Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
+
Móöir mín, tengdamóöir og systir,
INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR,
Skíöaskálanum Hveradölum,
lést í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík 18. ágúst s.l.
Erla Thomsen,
Birgir Thomsen,
Steingrímur Karlsson.
Faöir okkar,
MAGNÚS ANDRÉSSON,
Iré Ytri-Hól,
V-Landeyjum,
andaöist í Borgarspítalanum 19. ágúst.
Börn hins létna.
Maöurinn minn, faöir og fósturfaöir,
ÞORBJÖRN SIGURDSSON,
Félkagötu 22,
lést aö Hrafnistu 20. ágúst.
Bjarnprúöur Magnúsdóttir,
Sólveig M. borbjörnsdóttir,
Vigdís Þ. Janger,
Magnús Þorbjörnsson,
Sigrún Ólafsdóttir.
t
Maöurinn minn,
BÁRÐUR BÁRDARSON,
Garðavegi 7,
Keflavik,
andaöist í Landspitalanum 20. ágúst.
Guörún Meyvantsdóttir.
+
Eiginkona mín,
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR,
Ásabraut 9,
Keflavik,
andaðist þann 19. ágúst á sjúkrahúsi Keflavíkur.
Jón Jóhannesson.
+
Faðir okkar, tengdafaöir og afi,
KRISTINN J. GUÐNASON,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í dag 22. ágúst ki. 13.30.
Blóm vinsamlega afbeöin.
Helga I. Kristinsdóttir, Ólafur R. Magnússon,
Ása Kristinsdóttir, Svavar Björnsson,
Ólafur Kristinsson, Auöur Linda Zebitz,
og barnabörn.
+
Eiginkona mtn, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ELÍN INGA H. JÓHANNESSON,
Hrafnhólum 6,
sem lézt 16. ágúst veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23.
ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd barna, tengdadætra og barnabarna.
Staingrimur Jóhannesson.
+
Útför eiginmanns míns,
KOLBEINS PÉTURSSONAR,
forstjóra,
fer fram frá Dómkirkjunni í dag þriöjudaginn 22. ágúst kl. 10.30 f.h.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aöstandenda.
Guörún E. Halldórsdóttir.
+
Þökkum innilega vinarhug viö fráfall,
BJARNA EINARSSONAR,
vélsmíöameistara,
Hrísateigi 45.
Elísabet Þorkelsdóttir,
Þorkell Bjarnason, Ása K. Oddsdóttir,
Björgvin Á. Bjarnason, Kristjana Kjartansdóttir,
Ólöf Á. Bjarnadóttír,
og barnabörn.
Kolbeinn Péturs-
son framkvæmda-
stjóri — Minning
Fæddur 11. júlí 1924
Dáinn 16. ágúst 1978
Fyrir 12 dögum vorum við
hjónin heima hjá Kolbeini Pjet-
urssyni forstjóra og konu hans,
Guðrúnu Halldórsdóttur. Eins og
alltaf áður var heimsóknin
ánægjuleg og elskulegt viðmót
þeirra og hlýja í okkar garð var
ekki að fullu tæmd er við kvödd-
um.
Kolbeinn leit þá vel út, andlega
og líkamlega, við gátum ekki
greint þreytu eða neinar áhyggjur
í fari hans. Okkur hjónunum
fannst sem vinátta og kunnings-
skapur ætti að haldast, að minnsta
kosti svo lengi sem við hjónin
lifðum, því við erum orðin fremur
gömul, en hann ungur að aldri
fniðað við okkur.
Hvað gerist svo, viku eftir
heimsóknina? Kolbeinn Pjeturs-
son, vinur okkar deyr aðfaranótt
16. ágúst, en við höfðum sjeð hann
alhressan þann 6. ágúst. Guðrún
hringdi kl. 9 f.h. þann 16. og sagði:
„Jeg hef slæmar fréttir." Það var
reiðarslag fyrir okkur Elnu og um
daginn fór jeg í huga mínum,
sorgmæddur, yfir kynni og vin-
skap okkar Kolbeins Pjeturssonar.
Þá kom upp eitt viðkvæmnismál
í endurminningum mínum, tengt
því, að Kolbeinn bað mig að vera
svaramaður er hann og Guðrún
Halldórsdóttir giftu sig í New
York 1945. Athöfnin fór fram í
„The little Church around the
Corner". Ef jeg man rjett er þessi
kirkja á 33. götu, rjett vestan við
Madison Avenue, á Manhattan.
Þetta er ein elsta og frægasta lítil
kirkja í New York City og hæfði
vel hjónabandi þeirra Kolbeins og
Guðrúnar. Margt um aðdragand-
ann að hjónabandinu gæti ég sagt,
allt fór prýðilega fram, en hér skal
staðar numið.
Eftir hjónavígsluna fórum við
vinir og kunningjar hjónanna og
snæddum kvöldverð á Hotel Plaza
í New York. Var þar mikill
gleðskapur og brúðhjónunum ósk-
að til hamingju, er entist þar til
leiðir skildu.
Eftir kvöldverðinn á Hótel Plaza
buðum við Elna öllum heim á
heimili okkar í Forest Hills, Long
Island, og varð úr því skemmtilegt
kvöld, en hin nýgiftu og glæsilegu
hjón voru hrókar alls fagnaðar.
Svona endaði þá þetta eftirminni-
lega brúðkaup.
Það er margs að minnast í dag,
síðan 1945, vináttan hefur haldist
óslitin, en nú er söknuður í huga
okkar, einn vinurinn ennþá hefur
helst úr lestinni og það er erfitt að
finna nýja á okkar aldri.
Jeg kveð nú gamlan vin og
þakka honum fyrir dásamlegar
samverustundir. „Love is only
chatter, Friends are all that
matter". (Gelett Burges, Willy and
the Lady.)
Bjarni Guðjónsson
Hátúni 4, Rvk.
í dag verður til moldar borinn
Kolbeinn Pétursson forstj. Kol-
beinn var fæddur í Reykjavík 11.
júlí 1924 sonur Péturs Guðmunds-
sonar, f.v. kaupm. og bónda og
Halldóru Samúelsdóttur.
Fundum okkar Kolla (en svo var
hann kallaður af flestum) bar
fyrst saman er foreldrar mínir
ásamt fjölskyldu fluttust að
Freyjugötu 28 vorið 1932. Það var
varla liðinn dagurinn, að ég og
systir mín vorum komin í sam-
band við börnin að Sjafnargötu 3.
Svo náin voru kynni min við Kolla
að við vorum saman öllum stund-
um um margra ára bil. Æsku-
heimili Kolla og systkina hans var
ætíð opið öllum vinum og kunn-
ingjum þeirra. Nutum við systir
mín, sem er bezta vinkona Kristín-
ar systur Kolla, mikillar gestrisni
þar alla tíð.
Kolli var mjög vinamargur
maður enda ekki að furða svo
ljúfur og elskulegur sem hann var
í allri framkomu. Á milli mín og
hans voru einhver tengsl sem voru
æðri allri vináttu, og þótt við um
tíma ævinnar misstum hver af
öðrum vegna fjarveru erlendis eða
af öðrum orsökum, þá endurnýjuð-
um við sambandið aftur og hitt-
umst oft síðan.
Eftir að hafa lokið prófi frá
Verzlunarskóla Islands árið 1943
fór hann til Bandaríkjanna til
náms við University of Southern
California.
Að námi sínu loknu kemur hann
heim og fer að vinna hjá Almenn-
um Tryggingum h.f. og síðan hjá
fyrírtæki fjölskyldunar Lakk &
málningarverksm. Hörpu. Þegar
það fyrirtæki er selt, er stofnað af
sömu aðilum fyrirtækið Málning
h.f. og gerist Kolli forstjóri fyrir
því, þar til hann fyrir fáum árum
stofnaði sitt eigið fyrirtæki Máln-
ingarverksm. Atlantis, sem hann
rak af dugnaði og framsýni.
Hinn 20. október 1945 gekk Kolli
að eiga unnustu sína Guðrúnu E.
Halldórsdóttur, og eignuðust þau 5
mannvænleg börn: Ingibjörgu,
Margréti, Halldóru, Elísabetu og
son Kolbein jr., og eru þau öll gift.
Kolli og Guðrún voru mjög hreyk-
in af börnum sinum, tengdabörn-
um og barnabörnum, og þegar
börnin voru við nám erlendis eða
að störfum, gerðu þau sér margar
ferðir til að geta verið samvistum
við þau.
Nú þegar Kolli er allur, vil ég
þakka honum áratuga vinsemd við
mig og mína fjölskyldu. Ég og
kona mín sendum Guðrúnu,
börnunum og allri fjölskyldunni
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, sérstaklega sendi ég aldraðri
móður Kolbeins hlýjar kveðjur og
þakka henni allan velgjörning í
minn garð þegar ég var allt að því
daglegur gestur að Sjafnargötu 3.
Þær eru ljúfar minningarnar
um svo velgerðan mann sem
Kolbeinn var.
Henrik P. Biering.
Kolbeinn Pétursson, fram-
kvæmdastjóri, andaðist 16. þ.m. og
verður jarðsettur í dag. Hann varð
rúmlega 54 ára gamall, fæddur 11.
júlí 1924 hér í Reykjavík. Kona
hans er Guðrún E. Halldórsdóttir
og áttu þau fimm börn, fjórar
dætur og einn son, sem öll eru
uppkomin.
Kolbeinn brautskráðist frá
Verzlunarskóla íslands 1943 og var
síðan við framhaldsnám í Banda-
ríkjunum. Að loknu námi stundaði
hann verzlunarstörf um skeið eða
þar til hann hóf störf við iðnrekst-
ur, fyrst sem fulltrúi og síðar
framkvæmdastjóri hjá Lakk- og
málningarverksmiðjunni Hörpu
hf. um 6 ára skeið, sem stofnandi
og framkvæmdastjóri Málningar
hf. í Kópavogi um 20 ára skeið og
síðast sem framkvæmdastjóri
Atlantis hf. í Reykjavík frá 1973.
Störf hans voru unnin af frábærri
samvizkusemi, nákvæmni og rögg-'
semi og er nú skarð fyrir skildi
iðnrekenda.
Ungur að árum kynntist ég
Kolbeini og sá kunningsskapur
leiddi til vináttu, sem aldrei bar
skugga á. Kolbeinn var alla tíð
einlægur og traustur vinur. Þegar
eiginkona mín fluttist með mér
heim til íslands 1946, fagnaði
hann henni sem góðum vini og
myndaðist góð og einlæg vinátta
milli Kolbeins og eiginkonu hans,
• Guðrúnar, og okkar hjónanna sem
hélzt til hins síðasta.
Kolbeinn var ljúfur maður,
velviljaður og vildi hvers manns
vanda leysa og lagði mikið í
sölurnar fyrir aðra þótt hann
flíkaði því lítt. Slíkir menn eru
ekki of margir meðal okkar, en að
leiðarlokum er þeirra sárt saknað.
Við hjónin og margir aðrir sakna
nú vinar í stað. í huga okkar lifir
minningin um góðan félaga, hlýj-
an og traustan mann, sem var
vammlaus, búinn góðum kostum
og hæfileikum og með einstakan
gerðarþokka.
Við hjónin flytjum Guðrúnu og
börnum þeirra Kolbeins og barna-
börnum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Minningin um Kolbein er björt
og flekklaus eins og hann var
sjálfur.
Sigurbjörn Þorbjörnsson.
Óvænt barst okkur harmafregn-
in. Vinur okkar, Kolbeinn Péturs-
son, er látinn.
Skyndilega, eins og hendi sé
veifað, er hann horfinn yfir
landamæri lífs og dauða, aðeins 54
ára.
Hann, sém var svo lífsglaður,
ötull og fullur áhuga og ávallt með
fangið fullt af verkefnum, horfinn
mitt í önn dagsins. Af hverju
hann?
Dagsverkinu var ekki lokið.
Hann ætlaði svo margt að gera, að
það var enginn tími til að deyja.
En stundin var komin, dagur var
á enda og nóttin kom skyndilega
eins og í hitabeltinu.
Enginn má sköpum renna. Mátt-
vana horfum við á tæmdan lífsbik-
arinn og fáum ekki að gert.
Minningarnar um góðan dreng
streyma fram í hugann, allar
götur til þess tíma er æskan réði
ríkjum. Óteljandi samverustundir,
innan lands og utan, í hópi vina og
ástvina.
Með harm í huga finnum við til
við það skarð, sem komið hefur í
hóp góðra vina.
Við biðjum að Guðrúnu og
ástvinum hans veitist líkn og
styrkur í sorg sinni.
Guðs blessun fylgi Kolbeini og
þökk fyrir samfylgdina.
Spilafélagar.
Afmœlis- og
minningargreinar
AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að
minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og
greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag,
verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en
árdegis tveim dögum fyrir birtingardag.
____________I
__________I