Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGUST 1978 21 2. deild bikarkeppni FRÍ: Bikarkeppni FRÍ 2. deild fór fram á Húsavík í blíðskaparveðri á laugardag og sunnudag. Til leiks mættu lið frá eftirtöldum sambbndum. UMSB, UMSE, UMSS, HVÍ, UMÞ og HSÞ. Stigakeppnin var mjög hörð og tvísýn og það var ekki fyrr en í síðustu greininni, sem HSÞ tókst að tryggja sér sigur. 100 metra hlaup kvcnna, Bergþóra Benónýsdóttir HSÞ 12.02 sek. Kúluvarp karla, Páll Dagbjartsson UMSS 13.47 m. 100 m. karla. Jakob Sigurðlason HSÞ 11.3 sek. Hástökk karla, Dnnar Vilhjálmsson UMSB 1.85 m. 400 metra kvennat Hðlmfrfður Erlings- dóttir UMSE 60.00 sek. 400 m. karla, Aðalsteinn Bergmannsson UMSE 51.4 sek. Langstökk kvenna, Oddnv Árnadóttir UMÞ 5.32 m. Spjótkast karla< Kúnar Vilhjilmsson UMSB 57.58 m. Kúluvarp kvennai Sigurlfn Heiðarsdóttir UMSE 10.85 m. 1500 m kvennai Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE 5.11 mín. 1500 m karla, Ágúst Þorsteinsson UMSB 4.37.7 mín. Spjðtkast kvenna. íris Grönfeldt UMSB 43.98 m. Langstökk karlai Jón Benónýsson HSÞ 6.61 m. 4x100 m. karla. Sveit HVf 45.5 mín. 3000 m karlai Ágúst Þorsteinsson UMSB 9.42.7 mín. 100 m. grind kvennai Bergþóra Benónýs- dóttir HSÞ 16.2 sek. Stangastokk karla, Þorsteinn Þðrsson UMSS 3.71 m. Kringlukast kvenna, Sigurlfna Heiðars- dðttir UMSE 26.40 m. 110 m grind karla, Jón Benðnýsson HSÞ 16.00 sek. 800 metra karla, Ágúst Þorsteinsson UMSB 2.04.5 mín. 200 m kvennai Bergþóra Benðnýsdóttir HSÞ 26.2 sek. 200 m karla. Jakob Sigurólason HSÞ 23.00 sek. Hastökk kvenna. Iris Grbnfelt UMSB 1.50 m. Kringlukast karla, Þór Valtvsson HSÞ 40.41 m. 800 m kvenna. Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE 2.28.3 mín. Þrfstökk karla, liúnar Vilhjálmsson UMSB 14.00 m. 500 m. Ágúst Þorsteinsson UMSB 16.42.0 mfn. 4x100 m kvenna. Sveit HSÞ 50.5 sek. 1000 m boðhlaup karla. Sveit HSÞ 2.06.5 mín. Heildarstigatalai Stig HSÞ 123 UMSE 111.5 UMSB 115.5 UMSS 98 UMÞ 83 HVl 77 BA. 3. deild bikarkeppni FRI: EINS og í 2. deildinni var gífurlega hörð keppni í 3. deild bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins. Keppt var á Akureyri og var lið UÍA talið sigurstranglegast enda árangur liðsins sérlega glæsilegur á landsmóti UMFÍ á Selfossi í sumar. Lið KA kom þó öllum á óvart og með sigri í tveimur síðustu greinunum tókst KA að tryggja sér sigur með tveimur stigum. Úrslit í þriðju deildinnii KA UÍA HSH USAH 100 m hlaup karla, Hjörtur Gíslason KA 11.6 sek. 400 m hlaup karla, Steindór Helgason K A 53.3 sek. 1500 m hlaup karla. Steindór Tryggvason UÍA 4.12.2 mín. 5000 m hlaup karla, Jónas Clausen KA 17.44.6 mfn 100 m hlaup kvenna. Sigrfður Kjartansdóttir KA 12.5 sek. 800 m hlaup kvenna, Guðrún Sveinsdðttir UÍA 2.27.4 mín. 1000 m boðhlaup karla, Sveit KA 2.06.3 mfn. 4x100 m boðhlaup kvenna. Sveit KA 52.9 sek. Stig 55 53 45 37 Langstökk karla, Sigurður Hjörlcifsson HSH 6.25 m. Hastökk karla, Stefán Friðleifsson UÍA 1.90. Þrfstökk. Sigurður Hjbrleifsson G HSH 12.79 m. Langstökk kvenna. Anna Hannesdóttir UÍA 4.86 m. Hastökk kvenna, Marfa Guðnadðttir HSH 1.63 m. Kúluvarp karlai Pétur Pétursson UÍA 13.86 m. Kringlukast karla, Pétur Pétursson UÍA 41.78 m. Spjðtkast karla. Ingibergur Guðmundsson USAH 54.30 m. Kúliivarp kvenna, Marfa Guðnadóttir HSH 10.18 m. Kringlukast kvenna, Dýrfinna Torfadóttir KA 30.12 m. Spjótkast kvennai Marfa Guðnadðttir HSH 38.65 m. HS/ÞR íslandsmeistarar IBK í þriðja flokki 1978. Kefl víkingar meist- arar f þriðja f lokki Úrslitaleikurinn í 3. flokki í knattspyrnu fór fram á Selíossi um helgina. Keflavík og Breiðablik sem skildu jöfn á Húsavík í úrslitakeppninni þurftu að endurtaka leik sinn. Keflvíkingar sigruðu iiíi örugglega 4—1. Var sigur þeirra sanngjarn og höfðu þeir þó nokkra yfirburði í leiknum. Framan af var í leiknum jafn- ræði með liðunum, en smátt og smátt tóku Keflvíkingar leikinn í sínar hendur. Jón Gíslason skoraði fyrsta mark Keflavíkur og eina mark fyrri hálfleiksins. Breiða- bliksmenn náðu að jafna í byrjun síðari hálfleiks. Ólafur Magnússon kom Keflavík síðan yfir með fallegu marki, er hann skoraði eftir mikið einstaklingsframtak. Jón Gíslason breytti stöðunni í 3—1 og lokaorðið átti svo Sigurður ísleifsson sem skoraði síðasta markið með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Ólafi Magnús- syni. Yfirburðir Keflyíkinga voru augljósir í leiknum. í lokin afhenti Gylfi Þórðarson þeim sigurlaunin. SS/ÞR VETRARSTARF TBR AÐ BYRJA VETRARSTARF TBR hefst 1. september n.k. Að venju er starfsemin umfangsmikil, en meginhluti hennar fer fram í húsi félagsins að Gnoðarvogi 1. Félagar í TBR eru nú um 900. Flestir þeirra eru fulloröiö fólk, sem stundar badminton sem trimmíþrótt, því helsti kostur badmintonsins er, að þaö skiptir engu máli hve góður þú ert, þú finnur alltaf einhvern viö þitt hæfi til að keppa við. TBR-húsið veröur í vetur opið allan daginn. Útleiga á föstum tímum er aö hefjast, og hafa eldri félagar forgang að tímunum til 24. ágúst. Garðar Alfonsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri TBR-hússins. Garðar var formaöur félagsins um árabil. Hann hefur þjálfaö TBR-inga í áratug og undir handleiöslu hans hefur badmintoníþróttin tekiö stórt stökk fram á viö hér á landi. Garðar verður til viðtals í TBR-húsinu dagana 21.—24. ágúst n.k. og tekur á móti tímapöntunum frá kl. 17.30—20.00. JON DIÐRIKS- SON Einn þeirra frjálsíþrótta- manna sem vakið hafa verðskuldaða athygli í sumar og undanfarin ár er Borg- firðingurinn Jón Diðriksson. Jón hefur í sumar sett tvö ný íslandsmet, í 800 m hlaupi 1.49,3 mínútur og í 1500 metra hlaupi 3.44,4 mínútur, sett á Reykjavíkurleikunum. Fullvíst má telja að Jón láti hér ekki staðar numið, og verður fróð- legt að sjá hvernig honum tekst til á Evrópumeistaramótinu í fr jálsum íþróttum sem f ram fer í Prag í Tékkóslavíu 29. ágúst til 3. september n.k. en þar keppir hann í þessum greinumi Jón byrjaði fyrst að æfa íþróttir undir handleiðslu Vilhjáms Einarssonar í Reyk- holti. Til að byrja með lék hann eingöngu körfuknattleik, en árið 1973 hóf hann að æfa frjálsar íþróttir af miklum krafti. Þá um haustið hafði hann strax náð góðum árangri í 800 metra hlaupi, 1.58,5 mín. og 4.10,5 mín í 1500 metrum. Jón hefur ávallt stundað æfing- ar af kostgæfni sfðan og verið undir handleiðslu góðra þjálf- ara. Guðmundur Þórarinsson var honum mjög innan handar til að byrja með er hann dvaidist f Reykjavfk. Jón hefur ávallt haldið tryggð við UMSB og alltaf keppt undir þeirra merki. Framfarir Jóns hafa verið örar nú sfðustu ár. Um það sagði Jóni — Ég hef æft geysilega vel að undanförnu. ég hleyp 75—80 km á hverri viku yfir vetrartímann, en er sumar- ið nálgast, æfi ég spretti, og meira séræfingar. Síðastliðinn vetur dvaldi ég f Englandi og hafði góðan þjálfara, sem var mér innan handar. Nú í sumar hef ég dvalið í V-Þýskalandi við keppni og æfingar og það hefur gert mér gott, og þar mun ég dvelja áfram. Takmark mitt í framtíðinni er að komast á toppinn. Vera einn af þeim bestu f heiminum í mínum greinum. Til að ná því þarf ég að ná þvíað hlaupa 800 metrana á 1.45,0 mín. og 1500 metrana á 3.44,0 mín. Þetta verður erfitt, það geri ég mér alveg ijóst og gæti tekið f jögur ár. Sem sagt á EM 1982 ætti ég að verða bestur. Þá er það draumur minn að keppa á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980, og komast þar í úrslit. Þetta ætti mér að takast ef ég fæ alla þá aðstoð sem ég þarf á að halda. Hvað með EM í Prag? — Þar á ég enga möguleika, það er ljóst. Hins vegar er það ómetanleg reynsla að keppa á svona stórmótum. Og það er ekki síður mikilvægt að öðlast reynslu, hún fleytir mönnum alltaf langt í fþróttakeppnum. Víst verður skemmtilegt að fylgjast með Jóni á hlaupa- brautinni í framt íðinni og sjá hvort honum tekst að ná takmarki sfnu. — Þr. HANS KRANKL Sumum knattspyrnumönn- um er það gefíð að vera einkar lagnir við að skora mörk. Margir þeirra gera sér jafnvel enga grein fyrir hversvegna þeir hafa þennan eiginleika, og eiga þar með erfitt með að bæta úr ef þeim tekst ekki að skora nokkra leiki f röð. Einn þeirra knattspyrnumanna, sem hafa mikla hæfileika til að skora, er Austurríkismaðurinn Hans Krankl. Sfðastliðið knatt- spyrnutfmabil var hann marka- hæsti knattspyrnumaður í Ev- rópu, og hlaut að launum gullskóinn hjá hina virta franska knattspyrnublaði France Football. í heimsmeistarakeppninni í Argentínu vakti Krankl mikla athygli fyrir skotkraft, leikni, og fyrir það hversu vel honum gekk að skora inórk. Tilboðin streymdu til hans úr ölluni áttum og ekki leið langur tfmi þar til eitt af stórliðum Ev- rópu, FC Barcelona, var búið að fá hann í sínar raðir. Upþhæðin sem hann fékk fyrir að skrifa undir samning var ekki gefin upp en þar munu engír smápeningar hafa verið í boði. Hans Krankl er fæddur í Vínarborg 14. febrúar 1953, hann byrjaði snemma að stunda íþróttir og strax ¦' barnaskóla vakti hann athygli fyrir leikni sfna í knattspyrnu. Þegar hann lauk skólagöngu 17 ára gamall hafði austur- rfska liðið Rapid Vfn gert við hann samning. Þar lék hann með unglingaliðum félagsins, og hóf aðeins ári síðar að leika með meistaraflokki. — Mín stærsta stund f sambandi við knattspyrnuna var fyrsti landsleikur minn, þá var ég aðeins tvftugur. Austurríki lék á móti heimsmeisturunum Brasilfu í Vínarborg. Okkur tókst að ná jafntefli 1 —1, og ég skoraði mark Austurríkis. Þá er mér einnig minnisstætt er mér tókst að skora sjö mörk í landsleik. Var það gegn Möltu í undankeppni heimsmeistara- keppninnar er við sigruðum 11 — 1, sagði Krankl. Krankl þykir með eindæmum harðfylginn miðherji, og hefur þann eiginleika að vera ávallt á réttum stað á réttri stundu. Það hefur fært honum mörg mörk. Hann á verst með að sætta sig við mótherja sem reyna að klekkja á honum með ólöglegum brögðum. Því miður er of mikið af þeim segir Krankl. Ekki er ólíklegt að Krankl komi f stað Cruyff hjá Barce- lona. Á leiktfmabilinu sem er að hefjast stefnir Krankl aftur að markakóngstitli Evrópu. Hvort það tekst skal engu um spáð, en eitt er víst að hæfileik- arnir eru fyrir hendi. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.