Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 24
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
stigahæstir
ÞEIR slá ekki vindhtiggin á
Selfossi þessa dagana. Eftir
landsmót ungmennafélaganna og
Landbúnaóarsýninguna halda
þeir fyrsta íslandsmót í hesta-
íþróttum hér á landi. Vaxandi
áhugi hefur að undanftirnu komið
upp hjá hestamtinnum fyrir því
að skipa hestamennsku á bekk
með öðrum íþróttagreinum og
vinna henni sess sem slíkri. Er
þetta fyrsta sérstaka íþróttamót-
ið, sem hestamenn halda en áður
hefur verið keppt í hinum eigin-
legu íþróttagreinum bæði á kapp-
rciðum einstakra hestamanna-
félaga og á nýafsttiðnu Landsmóti
hestamanna í Skógarhólum.
Áhorfendum eru þó mót sem
þctta ekki alveg ókunnug því
áður hefur verið keppt í þessum
siimu greinum á úrtökumóti fyrir
Evrópumót íslenskra hesta og
einnig hefur verið haldið sérstakt
kynningarmót í þessum greinum.
Mótinu var í stórum dráttum
skipt í tvennt, keppni fullorðinna
og keppni unglinga. Af fullorðnum
náði bestum árangri Reynir Aðal-
steinsson, Sigmundarstöðum
Borgarfirði, á Penna 7 vetra frá
Skolagróf en hann sigraði í
íslenskri tvíkeppni, sem tölt og
fjórgangur eða fimmgangur en
sem stigahæsti hestur mótsins
fékk hann 268,5 stig. í flokki
unglinga varð stigahæstur Tómas
Ragnarsson en hann sigraði einnig
í íslenskri tvíkeppni unglinga.
Fullorðnir kepptu í fimm greinum,
tölti, fjórgangi, fimmgangi,
hlýðnikeppni B og gæðingaskeiði.
Unfelingar kepptu í þremur grein-
um tölti, fjórgangi og hlýðni-
keppni B auk þess, sem einn
unglinganna, Tómas Ragnarsson,
sýndi hindrunarstökk. Mótið hófst
með forkeppni á laugardeginum og
á sunnudeginum var þeirri keppni
haldið áfram, keppt til úrslita og
verðlaun afhent. Keppnin fór fram
á nýjum keppnisvelli Hesta-
mannafélagsins Sleipnis skammt
frá hesthúsum þeirra Selfyssinga
austast í kaupstaðnum. Var
völlurinn formlega tekinn í notkun
á mótinu.
Talið er að um 300 áhorfendur
hafi fylgst með mótinu og þótti
framkvæmd þessa fyrsta Islands-
móts í hestaíþróttum takast nokk-
uð vel. Mót þetta gaí keppendum
stig til næsta Evrópumóts og
mættu þar til leiks margir þeir
knapar, sem skipað hafa sveit
íslands á síðustu Evrópumótum.
Úrslit í einstökum greinum urðu
sem hér segir:
Ttiltkeppni í fullorðinsflokkii
1. Sigfús Guðmundsson á Þyt,
rauðum, 12 vetra frá Hamarsh.,
Árn.
2. Eyjólfur ísólfsson á Glaum,
rauðum, 8 vetra frá Vindási, Rang.
3. Trausti Þór Guðmundsson á
Svarta-Blesa, brúnbl., 18 vetra frá
Hindisvík.
4. Reynir Aðalsteinsson á Penna,
rauðbl., 7 vetra frá Skollagróf.
5. Sigurbjörn Bárðarson á Garpi,
brúnum, 8 vetra frá Oddstöðum.
Fjórar gangtegundir í fullorðins-
flokkii
1. Trausti Þór Guðmundsson á
Svarta-Blesa, brúnbl., 18 vetra frá
Hindisvík.
Fimm efstu í ttiltkeppni í fullorðinsflokki. Lengst til hægri er sigurvegarinn Sigfús Guðmundsson á Þyt,
þá Eyjólfur ísólfsson á Glaumi, Trausti Þór Guðmundsson á Svarta-Blesa, Reynir Aðalsteinsson á Penna
og Sigurbjtirn Bárðarson á Garpi.
2. Sigurbjörn Bárðarson á Garpi,
brúnum, 8 vetra, frá Oddstöðum.
3. Sigfús Guðmundsson á Þyt,
rauðum, 12 vetra frá Hamarsh.,
Árn.
4. Þorvaldur Árnason á Hamra-
Jarp, jörpum, 11 v.
Ekki reyndist næg þátttaka í
hindrunarstökki en Tómas Ragn-
arsson á Glotta sýndi hindrunar-
sttikk.
Sigurvegarinn í gæðingaskeiðinu Sigurbjtirn Bárðarson á Garpi.
Ljósm. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Sigfús Guðmundsson situr hér
Þyt en hann sigraði í ttiltkeppni
fullorðinna á mótinu.
2. Eyjólfur Isólfsson á Glaum,
rauðum, 8 vetra frá Vindási.
3. Rosemarie Þorleifsdóttir á
Hálegg, brúnum, 9 v., St-Más-
tungu, Árn.
4. Jóhann B. Guðmundsson á
Hrímni, gráum, 6 vetra frá
Kílhrauni.
5. Viðar Halldórsson á Blesa,
rauðbl. 8 vetra.
Fimm gangtegundir
í fullorðinsflokkii
1. Reynir Aðalsteinsson á Penna,
rauðbl., 7 v., frá Skollagróf.
Stigahæsti einstaklingurinn af þeim fullorðnu var Reynir Aðalsteins-
son, sem hér situr Penna.
5. Björg Olafsdóttir á Geysi,
jörpum, 11 v., frá Ytri-Hömrum,
Borg.
6. Magnús Hákonarson á Krumma,
brúnn, 9 v., frá Álftagerði, Eyjaf.
Hlýðnikeppni B
hjá fullorðnumi
1. Eyjólfur ísólfsson á Glaum,
rauðum, 8 vetra frá Vindási, Rang.
2. Reynir Aðalsteinsson á Penna,
rauðbl., 7 v. frá Skollagróf.
3. Rosemarie Þorleifsdóttir á
Hálegg, brúnum, 9 v., St-Más-
tungu, Árn.
Gæðingaskeið
f fullorðinsflokkii
1. Sigurbjörn Bárðarson á Garp,
brúnum, 8 v., frá Oddstöðum.
2. Trausti Þór Guðmundsson á
Villingi, brúnum, 6 v. frá Möðru-
völlum, Kjós.
3. Sigfús Guðmundsson á Þyt,
rauðum, 12 v., frá Hamarsheiði,
Árn.
Ttiltkeppni í unglingaflokkii
1. Gísli Gíslason á Kóp, gráum, 5
v., frá Hofstöðum, Borg.
2. Tómas Ragnarsson á Þrótti
gráum, 7 v., Miklabæ, Skagafirði.
13. Þorleifur Sigfússon á Hausta,
jörpum, 5 v., V-Geldingaholti, Árn.
14. Monika Páisdóttir á Faxa,
bleikum, 8 v., frá Öxl í Þingi.
5. Guðmundur Sigfússon á Kjána
jörpum, 10 v., frá Skálmholti, Árn.
Fjórgangur
í unglingaflokkii
1. Aðalsteinn Reynisson á Burton,
jörpum 6 v. úr Skagafirði.
2. Tómas Ragnarsson á Gauta,
brúnskj., 5 v. frá Tindum, Hún.
3. Hlín Pétursdóttir á Kötlu,
rauðri, 5 v. frá Keldnakoti.
4. Þorleifur Sigfússon á Hausta,
jörpum, 5 v., V-Geldingaholti.
5. Guðmundur Sigfússon á Kjána,
jörpum 10 v. frá Skálmholti, Árn.
Hlýðnikeppni
í unglingaflokkii
1. Þorleifur Sigfússon á Hausta,
jörpum, 5 v., V-Geldingaholti.
2. Valgerður Gunnarsdóttir á
Faxa, brúnum, 6 v., Breiðabólst.
Hún.
3. Dagný Ragnarsdóttir á Smyrli,
gráum, 8 v., Reykjavík.
GTK-t.g.
Fyrsta íslandsmótið í hestaíþróttum:
Reynir og
Tómas urðu
Sigurvegarar í ttiltkeppni unglinga, talið frá vinstri, Tómas Ragnarsson á Þrótti, Gísli Gfslason á Kóp,
Monika Pálsdóttir á Faxa, Guðmundur Sigfússon á Kjána og Þorleifur Sigfússon á Hausta.
Sigurvcgarar í hlýðnikeppni B fullorðinna. Lengst til hægri er
sigurvegarinn Eyjólfur lsólfsson á Glaum, Reynir Aðalsteinsson á
Penna og Rosemarie Þorleifsdóttir á Hálegg. Birgir Guðmundsson
afhendir Rosemarie verðlaunin.