Morgunblaðið - 18.07.1978, Page 36
Hrinan afetaðin—
nýr umgangur hafinn
Krafla:
„Þessi hrina er afstaðin,
land er byrjað að rísa á
nýjan leik og næsti um-
gangur hafinn,“ sagði Páll
Einarsson, jarðeðlisfræð-
ingur, þegar Mbl. náði tali
af honum við Kröflu í gær.
Kvaðst Páll því eiga von á
að næstu hrinu væri að
vænta eftir svo sem um
fjóra mánuði.
Að sögn Páls hafa þeir
jarðvísindamenn kannað
svæðið kringum Gjástykki
töluvert að undanförnu, og
má þar merkja mikið jarð-
rask, einkanlega kringum
sprunguna sjálfa en þar er
einnig mikil hveravirkni um
þessar mundir og gras-
svörðurinn hreinlega soðinn
á köflum. Þá sagði Páll að
landið hefði nú gliðnað
töluvert norðar en áður eða
fyrir norðan Mófeil, enda
hefði kvikuhlaupið nú allt
leitað þangað norður eftir.
Taldi Páll reyndar ekki
útilokað að Gjástykki gæti
enn tekið við meiru.
w
Isinn
angrar
loónu-
skipin
AÐEINS einn loðnubátur heíur
tilkynnt loðnuafla enn sem komið
er — Sæbjörgin er fékk 400 tonn
og hélt með aflann til Siglufjarð-
ar. Margir bátar munu vera
komnir með slatta. og var mikið
kastað í gærkvöld, svo að búast
má við fleiri bátum með afla í
dag.
Loðnubátarnir komu á miðin að
kvöldi föstudags og hafa verið að
síðan. Isinn hefur gert mönnum á
loðnumiðunurn gramt í geði, enda
má segja að Vestfjarðamiðin séu
ófær bátunum og þeir halda sig nú
allir í grennd við Kolbeinsey.
LANDSMOT IIESTAMANNA
— Hestamenn héldu landsmót
sitt í Skógarhólum um heigina
og er talið að um 15 þúsund
manns hafi sótt mótið, þegar
flest var. Er það álit manna að
sjaidan eða aldrei hafi verið
saman komnir á einum stað
jafnmörg úrvalshross. Nánar
segir frá mótinu á bls. 16—17.
Viðræður um vinstri stjórn
hefjast væntanlega á morgun
BENEDIKT Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins reit í gær for-
manni Alþýðubandalagsins, Lúð-
vík Jósepssyni, og formanni
Framsóknarflokksins, Ólafi
Jóhannessyni, bréf, þar sem hann
bauð þessum tveimur flokkum til
stjórnarmyndunarviðræðna þess-
ara þriggja flokka. Bréfin voru
stutt og þar var ekki farið inn á
önnur efnisatriði. Strax að lokn-
um þingflokksfundi Alþýðu-
bandalagsins barst Benedikt
svarbréf frá Lúðvík Jósepssyni,
sem var jákvætt, en í gærkveldi
hafði svarbréf ekki borizt frá
Ólafi Jóhannessyni, en Benedikt
Gröndal kvaðst á grundvelli fyrri
yfirlýsinga framsóknarmanna
gera ráð fyrir því að svar þeirra
yrði jákvætt. Stefnt er að því að
Steingrímiir Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins:
Skiptar skoðanir innan Fram-
sóknarílokks um stjómaraðild
„I‘AÐ MÁ segja, að það séu
skiptar skoðanir innan Fram-
sóknarflokksins um það, hvort
hann eigi að vera í stjórnar-
samstarfi," sagði Steingrímur
Hermannsson, ritari Fram-
sóknarflokksins í samtalí við
Morgunblaðið í gær. „Allir
flokksmenn vilja mjög einbeita
sér að flokksstarfinu — og er
þetta mjög svipað ástand og hjá
Sjálfstæðisflokknum að þessu
leyti. Menn vilja gcra þar stórt
átak og skoða það niður í
kjöiinn. Mönnum er ljóst að
það er betra tóm til slíks að
sumu leyti í stjórnarandstöðu.
Hins vegar er það staðreynd, að
FramsóknarfIokkur.inn hefur
aldrei látið á sér standa í
vinstri stjórn og hvað sem
kaila má þessa stjórnarhug-
mynd, þá ber hún slfkan keim.
Komi viðunandi málefnasamn-
ingur úr þessum stjórnarmynd-
unarviðræðum, held ég að það
sé almenn skoðun innan flokks-
ins, að þá verði nánast að taka
því. Hins vegar munum við
einnig kunna ágætlega við
okkur utan stjórnar,“ sagði
Steingrímur.
Steingrímur Hermánnsson
sagði um fundinn með Alþýðu-
flokknum í gærmorgun, að hann
hafi verið ákaflega svipaður
þeim fundi, sem framsóknar-
menn hafi átt með Alþýðu-
bandalaginu í fyrri viku. Al-
þýðuflokksmennirnir hafi skýrt
lauslega frá viðræðum sínum
við Alþýðubandalagið og þar
sem Alþýðubandalagið hafi
hafnað nýsköpunarstjórn vildu
þeir nú fara inn á þá leið að
ræða um samstjórn þessara
þriggja flokka. „Spurðu þeir,
hvort við værum tilbúnir til
slíkra viðræðna og svöruðum við
á sama hátt og þegar rætt var
við Alþýðubandalagið, að þar
sem hlutleysistilboð okkar hefði
ekki fengið hljómgrunn, værum
við reiðubúnir til þess. Við
lögðum áherzlu á, að málefna-
samningur myndi að sjálfsögðu
ráða okkar endanlegu afstöðu til
slíks stjórnarsamstarfs. Þar
lögðum við einnig áherzlu á að
Framhald á bls. 29.
fyrsti viðræðufundur flokkanna
þriggja hef jist á morgun klukkan
10, en klukkán 17 í dag verður
þingflokksfundur framsóknar-
manna, þar sem m.a. verður
kjörin viðræðunefnd flokksins.
Kjörin hefur verið viðræðunefnd
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
í viðræðunefnd Alþýðuflokksins
sitja formaður flokksins, varafor-
maður og ritari. Eru það þeir
Benedikt Gröndal, Kjartan
Jóhannsson og Karl Steinar
Guðnason, vararitari, sem tekur
sæti Björns Jónssonar í veikinda-
forföllum hans. I viðræðunefnd
Alþýðubandalagsins eiga sæti
Lúðvík Jósepsson, Ragnar Arnalds
og Svavar Gestsson, en varamenn
Framhald á bls. 29.
Alþýðuflokkur
þakkar Sjálf-
stæðisflokki
BENEDIKT Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins hefur ritað Geir
Hallgrímssyni, formanni Sjálf-
stæðisflokksins bréf, þar sem
hann þakkar Sjálfstæðisflokknum
fyrir að taka jákvætt undir boð um
viðræður til að kanna möguleika á
stjórnarmyndun Alþýðuflokks, Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðis-
flokks, en þar sem Alþýðubanda-
lagið hefði hafnað slíkum viðræð-
um, hafi ekki getað orðið af þeim.