Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 27 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjðrn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Kreml og Kekkonen Tíminn sneri sér um helgina til nokkurra aðila og spurði þá í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá innrásinni i Tékkóslóvakíu hvað þeir segðu um áhrifin af innrásinni bæði hér á landi og annars staðar. Á það hefur verið bent, m.a. hér í Mórgunblaðinu, að lærdómurinn sem draga má af innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu og íhlutun þeirra um málefni annarra ríkja, ekki sízt svokallaðra sósíalískra ríkja, er sá, að okkur er lífsnauðsynlegt að tryggja lýðræði okkar og frelsi í framtíðinni með samstarfi við lýðræðisþjóðirnar, eins og bent er á í ritstjórnargrein í Tímanum sl. sunnudag, svo og hér í Morgunblaðinu, þar sem lögð var áherzla á það, að 21. ágúst ætti „að minna okkur á eitt öðru fremur: að treysta öryggi lands og þjóðar í samstarfi við vestræn lýðræðisríki, slá skjaldborg um frelsi okkar og framtíð". I einu svarinu í Tímanum á sunnudag er m.a. bent á, að það sé „ekki sízt íhugunarefni fyrir okkur, sem búum í lýðræðisríki að átta okkur á því, að Rússar telja sig hafa heimild til innrásar í þau ríki, þar sem marxistar hafa stjórnarforystu, ef þeim býður svo við að horfa. Marxistísk stjórnarforysta á íslandi gæti því gefið Kremlverjum ástæðu til freklegri afskipta í innanríkismálum Islands en verið hefur. Menn skyldu gera sér grein fyrir þessari hættu — og hafa hana ekki í flimtingum“. Einn þeirra sem Tíminn spyr er Eiður Guðnason alþingismaður, og það er athyglisvert, að hann kemur einnig inn á þetta atriði og telur ástæðu til að undirstrika það rækilega, tilfærir meðal annars þann kafla í ræðu Brezhnevs á fimmta þingi pólska kommúnistaflokksins, 12. nóv. 1968, þar sem einmitt er fjallað um þennan íhlutunarrétt Sovétríkjanna um málefni sósíaliskra ríkja, en þá sagði núverandi forseti Sovétríkjanna: „Þegar innri og ytri öfl fjandsamlegs sósíalisma reyna að snúa þróuninni upp í það í einhverju sósíalísku ríki að endurreisa kapítalíska stjórnarhætti og þegar sósíalismanum í því ríki og hinu sósíalíska samfélagi er ógnað, þá er það ekki aðeins vandamál þess ríkis, sem þar á í hlut heldur sameiginlegt vandamál og áhyggjuefni öllum sósíjlískum ríkjum. Auðvitað er aðgerð eins og hernaðaraðstoð við bræðraþjóð til að bægja ógnunum frá sósíalismanum óvenjuleg aðgerð vegna brýnnar nauðsynjar (leturbr. Mbl.).“ Eiður Guðnason segir einnig, að innrásin í Tékkóslóvakíu hafi sýnt mönnum grímulausa stefnu Sovétríkjanna „og menn skildu betur eftir en áður eðli hins alþjóðlega kommúnisma ...“ Margrét R. Bjarnason, formaður Islandsdeildar Amnesty Internation- al, fjallar einnig óbeint um fyrrnefnda hættu, þegar hún segir: „Sovétmenn hafa þegar oftar en einu sinni sýnt á sér klærnar — enda veltá menn því fyrir sér mjög alvarlega, hvað gerist þegar menn eins og Tító og Kekkonen falla frá, því ekki er víst, að arftakar þeirra verði þeim jafnokar í hinni pólitísku jafnvægislist." Og hún lýsir afleiðingum af kommúnisma m.a. með eftirfarandi orðum: „En að fá ekki að vinna fyrir sér með þeim hætti sem maður kýs, að fá ekki frið í einkalífi sínu fyrir símahlerunum og njósnum, eiga yfir höfði sér húsleit lögreglu hvenær sem er, að geta ekki sinnt ritstörfum, hitt félaga sína eðlilega og eiga von á fangelsunum fyrir að halda skoðunum sínum fram, mér óar við slíkum þjóðfélögum, hvar sem er, og þessi hafa orðið áhrif innrásarinnar í Tékkóslóvakíu." Morgunblaðið hefur bent á það áður, að þrátt fyrir þrýsting frá Sovétríkjunum og viðkvæma legu Finnlands á landamærum Sovétríkj- anna, hefur Kekkonen aldrei dottið í hug að fela forystumanni finnskra kommúnista stjórnarmyndun, né hefur það verið gert í landi eins og Ítalíu, þar sem kommúnistaflokkurinn er miklu sterkari en Alþýðubandalagið hér, og hefur að sumu leyti afneitað heimsvaldastefnu Sovétríkjanna á einarðari hátt en Alþýðubandalagið, né hefur nokkrum forseta Frakklands dottið í hug að kalla leiðtoga kommúnistaflokks Frakklands til að hafa forystu um stjórnarmyndun þar í landi. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur segir í athyglisverðri grein í Vísi sl. föstudag m.a.: „Takist Lúðvík Jósefssyni stjórnarmyndun verður einungis að leita fordæma austur fyrir járntjald. Þar hefur það aldrei gerzt, eftir að vissum öflum hefur verið stýrt til forræðis um stjórnir landa eftir löglegum og lýðræðislegum leiðum, að þurft hafi að endurtaka leikinn, eins og er þó siður í lýðræðislöndum. Forystumönnum annarra flokka hefur verið haldið við með blekkingum, unz þeir annað tveggja settust í helgan stein eða hurfu út um glugga ...“ Hann kallar Alþýðubandalagið „barnabarn Kommúnistaflokksins gamla“ — og ennfremur, það sem er athyglisverðast af ummælum Indriða G. Þorsteinssonar: „Aftur á móti hafa önnur lýðræðisþjóðfélög beitt öllum ráðum til að hindra þátttöku stjórnmálaafla á borð við Alþýðubandalag- ið í ríkisstjórnum og munu ekki á næstunni fela þeim stjórnarmyndanir. En við erum svo langt úti í hafinu, að sjálfsagt verður ekki heraðsbrestur, þótt við verðum fyrst þjóða til að framkvæma það, sem að öllum líkindum mundi kosta blóðsúthellingar annars staðar. Við erum nú einu sinni svo sérstök á alla grein, að dagur Lúðvíks Jósefssonar, hinn 16. ágúst 1978, verður aðeins fréttnæmur á Vesturlöndum vegna „prinsipsins“.“ Það er út í hött að segja, að það sé ólýðræðisleg afstaða að benda á hættuna af marxistum, sem hafa það á stefnuskrá sinni að kollvarpa lýðræðislegu þjóðskipulagi. Þeir lýðræðissinnar sem skjálfa eins og strá fyrir vindi þegar þeir þurfa að takast á við kommakjarnann eiga ekkert érindi í þá hólmgöngu, sem nú fer fram um allan heim milli alræðis og frjálshyggju. Sá Islendingur sem heldur að þessi átök fari ekki fram á Islandi ætti að gefa orðum Brezhnevs, rækilega gaum — og draga réttar ályktanir af sögulegum staðreyndum. Og það verða frjálshyggju- menn að gera sér ljóst, að eitt er að vinna með marxistum, en annað að kalla þá til forystu. Á VEGUM Lýðræðissinnaðrar æsku var í gæf haldinn útifundur á Lækjartorgi til Þess að minnast Þess að fyrir tíu árum var gerð innrás í Tékkóslóvakíu. Ræðumenn á fundinum voru fjórir: Finnur Torfi Stefánsson alÞingismaður, Jóhann Thorsteinsson fóstra, Jón Magnússon lögfræðingur og Jón Sigurðsson og fara ræður Þeirra hér á eftir. Jón Sigursson: „Innrásin afhjúpaði eðli hins kommúníska stjómar- fars risaveldisins í austri” í dag minnumst við hörmulegra endaloka einnar merkustu tilraun- ar í stjórnarháttum og samfélags- skipan sem gerð hefur verið í Evrópu á þessari öld. Fyrir tíu árum greindi menn vissulega á um það hvort tilraun umbótamann- anna í Tékkóslóvakíu gæti yfirleitt borið árangur eða ekki, en á Vesturlöndum voru menn á einu máli um það að í landinu væru stórkostlegir atburðir að gerast. Vonglaðir menn töluðu um „vor í Prag“, en hinir rifjuðu upp dapurlegar endurminningar frá uppreistinni í Ungverjalandi. Úr því sem fór um þessa tilraun : veit það enginn nú hvort það gat staðist, sem forystumenn Tékka og Slóvaka töldu, að unnt yrði að samræma kommúnisma annars vegar og lýðræði, valddreifingu og mannréttindi hins vegar í einu og sama samfélaginu. Margir voru þeir sem álitu að þetta gæti ekki orðið og að stefnumiðin í Prag hlytu að leiða af sér samfélags- form í líkingu við það sem við þekkjum t.d. á Norðurlöndum. Innrás herja Varsjárbandalags- ins undir forræði nýja Rússneska keisaradæmisins batt skyndilegan endi á þessa djörfu tilraun. Hún kom eins og harkaleg sönnun varnaðarorða hinna svartsýnustu. Eg minnist þess hvernig menn biðu milli vonar og ótta vorið 1968. Alls staðar ríkti sama spennan og óttinn um að þessi tilraun yrði stöðvuð með valdi. Ég var einn þeirra fjölmörgu sem fylgdust með þessum atburðum fullur aðdáunar á frumkvæði Tékka og Slóvaka og ég minnist þess að ásamt sjálfsagt þúsundum fleiri varpaði maður öndinni léttara þegar leið á Jón Sigurðsson. sumarið og þóttist þess fullviss að úr því þeir voru ekki þegar búnir að ráðast á Tékkóslóvakíu, þá myndu þeir láta þjóðina í friði. Innrásin var ægilegt reiðarslag. Allur þessi mikli fjöldi unglinga sem hafði tamið sér róttækni á þessum árum var sem þrumu lostinn. Við vissum varla hvernig átti að taka þessum ótíðindum. Og það má hiklaust staðhæfa að álfan lifir enn í skugganum af þessu hermdarverki. Ég vil ekki kasta neinni rýrð á þá skoðun umbótamannanna í Tékkóslóvakíu fyrir tíu árum að kommúnismi annars vegar og mannréttindi, valddreifing og lýð- ræði hins vegar geti farið saman, án þess að annað hvort verði ofan á og ryðji hinu brott, kommúnism- inn mannúðinni eða mannúðin kommúnismanum. Reynsla Tékka og Slóvaka bendir sannarlega ekki til þess að þessar andstæður verði auðveldlega samræmdar. Og innrásin afhjúpaði, hvað sem þessu líður, eðli hins kommúníska stjórnarfars risaveldisins í austri og viðhorf forráðamanna þess til nágrannaþjóðanna. Vikurnar áður en innrásin var gerð átti ég margsinnis viðræður við fjölda manna um horfurnar á því að Tékkar og Slóvakar yrðu barðir til hlýðni. Ég hélt því fram, eins og fleiri, að Rússar myndu ekki ráðast til atlögu fyrst þeir gerðu það ekki þegar um vorið. Einn góðkunningi minn, sem reyndist sannspár, svaraði hug- leiðingum mínum jafnan á sömu lurtd. Hann sagði: „Láttu þér ekki detta í hug að þessir herrar fari eftir því sem þér eða okkur kann að þykja skynsamlegt, eða að þeir hirði um það að okkur finnist að nú sé orðið of seint að grípa til sinna ráða. Herrarnir í Kreml skammta sér sjálfir tíma. Þeir gera það sem þeim sýnist þegar þeim sýnist.„ Enn í dag skammta herrarnir í Kreml sér sjálfir þann tíma sem þeim sýnist. Atburðir nýlegir þar eystra sýna að þeir hafa ekkert lært og engu gleymt. Við ættum því að varast alla bjartsýni þegar um þessa herra er rætt. Við sem erum vopnlaus smáþjóð vestan tjalds hljótum í dag að hugsa til Tékka og Slóvaka. Því miður getum við ekki sent þeim meira en hlýjan hug. Finnur Torfi Stefánsson: „Sjálfsákvörðunarrétt- ur þjóða er hugsjón, sem enn á langt í land” Jóhanna Thorsteinsson: „Hjörtu þeirra eru sem ískalt stál, sem jafnvel logar vítis ná ekki að ylja ” Góðir áheyrendur! Fyrir rúmum 10 árum áttu sér stað mikil átök í Tékkóslóvakíu, þegar harðstjórn Novotnis, forseta landsins, var beinlínis ýtt (með ýtrustu lagni) til hliðar, og Alexander Dubcek, ritari kommúnistaflokksins, tók við völdum. Dubcek aðhylltist frjálslyndari stjórnarhætti en fyrirrennarar hans. Hann boðaði málfrelsi, frjálsa fjölmiðla, kjarabætur og aukin samskipti við vestræn ríki. Ungir námsmenn fengu að halda skoðunum sínum á loft og rit- höfundar og aðrir menntamenn tóku að láta ljós sitt skína í fyrsta skipti í 30 ár og þeir fengu að gera það í friði. Dubcek boðaði aukið frelsi til handa öllum Tékkum. Allur heimurinn fylgdist með framförunum og stóð á öndinni! Það var tekið að vora í Tékkó- slóvakíu! Já, vorið kom loksins. Tékkóslóvakía leystist úr klaka- böndum og allur hinn frjálsi heimur horfði hugfanginn á. Við stóðum álengdar og hugsuðum: Skyldi þeim takast það? Nú var bara að sjá tií, bíða og vona. Það voru ekki allir jafnhrifnir Jóhanna Thersteinsson. og vesturveldin! Köldum svita sló um ráðamennina í Kreml! Þeir iðuðu á veldisstólunum! Þeim leist ekkert á blikuna! Ýmsar áleitnar spurningar vöknuðu hjá þeim, þeir hugsuðu sem svo: „Hvað? Er félagi Dubcek að missa trúna á okkur?" „Hvað er maðurinn að fara?“ „Veit félagi Dubcek ekki að oft má satt kyrrt liggja?" „Veit hann ekki að sósialisminn okkar lifir ekki prentfrelsi af?“ „Hvað vill hann hafa saman við vesturveldin að sælda?" „Veit maðurinn ekki, að það sem þjóðin ekki þekkir, þess saknar hún ekki heldur?" Og Dubcek var tekinn til bæna, spurður spjörunum úr. Hann lofaði öllu fögru. Heimurinn stóð á öndinni og hugsaði: „Skyldi það takast?“ Bæði Tító forseti Júgóslavíu og Ceau- cescu forseti Rúmeníu komu til Tékkóslóvakíu og hvöttu Dubcek til dáða! En ... Sögulokin kunnum við öll. Óttinn við ráðamennina í Kreml ; var ekki ástæðulaus. Menn sem hugsa í ísköldu stáli og vopnum og skilja ekkert nema ofbeldið, þeir virða að vettugi mannúðleg sjón- armið. Þeir hlusta ekki á rök og taka ekki nokkrum fortölum. Þeir trúa aðeins á mátt heraflans. Þeir skeyta engu um fagurt mannlíf. Þá skiptir engu mannlegar tilfinning- ar. Hjörtu þeirra eru sem ískalt stál, sem jafnvel logar vítist ná ekki að ylja! Þcgar tékkneska þjóðin teygði hungruð hcndur sínar í átt til frelsis, frelsis sem hana þyrsti svo í, og reyndi að höndla það, komu varðsveitir kommúnistans og HJUGGU ÞÆR AF! Og munið það, allir sem til mín heyrið: Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slíkt hendir sig í sögu ríkjanna austan járntjaldsins, og ekki í síðasta skiptið heldur! Allir muna atburðina í Ungverjalandi. Allir þekkja söguna um Tító, forseta Júgóslavíu, og hversu snilldarlega hann hefur varið land sitt og þjóð fyrir ofríki Kreml- verja! Þar hefur oft verið mjótt á munum. Hvenær voru íbúar Eistlands, Lettlands eða Litháen spurðir hvort þeir vildu gangast Sovétríkj- unum á hönd? Við vitum öll svarið. Sovétríkin hafa aldrei spurt nokkurn mann eins eða neins. Þeir berja aðeins stálhnefanum í borðið og segja: ÞÚ SKALT! Þér er hollara að hlýða, ella finnurðu byssuhlaupið njilli rifja þér og byssuhlaupið er kalt. íslendingar! Við höfum aldrei þolað kúgun eða ofríki. Við höfum aldrei sætt okkur við skert frelsi. Við sem höfum svo nýlega öðlast langþráð sjálfstæði, sjálfstæði sem okkur ber að standa tryggan vörð um: Við fordæmum innrásina í Tékkó- slóvakiu! Við þolum engri þjóð að forsmá mannréttindi! Við fordæmum alræðishyggju! Lifi frjálshyggjan! Lifi frjáls heimur! Fundarstjóri, góðir fundar- Árið 1968 var ár umbyltinga og nýrra viðhorfa í Evrópu. Æskufólk í ýmsum löndum mótmælti göml- um lífgildum og krafðist endur- mats og margir hinna eldri hrifust með. Alda gagnrýni breiddist um álfuna vítt og breitt og fór jafnvel austur fyrir járntjald, inn í hinn lokaða heim stalínismans. Og einmitt þar í Tékkóslóvakíu reis þessi umbótaalda hæst og hafði örlagaríkastar afleiðingar. I Tékkóslóvakíu ríkti, eins og í öðrum Austantjaldslöndum, ein- ræði og kúgun Stalínismans. Yfir þeim stjórnarháttum vakti ríkis- stjórn Sovétríkjanna, á sama hátt og hún gerir enn þann dag í dag. Á árinu 1967 fréttist að nýir menn undir forystu Alexander Dubcheks væru að hasla sér völl í stjórnmál- um Tékkóslóvakíu. Þetta voru frjálslyndir menn og framfara^ sinnaðir. Þeir áttu hug fólksins. I byrjun árs 1968 höfðu þeir ýtt Stalínistunum til hliðar og tekið sjálfir við völdum. Valdatími Dubcheks og félaga hans hefur verið nefndur Vorið í Prag, því að umskiptin þóttu því líkust er vor tekur við af harðinda- vetri. Málfrelsi, frjálsræði í at- vinnulífi, kjarabætur, aukin sam- skipti við útlönd. Þetta voru málin, sem hinir nýju valdhafar einbeittu sér að koma í framkvæmd. Þjóðin drakk umbæturnar í sig og ríkis- stjórnin var óskabarn fólksins. En ráðamenn Sovétríkjanna höfðu annað álit á hinni nýju ríkisstjórn. I þeirra augum var fögnuður og gleði Tékkóslóvaka yfir nýjum stjórnarháttum alvar- Finnur Torfi Stefánsson.. Ljósm.. RAX. leg ógnun við stjórnmálajafnvægi í álfunni og ögrun við hagsmuni Sovétstjórnarinnar. Þeirri ögrun varð að útrýma. Sovétmenn reyndu fyrst með góðu. Síðan beittu þeir illu. 21. ágúst réðust óvígir herir 5 Varsjárbandalags- ríkja inn í Tékkóslóvakíu. Varnar- laust landið var umsvifalaust tekið herskildi og Dubchek og fylgis- menn hans handsamaðir. Þar með var Vorið í Prag liðið og komið grátt og drungalegt haust. Því hefur oft verið haldið fram að sósíalisma fylgi alltaf einræði og kúgun. Þessu til staðhæfingar benda menn á stjórnarfarið í Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Dubchek og félagar hans ætluðu að afsanna þessa kenningu í verki. Markmið þeirra var mannúðlegur sósíalismi og fyrirmyndirnar voru sóttar til jafnaðarmanna á Norðurlöndum og víðar í Vest- ur-Evrópu, sem fyrir löngu hafa sýnt fram á að frelsi er skilyrði sósíalisma, en ekki andstæða hans, eins og stalínistar telja. Ekkert bendir til annars en áform Dubcheks hefðu heppnast, ef Tékkóslóvakar hefðu fengið frið til að ráða málum sínum sjálfir. En það var einmitt það, sem Sovétrík- in vildu hindra, því að frelsið er smitandi, og hefði það fengið að blómstra í einu landi gat það borist víðar um hinn stalíníska heim og ef til vill riðið honum að fullu. Sovétstjórnin hafði þannig alveg rétt fyrir sér er hún sagði að frelsi í Tékkóslavíu væri ógnun við hagsmuni sína. Þess vegna sveifst hún einskis í að brjóta það á bak aftur. Allt frjálst hugsandi fólk fordæmir þær aðgerðir og fyrirlít- ur þá sem að þeim stóðu. Og íbúum smáríkja, eins og okkur íslending- um, er upprifjun þessara atburða áminning um að í samskiptum ríkja gildir enn hnefaréttur, þar sem hinn sterki hikar sjaldnast við að beita valdi sínu ef það þjónar hagsmunum hans. Sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða er hug- sjón, sem enn á langt í land. Smáríkin eiga mest undir þessari hugsjón komið og þeirra er skyld- an fyrst og fremst að gera hana að raunveruleika. í því skyni þurfa smáríki að taka höndum saman og styðja hvert annað, með öllum tiltækum hætti og slíkan stuðning eiga þjóðir Tékkóslóvakíu vísan hjá íslendingum, svo lengi sem þær þurfa á að halda. Jón Magnússon: 99 Kommúnisminn þolir ekki frjálsa hugs- un og er því ógnun við lýðræði og frelsi” Við höfum komið saman í dag til að minnast þeirrar tilraunar, sem tékkneska þjóðin gerði til að koma á frelsi í landi sínu og til að fordæma svívirðilega aðför kommúnistaherja Sovétríkjanna og leppríkja þeirra að þessari frelsisviðleitni Tékkóslóvakíu. Það eru liðin rúm 10 ár síðan tékkneskir föðurlandsvinir steyptu stanlínískri ógnarstjórn, sem ráð- ið hafði ríkjum í Tékkóslóvakíu um árabil og leituðu eftir nýjum leiðum til að þróa stjórnkerfi kommúnismans í átt til frelsis og mannúðar. Allur heimurinn fylgd- ist með þessari tilraun og allir lýðræðissinnar vonuðu að þetta væri upphafið að víðtækum breytingum í Austur-Evrópu í átt til lýðræðis. Til að byrja með virtist tilraun Tékka ætla að takast. En Rússar fylgdust líka með því, sem var að gerast. Þeir sendu sendinefndir til Tékkóslóva- kíu, til að tala um fyrir ráðamönn- um þar, en þegar það dugði ekki gengu þeir frá samningi við Tékka í Bratislava undir forystu Bresnévs. Sá samningur var aðeins nokkurra daga gamall, þegar fréttir bárust af því, að Rússar hefðu hafið innrás í Tékkóslóva- kíu. Innrás til að koma á nýjan leik á stjórnarfari alræðisins — stjórnarfari kúgunarinnar. Þessar aðfarir leiðtoga Sovétríkjanna sýndu enn einu sinni, að sovésku kommúnistar svífast einskis og samninar, sem þeir undirrita eru ekki virði þess pappírs, sem þeir eru skrifaðir á. Rússar töldu, að frelsi í Tékkó- slóvakíu mundi ögra því valda- kerfi, sem þeir hafa byggt upp og enn einu sinni sýndu þeir í verki, að kommúnismi og mannréttindi eru ósættanlegar andstæður. í Tékkóslóvakíu ákváðu menn, að snúast ekki til varnar við innrás Sovétríkjanna árið 1968. Það var augljóst, að slík barátta var vonlaus og hefði aðeins haft blóðsúthellingar og gífurlegar hörmungar í för með sér. En tékkneska þjóðin sýndi samt innrásarherjunum hug sinn. Fólk kom saman til að mótmæla og Jón Magnússon. sýndi andstöðu sína í verki á margvíslegan þátt. Saga tékknesku þjóðarinnar á þessum örlagatímum 1968 hlýtur að vera okkur hvatning til baráttu fyrir frelsi og mannréttindum. Mjög víða eru þjóðir hneþptar í þrældómsfjötra einræðis- og kúgunar. Helgustu mannréttindi fólksins eru brotin. Við sem þekkjum ekki annað en frjálst lýðræðisskipulag, nema af af- spurn, megum aldrei gleyma þeim fórnum, sem færðar eru á degi hverjum af mönnum, sem berjast fyrir grundvallarmannréttindum í þeim löndum, þar sem þau eru fótum troðin. Það er skylda okkar, að leggja þessari baráttu lið ef við viljum halda áfram að njóta þeirra gæða, sem frelsið veitir okkur. Þó að einræðisstjórnir komi fram í mörgum myndum og séu af ýmsum gerðum, þá stafar frjálsum þjóðum heims mest hætta af einræðisstefnu kommúnismans. Um leið og við minnumst Tékkóslóvakíu, þá skulum við ekki gleyma því, að á þessu ári eru liðin 25 ár frá uppreisn Austur-Þjóð- verja gegn rússnesku herraþjóð- inni. 22 ár frá því að rússneskur her kæfði frelsisbaráttu Ungverja í blóði. Reistur hefur verið smánarmúr í Berlín, til þess að koma í veg fyrir að þeir sem búa við kerfi kommúnismans geti flúið til frelsins. Næstum daglega ber- ast fréttir af réttarhöldum í Sovétríkjunum yfir fólki, sem hefur það eitt til saka unnið, að hafa aðrar skoðanir en yfirvöldin. Kommúnisminn þolir ekki frjálsa hugsun og er því ógnun við lýðræði og frelsi. En kerfið er að bresta. Jafnvel kommúnistaflokkar í lýðræðisríkj- um Vestur-Evrópu eru farnir að mótmæla ofbeldinu. ítalskir kommúnistar telja t.d. nauðsyn- legt að vera í NATO vegna þess að þeir telja frelsi og sjálfstæði lands síns best borgið á þann hátt. Kommúnistaflokkar víðast í Vestur-Evrópu fordæma mann- •réttindabrot Sovétríkjanna og sýndarréttarhöld yfir andófs- mönnum. Á sama tíma lítur út fyrir, að næsti forsætisráðherra íslands gæti orðið maður, sem segist ekki vita um mannréttindabrot í Sovét- ríkjunum og vill ekkert vita um réttarhöld yfir andófsmönnum þar. Gott fundarfólk. Vorið í Prag stóð stutt. Bryn- drekarnir kæfðu þann frelsis- neista, sem Dubcek og aðrir leiðtogar tékknesku þjóðarinnar kveiktu 1968. En vorið kemur aftur. Frelsisunnandi fólk verður ekki bugað til eilífðar. Það mun ná fram rétti sínum. Rússneskir skriðdrekar gátu kæft frelsisvið- leitni Tékka í bili, en þeir geta það ekki um alla framtíð. Þeir geta dæmt Yuri Orlov, byggt fleiri fangelsi og magnað ógnarstjórn- ina, en hver slík aðgerð ber vitni veikleika þeirra. Fyrr en varir bresta múrar ófrelsisins. Látum þessi tímamót verða okkur hvatning til virkrar baráttu fyrir auknum mannréttindum og lýðfrelsi. Lýðræði eru engin sjálfsögð gæði. Við þurfum að berjast fyrir því. Virk barátta okkar getur valdið því, að fleiri skörð komi í múra ófrelsisins og hindrað, að við verðum ofurseld kúguninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.