Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 37 i i fclk f fréttum Þá hafa olíuríkin blandað sér í slaginn um kaupin á atvinnu- knattspyrnumönnum og þá er ekki verið að skera neitt við nögl. Fótboltafélagið „Al llil- al" í Saudi Arabíu hefur nýlega keypt stórstjörnu Brazilíumanna, Rivelino, og gert við hann samning upp á 5 til 10 milljónir Bandaríkja- dala. Kappaksturs- hetjur slökkva þorst- ann. — Að lok- ínni Grand Prix kappaksturs- keppninni í V-Þýzkalandi sjást aðalkeppi- nautarnir slökkva þorstann úr risa kampavíns- flöskum. Kapparnir eru þeir Jody Scheckter frá SAfríku, Banda- ríkjamaðurinn Mario Andreotti, sem sigraði í Lótus- bíl, og Frakkinn Jacques Laffitte. Þessi blökku- mannafjöl- skylda er ein af mörgum, sem hef ur flúið landsvæðin þar sem átök haf a orðið hörðust milli stjórnarher- manna í Ródesíu og liðsmanna skæruliða- sveita. Haf a flóttamannabúð- ir verið settar upp f yrir blökku- menn í námunda við Salisbury, höfuðborg Ródesíu. ffVlWTÍRI PUTTfl°, izs EFTIT!? ; blW CEHKSZL Biðjast verður afsökunar á því, að myndin af þessari konu, er ekki nógu góð. — Konan heitir Midge Constanza og hefur verið í starfsliði Carters forseta í Hvíta húsinu. Þar var hún ráðgjafi forsetans um málef ni kvenna þar í landi. — Hún ákvað fyrir skömmu að lata af störfum. Það hefur komið alloft fyrir að allskonar yfirlýsingar hennar hafa vald- ið óþægindum og f jaðrafoki. Drengnum á þessari mynd, sem tekin er í gjörgæzludeild á sjúkrahúsi einu í Washingtonfylki, mistókst herfilega um daginn. Hann ætlaði þar að leika það eftir rokksveit einni, „Kiss", að spúa eldi, en það gera liðsmenn sveitarinnar á skemmtunum, sem þeir koma fram á. Drengurinn fékk sér gúlsopa af benzfni og frussaði þvf yfir opinn eld með þeim afleiðingum að eldurinn læsti sig upp í munninn og allt ofaní lungu drengsins og hlaut hann slæm brunasár af þessu uppátæki sínu. Rekstur frystihúsa á Vestfjörðum stöðvast siálfkrafa á næstunni MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun, sem sam- þykkt var á fundi Félags fisk- vinnslustöðva á Vestfjörðum sl. miðvikudag. Síðustu mánuði hafa frystihúsin á Vestfjörðum verið rekin með vaxandi rekstrarhalla. Kostnaðar- liðir fiskvinnslunnar hafa á þessu tímabili hækkað langt umfram hækkun söluverðs afurðanna og fyrirsjáanlegar eru stórfelldar kostnaðarhækkanir á næstu vik- um. Þessi fyrirtæki hafa ekki safnað sjóðum á undanförnum árum og eru því ófær um að halda áfram taprekstri. Einnig liggur fyrir, að ekki fæst lánsfé til aukinna rekstrarútgjalda, sem gæti um tíma frestað stöðvun, og hlýtur reksturinn því að stöðvast sjálf- krafa mjög fljótlega. Slíkt ástand er nú þegar komið hjá nokkrum fyrirtækjúm. Á Vestfjörðum eru frystihúsin burðarásinn í atvinnulífinu í hverju byggðarlagi og því hrein vá fyrir dyrum, þegar þau stöðvast. Fundur frystihúsaeigenda á Vestfjörðum vill því mjóg alvar- lega minna á þá ábyrgð, sem á stjórnvöldum hvílir og treystir því, að þau takist á við þann efnahagsvanda, sem nú blasir við, svo að afstýrt verði almennu hruni í fiskiðnaðinum, sem myndi leiða af sér almennt atvinnuleysi um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.