Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 35 Kristinn J. Guðna- son forstjóri -Minning í dag er góðvinur minn Kristinn J. Guðnason til grafar borinn. Kristinn var fæddur 14. júlí 1895 að Hlemmiskeiði í Árnessýslu. Ungur að árum fluttist hann úr föðurhúsum og stundaði ýmis störf til lands og sjávar. Árið 1915 flutti Kristinn til Reykjavíkur og stundaði þar bifreiðaakstur og fólksflutninga milli Reykjavíkur og Árnessýslu. Ökuskírteini Kristins er númer 27,1 sem sýnir að hann var einn af brautryðjendum á þessu sviði. Kristinn var einn af stofnendum Bifreiðastöðvar Reykjavíkur. Kristinn hóf sinn eigin atvinnu- rekstur árið 1933 og stofnaði verslun með bifreiðavarahluti í litlu húsnæði við Klapparstíg. Þetta voru mjög erfiðir tímar eins og kunnugt er, en Kristinn sótti á brattann og lét ekki deigan síga þótt á móti blési. Hann byggði síðar stórhýsið að Klapparstíg 25—27, skrifstofu- og verslunar- húsnæði fyrir verslun sína og bifreiðainnflutning. Eftir að bif- reiðainnflutningur var gefinn frjáls óx fyrirtækið hröðum skref- um og húsnæðið að Klapparstíg því ekki lengur hentugt. Árið 1971 hófu þeir feðgar Kristinn og Ólafur byggingarframkvæmdir að Suðurlandsbraut 20 og árið 1973 fluttu þeir starfsemi sína þangað og er Olafur forstjóri fyrirtækis- ins. Verslun Kristins hefur ætíð verið rómuð fyrir góða þjónustu. Kristinn var stórhuga og mikill hugsjóna- og framkvæmdamaður og gekk ótroðnar slóðir, það var hans líf og yndi að vera sístarfandi og það var hann fram á síðustu stundu. Honum lánaðist allt, sem hann tók sér fyrir hendur, enda var hann gætinn maður og rasaði aldrei um ráð fram, en Kristinn hafði fastmótaðar og ákveðnar skoðanir, sem komu honum að góðu haldi í öllum hans fram- kvæmdum. Kristinn var mikill mannkosta- maður, hann sýndi fyrirtæki sínu mikla alúð og bar hann jafnframt mikla umhyggju fyrir starfsfólki sínu. Hann var einstakt ljúfmenni og er mér kunnugt um að hann rétti oft hjálparhönd þeim, sem höfðu orðið undir í lífsbaráttunni. Aldrei heyrði ég Kristin hallmæla nokkrum manni og gladdist hann jafnan yfir velgengni annarra. Nú hin síðari ár röbbuðum við Kristinn oft yfir kaffibolla um daginn og veginn og þótt við töluðum oft tæpitungulaust bar aldrei skugga á vináttu okkar, því Kristinn hafði einstakt jafnaðar- geð. Kristinn hafði mjög góða frá- sagnarhæfileika og var aðdáunar- vert hvað hann, kominn á níræðis- aldur, hafði skýra hugsun og góða dómgreind. Kristinn var náttúruunnandi og unni hann landi sínu og þjóð, en hafði einnig gaman af að kynnast framandi þjóðum. Nokkrum vikum áður en Krist- inn lést sagði hann við mig að hann væri mjög ánægður með sína lífdaga og sagðist hann ekki hafa undan neinu að kvarta við forsjón- ina. Hann taldi sig hafa verið mjög lánsaman og gæfusaman mann. Kristinn var trúhneigður maður og kirkjurækinn og taldi hann öllum mönnum hollt að hlusta á guðsorð. Kristinn átti því láni að fagna að eiga góða og velgerða konu, Ástríði S. Sigurðardóttur, sem ættuð var úr Húnavatnssýslu. Hún lést í desember árið 1975. Það var honum mjög þungbært að missa lífsförunaut sinn. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, sem eru: Helga, gift Ólafi Magnússyni, Ása, gift Svavari Björnssyni og Ólafur, kvæntur Lindu Zebitz. Það er sjónarsviptir að Kristni og við, sem áttum því láni að fagna að kynnast honum, eigum fagrar endurminningar um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Við hjónin sendum aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að blessa ykkur öll. Magnús Haraldsson. Bjarni Einarsson Blönduósi—Minning Fæddur 3. ágúst 1897. Dáinn 15. ágúst 1978. Hann Bjarni Einarsson er flutt- ur af okkar mannlega jarðvistar- sviði og kominn yfir landamæri þess, sem við köllum líf og dauða. Á því sviði mun sál hans og andi lifa jafn vakandi, eins og við þekktum svo vel, á meðan hann var á meðal okkar. Bjarni var fæddur á Blönduósi, sonar Margrétar Þorsteinsdóttur og Einars Einarssonar járnsmiðs. Hann var eini sonur þeirra, en systurnar tvær, Margrét og Þuríð- ur, sem giftist á Blönduósi Þorláki Jakobssyni verslunarmanni. Áttu þau fjóra syni, sem allir eru þar búsettir. Útfrá þeirri fjölskyldu er kominn stór ættbogi. Margrét fluttist ung til Svíþjóðar og vann þar mjög lengi sem gjaldkeri við Fríhöfnina í Stokkhólmi. Kom svo heim til íslands til að lifa efri árin hér. Bjarni fór snemma að vera í smiðjunni hjá föður sínum. Járn- smíði lærði hann svo af honum og gegndi því starfi um nokkurt tímabil. En árið 1928 var frystihús byggt af Kaupfélagi Húnvetninga. Komu þá tveir Þjóðverjar til uppsetningar véla og vann Bjarni með þeim. Þegar frystihúsið hóf starfsemi, gerðist Bjarni vélamaður þess og var síðan frystihússtjóri nær fjörutíu ár. Hvar sem Bjarni vann og var, hafði hann ævinlega þetta rólega prúða yfirbragð. Ég man vel eftir Bjarna fyrst þegar ég kom til Blönduóss, fyrir meira en fimmtíu árum. Þá strax kynntist ég foreldrum hans og heimili á „Einarsnesi", sem kallað var og fann þann hlýleika sem þar ríkti. Þá myndaðist sá kunningsskapur, sem varð að vináttu, sem síðan hefir haldist, og ég tel ómetanlega. Eftir að ég stofnaði heimili á Blönduósi, varð Bjarni hinn góði heimilisvinur okkar hjóna, sem börn okkar hændust að og sóttust eftir að vera með, og það í 3ja ættlið sem 6 ára lítil stúlka man Bjarna á Blönduósi. Þótt Bjarni kvæntist ekki, eignaðist hann raunar fjölda barna, því hann var svo barngóður, að segja mátti, að þau litu á hann sem fóstra sinn. Ánægjulegt var að sjá hann með börnunum, t.d. á jólasamkomum sem Ungmannafélagið hélt árlega fyrir þau. Bjarni var einn af stofnendum Ungmennafélags á Blönduósi. Þar eins og annars staðar var hann hinn áhugasami félagi, sem ætíð var hægt að leita til við hvers konar störf og ætíð leysti hann vandann þótt hann flýtti sér hægt. Því fólki vinnst jafnan best og Bjarni var einn þeirra manna, sem öll verkefni virtist geta leyst og aldrei varð tíma vant, enda var hann bæði hugkvæmur og allt lék í höndum hans. Ungmennafélagið hóf fljótt æf- ingar og sýningar sjónleikja. Þar var Bjarni í fremstu röð, sem þátttakandi, enda góðum hæfileik- um gæddur sem leikari og mun varla nokkur æfing hafa verið án þess hann væri þar mættur. Þótt vík yrði milli vina, þegar við fluttum frá Blönduósi fyrir þrjátíu árum og langt yrði oft milli samfunda, þraut vináttan ekki, því Bjarni var gæddur þeim eiginleika, sem ég met meira en flesta aðra eðliskosti, — trygg- lyndi. Frá fyrstu árum mínum af kynnum fjölskyldu Bjarna í torf- bænum á „Einarsnesi" á Blöndu- bakkanum er nú mikið vatn runnið til sjávar. Mörgu torfbæirnir, sem þá voru, — horfnir. I þeirra stað komin mikil byggð, fallegra nú- tíma — nýtískulegra íbúðarhúsa. Eitt slíkt hafði Bjarni byggt sér og í það fluttist hann með háaldraðri móður sinni sem allt til hinstu stundar naut hans umsjár og handleiðslu. Bjarni var búinn að selja ungum hjónum úr fjölskyld- unni hús sitt og naut ánægjulegrar sambúðar þeirra. Andvirði þess gaf hann til Héraðshælisins. Ég hygg að þessarar gjafar hafi ekki verið minnst á opinberum vett- vangi. Þessi ákvörðun Bjarna lýsir betur en mörg orð vini okkar, Bjarna Einarssyni. Jafnvel þótt forystumaður að byggingu Héraðshælisins, Páll Kolka héraðslæknir og kona hans Guðbjörg Kolka séu nú á öðru lífssviði, munu þau þó hafa fylgst með þessari fallegu hugsun Bjarna. Bjarhi var mjög heilsu- hraustur alla ævi. Á sunnudags- kvöld fann hann til vanlíðanar og var þá strax fluttur á sjúkrahúsið. Hann leið ekki þrautir, en að loknum þrem dægrum var hann látinn. I lok þessara kveðjuorða minna og fjölskyldu minnar, sendir hugur minn þakkir til Bjarna og biður honum blessunar guðs og fjöl- skyldu hans allri. Karl Helgason. Lokað eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar Kristins J. Guönasonar, forstjóra. Hverfiprent, Skeifan 4. Lokað Lokaö til hádegis í dag vegna jaröarfarar Kolbeins Péturssonar .,-'-: 1 Málarinn h.t. Lokað í dag vegna jaröarfarar atlantis Sigtúni 3. Vaxtahækk- un til styrkt- ar dollar New York. 19. ágúst. Reuter GENGI Bandaríkjadollars varð nokkru stöðugra í lok þessarar viku en verið hefur undanfarið eftir ráðstafanir bandarískra gjaldeyrisyfirvalda til að treysta stöðu hans, en helzta aðgerðin var hækkun á forvöxtum um 0.5% úr 7.25% í 7.75%. Staða dollars gegn yeni skánaði í lok vikunnar og var hann í 186 yenum, en hefur lægst verið 181 yen. Hagfræðingar og sérfræðingar í gjaldeyrismálum telja þó, að þessi hægu batamerki muni aðeins vara skamma hríð og dollarinn falli brátt aftur vegna ástands í efnahagsmálum. Einn hermaður særðist lítillega og minni háttar skcmmdir urðu á mannvirkjum. að því er talsmað- ur brezka hersins í Þýzkalandi sagði. Níunda sprengjan sprakk ekki og er verið að rannsaka hana. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort sprengjurnar voru heimatilbúnar eða þeim hefði verið stolið. Brezka herlögreglan og þýzka lögreglan vinna nú saman að rannsókn þessa máls. Grunur leikur á, þótt ekki sé það sannaö, að aðilar tengdir IRA eigi sök á sprengingunum. Sprengjurnar sprungu allar með skömmu millibili í herstöðvum við Múnchengladbach, Krefeld, Mind- en, Dusseldorf, Duisburg og Biele- feld. Sprengingar svipaðar þessum hafa áður orðið í erlendum her- stöðvum í Þýzkalandi og verið mun' öflugri. Sprengingar í brezkum herstöðvum Miinchengladbach, 19. ágúst. ¦* AP ÁTTA sprengjur af níu, sem komið hafði verið fyrir, sprungu í sex brezkum herstöðvum í Þýzkalandi á föstudagskvöld. AKM.YSIV.V SIMIW K.K: 22480 Lokað Herrahúsið Bankastræti 7 verður lokað vegna jaröarfarar kl. 10—12 þriðjudaginn 22. ágúst. .. . — . , raniw Lokað vegna jarðarfarar Kristins J. Guönasonar, í dag, þriðjudag frá kl. 12. Húsið Skeifunni 4 Lokað Vegna jarðarfarar Kristins J. Guönasonar veröur lokaö í dag frá kl. 12. Kristinn Guðnason h.f. Suðurlandsbraut 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.