Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 44
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 ÞRENNA INGA Bl Á AÐEINS sjö mínútum tókst Injfa Birni Albertssyni að skora þrjú mörk í leik Vals og Breiðabliks á lauffardag í 1. deildinni og snúa leiknum Val í hag. I fyrsta skipti í sumar voru Valsmenn undir í leik og það í heilar 36 mínútur. Botnlið deildarinnar Breiðablik kom þeim i opna skjöidu með því að skora mark strax á annarri mínútu og leika eins og þeir sem valdið hafa fyrstu 15 mínútur leiksins. En þá fór að koma i Ijós festa og reynsla Valsmanna, smátt og smátt náðu þeir yfirtökum og gerðu út um leikinn á sjö minútna kafla er þeir náðu að skora þrjú mörk. Eftir það áttu Breiðabliksmenn sér ekki viðreisnar von þrátt fyrir hctjulega baráttu. Það var auðséð að Breiðabliks- menn komu til leiksins ákveðnir í að selja sig dýrt. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og komu Vals- vörninni í opna skjöldu strax í byrjun. Þeir áttu hörkuskot yfir þverslá og mínútu síðar höfðu þeir skorað glæsilegt mark og náð forystu. Eftir góða sóknarlotu hjá Blik- unum, hrökk knötturinn út í vítateigshornið vinstra megin, og þar var Sveinn Ottósson vel staðsettur og var hann ekkert að tvínóna við hlutina heldur skaut þrumuskoti, sem þandi út net- möskvana óverjandi fyrir hinn snjalla markvörð Vals Sigurð Haraldsson. Voru þetta mistök í vörn Vals, þeim hefði ekki átt að vera skotaskuld að vera búnir að hreinsa frá markinu. Við þetta mark sló þögn á hina dyggu aðdáendur Vals, og var sem leikmenn litu hvor á annan með spurningarsvip, ætlaði sama sagan og í fyrra virkilega að endurtaka sig. Að missa Islandsmeistaratitil- inn út úr höndunum í síðustu leikjum mótsins. En greinilegt var er líða tók á leikinn að slíkt var ekki í huga þeirra. Þeir börðust af miklum krafti, staðráðnir í að sigra. Breiijabliksmenn sýndu enga minnimáttarkennd í byrjun og léku vel, áttu þeir laglega leik- kafla, og vörn þeirra var vel á verði. Valsmenn voru hinsvegar seinir í gang, en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fóru þeir að braggast. Fyrsta hættulega marktækifæri þeirra kom á 17. mín er Ingi Björn fær góða sendingu fyrir markið en skallar beint á markvörðinn. Skömmu síðar á Ingi hörkuskot rétt yfir. Það er svo ekki fyrr en á 36. mínútu sem Valur jafnar. Átti milMUWIIIhlH Valur UBK 4:2 Tcxtii Þórarinn Ragnarsson Myndi Ragnar Axelsspn Guðmundur Þorbjörnsson heiður- inn af því. Hann náði knettinum af mótherja, brunaði upp kantinn og sendi vel inn í vítateiginn á Inga sem var í dauðafæri, þrumu- skot Inga stefndi í netið, en á síðustu stundu tókst einum af varnarmönnum UBK að slá knött- inn yfir þverslá með hendinni. Góður dómari leiksins Eysteinn Guðmundsson dæmdi samstundis vítaspyrnu og úr henni skoraði Ingi Björn af öryggi. Sveinn markvörður flaug í vitlaust horn. Valsmenn höfðu jafnað og voru komnir á bragðið. Og það munaði ekki um það. Aðeins tveimur mínútum síðar er mikil pressa á mark Blikana, og af stuttu færi á Ingi hörkuskot á markið. Var að sjá að knötturinn stefndi yfir, en hann fór í bakið á Einari Þórhalls- syni, breytti stefnu og fór í markið. Fimm mínútum síðar á 43. mínútu (markamínútunni) verður einum varnarmanni Blikanna á hræðileg mistök er honum mis- tekst að hreinsa frá, missir knöttinn inn fyrir sig og Ingi Björn er enn á ferðinni, nær knettinum og brunar upp á auðum sjó, leikur á markvörðinn og rennir knettinum í netið. Þrjú mörk gegn einu. Á aðeins sjö mínútum skora Valsmenn þrjú mörk. Þrenna hjá Inga Birni, glæsilegt framlag. Það var fljótt að skipast veður í lofti. Þeir voru óhressir á svipin • Sveinn Skúlason hefur hér betur í viðureign við sóknarmenn Vals, en Ingi Björn Albertsson er ekki langt undan. A sjö mínútum skoraði hann þrjú mörk og gerði vonir líflegra Blika að engu Breiðabliksmenn er þeir gengu til búningsklefa sinna í hálfleik. Blikarnir voru samt ekki alveg dauðir úr öllum æðum. Þeir hefja síðari hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri. Og á 50. mín á fyrirliði þeirra Þór Hreiðarsson gott tækifæri er hann kemst í gegn en mistekst og skot hans fer rétt utan við stöng. Á 53. mínútu er Þór í miklum ham; hann einleikur upp miðju vallarins á mikilli ferð, og á vítateig Vals lætur hánn þrumufleyg ríða af og skorar glæsilegt mark. Hafnaði knöttur- inn vel út við stöngina niðri. Breiðablik var aftur komið inn í leikinn. Börðust þeir vel og léku vel saman og veittu Val verðuga mótspyrnu. Á 58. mínútu á Sigur- jón Rannversson gott skot sem Sigurði Haraldssyni rétt tekst að verja í horn. En sama sagan skeður og í fyrri hálfleiknum, Valsmenn taka öll völd og sækja ákaft. Tvisvar á Albert Guð- mundsson góð tækifæri á að skora en mistekst í þeim báðum. Reynd- ar bjargaði Sveinn með meistara- legri markvörslu síðara skoti hans. Valsmenn eiga fjölda tækifæra, en það er ekki fyrr en á lokamínútu leiksins sem Atli skorar eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Þorbjörns- syni, og innsiglar sigurinn. Svo mikill kraftur var í skoti Atla að skórinn þeyttist á eftir boltanum og fór hátt yfir markið en boltinn fór hinsvegar rétta leið. Sigur Vals var sanngjarn, þeir léku vel og voru staðráðnir í að sigra. Erfitt er að gera upp á milli manna í liðinu, þó á Ingi Björn hrós skilið fyrir að koma inn eftir hvíld sem hann varð að taka vegna meiðsla og sýna góðan leik og skora þrjú mörk. Tengiliðir Vals léku vel, voru sívinnandi og hlífðu sér hvergi. ‘ Bestu menn í liði UBK voru Þór Hreiðarsson sem var allt í öllu hjá liði sínu og Sveinn Skúlason markvörður. í STUTTM MÁLli LauKardalsvöllur 19. áKÚst íslandsmótið 1. defild. VALUR-UBK 4-2. (3-1). MÖRK VALS: Ingi Björn Albertsson á 36. mín, 38. mín og 43. mín. MÖRK UBK: Sveinn Ottósson á 2. mín og Þór Hreiðarsson á 53. mín. Áminning: Sveinn Skúlason gula spjaldid. Áhorfendur: 1256. v..#' » % v.#' •' V Lið Valsi Sigurður Ilaraldsson Grímur Sæmundsson Guðmundur Kjartansson Ilörður Hilmarsson Dýri Guðmundsson Sævar Jónsson Ingi Björn Albertsson Atli Eðvaldsson Albert Guðmundsson Guðmundur Þorbjörnsson Jón Einarsson Lið UBK. Sveinn Skúlason 3 Gunnlaugur Helgason 1 Helgi Helgason 2 Benedikt Guðmundsson 3 Einar Þórhallsson 2 Ólaíur Friðriksson 2 Vignir Baldursson 2 Þór Hreiðarsson 3 Valdimar Valdimarsson 1 Sigurjón Rannvcrsson 2 Svein Ottósson 2 Hciðar Breiðfjörð vm 2 Birgir Teitsson 2 Dómarii Eystcinn Guðmundsson 3 Elnkunnagjöfln VÍKINGUR. Diðrik Ólafsson 2 Ragnar Gíslason 2 Magnús Þorvaldsson 2 Gunnar Örn Kristjánsson 3 Róbert Agnarsson 3 Ileimir Karlsson 3 Viðar Elíasson 2 Helgi Ifelgason vm 1 Jóhann Torfason 3 óskar Tómasson 2 Lárus Guðmundsson 3 Jóhannes Bárðarson 3 FRAM. Guðmundur Baldursson 2 Gústaf Björnsson 3 Rafn Rafnsson vm. 2 Gunnar Guðmundsson 2 Kristinn Atlason 2 Sigurbergur Sigsteinsson 1 Trausti Haraldsson 2 Pétur Ormslev 1 Ásgcir Elíasson 2 Guðmundur Stéinsson 1 Rúnar Gíslason 2 Knútur Kristinsson vm 2 Guðmundur Ilafberg 1 Dómarii Arnþór Óskarsson 3 FII. Friðrik Jónsson 3 Jón Ilinriksson 2 Benedikt Guðbjartsson 1 Gunnar Bjarnason 3 Janus Guðlaugsson 2 Logi Óiafsson 2 Viðar Ilalldórsson 2 ólafur Danivalsson 3 Leifur Helgason 1 Pálmi Jónsson 1 Þórir Jónsson vm 2 Guðjón Guðmundsson vm 1 ÞRÓTTUR. Rúnar Sverrisson 3 Guðmundur Gslason 2 Úlfar Hróarsson 2 Jóhann Ilreiðarsson 2 Sverrir Einarsson 2 Baldur Ilannesson 2 Ilalldór Arason 3 Árni Valgeirsson 1 Svcrrir Brynjólfsson 1 Ágúst Hauksson 2 Þorgeir Þorgeirsson 1 Þorvaldur Þorvaldsson vm 2 Daði Ilarðarson vm 1 Dómari. Hreiðar Jónsson 4 ÍBV. Páll Pálmason 2 Guðmundur Erlingsson 2 Einar Friðþjófsson 2 Þórður Hallgrfmsson 3 Friðfinnur Finnbogason 2 Sveinn Sveinsson 3 Valþór Sigþórsson 2 Óskar Valtýsson 3 Sigurlás Þorleifsson 4 Örn óskarsson 3 Karl Sveinsson 2 Gústaf Baldvinsson (vm.) 2 Ásmundur Friðriksson (vm.) 1 KA. Þorbergur Atlason 1 Steinþór Þórarinsson 2 Gunnar Gíslason 2 Guðjón Ilarðarson 2 Haraldur Haraldsson 3 Sigbjörn Gunnarsson 2 Óskar Ingimundarson 2 Eyjólfur Ágústsson 2 Gunnar Blöndal 2 Ólafur Haraldsson 2 Elmar Geirsson 3 Gunnar Gunnarsson (vm.) 2 Jóhann Jakobsson (vm.) 1 Dómari. Sævar Sigurðsson 3 V-l# • ♦ v.#- Lið ÍBK. Þorsteinn Ólafsson 3 Guðjón Guðmundsson 2 Óskar Færseth 2 Sigurbjörn Gústavsson 2 Gísli Torfason 2 Sigurður Björgvinsson 3 Einar Á. Ólafsson 3 Ólafur Júliusson 3 Skúli Rósantsson 3 Steinar Jóhannsson 3 ómar Ingvarsson 2 Þórður Karlsson vm 2 Friðrik Ragnarsson vm 2 Dómari. óli Ólsen 3 Lið ÍA. Jón Þorbjörnsson 2 Guðjón Þórðarson 2 Kristinn Björnsson 2 Jóhannes Guðjónsson 2 Jón Gunnlaugsson 2 Jón Áskclsson 2 Karl Þórðarson 3 Jón Alfreðsson 3 Pétur Pétursson 2 Sigurður Halldórsson 1 Árni Sveinsson 3 Sveinbjörn Hákonarson vm 2 Matthías Hallgrímsson vm 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.