Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 34
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
vegum NATO
London, Boirút,
Tel Aviv,
21. ágúst, Reuter — AP.
ÍSRAELSK flugfreyja ligg-
ur nú á milli heims og helju
á sjúkrahúsi í London eftir
að hafa særzt alvarlega í
skot- og handsprengjuárás
arabískra hryðjuverka-
manna á rútubifreið sem
flutti starfsfólk ísraelska
flugfélagsins ELAL. Ein
flugfreyja er látin og enn
ein særðist, en þó ekki
lífshættulega, að því er
talið er. Sex vegfarendur,
allir brezkir, létust í árás-
inni, svo og einn hefndar-
verkamannanna, en hann
er talinn hafa orðið eigin
handsprengju að bráð er
hann hrasaði á ódæðis-
staðnum. Fjöldi annarra
særðist en ekki
lífshættulega.
Árásin átti sér stað fyrir utan
hótel í miðhluta Lundúna á
sunnudagsmorgun. Lögreglu tókst
að handsama einn ódæðismann-
inn, en talið er að þeir hafi verið
fjórir eða fimm. Samtök sem
sprottin eru út úr aðalmeiði
Alþýðufylkingarinnar til frelsunar
Palestínu, hafa lýst ábyrgð árásar-
innar á hendur sér, en samtök
þessi, Alþýðufylkingin til frels-
unar Palestínu — sérlegar aðgerð-
ir, rændu á sínum tíma vest-
ur-þýzkri farþegaflugvél sem
neydd var til að lenda í Mogadishu
í Sómalíu, þar sem sérþjálfaðar
sveitir þýzkra hermanna náðu
flugvélinni og frelsuðu gíslana.
Frá því var skýrt í Jerúsalem að
opinber rannsókn færi fram á
árásinni. Meðal forsvarsmanna
ísraelska flugfélagsins El Al ríkir
nokkur gremja í garð Breta sem
hafa statt og stöðugt neitað
flugfélaginu um leyfi til handa
öryggisvörðum þess að bera vopn
í Bretlandi. Mun hin opinbera
rannsókn af hálfu Israelsmanna
einkum beinast að því, hvort
brezka lögreglan hafi verið starfi
sínu vaxin hvað varðar öryggis-
gæzlu starfsfólks flugfélagsins.
Menachem Begin forsætisráð-
herra ísrael fordæmdi árásina
harðlega og sagði þarna villi-
mannslegan glæp hafa verið fram-
inn. Þá hefur árásin vakið óhug og
reiði meðal brezku þjóðarinnar, að
því er segir í fréttaskeytum. Meðal
annars krafðist blaðið Daily Mail
þess í forystugrein í dag að allur
diplómatapóstur til arabískra
sendiráða yrði skoðaður með
málmleitartækjum. „Það er
ástæða til að halda að vopn sem
notuð eru til slíkra grimmdar-
verka komi í diplómatapósti.
Blaðið hefur áður lagt til að þessar
sendingar færu í gegnum málm-
leitartæki. Hvað ætli þurfi mörg
ofbeldisverk til viðbótar áður en
a.m.k. þessari varúðarráðstöfun
verður beitt?“ segir blaðið.
Mótmæli víða utan
Tékkóslóvakíu í gær
við landamæri Danmerkur
dagana 19.—22. sept. n.k.,
að því er tilkynnt var í
aðalstöðvum Nato í dag.
Æfingarnar munu fara
fram á landi, sjó og í lofti
og eru gerðar í því mark-
miði að efla varnarmátt
hersveita á svæðinu
Slésvík-Holstein, í Jótlandi
og Mið-Danmörku.
Hersveitir frá V-Þýzka-
landi, Bandaríkjunum og
Danmörku munu taka þátt
í æfingunum. Samtímis
þessum æfingum munu fara
fram heræfingar á vegum
Nato á Atlantshafi og
Norðursjó á tímabilinu
4.—19. sept. n.k.
Myndin var tekin skömmu eftir að um garð var gengin árás hryðjuverkamanna, að líkindum arabískra.
á áhöfn EL AL flugvélar. Fólkið var að stíga upp í bílinn sem sést til vinstri á myndinni er
hryðjuverkamennirnir réðust til atlögu. Bfllinn var aliur sundurskotinn eftir og tveir menn létust,
ísraelsk flugfreyja og annar hryðjuverkamaðurinn. Að minnsta kosti níu eru slasaðir, þar af sumir mjög
aivarlega.
Veður
víða um heim
Vegna truflana 6 fjarriturum í
gaar, mánudag, vantar nokkra
staði inn á aem venjulega aru
med.
Akureyri 10 akýjað
Apena 31 bjart
Barcefona 27 léttskýjað
Berlín 26 bjart
Brussel 23 skýjað
Genf 29 sál
Jóhannesarborg 22 sól
Malaga
Mallorka
Moskva
Rómaborg
Reykjavík
San Francisco
Tókíó
27 heióskírt
26 léttskýjaö
25 skýjaó
30 sól
13 léttskýjaó
19 skýjað
35 bjart
Heræfingar á
Skotárásin
íLondon:
Átta
létust, fjöldi
flugfreyja ligg-
særðist og
ur enn á milli heims og helju
Casteau, 21. ágúst —
Reuter.
HERÆFINGAR á vegum
Nato með þátttöku 60.000
manna hersveita munu
fara fram í V-Þýzkalandi
Neto f ar-
inn heim
frá Zaire
Kinshasa 21. ág. Reuter.
AGOSTINHO Neto, forseti
Angola lauk í dag þriggja daga
heimsókn til Zaire og náðu þeir
Mobutu Zaireforseti samkomu-
lagi um að gera ráðstafanir til að
draga úr spennu við landamæri
ríkjanna tveggja. Samskipti land-
anna kólnuðu mjög eftir
atburðina í Shabahéraði í maí-
mánuði eins og frá hefur verið
sagt. Síðan hefur Mohutu gert
ýmislegt f þvf að bæta sambúð
ríkjanna og Neto tekið því harla
vel.
Sonarsonur Bing
Crosbys fórst í slysi
Los Angeles,
19. ágúst. AP, Reuter
BRIAN Patrick Crosby, 19 ára
gamall sonarsonur söngvarans
heimsfræga , Bing Crosbys, sem
nýlátinn er, fórst í véihjólaslysi á
iaugardagskvöld í Beverly Hills.
Aðdragandi slyssins var sá, að
lögreglan hóf að elta hann, er hún
1974 — Panama og Kúba taka
á ný upp stjórnmálaskipti, sem
rofin voru millum þeirra tólf
árum áður.
1973 — Nixon tilkynnir afsögn
Rogers utanríkisráðherra og
skipar Henry Kissinger í stöð-
una.
1972 — Ródesíumenn eru beðnir
að hætta við þátttöku í
Ólympíuleikunum vegna kyn-
þáttastefnu sinnar.
sá, að hann fór yfir á rauðu ljósi.
Skömmu síðar fór Brian framúr
bíl, en missti um leið stjórn á
vélhjólinu og kastaðist í götuna.
Han lézt skömmu eftir aö komið
var með hann á sjúkrahús.
Brian var sonur Philip Crosbys,
sem var eitt fjögurra barna Bing
Crosbys úr fyrsta hjónabandi.
1968 — Páll páfi kemur til
Bogota í Coiombiu og er það
fyrsta heimsókn páfa til Suöur-
Ámeríku.
1964 — Hundrað þrjátíu og áttá
manns látast í íellibyl á Haiti og
Guadeloupe.
1962 - De Gaulle Frakklands-
forseta sýnt banatilræði en
hann sleppur ómeiddur.
Innlent — Jörundi hundadaga-
konungi steypt 1809. —
Prag, 21. ágást — Reuter.
Reuterfréttastofan víkur að því
hversu mikill munur hafi verið á
þessum degi nú og 21. ágúst 1969
en þá kom til átaka víða f
Tékkóslóvakíu. Hins vegar var
efnt til hvers kyns funda og
mótmælagangna víðs vegar í
Evrópu til að láta í ljós fyrirlitn-
ingu að gjörð Varsjárbandalags-
rfkjanna fyrir tíu árum og allar
götur síðan.
Sovézkir andófsmenn skýrðu frá
því í kvöld að þeir hefðu skipulagt
einnar mínútu mótmælastöðu á
aðaltorgi Leningrad í gær.
í Ankara brutu reiðir mót-
Konungsúrskurður um ráð-
gjafasamkomur í Reykjavík
1838. — „Skugga-Sveinn" frum-
sýndur 1908. — Björn Kristjáns-
son ráðherra biðst lausnar 1917.
Orð dagsins — Nóg nægir,
ofnægtir eyðileggja — ítalskur
málsháttur.
Þetta gerðist
mælendur glugga á skrifstofu
Aeroflot, í Austur-Berlín varð
sprenging í bústað tékkneska
sendiherrans þar og var hún svo
öflug að þakið sviptist að nokkru
af. Talsmaður sendiráðsins sagði
að sprengingin hefði orðið vegna
gasleka en það er dregið í efa. í
Köln var haldinn fjölmennur
mótmælafundur með rithöfund-
ana Giinther Grass og Hreinrich
Böll í broddi fylkingar.
I Brússel hengdi hópur manna
borða við skrifstofur CSA —
tékkneska flugfélagsins — sem á
Stóllinn nú
auðveldari
Carter
New York, 21. ágúst. — AP
JIMMY Carter Bandaríkjaforseti
segir í viðtali sem birtist í nýjasta
hefti tímaritsins Newsweek, að
hann njóti nú meir embættis síns
og að hann leggi nú ekki eins
hart að sér og á fyrstu mánuðum
valdatfma síns. Hann segir þetta
að þakka því að hann hafi nú
betri tök á stjórnuninni og á
alþjóðamálum.
stóð „Tékkóslóvakía 1968—1978 —
sósíalismi — já — hernám — nei.“
Mjög víða annars staðar voru
mótmælafundir, m.a. sóttu um tíu
þúsund manns slíkan fund í Osló.
Rude Pravo, málgagn tékknesku
stjórnarinnar, fjallaði um atburð-
ina fyrir tíu árum í ritstjórnar-
grein í svipuðum anda og síðustu
daga og fór um þá lofsamlegum
orðum og hefðu þeir verið rothögg
fyrir hægrimenn og endur-
skoðunarsinna sem hefðu viljað
sósíalismann feigan í Tékkó-
slóvakíu.
Jimmy Carter.