Ab- dulla Gabreil, en hann er einn þeirra sem komust lífs af. Að sögn Gabreils rakst vagninn á vörubif- reiðina áður en hann fór í gegnum járnhandriðið og steyptist út í Níl. „Eg reyndi að troða mér í gegnum næsta glugga. Ég er ósyndur, svo að ég hélt með annarri hendi fyrir munn minn, meðan ég reyndi að ýta mér upp með hinni." Ég sá fótlegg og greip í hann. Það var annar farþegi, sem hélt dauða- haldi í fiskibát. Þetta var eins og helvíti," sagði Gabreil. Að sögn lögreglu var strætis- vagninn skráður til að flytja 40 farþega, en komið hefur í ljós að 70 farþegar voru um borð í honum er slysið varð. Líklegt er talið að strætisvagna- stjórinn hafi ekki séð vörubifreið- ina, fyrr en um seinan, þar sem farþegar skyggðu á útsýni hans. Vagnstjórinn er nú á sjúkrahúsi með taugaáfall og lögregla tók ökumann vörubifreiðarinnar í sína vörzlu, en hann verður yfirheyrð- Benguelajám- brautin opnuð Kinshasa 17. júlí. AP. Reuter. ZAIRE og Angóla hafa náð samkomulagi um að opna að nýju Benguelajárn- brautina, aðeins tveimur mánuðum eftir að ráðizt var inn í Shaba-hérað í Zaire frá Angóla. Útvarpið í Kongó skýrði frá því í dag að ákvörðunin um að opna járnbrautina hafi verið tekin á fundi í Brazzaville í Kongó, sem sendinefndir frá Zaire og Angóla sóttu. Sáttasemjari var forseti Kongó Joachim Yhombi Opango. Járnbrautin, sem er 2.000 kíló- metra löng, nær frá hafnarborg- inni Lobito í Angóla í gegnum Zaire og inn í Zambiu. Með járnbrautinni er fluttur kopar frá Shaba-héruðum til Lobito, en kopar er helzta útflutningsvara Zaire. Benguelajárnbrautinni var lokað í ágúst 1975, er borgara- styrjöldin í Angóla stóð yfir og þar sem samskipti Zaire og Angóla hafa verið stirð frá því kommún- istastjórn tók völdin í Angóla, hefur járnbrautin verið lokuð síðan. Opnun járnbrautarinnar þykir benda til þess að löndin tvö vilji bæta sambúð sína. Nauðlentu í A-Þýzkalandi Borlín 17. júlí. AP. AUSTUR-ÞÝZKA fréttastofan ADN skýrði frá því á sunnudag, að tveimur Dönum, sem nauð- Ientu flugvél sinni í Austur-Þýzkalandi, hafi verið heimilað að yfirgefa landið. Danirnir, Preben-Georg Rote og bróðir hans Calli-Ove Rote, sögðu yfirvöldum að þeir hefðu tapað stefnunni og neyðzt til að lenda í Erfurt í suðurhluta landsins. Ekki er vitað hvort austur-þýzk yfirvöld leyfa að flugvél þeirra bræðra verði flutt aftur til Dan- merkur. Aftur gripinn andófsþrjótur Moskvu; 17. júlí, Reuter, AP. Sovézk yfirvöld virðast ætla að gera alvöru úr heitum sfnum um að ganga milli bols og höfuðs á andófsmönnum Helsinki-hópsins. Að sögn sovézkra andófsmanna munu réttarhöld í máli manns að nafni Lev Lukyanenko hafa byrjað í borginni Gorodnya í Úkraniu í dag, en vitnum hefur verið stefnt til réttarins á morg- un. Lukyanenko var handtekinn í desember síðastliðnum og mun hafa setið í fangabúðum í 15 ár áður fyrir andsovézkan óhróður. Er ekki talið ósennilegt að Lukyanenko hljóti nú aftur sama dóm, sem er hámarksdómur fyrir umræddar sakir í Sovétríkjunum. Hann var einn af stofnendum Helsinkihópsins 1975. Eiginkona leiðtoga hópsins, Yuri Orlovs, hefur skýrt frá því að maður hennar eigi að mæta fyrir dómstól í Moskvu á morgun, fyrir nýjar sakir en Orlov var dæmdur til 12 ára þrælkunarvinnu og frelsissviptingar í maí. Engin niðurstaða á OPEC-fundinum ur. Engar kærur hafa verið lagðar fram. London 17. júlí. AP. Reuter. Fjármálasérfræðingar samtaka landa olíuút- flytjenda (OPEC) létu í dag lokið þriggja daga viðræð- um sínum um hvaða áhrif lækkandi gengi Banda- ríkjadollars hafi haft á tekjur OPEC. Ekkert bend- ir til þess að nokkur niðurstaða hafi fengizt 1 viðræðunum, þar sem OPEC-löndin 13 létu enga sameiginlega yfirlýsingu frá sér fara. Aðalorsök falls Bandaríkja- dollars er mikill vöruskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd. Lækk- andi gengi dollarsins hefur mikil áhrif á olíuverð í heiminum, þar sem fiest ríki greiða fyrir olíuna í dollurum. Talsmaður OPEC neitaði að segja nokkuð um möguleikana á nýjum fundi í Genf í ágúst, þar sem nýtt olíuverð yrði ákveðið. Þetta gerðist 18. júlí '(8861—2,981) Jnpunjomu jmfsuo Aq7JOM8[B9 uqof — nuijijuiBpuBA ?JJ Buig8æjj«fj giA HI®JlnlM | íSBqnB Jiupfsanpj -suisJlBp qj() 'SI6I uosuqof q ujq - 016I -sgjn3ig QJBAQa - S981 uossujpfa JnPPO i — I2Æ1 ISbjbj jioaj 8o ij[BfjBJ3(v J puijJBpunuuiaj) ? tsijaj laABnja — i96j uoj -8utqssM j uijosuiiaq j ijssjoj uos -sjjððSy Jia3sy — gggj asqjy qb BtíjjiqBCBjsBjjHS - 8161 -nuxoquiBS j.tbu ujpujauspuBquiBg — 9861 |3oa ?jj uossuof juJBfa — XI81 umMaujaAg ?jj uossjbj'q u9f - IZl 1 JngBui8p| ui[BptA II?d 0 ~ IZ91 umfXg j ujsnq nqsupp ddn Buuajq JiqjAj, — 6181 JnpunjJBgnqBjjog -jua|uuj „ '(---IZ61 UBjuiiaa jnqsuBpuBq uuajj) uqof — (----8161) JJBqiaj jnqsuBpuBq uojjaijs paH - (8981-U81) jnpunjpqBu3BspjB5{8 jnqzajq Abj3 -ijaBqx uiBinfM '8Uis3Bp ijmuijy •n|Qjj v jnqiaj iJBSjaq ojajjj 8o jnguajq uipy — •jpuBjaug i jjjjauiq 3o nnup isAj BjBd PjbA - qggj •sjjBa t j3jan?j j [SBpuB sauof jnBj uqof usfjaqofs BqsjJBpuBa - Jnpuaq b Qijjs nUipjBg bB98 JB3J3JBJg — gJJJJ •uinu8uiuuiBS-ojqajQ juiæAjjuiBs uimjjjqjg u8a8 tunssny 3o uiniAg gaui cjj i b8ub8 JBiaig gjgj •jpuBjjaja ! ddn jBuqaj jbBujusojj jBaajju/faq — jj^gj •jnjpq uin jn jaj ajoqsjnjaj i uip[pA BSjuq QB JIJ BJJIAQSJOq UnBJJJX - JJfiJ tsjaq BsnjQ usiajddQ - BABjsp8nf 80 bjbjj jnhuiuuiBs-ounjjafq — qggj •ujújojjjbjj [17 iQBjjæ uusq uias gjaj jn ijjoA Avajq yjj spuujij jij jnuiaq ubSijjoo („Xbm-Suoj'm") sBj8noQ uuijngBui8njg — gggj J88 jb Jt8as ofox — Hfii ■umujiq 5 jsuuij auqaadoyj of Ajejjj qjj áo nMa-qaipinbBddBqo ? njq jb jn Jaj sípauuag pjBAipg Qiajjig - gqfij ipuBj jii BjnBunQBjjBQBujaq B3J2QA06 B3J9J JBjdÆSg — 7lfil utpuns nqsauqjAj uin sdtqsjnQouiBjaA^njj SIJ2QA0S 3ut|8is BíSJjíg — gjfii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.