Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 19 itloraiuuiTnfcft fbröttir Valur meistari nyrðra í kyöld? • VALSMENN geta orðið íslandsmeistarar í knattspyrnn í kvöld og sannast sagna þá reikna Hestir með að svo íari. Valur hcldur í dag til Akureyrar og leikur þeirra við KA hefst klukkan 19. Val nægir jaíntefli í leiknum og ef iitið er á árangur Iiðanna að undanförnu ætti fátt að geta komið í veg fyrir Valssigur. í fyrri leik liðanna vann Valur 5<0 sigur og í kvöld er of mi kið í húfi fyrir Val til að þeir sleppi stigi. Enn er Valur án taps í 1. deildinni og liðið hefur leikið í 1440 mínútur án þess að missa stig í deildinni. Ef bikarkeppnin er tekin með þá eru mínúturnar orðnar 1710 eða 28% klukkustund án þess að tapa stigi. Hvernig sem leikurinn nyrðra fer í kvöld þá er þetta einstakt afrek hjá Valsmönnum. MARKAMET • PÉTUR PÉTURSSON bætti markamet Hermanns Gunnarssonar í eftirminnilegum leik á laugardaginn. Skagamenn náðu. þar jafntefli á elleftu stundu og Pétur skoraði tvb' miirk á tveimur síðustu mínútum leiksins. Reyndar segja sumir að komið hafi verið fram yfir venjulegan leiktíma er Skagamenn skoruðu mörk sín. Pétur hefur nu skorað 19 mörk í 16 leikjum Akranes, en Hermann skoraði á sínum tíma 17 mb'rk í 14 leikjum. í kvöld leika Skagamenn gegn Vestmannaeyjum á Akranesi og hefst leikurinn klukkan 19. Vestmanneyingar eiga góða möguleika á þriðja sætinu í deildinni eftir stórsigur gegn KA í Eyjum á sunnudag. I>ar var Sigurlás Þorleifsson í miklum ham og skoraði 4 af mó'rkum Eyjamanna. Það verður því spennandi að sjá til þessara markaskorara á Skaganum f kviild. 1 I \r Ci Iem%# I i ¦ FALLA? • FLEST BENDIR til að Valsmenn verði íslandsmeistarar á glæsilegan hátt í ár. en baráttan um fallið er í algleymingi. Að vi'su er staða Btikanna nánast vonlaus. en þrjú lið berjast hatrammri baráttu um að sleppa við ferðalag með Blikunum niður í 2 deild, KA, Þróttur og FH. ÖH hafa liðin hlotið 10 stig FH og KA eftir 16 Jeiki, en Þróttur eftir 15. Ef litið er á þá leiki, sem liðin eiga eftir, þá eiga Þróttarar eftir að leika á móti UBK úti, ÍBV úti og KA í Laugardal. FH á eftir útileik við Víking og heimaleik við Breiðablik. KA á eftir Val fyrir norðan í kvöld og síðan Þrótt f Reykjavík í sfðustu umferðinni. Gengi liðanna að undanförnu hefur verið rýrt. en lítum á« KAt Liðið hefur tapað þremur síðustu leikjum sfnum og markataia liðsins úr þeim er 2.12. í sumar hefur KA fimm sinnum fengið á sig 5 mbrk eða meira, á móti Val, Víkingi, ÍA, ÍBK, og ÍBV. FH. Hafnfirðingamir töpuðu 4 leikjum í röð, en í tveimur síðustu leikjum sínum hefur liðið náð jafntefli, á móti Fram og Þrótti. ÞRÓTTUR. Liðið hafði tapað fimm leikjum í röð er Þróttarar fengu loks stig í 0.0 leiknum við FH á sunnudaginn. Dómaramálin • DÓMARAMÁLIN voru mikið rædd f sambandí við knuttspyrnu helgarinnar. Leikmenn KA flugii Irá Akureyri til Eyja á laugardag eins og tög gerðu ráð íyrir, en þá mætti enginn dómari. Hafði „tríoið" ætlað sér að taka sfðustu vél frá Reykjavík tll Eyja, en þá var orðið ófært. Gistu KA-menn því í Eyjum um nóttina og léku síðan daginn eftir þegar dómararnir loksins komust út. Töf varð á leik Víkings og Fram á sunnudagskvöld þar sem annar línuvörðurinn mætti ekki. Mun hann ekki hafa fengið boðun á leikinn. Þá var leik Vblsungs og Austra flýtt f 2. deildinni um klukkustund. Láðist að tilkynna dómurum um þessa breytingn og gat leikurinn því ekki hafisf fyrr en ktukkustundu seinna en ákveðið hafð! veríð. Lánspeysur • Akurnesingar léku f lánspevsum frá Keflvíkingum f leik liðanna f Keflavík á laugardaginn. Astæðan var sú að búningar liðsins gieymdust heima. Keflvfkingar hlupu undir bagga og lánuðu gestunum búuinga, gular peysur en Wáar buxur, svo það var ekki von að Skagamenn f yndu sig í leiknum. ELIAS KEPPIRI "nJGÞRAUTÁ EM FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur valið Élías Sveinsson til keppni í tugþraut á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Prag 29. ágúst í 3. sept. Keppendur Islands verða því fimm, áður hafði FRÍ valið þá Hrein Halldórsson, Jón Diðriksson, Vilmund Vilhjálmsson. og Óskar Jakobsson. Fararstjórar í ferðinni verða þeir Örn Eiðsson formaður FRÍ og Sigurður Björnsson. Þá mun Guðni Halldórsson fara með hópnum á eigin vegum sem aðstoðarmaður Hreins. Hópurinn heldur utan n.k. föstudag. Er ætlunin að taka þátt í frjálsíþróttamóti í Prag áður en sjálft meistaramótið hefst. • ÚRHELLISRIGNING gerði leikmönnum Víkings og Stjörnunnar erfitt fyrir á sunnudaginn eins og sjá má á þessari mynd Kristins. Það er Páll Björgvinsson. sem reynir línusendingu á Magnús Guðfinnsson, en Árni Indriðason er lengst til vinstri. Tvöfalt hjá Framstúlkum FRAMSTÚLKUR urðu tvöíaldir meistarar í hand- knattleik utanhúss um helgina. Á sunnudag unnu þær í meistaraflokki kvenna þriðja árið í röð og í gærkvöldi unnu þær í 2. flokki kvenna í aukaúrslita- leik. Það var Víkingur, sem lék gegn Fram í báðum flokkunum og í báðum flokkunum munaði tveimur mörkum í úrslitaleiknum. í meistaraflokki vann Fram 9i7 eftir að jafnt hafði verið í leikhléi 1,4. í seinni hálflcik seig Framlið- ið framúr og ieikreynsla liðsins var þung á metunum. I 2. flokki kvenna varð jafnt hjá Fram og Víkingi á sunnudag. en í gær- kvb'Idi vann Fram 2:0. Víkingur var þó sízt lakari aðilinn í þessum lcik, en óheppnin elti liðið á röndum og Víkingum tókst ckki að skora mark. en áttu hins vegar mörg skot í stangir. Flestar Víkingsstúlknanna í 2. fiokki leika cinnig í meistaraflokki og það sama er að segja um marga lcikmanna Fram. Þrír leikir fóru fram í meistaraflokki karla um helgina og var þar um einstefnu að ræða í ó'llum leikjunum. Ármann vann ÍR 19.13. FH-vann Fyiki 19,12 og Víkingur vann Stjörnuna 21.12. • ÚR fyrri úrslitaleik Fram og Víkings í 2. flokki. Jafntefli varð. cn í gær tókst Fram að vinna 2.0. GOTT GOLF A NESVELLINUM • KYLFINGAR sýndu sannkallaða meistaratakta í Afrckskcppninni í golfi. sem íram fór á Nesvellinum um helgina. Vaiiarmetið féll hvað eftir annað og svo margir kylfingar hafa örugglega ekki leikið eins gott goif ár íslenzkum velli í einu móti. Geir Svansson bar sigur úr býtum. en hann lék samtals á 281 höggi. í 2. sæti varð Björgvin Þorsteinsson á 285 höggum. Sigurður Thorarensen og Gcir Svansson byrjuðu á því að bæta vallarmet Jóns llauks Guðlaugssonar á fyrsta hringn- um úr 69 höggum í 68 högg. Á þriðja hring var komið að Sveini Sigurbergssyni að bæta mctið. hann lék á 66 höggum — I höggum undir pari vallarins. Magnús Birgisson náði bezta 9 holu hringnum er hann lék á 31 höggi. 32 högg sáust oftar en einu sinni á skorblöðunum eftir 9 holur. Rbð efstu manna varð þessi, cn 10 kylfingar tóku þátt í mótinu. Geir Svansson. GR 281 (68-76-6*68) Björgvin Þorsteinss.. GA285 (73-74-71-67) MaKnús Birifisson, GK287 (72-74-73-68) Sveinn SÍKurbergsson, GK 288 (73-81-66-68) Óskar Sæmundsson, GR 294 (73-70-78-73) í næstu sœtum urftu RaKnar Ólafsson. Magnús Halldórsson ok Sijturrtur Thorarensen á 295 hiJKgum, en fslandsmeistarinn Hannes Eyvindsson varð 9. á 297 hbggum. — áij • Geir Svansson íl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.