Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 15 hafi til okkar dags. Aöeins áhorfandinn getur gert sér það í hugarlund, Hann sér upphaf menningar á jörðunni þegar frummaðurinn kveikir eld. Hann sér yfirgefna og dimma stórborg þar sem ömurlegir skýjakljúfar gnæfa við himin. Hann sér nótt — ljós á himni eins og eldgos — í öllum borgum heims. Skelfingu jarðarbúa gef ég til kynna með tónlistinni. Þegar skyggnuröðin af nóttinni er á enda bregður fyrir myndum af morgunsárinu — trén eru gul og skepnur dauðar. Áhorfand- inn veit hvað er að gerast, því allir litir eru gulir og grænir. Ástandið er óeðlilegt. Næst sjáum við nótt og jarðarbúar bíða átekta þess sem verða vill í dögun. Jú, sólin kemur ekki upp. Nóttin varir — í mínum huga í nokkra mánuði — það veit áhorfandinn ekki en hann gerir sér það samt í hugarlund með hraða litskyggnanna á tjaldinu, tónlistinni og textan- um. Hann veit að allt líf er dautt Síðan sólarupprás að nýju. Hvað gerðist? Ekkert er eins og áður. En líf hefst á ný eins og í upphafi ... „Aö Þekkja Guö í sjálfum sér ..." Myndin mín var sýnd í Rana- lagh kvikmyndahúsinu í 16. hverfi Parísar samtíma mynd Ingmars Bergmans „Ormseggið" og er ég hreykinn af því. Ranalagh er mjög falleg bygg- ing úr viði og var áður fundar- staður súrrealista. Þar starfaði allt sitt líf franski tónlistar- maðurinn Rameau á 18. öld. Og þar var ópera Wagners „Rhein- gold" frumflutt í fyrsta sinn, 1901. Myndin var síðan sýnd í Amsterdam og sinfóníuhljóm- sveitin þar sá um tónlistina. Þá var hún valin til sýningar á „Festival International du Court Metrage" þar sem sýndar eru stuttar myndir." Michel Maliarevsky fer héðan til írlands þar sem hann mun ljósmynda írskt landslag og náttúru í sama tilgangi og hér til að betrumbæta mynd sína og nota í þá næstu. Hann myndar . og skrifar fyrir dagblöð eins og Líberation, ferðatímarit og ljós- myndarit eins og Photocinéma. „Með myndavélinni reyni ég að ná því fegursta fram. Þaö sama geri ég í lífinu og hjá mannfólkinu. Lífsgæðakapp- hlaupið er mér ekki að skapi. Eg trúi á manninn og tek mér í munn heimspeki Sókratesar sem sagði, að þekkja sjálfan sig væri að þekkja Guð í sjálfum sér ...,, - H.Þ. I i Tvær myndir. dæmigcrðar íyrir bcit- ingu Maliarevskys á skuggum til að mynda drunga og breyta andrúmsloft- inu í sömu skyggnunni. Búin að yfirstíga allt sem heitir að víkja undan YFIR 70 konur gengust á síðasta ári undir uppskurð vcgna krabbameins í brjósti, en skv. upplýsingum frá Krabba- meinsfélaginu munu nú vera á lífi milli 600 og 700 konur eftir brottnám á brjósti vegna krabbameins. Ein þeirra, sem í 10 ár hefur búið við slíkar aðstæður og þekkir vandamál- in, leit inn hjá undirrituðum blaðamanni og vildi vekja athygli á útbúnaði, sem hún hafði nýlega fcngið hjá Elínu Finnbogadóttur og taldi að fleiri konur þyrftu að vita af. En konur, scm þannig er ástatt fyrir þyrftu bæði hagnýta aðstoð og siðferðilega hjálp. Við leituðum því uppi Elínu Finnbogadóttur og fundum hana á þriðju hæð í Bolholti 4, þar sem hana er að jafnaði að finna eftir hádegið. Þar starfaði Elín í Bitstáli s.f. fyrirtæki Finnboga Kristinssonar sonar síns, áður en hún varð fyrir því sjálf fyrir þremur árum að nema varð burtu annað brjóst hennar. Það varð til þess að hún fór „að leita og leita" eins og hún orðaði það, og reyna að laga sig sjálf að breyttum aðstæðum. Og í framhaldi af því að útvega og flytja inn nýja gerð af gervibrjóstum og það sem eink- um virtist vanta, þar til gerða brjósthaldara. Elín kvaðst ekkert hafa á móti því að tala um það að hún hefði misst brjóst vegna krabba- meins. — Ég er búin að yfirstíga allt sem heitir að víkja undan, sagði hún til skýringar. Enda hafði ég ákaflega góðan stuðn- ing og hvatningu, bæði frá lækninum mínum, Páli Gísla- syni, og fjölskyldunni. Börnin mín drifu mig til dæmis eina út á eftir manni mínum hálfum mánuði eftir uppskurðinn. I því var mikil hressing og uppörvun til að takast strax á við vandann og lifa eðlilegu lífi. Vorkunn er það versta, sem hægt er að veita, þegar maður sjálfur er svo veikur fyrir sjálfsvorkunn. Elín sagði að uppskurðurinn hefði gengið vel, en þetta hefði verið mikið áfall fyrir sig. Engin talaði sérstaklega við hana, en hún fékk tilvísun á gervibrjóst og upplýsingar um hvar þau fengjust áður en hún fór af spítalanum með bómull í brjóst- haldaranum. Hún keypti sér gervibrjóst, eftir því sem hún hafði vit á, en það rýrnaði og varð minna en hitt. Vildi færast til og jafnvel detta við hreyf- ingu, þó ekki væri annað en maður' beygði sig til að reyta arfa úti í garði, eins og Elín orðaði það. — Maður vissi alltaf af þessu og fór hjá sér. Gekk jafnvel hálflotinn, enda venjulega ekki tekið aðeins brjóstið eitt, heldur líka fylling í kring. Þá var það að vinkona mín kom með útbún- að frá Bandaríkjunum, sem nærfataframleiðandi að nafni Buddy Greenberg hafði upphaf- lega hannað fyrir 8 árum til að hjálpa eiginkonu vinar síns, sem átti erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. í framhaldi af því þurfti að hjálpa vinum og vinum vinanna. Hann bauð svo nýstofnuðum félagsskap kvenna, sem gengið hafa undir brjóstanám í Bandaríkjunum fr^mleiðsluréttindin. En þegar sá félagsskapur gat ekki nýtt sér hann, tók hann að framleiða úbúnaðinn sjálfur undir nafni konu sinnar Jodee. — Ég var þannig stödd, að við lá að mér fyndist ég þurfa að fá þennan útbúnað lánaðan hjá Mér þykir vænt um að geta orðið að liði öðrum konum, sem orðið hafa fyrir því að missa brjóst vegna krabbameins, segir Elín Finnbogadóttir. vinkonu minni, ef ég ætlaði á mannamót, því að okkur hentaði það sama. Og gerði það raunar einu sinni, segir Elín. Þetta varð til þess að hún setti sig í samband við Greenberg, sem ekki tók í mál að hún fengi svo mikið sem sýnishorn fyrr en hún hefði komið til New York. Þetta væri ekki vara, sem seld væri yfir búðarborð, og sagt: Gjörið svo vel! Elín fór því vestur og sonur hennar bauðst til að fara með henni. Og þar lærði hún að fara með þessa vöru, til að fá að hafa hana á boðstólum. — Það er ýmislegt sem þarf að athuga, útskýrir Elín. Brjóst- in eru svo mismunandi, bæði að stærð og þyngd — og það síðarnefnda er ekki síður mikil- vægt, ef manni á að líða vel. Öxlin vill síga, ef þunginn er meiri öðru megin. Síðan eru aukastykki til fyllingar ef þurfa þykir og sérstaklega útbúnir Hugsa að konunum þyki gott að tala við mig, af því cg cr svona sjálf. segir Elín. brjóstahaldarar meö pokum fyrir þetta, en hægt að klippa pokana úr ef annað brjóstið er fyrir hendi. Vegna þess að öxlin er oft aðeins lægri, eru hlírar mun ofar, svo að útbúnaðurinn hreyfist ekki. Og hann fylgir eftir hreyfingum. Sjálfri fannst mér ég miklu óruggari eftir að hafa fengið slíkan útbúnað. Það hefur sálrænt góð áhrif. Maður gengur uppréttur og hættir að hugsa um þetta. Getur gengið í þröngum fötum og notið lífsins sem fyrr. Það er til dæmis hægt að máta f atnað í búð, án þess að sjáist að maður er með svona útbúnað. Þeir eru víst að hanna sérstaka sundboli með þessu þó að við höfum ekki fengið þá enn. — Þetta kom svona hvað af öðru, útskýrir Elín. Ég vildi gjarnan aðstoða aðrar konur til að líða eins vel og mér og losna úr því að finnast þær þurfa að vera að fela eitthvað. Læknirinn hvatti tnig til þess. Ég fékk góðar undirtektir hjá trygginga- yfirlækni, sem hafði mikinn skilning á málinu. En trygging- arnar greiða 70% af verði. Þá var farið fram á það við mig, að ég kæmi upp á spítala og talaði við konur, sem eru að koma úr uppskurði. Ég hefi gert það. Er yfirleitt hér eftir hádegi en nota morgnana til að fara á sjúkra- húsin. Ég hugsa að konunum þyki gott að fá mig, af því að ég er svona sjálf. Þær eru þá síður á varðbergi og samskiptin persónulegri. Við höfum ekki neinn stað, förum venjulega saman fram í skolið. Þetta er oft í fyrsta skipti sem konan getur talað frjálslega um þennan vanda sinn. Við gefum okkur góðan tíma til að ræða málin og ég reyni eftir bestu getu að verða að liði. Mér þykir ákaflega vænt um að geta gert þetta. Með þessu móti getur konan strax fengið það sem hún þarf og farið heim í sínum fötum, án þess að hafa áhyggjur. Nokkrar hafa hringt til mín, og eru mjög ánægðar með hvernig þetta hefur gengið. Þetta vakti spurningu um hvernig konur úti á landi færu að. Elín sagði, að auðvitað væri miklu auðveldara fyrir eina manneskju að fara út á land, en allar konur að koma til Reykja- víkur. Því hefði hún hugsað sér að reyna að fara á stærstu staðina, ef hægt væri að komast í samband við konur úr nágrenninu og samræma tím- ann. — Eftir þá reynslu, sem ég hefi sjálf fengið, vil ég gjarnan aðstoða sem flestar, sem á þurfa að halda og vilja þiggja það, sagði Elín. Að lokum skal vitnað í orð Else Lunde hjá norska krabba- meinsfélaginu í erindi, sem hún flutti hér á vegum Krabba- meinsfélags íslands. — Það er auðskilið að konu finnist hún hafa misst mikið af kvenlegum sérkennum sínum þegar annað brjóstið eða bæði eru numin burt. Við þetta bætist það áfall að fá að vita að hún sé með krabbamein. En þetta líður hjá og þegar nokkuð er um liðið gengur lífið sinn vana gang. Og ennfremur: — Við getum veitt aðstoð með því að veita fræðslu um gervibrjóst sem hægt er að nota strax eftir aðgerðina, svo að konan geti orðið eðlileg í útliti í fötum, eins fljótt og hægt er. Því þótt við hvetjum til hreinskilni er ekki nauðsynlegt að allur heimurinn fái að vita að tekið hafi verið af konu brjóst. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.