Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGUST 1978
43
ERLENT
Teheran — 20. ágúst — AP
HRYÐJUVERK ofstækis-
manna úr röðum múham-
eðstrúarmanna, sem
fylgja vilja boðum og
bönnum Kóransins í einu
og öllu, náðu hámarki
sínu á sunudag, er of-
stækismennirnir báru eld
að kvikmyndahúsi í
írönsku borginni Aba-
dan. 377 manns brunnu
inni, en 20—40 manns
náðu að komast út um
neyðarútgang á þaki
hússins. Lögreglan hefur
þegar handtekið tíu
manns, sem taldir eru
líklegir sökudólgar, en
henni hefur ekki enn
tekizt að komast að
innsta hring samsæris-
manna. Benzín var notað
við íkveikjuna.
Borgin Abadan, sem er olíu-
iðnaðarborg við Persaflóa ná-
lægt landamærum íraks, er í
sárum eftir hörmungarnar á
sunnudag. Heilar fjölskyldur,
sem flúið höfðu undan sólar-
sterkjunni inn í rökkvað og vel
kælt kvikmyndahúsið til að sjá
myndina „The Deer", þurrkuð-
ust út og fjölmargir eiga um
sárt að binda. Stjórnin hefur
fyrirskipað þjóðarsorg og marg-
ir íbúar flykkjast nú í moskur og
biðja fyrir látnum ættingjum.
Lögreglan hóf þegar handtök-
ur vegna brunans og náði
nokkrum öfgamönnum, sem
vopnaðir voru sprengjum, en
ekki hefur fengizt staðfest
hvaða hópur trúæsingamanna
var hér að verki. Þeir hafa látið
mikið að sér kveða undanfarið
og m.a. gert hríð að veitingahús-
um, vínbúðum og kvikmynda-
húsum, sem þeir segja draga
hugi fólks frá Kóraninum,
heigiriti múhameðstrúarmanna.
Hörðust hefur hríðin verið frá
því 8. ágúst, en þá byrjaði
heilagur föstumánuður mú-
hameðstrúarmanna og á þeim
tíma hafa fjölmargir særzt og
nokkrir látizt af völdum hryðju-
verka þeirra og mótmælaað-
gerða.
Lögreglan handtók einnig
eigandá^ig umsjónarmann kvik-
myndahússins. I ljós kom að
bæði aðalneyðarútgangur og
anddyri hússins voru læst af
öryggissökum til að koma í veg
fyrir að bíógestir yrðu fyrir
áreitni öfgamanna, en þessi
háttur hefur verið hafður á víða
í íran að undanförnu. Einnig
kom fram, að fjarstaddur
starfsmaður kvikmyndahússins
var með lykla að aðalútgangi
hússins og þess vegna borin von,
að hægt væri að opna hann.
Haft er eftir lögreglunni, að hún
hafi hvað eftir annað farið fram
á það við eiganda kvikmynda-
hússins, að hann seldi ekki jafn
mörgúm inn og raun var á, en
hann virti öll slík tilmæli að
vettugi, og setti gróðahyggjuna
ofar öryggingu. I yfirheyrslunni
kom það líka fram, að slökkvi-
tæki voru í kvikmyndahúsinu,
en eigandi og starfsmenn þess
kunnu ekki á þau, þegar á
reyndi.
Bruni þessi er hápunktur
hryðjuverka, sem trúæsinga-
menn hafa staðið fyrir að
undanförnu. Frá 8. ágúst, hafa
þeir gert hverja atlöguna á
fætur annarri að ýmsum
almennum samkomustöðum. en
þær hafa komið verr niður á
almennum borgurum víða í
Iran. Reyndar á mótmæla og
hryðjuverkastarfsemi þeirra sér
lengri sögu og má rekja upphaf
hennar allt til þess, er stjórn
keisarans tilkynnti þau áform
sín fyrir u.þ.b. 8 mán. að leysa
íranskar konur úr ánauð og
flytja stjórn bæridabýla úr
höndum trúarleiðtoga í hendur
óbreyttra bænda.
írönsk kona í sorgarklæðum syrgir son sinn. sem lézt í brunanum. í bakgrunni er vélskófla að grafa
fjöldagröf, en mörg líkanna voru með öllu óþekkjanleg. Símamynd AP.
Begin:
Carter get-
ur gegnt
miklu
hlutverki
New York, Kairó, 21. ág. — Reuter, AP
MENACHIM Begin, forsætisráð-
herra ísraels, segir í viðtali við
Newsweek sem kom út um helg-
ina að hann hafi vonir um að
Carter Bandaríkjaforseti muni
getað gegnt þýðingarmiklu hlut-
verki í þeim viðræðum sem
fyrirhugaðar eu milli ísraels og
Egyptalands í Camp David í
septemberbyrjun. Carter Bandar-
íkjaforseti sagði á blaðamanna-
fundi f sl. viku að hann myndi
verða „virkur aðili" á fundinum
en Begin sagðist ekki vera viss
um hvað forsetinn ætti við og
sagði að hann væri þeirrar
skoðunar að hlutverk Banda-
ríkjaforseta væri það að leiða
aðilana tvo saman til beinna
viðræðna. Friðaráætlun ætti að
vera árangur frjálsra samninga-
viðræðna milli ísraela og Egypta,
— segir fulltrúi Bandaríkjanna
Washington, 20. áglíst. Reuter.
NÁIST ekki samkomulag um
nýtingu auðlinda á hafsbotni
núna, seni talið er líklegt, gæti sú
staða komið upp, að iðnaðarríki
hæfu auðlindavinnslu á hafsbotni
upp á eigin spýtur, lét Elliot
Richardson formaður bandarísku
sendinefndarinnar á hafréttar-
ráðstefnunni hafa eftir sér í
blaðaviðtali á sunnudag, en ráð-
stefnan hófst í gær. Talið er að
helzta ágreiningsefni hennar
verði nýting auðlinda á hafsbotni,
en iðnaðarríki þrýsta nú mjög á
að slíkur samningur verði gerð-
ur. Mörg þróunarrfki telja hins
vegar ekki hægt að neitt eitt rfki
hefji vinnslu á hafsbotni fyrr en
hafréttarráðstefnan hafi komið
sér saman um tilhögun hennar.
Richardson bætti við, að Banda-
ríkin væru þegar farin að undir-
búa sig undir að hefja vinnslu á
hafsbotni og sagði, að þau myndu
ekki hægja á ferðinni, þótt samn-
ingar á hafréttarráðstefnunni
lægju ekki fyrir.
Aðspurður um hve langan tíma
Bandaríkin myndu fresta að hefja
vinnslu á hafsbotni, sagði hann, að
ef ekki næðist alþjóðasamkomulag
á ráðstefnunni, en margt virðist
benda til að svo verði, væri
æskilegt að kanna möguleikann á
samkomulagi margra iðnríkja á
nýtingu hafsbotnsins. Slíkur
samningur yrði milli iðnaðarríkja,
sem þegar eru farin að undirbúa
vinnslu jarðgrýtis á hafsbotni
innan 200 mílna efnahagslögsögu.
Skilyrðið fyrir slíkum samningi
iðnaðarríkja yrði að vera það, að
alþjóðlegur samningur á haf-
réttarráðstefnunni væri í burðar-
liðnum og hliðsjón yrði höfð af
honum, þegar þróunarríkin kæmu
í spilið.
Assad Sýrlandsforseti
Assad til
V -I>ýzkalands
Bonn, Vestur-Þýzkalanúi,
91 Ácrnst - . A p
HAFEZ Assad, forseti Sý rlands,
mun fara í fyrsta skipti í
opinbera heimsókn til Vest-
ur-Þýzkalands hinn 11' scptem-
ber. Verður hann í boði Walters
Scheel forseta, og var gcfin út
tilkynning þessa -efnis í Bonn í
dag.
Vestur-þýzkir emba tt menn
sögðu að Miðausturlandamálið og
afskipti Sýrlendinga af málefn-
um Líbanons myndu vcrða mcgin-
efni á fundi Assads og Schmidts
kanslara og Hans Dictrich
Genschers utanríkisráðherra.
Victor Emanúel flæktur í skotárás
Ajaccio, Korsíku,
21. ágúst — AP.
FRÖNSK lögregluyfirvöld
sögðu frá því í dag að þau
hefðu haft spurnir af mikil-
vægu vitni í máli því sem upp
er komið varðandi meinta
skotárás Victors prins
Emanuels á ungan þýzkan
stúdent. Samkvæmt frásögn
prinsins var þarna um slys að
ræða, en skotið fór í fætur
piltsins og varð að taka af
honum annan fótinn.
Ekki er fullkomlega ljóst hvern-
ig þetta slys bar að, en að sögn var
Victor prins á bát sínum fáeina
km frá innsiglingunni til Bonifacio
á Korsíku. Mun hann hafa skotið
með riffli að lystisnekkju sem var
skammt frá. Vitað er að prinsinn
og cigandi lystisnekkjunnar höfðu
lent í þrætum nokkru áður en
þetta gerðist og prinsinn heldur
því fram að hann hafi vitað að
ógnuri vofaði yfir honum. Hefur
hann gefið í skyn að lystisnekkju-
eigandinn sem er ítalskur hafi
haft í hótunum við sig.
Victor Emmanuel var þarna á
ferð með konu sinni og sonum.
Hann var erfingi ítölsku krúnunn-
ar frá 9. maí til 13. júní 1946 en
þá var ítalia lýst lýðveldi.
Victor prins Emanuel.
Byrjun
páfakjörs
sjónvarpað
Vatikaninu, 21. ágúst —
Reuter.
KARDINÁLARNIR sem eiga
að hefja páfakjör næstkom-
andi föstudag ákváðu í dag að
leyfa sjónvarpsútsendingu frá
setningarathöfninni. Verður
því sýnt er þeir ganga í
prósessiu frá Paulinukapellu
til Sistinekapellu þar sem
atkvæðagreiðslan hefst.
Þá var í morgun gengið frá
ráðningu níu manns sem eiga
að vera innan seilingar við
páfakjör þar af eru tvær
hjúkrunarkonur. Sór fólk
þetta eiða að þvf í dag að halda
öllu leyndu sem fram fer á
kardinálasamkundunni.
Hápunktur hryðju-
verka trúæsingamanna
377 brunnu inni í kvikmyndahúsi í íran
Sérsamningur iðnaðarríkja
um hafsbotn ekki útilokaður
Forseti Suður
Afríku lézt í gær
Pretoria 21. ág. Reuter.
FORSETI Suður Afríku,
Nicolaas Diederichs, lézt í
sjúkrahúsi í Höfðaborg í
kvöld. Hann varð 74 ára
gamall. Hann hafði verið á
spítala eftir hjartaáfall.
Vorster forsætisráðherra
Suður Afríku skýrði frá
láti forsetans, og sagði að
þjóðin syrgði hann
einhuga.
Diederichs var áður fjármála-
ráðherra en varð þriðji forseti
Suður Afríku árið 1975, eftir að
Suður Afríka varð lýðveldi árið
1961. Hann var einn af stofnend-
um Þjóðernissamtakanna í land-
inu og var þó einna þekktastur
fyrir baráttu sína fyrir því að gull
yrði tekið upp sem alþjóðagjald-
miðill. Hann hafði svo mikla trú á
gulli og mætti þess að hann fékk
viðurnefnið Mr. Gold. Hann var
fæddur í Ladybrand í OrangeFree-
ríkinu þann 16. nóvember 1903.
Hann nam síðar við háskólla víða
í Evrópu og tók doktorsgráðu í
bókmenntum og heimspeki.
Begin
sagði Begin og kvaðst draga í efa
að Egyptar eða ísraelar myndu
sætta sig við of mikla stjórnsemi
af hálfu Bandaríkjamanna.
I fréttum frá Kairó segir að Sadat
Egyptalandsforseti muni leggja
fram þrjár megintillögur á fund-
unum, og séu tvær þeirra fólgnar
í því að benda á leiðir til að útfæra
og framkvæma þau sjónarmið sem
fram komi. Ekki er tekið fram að
öðru leyti hvað í tillögunum felist
en ekki þykir fjarri lagi að þær séu
mjög í svipuðum dúr og þær sem
lagðar hafa verið fram áður.