Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 fB$jr#íttiMsi&ifo Utgefandi Framkvæmdattjóri Ritatjórar Ritatjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýaingaatjóri hf. Arvakur, Raykjavík. Haraldur Sveinaaon. Matthíaa Johanneaaen, Styrmir Gunnaraaon. Þorbjörn Guömundsson. Bjðrn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Á VEGUM Lýðræðissinnaðrar æsku var í gæf haldinn útiffur Ræðumenn á fundinum voru ffjórir: Finnur Torfi Stefánsson alpingismaðu Kreml og Kekkonen Tíminn sneri sér um helgina til nokkurra aðila og spurði þá í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá innrásinni í Tékkóslóvakíu hvað þeir segðu um áhrifin af innrásinni bæði hér á landi og annars staðar. Á það hefur verið bent, m.a. hér í Morgunblaðinu, að lærdómurinn sem draga má af innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu og íhlutun þeirra um málefni annarra ríkja, ekki sízt svokallaðra sósíalískra ríkja, er sá, að okkur er lífsnauðsynlegt að tryggja lýðræði okkar og frelsi í framtíðinni með samstarfi við lýðræðisþjóðirnar, eins og bent er á í ritstjórnargrein í Tímanum sl. sunnudag, svo og hér í Morgunblaðinu, þar sem lögð var áherzla á það, að 21. ágúst ætti „að minna okkur á eitt öðru fremur: að treysta öryggi lands og þjóðar í samstarfi við vestræn lýðræðisríki, slá skjaldborg um frelsi okkar og framtíð". í einu svarinu í Tímanum á sunnudag er m.a. bent á, að það sé „ekki sízt íhugunarefni fyrir okkur, sem búum í lýðræðisríki að átta okkur á því, að Rússar telja sig hafa heimild til innrásar í þau ríki, þar sem marxistar hafa stjórnarforystu, ef þeim býður svo við að horfa. Marxistísk stjórnarforysta á Islandi gæti því gefið Kremlverjum ástæðu til freklegri afskipta í innanríkismálum íslands en verið hefur. Menn skyldu gera sér grein fyrir þessari hættu — og hafa hana ekki í flimtingum". Einn þeirra sem Tíminn spyr er Eiður Guðnason alþingismaður, og það er athyglisvert, að hann kemur einnig inn á þetta atriði og telur ástæðu til að undirstrika það rækilega, tilfærir meðal annars þann kafla í ræðu Brezhnevs á fimmta þingi pólska kommúnistaflokksins, 12. nóv. 1968, þar sem einmitt er fjallað um þennan íhlutunarrétt Sovétríkjanna um málefni sósíalískra ríkja, en þá sagði núverandi forseti Sovétríkjanna: „Þegar innri og ytri öfl fjandsamlegs sósíalisma reyna að snúa þróuninni upp í það í einhverju sósíalísku ríki að endurreisa kapítalíska stjórnarhætti og þegar sósíalismanum í því ríki og hinu sósíalíska samfélagi er ógnað, þá er það ekki aðeins vandamál þess ríkis, sem þar á í hlut heldur sameiginlegt vandamál og áhyggjuefni öllum sósíalískum ríkjum. Auðvitað er aðgerð eins og hernaðaraðstoð við bræðraþjóð til að bægja ógnunum frá sósíalismanum óvenjuleg aðgerð vegna brýnnar nauðsynjar (leturbr. Mbl.)." Eiður Guðnason segir einnig, að innrásin í Tékkóslóvakíu hafi sýnt mönnum grímulausa stefnu Sovétríkjanna „og menn skildu betur eftir en áður eðli hins alþjóðlega kommúnisma ..." Margrét R. Bjarnason, formaður íslandsdeildar Amnesty Internation- al, fjallar einnig óbeint um fyrrnefnda hættu, þegar hún segir: „Sovétmenn hafa þegar oftar en einu sinni sýnt á sér klærnar — enda velta menn því fyrir sér mjög alvarlega, hvað gerist þegar menn eins og Tító og Kekkonen falla frá, því ekki er víst, að arftakar þeirra verði þeim jafnokar í hinni pólitísku jafnvægislist." Og hún lýsir afleiðingum af kommúnisma m.a. með eftirfarandi orðum: „En að fá ekki að vinna fyrir sér með þeim hætti sem maður kýs, að fá ekki frið í einkalífi sínu fyrir símahlerunum og njósnum, eiga yfir höfði sér húsleit lögreglu hvenær sem er, að geta ekki sinnt ritstörfum, hitt félaga sína eðlilega og eiga von á fangelsunum fyrir að halda skoðunum sínum fram, mér óar við slíkum þjóðfélögum, hvar sem er, og þessi hafa orðið áhrif innrásarinnar í Tékkóslóvakíu." Morgunblaðið hefur bent á það áður, að þrátt fyrir þrýsting frá Sovétríkjunum og viðkvæma legu Finnlands á landamærum Sovétríkj- anna, hefur Kekkonen aldrei dottið í hug að fela forystumanni finnskra kommúnista stjórnarmyndun, né hefur það verið gert í landi eins og ítalíu, þar sem kommúnistaflokkurinn er miklu sterkari en Alþýðubandalagið hér, og hefur að sumu leyti afneitað heimsvaldastefnu Sovétríkjanna á einarðari hátt en Alþýðubandalagið, né hefur nokkrum forseta Frakklands dottið í hug að kalla leiðtoga kommúnistaflokks Frakklands til að hafa forystu um stjórnarmyndun þar í landi. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur segir í athyglisverðri grein í Vísi sl. föstudag m.a.: „Takist Lúðvík Jósefssyni stjórnarmyndun verður einungis að leita fordæma austur fyrir járntjald. Þar hefur það aldrei gerzt, eftir að vissum öflum hefur verið stýrt til forræðis um stjórnir landa eftir löglegum og lýðræðislegum leiðum, að þurft hafi að endurtaka leikinn, eins og er þó siður í lýðræðislöndum. Forystumönnum annarra flokka hefur verið haldið við með blekkingum, unz þeir annað tveggja settust í helgan stein eða hurfu út um glugga ..." Hann kallar Alþýðubandalagið „barnabarn Kommúnistaflokksins gamla" — og ennfremur, það sem er athyglisverðast af ummælum Indriða G. Þorsteinssonar: „Aftur á móti hafa önnur lýðræðisþjóðfélög beitt öllum ráðum til að hindra þátttöku stjórnmálaafla á borð við Alþýðubandalag- ið í ríkisstjórnum og munu ekki á næstunni fela þeim stjórnarmyndanir. En við erum svo langt úti í hafinu, að sjálfsagt verður ekki héraðsbrestur, þótt við verðum fyrst þjóða til að framkvæma það, sem að öllum líkindum mundi kosta blóðsúthellingar annars staðar. Við erum nú einu sinni svo sérstök á alla grein, að dagur Lúðvíks Jósefssonar, hinn 16. ágúst 1978, verður aðeins fréttnæmur á Vesturlöndum vegna „prinsipsins"." Það er út í hött að segja, að það sé ólýðræðisleg afstaða að benda á hættuna af marxistum, sem hafa það á stefnuskrá sinni að kollvarpa Iýðræðislegu þjóðskipulagi. Þeir lýðræðissinnar sem skjálfa eins og strá fyrir vindi þegar þeir þurfa að takast á við kommakjarnann eiga ekkert érindi í þá hólmgöngu, sem nú fer fram um allan heim milli alræðis og frjálshyggju. Sá íslendingur sem heldur að þessi átök fari ekki fram á íslandi ætti að gefa orðum Brezhnevs. rækilega gaum — og draga réttar ályktanir af sögulegum staðreyndum. Og það verða frjálshyggju- menn að gera sér ljóst, að eitt er að vinna með marxistum, en annað að kalla þá til forystu. Jón Sigursson: „Innrásin afhjúpaði hins konunúníska stjo fars risaveldisins í au I dag minnumst við hörmulegra endaloka einnar merkustu tilraun- ar í stjórnarháttum og samfélags- skipan sem gerð hefur verið í Evrópu á þessari öld. Fyrir tíu árum greindi menn vissulega á um það hvort tilraun umbótamann- anna í Tékkóslóvakíu gæti yfirleitt borið árangur eða ekki, en á Vesturlöndum voru menn á einu máli um það að í landinu væru stórkostlegir atburðir að gerast. Vonglaðir menn töluðu um „vor í Prag", en hinir rifjuðu upp dapurlegar endurminningar frá uppreistinni í Ungverjalandi. Ur því sem fór um þessa tilraun veit það enginn nú hvort það gat staðist, sem forystumenn Tékka og Slóvaka töldu, að unnt yrði að samræma kommúnisma annars vegar og lýðræði, valddreifingu og mannréttindi hins vegar í einu og sama samfélaginu. Margir voru þeir sem álitu að þetta gæti ekki orðið og að stefnumiðin í Prag hlytu að leiða af sér samfélags- form í líkingu við það sem við þekkjum t.d. á Norðurlöndum. Innrás herja Varsjárbandalags- ins undir forræði nýja Rússneska keisaradæmisins batt skyndilegan endi á þessa djörfu tilraun. Hún kom eins og harkaleg sönnun varnaðarorða hinna svartsýnustu. Ég minnist þess hvernig menn biðu milli vonar og ótta vorið 1968. Alls staðar ríkti sama spennan og óttinn um að þessi tilraun yrði stöðvuð með valdi. Ég var einn þeirra fjölmörgu sem fylgdust með þessum atburðum fullur aðdáunar á frumkvæði Tékka og Slóvaka og ég minnist þess að ásamt sjálfsagt þúsundum fleiri varpaði maður öndinni léttara þegar leið á Jón Sigurðsson. sumarið og þóttist þess fullviss að úr því þeir voru ekki þegar búnir að ráðast á Tékkóslóvakíu, þá mj : Al sei be lot áti þa lif he bá Té ko m; ra án á< ini ko og til au Jóhartna Thorsteinsson: „Hjörtu þeirra eru sen sem jafnvel logar vítis ná Góðir áheyrendur! Fyrir rúmum 10 árum áttu sér stað mikil átök í Tékkóslóvakíu, þegar harðstjórn Novotnis, forseta landsins, var beinlínis ýtt (með ýtrustu lagni) til hliðar, og Alexander Dubcek, ritari kommúnistaflokksins, tók við völdum. Dubcek aðhylltist frjálslyndari stjórnarhætti en fyrirrennarar hans. Hann boðaði málfrelsi, frjálsa fjölmiðla, kjarabætur og aukin samskipti við vestræn ríki. Ungir námsmenn fengu að halda skoðunum sínum á loft og rit- höfundar og aðrir menntamenn tóku að láta ljós sitt skína í fyrsta skipti í 30 ár og þeir fengu að gera það í friði. Dubcek boðaði aukið frelsi til handa öllum Tékkum. Allur heimurinn fylgdist með framförunum og stóð á öndinni! Það var tekið að vora í Tékkó- slóvakíu! Já, vorið kom loksins. Tékkóslóvakía leystist úr klaka- böndum og allur hinn frjálsi heimur horfði hugfanginn á. Við stóðum álengdar og hugsuðum: Skyldi þeim tafkast það? Nú var bara að sjá til, bíða og vona. Það voru ekki allir jafnhrifnir Jóhanna Thersteinsson. og vesturveldin! Köldum svita sló um ráðamennina í Kreml! Þeir iðuðu á veldisstólunum! Þeim leist ekkert á blikuna! Ýmsar áleitnar spurningar vöknuðu hjá þeim, þeir hugsuðu sem svo: „Hvað? Er félagi Dubcek að missa trúna á okkur?" „Hvað er maðurinn að fara?" ^Veit félagi Dubcek ekki að oft má satt kyrrt liggja?" „Veit hann ekki að sósialisminn okkar lifir ekki prentfrelsi af?" „Hvað vill hann hafa saman við vesturveldin að sælda?" „Veit maðurinn ekki, að það sem þjóðin ekki þekkir, þess saknar hún ekki heldur?" Og Dubcek var tekinn til bæna, spurður spjörunum úr. Hann lofaði öllu fögru. Heimurinn stóð á öndinni og hugsaði: „Skyldi það takast?" Bæði Tító forseti Júgóslavíu og Ceau- cescu forseti Rúmeníu komu til Tékkóslóvakíu og hvöttu Dubcek til dáða! En ... Sögulokin kunnum við öll. Óttinn við ráðamennina í Kreml j var ekki ástæðulaus. Menn sem hugsa í ísköldu stáli og vopnum og skilja ekkert nema ofbeldið, þeir virða að vettugi mannúðleg sjón- armið. Þeir hlusta ekki á rök og taka ekki nokkrum fortölum. Þeir trúa aðeins á mátt heraflans. Þeir skeyta engu um fagurt mannlíf/Þá skiptir engu mannlegar tilfinning- ar. Hjörtu þeirra eru sem ískalt stál, sem jafnvel logar vítist ná ekki að ylja! Þegar tékkneska þjóðin teygði hungruð hendur sínar í átt til frelsis, frelsis sem hana þyrsti svo í, og reyndi að höndla það, komu varðsveitir kommúnistans og HJUGGU ÞÆR AF! Og munið það, allir sem til mín heyrið: Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slíkt hendir sig í sögu ríkjanna austan járntjaldsins, og ekki í síðasta skiptið heldur! Allir muna atburðina í Ungverjalandi. Allir þekkja söguna um Tító, forseta Júgóslavíu, og hversu snilldarlega hann hefur varið land sitt og þjóð fyrir ofríki Kreml- verja! Þar hefur oft verið mjótt á munum. Hvenær voru íbúar Eistlands, Lettlands eða Litháen spurðir hvort þeir vildu gangast Sovétríkj- unum á hönd? Við vitum öll svarið. Sovétríkin ha eii st f'l hi n) ka 1»< al Vi Jón Magnússon: 99 Komm un og e Við höfum komið saman í dag til að minnast þeirrar tilraunar, sem tékkneska þjóðin gerði til að koma á frelsi í landi sínu og til að fordæma svívirðilega aðför kommúnistaherja Sovétríkjanna og leppríkja þeirra að þessari frelsisviðleitni Tékkóslóvakíu. Það eru liðin rúm 10 ár síðan tékkneskir föðurlandsvinir steyptu stanlínískri ógnarstjórn, sem ráð- ið hafði ríkjum í Tékkóslóvakíu um árabil og leituðu eftir nýjum leiðum til að þróa stjórnkerfi kommúnismans í átt til frelsis og mannúðar. Allur heimurinn fylgd- ist með þessari tilraun og allir lýðræðissinnar vonuðu að þetta væri upphafið að víðtækum breytingum í Austur-Evrópu í átt til lýðræðis. Til að byrja með virtist tilraun Tékka ætla að takast. En Rússar fylgdust líka með því, sem var að gerast. Þeir sendu sendinefndir til Tékkóslóva- kíu, til að tala um fyrir ráðamönn- um þar, en þegar það dugði ekki gengu þeir frá samningi við Tékka í Bratislava undir forystu B ni fr h( ki le st ai sj k< SS el ei sl ki C! a< ei a< iri I> v< bl h( té ir k( ^'áirtiA»r»'éA'iiVi*'^ftT-t-¥rrrwtft^ i.»jt».» ».•.»»;-*¦•:«.'*»'•••¦«.'• *•»»'»•»•¦*'«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.