Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
5
Fagrabrekka 47
— fegursti garð-
urinn í Kópavogi
AFHENDING verðlauna ok
viðurkenninga fyrir fagra
Karða og fleira í Kópavogi
sumarið 1978 fór fram mið-
vikudaginn 9. ágúst í kaffisam-
sæti sem fegrunarnefndin bauð
til. í nefndinni eru Einar I.
Sigurðsson heilbrigðisfulltrúi.
formaður. Friðrik Guðmunds-
son bygginKarfulltrúi og
Hermann Lundholm garð-
vrkjuráðunautur en fulltrúar
klúbbana í ár voru Kristinn
Kristinsson. frá Lionsklúbb
Kópavogs. ok Kristinn
Skæringsson frá Rotaryklúbbi
Kópavogs. Forseti bæjarstjórn-
ar. Helga Sigurjónsdóttir.
afhenti verðlaunin og viður-
kenningarnar og við það tæki-
færi þakkaði hún verðlaunahöf-
um fyrir framlag þeirra til að
bæta og gera umhverfið í
bænum manneskjulegra.
Þeir sem hlutu verðlaun í ár
voru Hildur Kristinsdóttir og
Gunnar S. Þorleifsson, Fögru-
brekku 47, en þau hlutu heiðurs-
verðlaun bæjarstjórnar Kópa-
vogs fyrir fegursta garðinn í
Kópavogi sumarið 1978.
Verðlaun fyrir fagra og
snyrtilega garða sumarið 1978
hlutu Guðrún Zakaríasdóttir og
Sölvi Valdimarsson, Hátröð 4,
Gréta Pálsdóttir og Ragnar
Arinbjarnarson, Sunnubraut 26,
Elsa H. Óskarsdóttir og Jón R.
Björgvinsson, Hrauntungu 101
og Anna Alfonsdóttir og Harry
Sampsted, Starhólmi 16. Falur
h.f., Raffell h.f., Blómahöllin
s.f., og Skóverzlun Kópavogs,
Hamraborg 1—3, hlutu viöur-
kenningu fyrir skjótan og
snyrtilegan frágang húss og
lóðar.
Húsbygyjendur Hamraboryar 1—3 fenyu verdlaun fyrir skjótan oy
snyrtileyan fráyany húss oy lódar.
Kærur vegna akst-
urs á grónu landi
Náttúruverndarráði hef-
ur borist kvörtun vegna
bifreiða ferðafólks, sem
ekið var utan merktra slóða
í friðlandinu í Herðu-
breiðarlindum og þar á
grónu landi. Voru viðbrögð
ráðsins þau, að skrifa
viðkomandi yfirvöldum.
Mbl. spurðist fyrir um þetta hjá
Náttúruverndarráði og staðfesti
Jón Gauti Jónsson, starfsmaður
ráðsins, að skrifleg kvörtun hefði
borist frá landvörðum í Herðu-
breiðarlindum. Höfðu þeir verið á
eftirlitsferð um verzlunarmanna-
helgina í Grafarlöndum, er þeir
komu að fjórum bifreiðum er ekið
höfðu út af slóðinni við Lindar-
horn og niður með hraunbrúninni,
yfir gróið land og viðkvæmt, til að
komast að tjaldstæði, sem ekki er
ætlað sem slíkt.
Náttúruverndarráð skrifaði
sýslumönnum og lögreglustjóran-
um í Réykjavík, þar sem bif-
reiðarnar fjórar eru skráðar, og
vakti athygli á því að brotnar
hefðu verið tvær reglur, þar sem
akstur utan merktra slóða er
óheimill í friðlandinu og einnig
óleyfilegt að tjalda utan ætlaðra
tjaldstæða án leyfis gæslumanna.
Sagði Jón Gauti að náttúru-
verndarráð hygðist einkum taka
hart á því ef bifreiðum væri ekið
á svo viðkvæmum og grónum
svæðum á hálendinu.
Framkvæmdir Scan-
house ganga nú vel
FRAMKVÆMDIR hjá Scanhouse
Ltd. í Nígeríu ganga nú mjög vel
og þessa dagana er unnið af
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRETI • - SlMAR: 17152- 17335
fullum krafti við að steypa upp
húsin með íslenzku stálmótunum.
Hafsteinn Baldvinsson hrl., einn
af eigendum Scanhouse, sagði í
samtali við Mbl. í gær að fram-
kvæmdir gengju nú mjög vel í
Okitipupa, en þar gengu fram-
kvæmdir hægt í júní og júlí sökum
mikilla rigninga. Nú eftir að
byrjað var að steypa húsin upp,
hefur gengið mjög vel.
Þá er nú búið að steypa 25 plötur
undir ráðhús, sem verið er að reisa
fyrir sjóherinn skammt fyrir utan
Lagos og byrjað er að steypa upp
Gardnrinn scm hhnit i'crdldiiii scm Jcyiirsti yardur Kóparoys.
Um leið og vid tökum við nýju söluumboði frá ITT cpd
Limited, bjóðum við pessi vönduðu og glæsilegu
litsjónvarpstæki á sérstöku tilboðsveröi.
Sértilboðsverð:
Þú gerir bestu kaupin í ITT.
Við gefum hér nokkur dæmi miðað við uppgefið
verð 26. júlí síöastliöinn, á 22ja tommu tækjum
með fjarstýringu:
Philips ............ kr. 530.000
Blaupunkt ....... 477.000
Nordmende ................ 480.000
Grundig .................. 548.100
Luxor .................... 493.000
Radionette (án fjarstýringar) . 502.555
ITT 22ja tommu fjarstýrt. 399.000
Veröbreytingar v/ gengisskráningar og fl. geta átt sér staö án fyrirvara.
20“, 22“ og 26“ tommu tæki fáanleg. 7 daga skilafrestur.
KOMIÐ SKOÐIÐ OG SANNFÆRIST
__________________myndiðjan________________________________
ESÁSTÞÓRf
Hafnarstræti 17 sími 22580,
Suðurlandsbraut 20 sími 82733.
/--------------------------------------
Heimsfræg framleiðsla
ITT hefur farið slíka sigurför um heiminn
aö óþarfi er hér að útlista gæöi ITT.
Gæöin þekkja allir. Viö bjóöum: Full-
komna fjarstýringu, In-line myndlampa,
kalt einingakerfi og öruggt viöhald.
Þegar þú berö saman verö og gæöi viö
aörar tegundir litsjónvarpstækja, þá
kemstu aö raun um aö ITT er rétta valiö.
.--------------------------------——