Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 II Þá varð brestur mikill ff Þaö eru mikil átök og rniklar hræringar í öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum um þessar mundir eins og allír vita. Slíkar hræringar eru auðvitað í sam- ræmi við það svigrúm, sem lýðræðisþjóðfélagið veitir þegn- um sínum og í raun og veru ekkert nema gott um það að segja, að pólitísk átök eigi sér stað meðal samherja, ekki síður en pólitískra andstæðinga. En þó virðast þessi átök keyra um þverbak þegar Magnús Kjartansson skrifar grein í tímarit Máls og menningar undir fyrirsögninni „Stalín er víst hér" og tekur samherja sinn, marxistann Véstein Lúð- víksson rithöfund, heldur betur til bæna og segir, að viðhorf hans séu hvort rannsókn né raunsætt mat, eins og Magnús kemst að orði, „heldur ómengað- ur stalínismi, svo ég noti orð sem Vésteini er hugleikið", kallar skoðanir hans „alræðis- viðhorf" og fellir yfir hann þyngsta dóm, sem nokkur maður getur hlotið með tilliti til sögulegra staðreynda, þegar Magnús segir í grein sinni: „Stalínistinn Vésteinn Lúðvíks- son ..." Magnús klykkir loks út með því í tímariti Máls og menningar að hann skilji ekki Véstein Lúðvíksson frekar en hanagal! Framsóknarmenn Þá er það engu líkara en nótt hinha löngu hnífa standi nú yfir í Framsóknarflokknum, a.m.k. ef eitthvað er að marka þær umræður, sem fram fara míllí framsóknarmanna í Tímanum um þessar mundir. Hér í Morgunblaðinu hefur áður verið ^ninnzt á, hvernig formaður ungra framsóknarmanna hefur talað um ýmsa „samherja" sína og verður það ekki tíundað hér, en aftur á móti er ástæða til að minna á viðbrögðin. Leifur Karlsson, sem skrifaði um „stuttbuxnaklíku" Framsóknar- flokksins í Reykjavík, hverjir verði næstir á „aftökulista" framsóknarmanna í Reykjavík og segir, að í Framsóknar- flokknum sé kyrjaður söngur- inn, eins og hann kemst að orði, „um að reka og skera", það blikar á hnífa innan um „óráðs- hjal og orðarug]" og loks fullyrt, að ólýðræðisleg vinnubrögð séu ríkjandi á fundum framsóknar- manna! Leifur Karlsson segir enn- fremur, í Tímanum 8. ágúst sl.: „Uppsögn Alvars Óskarssonar skrifstofustjóra fulltrúaráðsins í Reykjavík var að sögn gerð að vilja meirihluta framsóknar- manna í Reykjavík, svo orð Björns séu notuð. Meirihluti framsóknarmanna í Reykjavík er sem sé 17 manns, trúi því hver sem vill. Nei, ég skal segja sannleikann í því máli. „Stutt- buxnaklíkan" notfærði sér að- stöðu sína í stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykja- vík til að reka Alvar. Af 5 manna stjórn voru þrír með brottvikningu en 2 á móti. Lítum aðeins nánar á þessi þrjú, sem að meirihlutanum stóðu: 1 * Þóra Þorleifsdóttir, full- trói kvenfélagsins. Hvers vegna stóð hún að samþykktinni? Allir sem eitthvað hafa fylgzt með starfi framsóknarfélaganna vita, að Þóra og kona Alvars hafa eldað grátt silfur í kven- féiaginu í mörg ár. Henni hefur því sjálfsagt ekki leiöst að beita hnífnum. 2) Sigurður Halldórsson varamaður í stjórn fulltrúaráðs- ins. Vitað er, að Siguröur hefur lagt fæð á Alvar Óskarssqn allt frá þeim tíma, er Alvar var eftirlitsmaður af hálfu fulltrúa- Timarit Máls og menningar metminBar begar hanrt ístend^ og því ^^Z^^^Zl^ ^du lét af forusra, e.ns og ég vek að "PP^J^J og forustuhtutvetki.^talír^ S þess að Mál og mentúng h«. aðgegr* bamtu g ^^ ^^T jXvéstejflfl Ulftvfoso" v.rð.st .mynda ser*" , ^ stofn. unum bess floklcs og hef þv. fullat °^ * menningu, þaðan af stofnunum hefut aldte. vet. *£»«•£ «* ^feJW* Sem sönnun slðut getðat nlraumt t.l þess aö mutas um sögutúlkun sína seg.t Vestema ^ finna þegar Þröstut ÓLatV „Fytit þessu fékk Mal ^«^«^ Jkil mistök, það sé ég núrta þo son vat ráðinn tomkvæmdast)oti. bem vot __JS*H_____ ég hafi verið hlynntut því þa B eiga ófáa andstæðinga og 1 ¦ — *fr**«* ¦»- **** E tæta hann í sig, persomi ha' því sem ókunnugit gætu te tjöldum í malgognum flok megin, að mestu utan flokk Vandamál Máls og menn í málgögnum flokksins eða og me^.ng hefut aldtei ve, *££«& heldut hliðstæða þe.rra. En S$s|&^iSS gtein Vésteins sem petsonul g£~£gí£ ég hafi öðrum mönnum fre ^HS^S inn framkvæmdastjór. Mals SiV-;; bví að við höfðum vetið sa. —- ». ' ogéghafðikynnsteðliskosu ^ÖU við samverkamenn mina í t mM hitann og þungann af starfi £ hagslega eftir að félag.nu h | tutn. Ég veit að um Þröst < = og menningar; hann er sem 1 g um hann. En sá ágre.n.ngut k> Hátt bylur Uóinrl tunnu Lr'um n«mt«u fumUf ".OTUTT'BUltNAKUKl) þess á att befoa *£I2£SS» ,£osningasy6rr !or.díu K" wr „rt .kehi .«*«• «* Mkiíwiilr* 0,lum Þ*"" .**ln httndum .'i*"1* '*'• ll*"„„u. [«!•* (*«ri *»*ti ' '^' >¦ iA:<;l ASI um cj*)'X>i>rn- MESnSt , tv rtl Tlm fi' STSS •-'" "—" ÞVt FOR SEM FOR KfOrleikurinn ... -- •"wi*. ,^T,, ^"SÞorstetasson. markmlðll*, lykllstaöa r [ul „5".; Súrs «¦¦" s m •h' Þf,'f.,trÍ6þv^n ^'cr.,«;;»«-'.-íí..'r mMM-W Omengaður MöðmelUnimr um hann. En sá ágre.n.ngut k. _ g^ &"• hant, hefut snúist um það h* ....... ™ fonnann^ ^ Mil -^ -r,Pnnineu að batatt. -.......,.S-;:«-,. t,te"»«........ -f-V/aVlK LeUnr Karlsson: Síðan hvenær er Björn Líndal og „stuttbuxna klíka" hans málsvari Framsóknannanna í Reykjavik? ^^- i.r.moriuroo--'""" «^'° MM Afci "*"' •*.,»'• bu UM>> Þ" Jf» JTS l þ*-m ¦i..Mi»*«rWJ Et»» »*»*"*«••" n —•« ..... ML h.lnP«t- in rr IIj|íMI».mi «i 'it. Bjorn Umltl, iorrmnn FIJK ¦ ¦ li ¦ «i «1 niiAiikulltf .All-f* (T ir bh* tJt||t,gI efcwn viU rH. | "i**J hnki* t*. r«. ur nokknun ¦ fnm- Tí|„ tl, |[Uí(a „i þeii hap * ¦">"' þar trn t% hrf ekki .fkio und "" ¦*•¦ orltah).! ag ort.rull h.iol ™M" v.roandi ílyktun r"UF u °*tuwl molrlni Kr»mi*kn.rtlo«k..in in »ir«- Htyk|i*<* *™ ""ir***1 "" 10 bl>0 uoi er þift 10 *-(j. ¦« I hú t*10"' xmþykkjemll "oru »-« ekit •™ur tlokknum.tr iuk þenMtu tv( *JV,r h)i rtt itkv»oi(tnh.liJn Wri FwltittHötílr. rulltrti i ¦iiimiT rtvm *•«»; ttM hnn •» Mmbykkiinnl* AJÍir wm eitthv.o b.l. tyt|M tnto lUrtt IrsmMkDartrlil •bti* TiU. ¦«¦ »i> o« kon» Aliinhif.tldiOgrill silfur | kvroltURinu I mOn *r Htnni htfoT bvl i>állH|t ekki M4le/nabarátta gangaf Wsibraðraia- «1*61.1 sj. „. tuti" ieruiiltl . )H..U rucli jrla LyoTBOih htom.O.r ¦i ildtili. þ.r Min BJorri tr vih tB»dir.t)«rn • er því it.oreyml. iW gefodaraðgerolr ¦yki.vlk Stoft Bjor ' ny«t.toonum t Umlangbrækurogpólitísk gaflöó samtímalífs á íslandi ráðsins með rekstri Hótel Hofs, sem Sigurður starfrækti. Ekki hefur honum leiðst að rétta upp höndina fyrir „stuttbuxnadeild- ina" í þessu máli. 3) Gestur Jónsson, nýorðinn framsóknarmaður og tilheyrir „stuttbuxnadeildinni". Mjög handgenginn Birni Líndal og Eiríki Tómassyni. Enginn vissi neitt um þennan mann, fyrr en hann greiddi atkvæði á þessum fundi. Að mínu mati var hér ein- ííöngu um hefndaraðgerðir að ræða gegn Alvari, enda hafa engar ávirðingar í hans garð verið nefndar. Þessar aðferðir eru mjög í anda gömlu Möðru- vellinganna. Ég býst við að margir framsóknarmenn sem starfað hafa innan Framsóknar- flokksins leiði nú hugann að því, hverjir séu næstir á „aftökulist- anum"." í grein í Tímanum miðviku- daginn 16. ágúst sl. kallar Alfreð Þorsteinsson fyrrum borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Reykjavík eina klík- una í „stuttbuxnaliði" ungra framsóknarmanna í Reykjavík „hænsnabúið á Möðruvöllum", en það mun vera mesta svívirð- ing, sem unnt er að hafa um framsóknarmann eftir að þeir félagar Ólafur Ragnar Gríms- son og Baldur Óskarsson komu óorði á nafn þessa norðlenzka höfuðbýlis. Og um fullyrðingar formanns ungra framsóknar- manna í Reykjavík þess efnis, að klíka hans hafi verið ofsótt af ýmsu framsóknarfólki segir Alfreð Þorsteinsson í þessari grein m.a.: „Það er því hreinn þvættingur, sem hann segir, að hann og hans fólk hafi aðein"s „mætt þögn milli dembulyga og svívirðinga" auk „undirferlis". Það sagði enginn neitt aukatek- ið orð. Menn höfðu aðeins samúð með þessu fólki vegna hrakfara þess, sem að vísu bitnuðu á flokknum. Það er ekki fyrr en þetta Möðruvallafólk fer að sparka út og suður að það fær ádrepu." Síðan segir Alfreð, að blaðstjórn Tímans hafi slegið „stuttbuxnaklíkuna" með blaut- um vettlingi, þegar hún hafi ' samþykkt einróma traustsyfir- lýsingu á Kristin Finnbogason framkvæmdastjóra Tímans, eins og hann kemst að orði, en „stuttbuxnaliðið" gerði tilraunir til að bola honum frá, ásamt ýmsum öðrum framsóknar- mönnum í trúnaðarstöðum í Rvk." Og Alfreð Þorsteinsson bætir við þessum athyglisverðu orðum: „Ein hjáróma Möðru- vallarödd lét í sér heyra eftir þennan fund en sú hin sama komst ekki á blaðstjórnarfund- inn, enda búinn á mettíma að flækja sig svo í barnaheimilis- málin í Reykjavík eftir að henni var falin forsjá félagsmálaráðs, að hún situr væntanlega föst í þeim það sem eftir er kjörtíma- bilsins og gerir ekki annað á meðan." Það eru fallegir dómar eða hitt þó heldur, sem framsóknar- menn kveða nú upp hver yfir öðrum í málgagni sínu og annars staðar. Loks segist Alfreð Þorsteins- son ekki nenna að „moka flórinn úr Möðruvallafjósinu aftur ..." Loks rná geta þess, að í svari Alvars Óskarssonar, sem birtist í Tímanum 15. ágúst sl. undir nafninu „Hátt bylur í tómri tunnu" er „stuttbuxnadeildin" tekin ti) bæna og Eiríkur Tómasson aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráð- herra kallaður „pabbadrengur" og jafnframt bent á aö hann sé mágur formanns „stuttbuxna- kh'kunnar". Um formann þessarar klíku, Björn Líndal, segir Alvar Óskarsson hvorki meira né minna m.a.: „Það fðr fljótlega að bera á því, að formaðurinn var haldinn mikil- mennskubrjálæði ..." Þá gefur hann í skyn, að afstaða Þóru Þorleifsdóttur til uppsagnar sinnar, hafi verið persónuleg óvild „í garð konu minnar" svo að notuð séu hans eigin orð. Síðan segir hann um Þóru orðrétt: „Furðulegt er að heyra það hjá Þóru, að hún geri ráð fyrir því, að ég hafi gert mér ljóst, að ég væri ekki réttur maður á réttum stað. Þetta á að vera manneskja með fullu viti, ætli ég geti þá ekki sagt: það tók þig, Þóra, langan tíma að komast að því, að þú varst ekki réttur maður á réttum stað sem formaður kvenfélagsins. Þú reynir að sannfæra lesendur Tímans um, að þér hafi gengið gott eitt til með afstöðu þinni í stjórn fulltrúaráðsins. Þú telur sjálfsagt, að sá rógur sem þú lætur þér um munn fara í grein þinni um mig sé í þeim anda. Nei, og aftur nei, hefndarlost- inn hefur ráðið því eins og öðru. Nokkur atriði í þessu sambandi: 1) Kristín kona mín leyfði sér að gefa kost á sér í formennsku á móti þér í kvenfélaginu. Þess á að hefna. 2) Það hefur aldrei skeð í sögu kvenfélagsins, að svo stórt hlutfall félagskvenna kven- félagsins hafi sagt sig úr því eins og eftír þennan aðalfund. Þess á að hefna. 3) Ykkur tókst ekki að bola Kristínu úr stjórn fulltrúaráðs- ins á sínum tíma, þó að mikið væri reynt. Þess á að hefna. 4) Fulltrúi kvenfélagsins (Guðný Laxdal) í uppstillingar- nefnd varð að láta í minni pokann þegar meirihluti nefndarinnar, þrátt fyrir hótan- ir ykkar, ákvað að bjóða Kristínu sæti á listanum, sem hún hafnaði. Þess á að hefna. Að lokum þetta. Ég get um eitt verið þér sammála, Þóra Þorleifsdóttir, og það er: Þú gerðir lítið úr þér með því að svara grein Leifs Karlssonar, ekki með því að svara heldur með svarinu. ÞVÍ ÞAD AFHJÚPAÐI ÞIG. Reykjavík, 11. ágúst, Alvar Óskarsson Fyrrverandi formaður F.U.F. Fyrrverandi miðstjórnarmaður Fyrrverandi stjórn- armaður S.U.F. Fyrrverandi varafor- maður F.R. Fyrrverandi stjórnar- maður húsbyggingasjóðs Fyrrverandi starfs- maður fulltrúaráðsins Og þrátt fyrir allt núverandi Framsóknar- maður." Það þarf svo sannarlega ekki að endurtaka dansinn í Hruna á sviði leikhúsanna. Hrunadans- inn fer fram í tímariti Máls og menningar, Tímanum og víðar. En af þessu öllu má sjá, að Hallgerður langbrók og Skarp- héðinn ganga enn ljósum logum í íslenzku þjóðfélagi. Og margar eru þær Njálsbrennur íslenzkra stjórnmála, sem kveiktar hafa verið; gerð hafa verið „stór bál" fyrir öllum dyrum, brestar miklir heyrast um þjóðfélagið og má segja um marga stjórn- málagarpana um þessar mundir það sama og segir í Njáls sögu: „Reið þá ofan öll þekjan. Varð hann þá í millum þess og gaflaðsins; mátti hann þaðan hvergi hrærask."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.