Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 38
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
ORUGGUR BIKARSIGUR
ÍR í 7. SKIPT1 í RÖÐ
ÍR-INGAR sigruðu glæsilega í 1. deildar keppni bikarkeppni, Frjálsíþróttasambands
íslands sem lauk á Laugardalsvellinum á sunnudag. Sigruðu ÍR-ingar í sameiginlegri
keppni karla og kvennav Þá sigruðu þeir einnig í karlakeppninni, en Armann í
kvennakeppninni. Sigur ÍR var fyrst og fremst fólginn j því að þeir höfðu nokkuð
vel þjálfað afreksfólk í nær allar greinar. En mörg hinna félaganna áttu. mjög
misjöfnu liði á að skipa.
Það varð hlutskipti HSK að
falla niður í 2. deild, og var því
dvöl þeirra í 1. deild skammgóður
vermir, aðeins eitt ár. Þeir sigruðu
í 2. deild í fyrra og falla strax
niður aftur. Mikið vantar á að sú
mikla gróska sem verið hefur hjá
HSK í frjálsum íþróttum sé nú
fyrir hendi, hverju svo sem það er
nú að kenna.
Einkenni þessa móts var fyrst
og fremst sú mikla stigabarátta
sem var á milli félaganna, og var
greinilegt að íþróttafólkið lagði
meiri áherslu á að ná í stig og
hagstæð sæti en að vinna góð
afrek. Þá var mjög mikið álag á
sumum keppendum, sem þurftu
bókstaflega að hlaupa milli greina.
Þrátt fyrir þetta náðist ágætur
árangur í mörgum greinum, og í
heildina var mótið nokkuð líflegt.
Sennilega ber fyrst að nefna
kringlukast Oskars Jakobssonar
sem kastaði 61.81 metra, og var
mjög öruggur í öllum köstum
sínum. Hreinn Halldórsson náði
sér ekki almennilega á strik í
kúluvarpinu, fékk hann einhverja
illsku í bakið strax í fyrsta kasti
og gat ekki beitt sér sem skyldi.
Vilmundur Vilhjálmsson KR
vann einnig góð afrek á þessu móti
en hann hafði svo sannarlega í
mörg horn að líta. Hann vann
öruggan sigur í 100, 200 og 400
jnetra hlaupum auk þess sem hann
tryggði boðhlaupssveitum KR sig- _
ur bæði í 4x100 og 1000 metra
boðhlaupunum. Tími Vilmundar í
200 var 21,5 sek., gott afrek með
öllu því álagi sem á honum var.
í kvennaflokknum bar mest á
Láru Sveinsdóttur Ármanni, og
stóð hún svo sannarlega fyrir sínu
í keppninni. Keppti Lára í fimm
greinum og þar af sigraði hún í
fjórum, 100 m, 200 m, 100 m
grinda- og langstökki, hún varð
svo þriðja í hástökki og svo var
hún í sigursveit Ármanns í 4x100
metra boðhlaupi. Sannarlega vel
af sér vikið hjá Láru.
Elías Sveinsson KR sigraði í
þrem greinum, spjótkasti, há-
stökki og stöng, þá var hann í
boðhlaupssveitum KR.
Skemmtilegustu keppnisgrein-
arnar á mótinu voru sennilega
boðhlaupin. Sveit KR sigraði bæði
í 4x100 m og 1000 m boðhlaupun-
um og hljóp mjög vel. Athyglisvert
er hve sveitin náði góðum tíma
þegar að er gáð að í henni voru
menn sem æfa ekki neitt eins og
Bjarni Stefánsson, sem keppti nú
eftir langa hvíld æfingalaus og
• Valbjiirn Þorláksson. KR. er enn sprettharður og í 1000 metra
hoðhlaupinu náði KR mjög góðum tíma. (Ljósm. Kristinn).
Valbjörn Þorláksson sem alltaf
virðist jafnléttur og frískur. Með
þeim í sveitinni voru svo Vilmund-
ur og Elías Sveinsson. Tími þeirra
í 1000 metra boðhlaupinu var
aðeins 1,5 sek. frá Islandsmetinu
sem sveit Ármanns setti árið 1951.
Ekki síður var tími þeirra í 4x100
góður eða 43,3. Var alveg undar-
legt að sjá hve Bjarni hljóp 400
metra sprettinn vel í 1000 metra
boðhlaupinu alveg óæfður.
Lilja Guðmundsdóttir kom
gagngert heim frá Svíþjóð til að
taka þátt í keppninni og sigraði
hún örugglega í 800 og 1500 m
hlaupunum.
Sem fyrr greinir sigruðu ÍR-ing-
ar samanlagt í stigakeppninni
hlutu 147 stig, í öðru sæti var
Ármann með 128 stig, UMSK í
þriðja með 114 stig, KR í fjórða
með 98 stig, FH í fimmta með 89
stig og HSK rak lestina og féll
niður með 71 stig.
í karlakeppninni hlaut ÍR 90
stig og höfðu að merja KR sem
kom í öðru sæti með 85 stig,
Ármann varð í þriðja með 66,
UMSK með 65, FH með 53 og HSK
með 38 stig.
í kvennakeppninni hlutu Ár-
manns-stúlkurnar flest stig og
sigruðu með 62 stigum, ÍR-stúlk-
urnar höfnuðu í öðru sæti með 57
stig, UMSK í þriðja með 50, FH
fékk 35 stig, HSK fékk 33 stig og
KR-stúlkurnar fengu aðeins 13
stig.
Veður var gott báða dagana sem
keppt var, og gekk mótið vel fyrir
sig og var skemmtilegt, gagnstætt
því sem oft vill verða er tafir gera
frjálsíþróttamótin dauf og leiðin-
leg.
- ÞR.
ÚRSLIT í EINSTÖKIJ GREIN-
UM BIKARKEPPNINNAR.
FYRRI DAGUR.
400 METRA GRINDAIILAUP.
Þráinn HaLsteinsson Á
sek.
55.6
Trausti Sveinbjörnss. UMSK 58.4
Gunnar P. Jóakimss. ÍR 61.5
HÁSTÖKK KVENNA. m
Þórdis Gísladóttir ÍR 1,68
(ris Jónsdóttir UMSK 1,68
Lára Sveinsdóttir Á 1,55
SPJÓTKAST KVENNA. m
Björk Eiríksd. ÍR 31.90
Ása Halidórsd. Á 31.08
Anna Alíreðsd. HSK 29,74
LANGSTÖKK KARLA, m
Friðrik Þór Óskarss. (R 6,99
Sigurður Siifurðss. Á 6.98
Janus GuðlauKsson FH 6.71
KÚLUVARP KARLA. m
Ilreinn Ilalldórsson KR 19,37
Óskar Jakobsson ÍR 17,34
Valdimar Gunnarsson FH 13,93
200 M HLAUP KARLA. sek.
Vilmundur Vilhj&lmss. 21,5
SÍKurður SÍKurðss. Á 22.0
Guðiaugur Þorsteinss. (R 22,4
100 M HLAUP KVENNA. sek.
Lára Sveinsd. Á 11.9
Ásta B. Gunnlauusd. UMSK 12,3
Rut Ólafsdóttir FII 12.6
3000 M HINDRUNAR-
IILAUP KARLA. mfn.
SÍKfús Jónsson lR 9.43,3
SÍKurður P. SÍKm.ss. FH 10.12,6
Gunnar Snorrason UMSK 10.55,7
SPJÓTKAST KARLA.
Elfas Sveinsson KR
Ilreinn Jónasson UMSK
Snorri Jóelsson
IIÁSTÖKK KARLA.
Elfas Sveinsson KR
Karl West Fredrikss. UMSK
Stefán Stefánsson ÍR
KÚLUVARP KVENNA.
Ása Halldórsd. Á
Hulda Ilalldórsd. ÍR
Katrfn Vilhjálmsd. HSK
100 M HLAUP KVENNA,
SÍKurborK Guðmundsd. Á
Lilja Guðmundsd. ÍR
Ruth Ólafsdóttir FH
1500M HLAUP KVENNA,
Lilja Guðmundsd. (R
Guðrún Árnadóttir FH
Thelma Björnsd. UMSK
800 M HLAUP KARLA,
ÁKÚst ÁsKeirsson ÍR
Einar P. Guömundss. FH
Bjarki Bjarnason UMSK
SLEGGJUKAST.
Erlendur Valdimarss. ÍR
Óskar SÍKurpálss.
Þórður B. SÍKurðss. KR
4x100 M BOÐHLAUP KVENNA,
Sveit Ármanns
Sveit UMSK
Svcit ÍR
4x100 M BOÐHLAUP KARLA,
Sveit KR
Sveit Ármanns
Sveit UMSK
SEINNI DAGUR,
100 M GRINDAIILAUP KVENNA,
Lára Sveinsdóttir Á
• Lilja Guðmundsdóttir kom frá
Svíþjóð til þátttöku í bikarkeppn-
inni og náði í mörg stig fyrir IR.
íris Jónsdóttir UMSK
InKÍbjörK (varsd.
STANGARSTÖKK,
Elfas Sveinsson KR
Karl West Fredrikss.
EKKert Guðmundss. HSK
KRINGLUKAST KARLA,
Óskar Jakobsson (R
Guðni Halldórsson KR
Þráinn Hafsteinss. Á
ÞRÍSTÖKK KARLA,
Friðrik Þór Óskarss. ÍR
IleÍKÍ Hauksson
Jason (varss. HSK
110 M GRINDAIILAUP KARLA.
Elfas Sveinsson KR
Jón Þórðarson ÍR
Þráinn Hafsteinss. Á
16.4
17.3
m
4.00
3,90
3.80
m
61.81
48,00
44.32
m
14.82
13,55
13.36
sek.
14.9
15,7
15.9
• Þórdís Gísladóttir 1 hástökkinu.
63.98 1500 M HLAUP KARLA,
60.12 Hafsteinn Óskarss. ÍR 4.00.9
59,88 Sigurður P. Sigm.ss. FH 4.19.9
Bjarki Bjarnason UMSK 4.23,2
1.96 100 M HLAUP KARLA, sek.
1.90 Vilmundur Vilhjálmss. KR 10.7
1,90 SÍKurður SÍKurðss. Á 10.8
Guðlaugur Þorsteinss. ÍR 11,1
11,35 800 M HLAUP KVENNA, mín.
10,82 Lilja Guðmundsd. ÍR 2.11.6
10.81 Sigrún Sveinsdóttir Á 2.19,7
Thelma Björnsd. UMSK 2.20.7
sek.
57.1 KRINGLUKAST KVENNA, m
59,9 Ilulda Halldórsd. 35.29
60.4 SÍRurborK Guðmundsd. Á 30.24
íris Jónsdóttir 28.15
mín.
4.54.1 400 M HLAUP KARLA, sek.
4.59,7 Vilmundur Vilhjálmss. 50.0
4.59.8 Sigurður Sigurðss. Á 50.7
Ágúst Ásgeirsson ÍR 51.6
mín.
1.59.5 LANGSTÖKK KVENNA. m
2.03,2 Lára Sveinsdóttir Á 5.42
2.07,5 Ásta B. Gunnlaugsd. UMSK 5.22
Bryndís Hólm ÍR 5.02
56.20 5000 M HLAUP KARLA, mín.
48.08 Sigfús Jónsson ÍR 15.38.9
42,00 Ilalldór Matthfass. KR 16.46,2
Gunnar Snorras. UMSK 16.51.8
sek.
49.4 200 M HLAUP KVENNA, sek.
51.9 Lára Sveinsdóttir Á 25.4
52,3 Ruth Ólafsdóttir FH 26.0
Kristín Jónsd. UMSK 26.4
sek.
43,3 HMM) METRA
43.7 BOÐHLAUP KAIn.A, mín.
45,2 KR 1.58,8
ÍR 2.00.8
Á 2.02.3
sek.
14.1 ÞR
Kenndi ýmissa grasa
í bikarkeppni FRÍ
NÚ eins og áður var hin mikla stigabarátta félaganna aðaleinkenni bikarkeppni
FRÍ, sem að sjálfsögðu er ekki óeðlilegt. Hins vegar vill það brenna við að félögin
hafi allar klær úti um að ná sér í menn til að keppa. Og kenndi ýmissa grasa
í keppninni að þessu sinni.
Margir landskunnir íþrótta-
menn voru komnir í gaddaskó.
Jón Sigurðsson körfuknatt-
leiksmaður kcppti í þrístökki,
knattspyrnumaðurinn snjaili
Janus Guðiaugsson ták þátt í
landstökki og náði ágætum
árangri. óskar Sigurpálsson
lyftingamaður keppti í sleggju-
kasti, Stefán Örn Sigurðsson
knattspyrnumaður ór KR
keppti fyrir Ármann í iang-
hlaupum. skíðamcnnirnir Hail-
dór Matthíasson og Haukur
Sveinsson létu til sín taka í
langhlaupunum og tryggði
Ilalldór sér óvænt annað sætið
í 5000 metra hlaupinu.
Ýmsir sem gert höíðu garð-
inn írægan hér áður fyrr í
frjálsum lögðu félögum sínum
lið með því að draga fram
gaddaskóna. Júdókappinn
Halldór Guðbjörnsson hljóp
800 metra, Þórður B. Sigurðs-
Non var enn einu sinni mættur
til keppni í sleggjukasti, Bjarni
Stefánsson virtist engu hafa
gleymt og hljóp óvcnju vel af
óþjálfuðum manni að vera.
Borgþór Magnússon KR var
líka mættur og stökk þrístökk,
Kjartan Guðjónsson FH keppti
í 110 m grindahlaupi og spjót-
kasti, og svona mætti halda
áfram.
Það er þó ekki til fyrirmynd-
ar að sjá algerlega óþjálfað
fólk meðal keppenda Og er það
umhugsunarefni fyrir FRÍ,
hvort ekki ætti að setja reglur
um ákveðinn lágmarksárangur
í hverrí grein til þess að hún
gefi félögunum stig í keppn-
inni. — ÞR