Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 20
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 Ósekkjað sem- ent til Isafjarðar ísafirði 19. ágúst SEGJA má að í morgun hafi verið brotið blað í þróunarsögu bygg- ingarmála hér á ísafirði, þegar sementsflutningaskipið Skeiðs- faxi landaði hér I fyrsta sinn lausu sementi. Steiniðjan h.f. á ísafirði hefur reist tanka fyrir 900 tonn af lausu sementi hjá steypustöð sinni á Stakkanesi. Er af þessu mikið hagræði fyrir steypustöðina og verulegur sparnaður, sem leiða mun til lækkunar á byggingarkostnaði steyptra húsa. T.d. sparast um 3 milljónir í gjaldeyri á ári í bréfpokum, auk þess sem kostn- aður hefur verið um 150.000.- krónur á viku undanfarið að opna pokana og hella í steypusfló- ið. Skeiðsfaxi lagðist við festar við væntanlega hraðbraut milli eyrar- innar og fjarðarsvæðisins og dældi sementinu um leiðslu, sem komið hefur verið fyrir undir götunni. Gekk dælingin vel og tók um 4 tíma að dæla í land 460 tonnum af sementi. Steiniðjan er fyrsta fyrirtækið utan Faxaflóasvæðisins, sem fær keypt laust sement frá Sements- verksmiðju ríkisins. Úlfar. Þriðjungur lands- manna kom á Land- búnaðarsýninguna ALtS sóttu 71.246 manns Landbúnaðarsýninguna á Selfossi sem lauk sl. sunnu- dagskvöld. Sýningin hafði þá staðið yfir í 10 daga og siðasta daginn sóttu sýning- una um 10 þúsund manns. — Við erum ánægðir með sýn- Ungling- ar í inn- brotum UNGLINGAR gerðu tvær tilraun- ir til innbrota í gærkvöldi í Reykjavik en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tveir 14 ára piltar voru gripnir skömmu eftir að þeir höfðu skriðið inn um glugga á Ofna- smiðjunni við Einholt og sást til þeirra þegar þeir komu þaðan út og höfðu lítinn peningakassa meðferðis. Piltarnir voru gripnir litlu síðar en þeir höfðu ekkert haft upp úr krafsinu því að peningakassinn var tómur. Þá náði lögreglan 12 ára pilti sem hafði brotizt inn hjá gullsmið í Aðal- stræti. Var hann staðinn að verki, þar sem hann var að róta til á verkstæði gullsmiðsins. inguna og ég hef ekki heyrt annað á þeim sýnendum sem ég hef rætt við. Sýningin tókst mjög vel og við erum þakklátir öllum þeim, sem þátt tóku. Vissulega hefðum við óskað eftir betra veðri á meðan sýningin stóð yfir og sjálfsagt hefðum við þá feng- ið eitthvað fleiri gesti sagði Sigurður Jónsson blaðafull- trúi sýningarinnar er við ræddum við hann í gær. Síðdegis í gær voru sýnend- ur sem óðast að rýma sýn- ingarsvæðið og búféð var flutt til síns heima. Þá hefur verið dregið í happdrætti sýningar- innar og kom gæðingur með reiðtygjum á miða nr. 3318, sólarlandaferð á miða nr. 5973 og litsjónvarpstæki á 6113. Á sunnudag var greint frá úrslitum í gæðingakeppni, þar sem tóku þátt 18 gæðingar frá 9 hestamannafélögum á ‘Suðurlandi. Völdu áhorfendur besta gæðinginn og varð fyrir valinu Þytur, rauður, 12 vetra, eign Sigfúsar Guðmundsson- ar, Vestra-Geldingaholti, Gnúpverjahreppi. Óskiljanlegt hvem- ig stúlkan komst yf- ir straumál Krossár ÞAU.sem fórust þegar Bronco jeppinn valt í Krossá aðfararnótt laugardags, hétui Smári Kristján ©ddsson,-Álfhólsvegi 96, Kópavogi, 22 ára, Eva-Marie Christine Johansson Bandhagen Svíþjóð og Ralp Coby tæplega 24 ára gamall sjóliði frá Bandaríkjunum. Þau, sem lifðu slysið af, heitai Eve-Lena Pettersson, tæplega 25 ára frá Danderyd í Svíþjóð og Donald W. Bracke tæplega 19 ára sjóliði frá Bandaríkjunum. Eins og kom fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins komst Eve-Lena af eigin rammleik að skála Ferðafélagsins í Þórsmörk og að sögn kunnugra er talið með ólíkindum að hún skuli hafa komizt yfir aðalstraumál Krossár á þessum stað og gengið síðan í átt að skálanum. •Að sögn Eve þá tókst henni að sparka upp afturhlera jeppans í þann mund sem honum hvolfdi og komst þannig út. Bandaríkja- maðurinn sem slapp út úr jeppanum, man ekki gjörla hvernig hann komst út. en talið er að hann hafi komizt sömu leið og stúlkan. Eve-Lena og Donald fengu bæði taugaáfall og t.d. var ekki talið ráðlegt að ræða við Banda- ríkjamanninn í gær, en hann átti að fara til Bandaríkjanna í morgun. Eve-Lena fór hinsvegar þegar á sunnudagsmorgun til Svíþjóðar. Þegar slysið varð var mjög mikið vatn í Krossá og daginn áður hafði verið 18 stiga hiti í Þórsmörk auk þess sem mikið hafði rignt síðustu daga á undan. Þegar svo háttar til, er Krossá oft í miklum ham, og vaðið í ánni breytist þá oft mikið. Annars er talið að Bronco jeppanum hafi verið ekið of neðarlega út í ána og festst strax í sandbleytu og áin síðan grafið undan honum, þannig að hann valt." Fimmtíu manna langferðabíll frá Vestfjarðaleið, sem var í Þórsmörk þegar slysið varð, skemmdist mikið, þegar bíl- stjórinn ætlaði að aka honum yfir til hjálpar við leit að fólkinu. Langferðabíllinn, sem er eins drifs flaut bókstaflega upp, þegar hann var að fara yfir vaðið og barst síðan niður með ánni. Þar stöðvaðist hann, og síðan gróf áin undan honum, þannig að hann fór á hliðina. Við það brotnuðu 5 rúður í bílnum, sætissetur flutu út og bíllinn hálffylltist af sandi. Um hádegi á laugardag komu síðan tveir bílar frá GG í Reykjavík og tókst þeim að ná langferða- bílnum upp. Farþegarými hans var þá orðið hálffullt af sandi og varð að moka honum út. Annars er bíllinn mikið skemmdur, auk þess að fimm rúður brotnuðu þá komst sandur inn á vél og drif, en mikið verk er að hreinsa hvorttveggja. Langferðabfllinn dreginn til Reykjavíkur á laugardag og eins og sjá má brotnuðu íimm rúður í honum- Ljósm. Mbl.. Kristján. Hua þyngir höggin í garð Sovétstiórnar Belgrad, Bukarest, 21. ágúst — AP-Reuter HUA KUO-FENG var fagnað forkunnarvel við komu sína til Belgrad í Júgóslavfu f gær, þegar tíu ár voru liðin frá innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Hann hafði þá kvatt Ceausesceau forseta Rúmenfu eftir velheppn- aða fimm daga heimsókn, þar sem rúmenskir hermenn kvöddu hann með orðunuim Lengi lifi félagi forseti. Ljóst er af fréttaskeytum, að Hua þyngir nú stöðugt höggin í garð Sovétstjórnarinnar. í Belgrad í gær sakaði hann Sovétstjórnina m.a. um að trufla og koma í veg fyrir með íhlutun sinni, beinni og óbeinni, að hægt væri að fram- fylgja hlutleysisstefnu. Jafnframt lýsti hann Sovétstjórninni sem heimsvaldasinnum sem stefndu ljóst og leynt að yfirráðum í heiminum. Og enn bætti Hua um betur, er hann sagöi í hádegis- verðarboði sem Tító hélt honum, Steiniðjan hf. 20 ára ísafirði 19. ágúst UM ÞESSAR mundir eru 20 ár sfðan Steiniðjan h.f. á ísafirði tók til starfa. í tilefni þessara tfma- móta bauð forstjórinn, Jón B. Þórðarson, ýmsum framámönn- um byggingariðnaðarins við Djúp svo og fulltrúum opinberra aðila, starfsmönnum o.fl. til veislu í dag. í ræðu, sem Jón hélt við það tækifæri, kom fram m.a. að Steiniðjan hóf starfsemi sína f gömlu hænsnahúsi f fjörunni við Grænagarð og framleiddi þá hleðslusteina til húsbygginga. Síðan hefur fyrirtækið þróast upp í það, að vera stærsta fyrirtæki í byggingariðnaðinum á ísafirði. Jón Þórðarson hefur staðið fyrir ýmsum nýjungum á byggingar- sviðinu hér vestra. Má þar nefna, byggingu húsa til sölu á seinni hluta byggingartíma, ákvæðis- vinnu við uppslátt o.fl., byggingar- vinnu úti að vetri til, rekstri steypustöðvar og dælingu steypu- malar af sjávarbotni. í dag er áðalstarfssvið steypu- stöðin. Markaðssvæði hennar eru byggðirnar við Djúp og allt vestur í Dýrafjörð. Á síðasta ári var framleiðslan um 8.000 rúmmetrar af steypu, en framkvæmdatíminn er aðeins um 6 mánuðir á ári. Jón hafði í huga að byggja verksmiðju til að framleiða húseiningar í tengslum við steypustöðina, til að lengja framkvæmdatíma steypu- stöðvarinnar og treysta atvinnu- legan grundvöll fyrirtækisins. Lóð fékkst ekki undir bygginguna og varð því að hætta við þær framkvæmdir. Auk steypustöðvarinnar rekur Jón trésmiðju, rörsteypu og versl- un með timbur, steypujárn o.fl. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 40. Úlfar. að Júgóslavar gætu hæglega átt von á því hvenær sem væri að Rússar réðust inn í Júgóslavíu. Tító hefur einnig lagt sitt af mörkum til gagnrýni, á Sovét- stjórnina og undanfarið hefur hann deilt hart á hana fyrir óbeina íhlutun ásamt Kúbu og Víetnam. Opinber blöð í Júgóslavíu og fréttastofan Tanjug fögnuðu komu Hua að vonum vel og vörðu miklum tíma og efni í að skýra frá batnandi sambúð landanna. Þær viðtökur sem Hua hefði fengið, væru einungis vottur þess, að hann væri fulltrúi vinaþjóðar og koma hans væri merki þess að þjóðirnar myndu enn treysta böndin. Talið er að Hua muni ræða sömu málefni við Tító og Ceausesceau Rúmeníuforseta, svo sem vaxandi átök Kínverja og Rússa, deilur Víetnam og Kambódíu, málefni S-Afríku og Mið-Austurlanda. Vestrænir diplómatar segja Sovétstjórnina sannfærða um að för Hua til Balkanlandanna sé einungis farin til að styrkja áhrif Kínverja út á við, á tímum aukinna átaka þeirra og Sovét- wrmBW.mumwmwwt wwwwww

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.