Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
41
VELVAKANDI
SVARAR j SÍMA
0100KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
að menn eigi að hafa frið um
nætur þá er ekki hægt að ganga
svo langt að menn megi ekki gera
við og sinna húsum sínum."
Lögreglan sagði enn fremur að
það væri ómögulegt að líta á þetta
mál sem hávaða og drykkjulæti.
• Afengisneyzla
Gömul kona.
Ég sá í einu blaði uni daginn
að spurt var um það hvar ungling-
ar fengju vín. Þaö liggur ljóst
fyrir, að mér finnst, að þar sem
þeir hafa ekki aðgang að áfengis-
verzlunum þá hljóta það að vera
þeir fullorðnu sem útvega þeim
áfengið.
Mér finnst það nokkuð
kaldranalegt að hugsa til þess að
þeir sem eru fullorðnir og ættu að
hafa vit fyrir þeim sem eru yngri
hjálpi þeim til þess að koma
sjálfum sér á kaldan klaka. Fólk
ætti að hugsa meira um það hvað
hlotist hefur af áfengisneyzlu áður
en það gefur öðrum áfengi. Það
eru margir sem hafa hlotið stór og
mikil sár vegna þeirra sem neyta
áfengis eða vegna sinnar eigin
neyzlu. Ég ætla því að leyfa mér
að skora á þá sem áður hafa
hjálpað unglingum til að verða sér
úti um áfengi að taka sig á og
hugsa um stund hvað þeir eru að
gera. Þeir gætu nefnilega verið að
stuðla að því að þetta fólk
eyðileggi framtíð sína.
Þessir hringdu . . .
• Endursýnið
Bob Marley
B.S.i
„Mig langar til þess að biðja
sjónvarpið að endursýna þáttinn
með Bob Marley en hann var
sýndur um verzlunarmannahelg-
ina. Um þá helgi er fólk yfirleitt
ekki heima en notar hana til
ferðalaga. Það voru einnig margir
sem ekki vissu um þennan þátt þar
eð þeir voru lagðir af stað út úr
bænum er sjónvarpsdagskráin
birtist í blöðunum. Mér þætti vænt
um ef sjónvarpið tæki það til
greina að hann var sýndur á
vondum tíma fyrir ungt fólk.
Velvakandi hafði samband við
Sjónvarpið og þar fengust þau svör
að ekkert hefði verið ákveðiði
ennþá hvort hann yrði endursýnd-
ur eða ekki en ákvörðun yrði tekin
fljótlega. Það ætti því að koma í
ljós fljótlega hvort svo verður.
• Gleðistund
Maria.
Ég vildi gjarnan koma á
framfæri þökkum til útvarpsins
fyrir þáttinn Gleðistund. Hann á
mjög vel inn í dagskrána þar sem
svipaður þáttur hefur ekki verið á
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Fyrir stuttu fór fram í Esbjerg
í Danmörku allsterkt alþjóðlegt
skákmót með þátttöku margra
titilhafa. Bent Larsen sigraði
örugglega á mótinu, tapaði aðeins
einni skák fyrir Jonathan Mestel
frá Englandi. Við skulum nú sjá
hvernig það gerðist: Mestel hefur
svart og á leik, síðasti leikur hvíts
var 21. Rf3—h4??
21. .. Rd3+! 22. Hxd3 - Bxd3. Nú
gengur 23. Dxd3 auðvitað ekki
vegna 23. ... Dxg5+ og 24.
... Dxh4. Larsen varð því að leika
23. Rf3 og með skiptamun yfir
vann Mestel auðveldlega.
dagskrá mjög lengi. En ég er ekki
á sama hátt ánægð með lagaval í
þættinum. Mér finnst það vera of
einhæft. Það eru til margar
tegundir tónlistar með kristilegum
textum og því væri vel við hæfi að
reyna að hafa svolítið brot af
hverri tegund þar sem ekki er
öðrum þáttum að dreifa þar sem
spilaðar eru plötur með kristileg-
um textum. Ég viðurkenni að ég er
nú kannski örlítið gamaldags,
enda komin yfir minn besta aldur,
en ég veit einnig að það er margt
ungt fólk sem er heldur ekki
ánægt með lagavalið.
Það er því eindregin ósk mín að
stjórnendur þáttarins reyni að
gera sem flestum eitthvað til
hæfis þótt að það sé ef til vill ekki
hægt að gera öllum til hæfis.
Að lokum vil ég endurtaka
þakkir mínar til útvarpsins. Þessi
þáttur hefur glatt marga og á án
efa eftir að gleðja fleiri, ég tala nú
ekki um ef að stjórnendurnir vilja
vera svo góðir að taka tillit til þess
sem ég hef komið hér á framfæri.
• Símatíminn
Velvakandi vill vekja athygli
lesenda á símatímanum, sem er
daglega kl. 10—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags. Þá geta menn
hringt og borið upp erindi sín, sem
þeir vilja koma á framfæri,
ábendingum, hugmyndum, kvört-
unum eða þökkum fyrir eitthvað
sem þeir telja þakkarvert o.s.frv.
Ekki er nauðsynlegt að búið sé að
skrifa það sem koma skal á
framfæri, nóg er að geta um hvert
málefnið er. Þeir sem hafa hins
vegar tilbúinn pistil geta lesið
hann upp og verður hann þá birtur
orðréttur.
Sem fyrr er nauðsynlegt að
viðmælendur geti nafns síns, en
óskum um nafnleynd er sinnt sé
þess eindregið óskað, en slíkt er
alfarið á ábyrgð ritstjóra og
verður því að vera innan ramma
meiðyrðalöggjafarinnar. En
skemmtilegast er þegar fólk skrif-
ar undir fullu nafni.
HÖGNI HREKKVÍSI
„Fyrst lætur hann Tappa Jósefs hita upp áheyrend-
urna sína!“
Það er nauðsynlegt að hafa bragðgóðar sósur með hrásalatinu,
og þó flestir eigi eflaust einhverja uppáhalds uppskrift. er ekki
úr vegi að reyna eitthvað nýtt til tilbreytingar. bessar sósur, sem
hér birtast á eftir, eru auðveldar í tilbúningi. og eru eiginlega
allar búnar til úr sömu grunnuppskriftinni.
Olíu- og edikssósa
‘/2 bolli góð salatolía
'k bolli edik
1 tsk. salt
V\ tsk. pipar.
Hristist saman í lokuðu glasi.
Kryddsósa
Einn skammtur olíu-ediks-
sósu og í hana bætt: 1 matsk.
saxaðri persilju, 1 tsk. muldu
thyme-laufi, V\ tsk basil, Vt tsk.
rosemary og V\ tsk, oregano.
Einnig góður lögur til að
marinera kjöt í.
Sýrð sósa
Einn skammtur af olíu-ediks-
sósu og í hana bætt: V* bolla
sýrðum rjóma, 2 matsk.
bacon-bitum (fást í kryddglös-
um) og V\ tsk. smátt söxuðu
persille. Sósan er einnig góð með
sjávarréttum.
ftölsk sósa
Einn skammtur af grunn-sós-
unni en án ediks, þ.e.a.s.
'k bolli salatolía
V* bolli sítrónusafi
1 tsk. salt, Vi tsk. pipar, V\ tsk.
ítalskt krydd og Vt tsk.
hvítlauksduft.
Afbragðs-sósa
Einn skammtur af olíu-ediks-
sósu og í hana bætt: !4 bolla
hunangi 1 tsk. papriku, 'k tsk.
„seasoned“ salt, 1k tsk.
selleri-flögur (fást í kryddglös-
um). Gott að hafa appelsínurif
í salatinu, ef þessi sósa er notuð.
Kreóla-sósa
Einn skammtur af grunn-sós-
unni, nema settur er V\ bolli af
sítrónusafa í stað ediksins. Bætt
er í: V\ bolla tómatsósu, 1 tsk.
Worcester-sósu og dálitlu af
Tabascosósu. Sósan er einnig
góð með sjávarréttum.
Frönsk sósa
Einn skammtur af olíu-ediks-
sósu. Bætt er í: 'k bolla tómats-
sósu., 2 matsk. sykur, 1 tsk.
smátt söxuðum lauk og V\ tsk.
„seasoned" salt.
Bragðgóð sósa
Einn skammtur af olíu-ediks-
sósu og í hana bætt: 1 matsk.
bacon-bitum (fást í krydd glös-
um) 1 tsk. lauksalti og 1 tsk.
hvítlaukssalti.
Chiffonade-sósa
Einn skammtur af olíu-ediks-
sóu og bætt í: einu harðsoðnu
eggi, smátt söxuðu, 'k bolla af
smátt saxaðri, hrárri rauðrófu
og 'k bolla smátt söxuðum lauk.
Gráðostssósa
Einn skammtur af olíu-ediks-
sósu og út í er bætt þrem matsk.
af muldum gráðosti.
Það eru margir, sem Þyrftu að hressa svolítíð upp á magavöövana
með einhverskonar líkamsæfingum. Sundið er par áreiðanlega pað
besta, sem hægt er aö gera fyrir sjálfan sig í peim
efnum. En œfingar má líka gera heima hjá sér og
ein góð er sýnd hér á myndinni. Leggist á gólfið og
stingið tánum undir brúnina á sófa, stól eða ööru
pví, sem er í réttri hæð. Þ.e. að hægt sé að liggja
flatur á gólfinu. Höndum er brugðið aftur fyrir
höfuðið og síðan á aö reisa sig upp, eins langt
og hægt er, nokkrum sinnum. Æfingin reynir
talsvert á magavöðvana.
J
Sósur með salatinu
Umsjón:
Bergljót Ingólfadóttir