Morgunblaðið - 19.09.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978
13
„Langar stundum
að f ara eitthvað,
en þó er hvergi
betra að vera en
í Bolungarvík”
— Spjallað við þá Birgi Sigurbjartsson og
Aðalstein Kristjánsson, málara i Bolungarvík
„AFKOMAN hjá okkur er alveg sæmileg, þó ekkert of góö,
togarasjómenn hafa það betra, og konurnar hafa verið með
meiri tekjur fyrir bónusvinnu í frystihúsi", sagði Birgir
Sigurbjartsson málari á Bolungarvík er við hittum hann
að máli nú fyrir stuttu. Birgir var að koma frá borði í
skutttogaranum Dagrúnu, þar sem hann hafði verið að
vinna ásamt félaga sínum, Aðalsteini Kristjánssyni.
Þeir Aðalsteinn og Birgir sögðu,
að svo hátt kaup væri nú að fá í
fiskvinnu, að útilokað væri fyrir
þá að ráða til sín ófaglært fólk,
þeir gætu ekki greitt nægilega há
laun til að halda fólkinu. Því væru
þeir nú farnir að vinna mikið hver
útaf fyrir sig, en þeir væru fjórir
málarar sem hefðu samvinnu sín á
milli. „En eitt sinn vorum við með
17 manna vinnuflokk, þannig að
þetta hefur breyst mikið undan-
farin ár,“ sagði Aðalsteinn.
„Það er mikla vinnu að hafa hér
yfir sumarið,“ sagði Birgir, „en
þetta er miklu daufara yfir
vetrarmánuðina. Fólk málar
sennilega minna hér en gengur og
gerist til dæmis í Reykjavík,
sennilega vegna mikillar vinnu."
— Aðalsteinn tekur undir það, en
segir þó, að nýbyggingar séu þar
alveg undanskildar. Fólk telji sig
einna helst geta unnið við að mála
ný hús sjálft, og svo spili lána-
fyrirkomulagið þarna mikið inn í.
Yfirleitt séu allir peningar búnir
þegar kemur að lokaáfanganum í
■
„Það kemur stundum fyrir að
mann langar að komast eitthvað
burt," sagði Aðalsteinn.
húsbyggingunum, og því verði fólk
að vinna tiltölulega meira við
síðustu áfanga bygginganna en þá
fyrri.
Auk húsamálunar úti og inni
hafa málarar á Bolungarvík svo
talsverða vinnu við að mála og
dytta að í fiskiskipunum þegar þau
liggja inni, einkum skuttogurun-
um. Alltaf sé eitthvað málað þegar
togararnir komi inn, og það geri
þeir málararnir, enda séu skip-
verjarnir alltaf í fríi þegar skipin
koma inn.
Og eins og venjulega, þegar
blaðamenn ræða við fólk úti á
landi, þá berst talið að því hvernig
það sé að búa á viðkomandi stað,
og hvort blessað fólkið langi ekki
ósköp mikið til Reykjavíkur. —
Raunar segja sumir að blaðamenn
frá Reykjavík byrji jafnan á því að
spyrja landsbyggðarfölk hvaða
afsökun það hafi fyrir að búa úti á
landi!
,;Við höfum það gott hér,“ segir
Birgir, „og hvað sjálfum mér
viðkemur, þá segi ég það alveg eins
og er, að ég hef engan áhuga á því
að fara héðan. Ég vann hér fyrst
við vélavinnu og síðan á sjó, áður
en ég fór út í málarastörf, og ég
hef alla tíð kunnað vel við mig hér,
og betur en annars staðar sem ég
hef verið, þó vafalaust sé hægt að
láta sér líða vel alls staðar."
„Ég get nú ekki neitað því, að
það kemur oft yfir mig mikil
löngun til að fara eitthvað, ég veit
ekki hvert, en bara að breyta til,“
segir Aðalsteinn. „Sérstaklega á
þetta við á vetrum, þegar allt er
lokað af snjó, þá langar mann til
að fara, jafnvel þó maður færi
ekkert þótt fært væri!“
Báðir láta þeir Birgir og Aðal-
steinn annars vel af því að búa á
Bolungarvík, tekjur segja þeir
vera hærri þar en víða annars
staðar, sem meðal annars komi
fram í því, að á Bolungarvík sé
Hef alltaf kunnað vel við mig hér
í Bolungarvík, allt frá því er ég
kom hingað fyrst,“ sagði Birgir.
greitt hæsta meðalútsvar á Vest-
fjörðum.
Á móti segja þeir svo að komi
það, að það sé að mörgu leyti
dýrara að búa á Vestfjörðum en í
öðrum landshlutum. Þar sé síma-
kostnaður til dæmis hár, einnig
rafmagn, olía og fleira, og flestar
vörur séu dýrari en til dæmis í
Reykjavík vegna mikils flutnings-
koslnaðar.
Kostirnir við að búa á Bolungar-
vík frekar en til dæmis á öðrum
stöðum Vestfjarða, segja þeir hins
vegar til dæmis vera þá, að
vöruúrval í verslunum sé þar mun
meira en annars staðar, til dæmis
sé það mún meira en á Isafirði,
enda koma ísfirðingar oft í
stórhópum til Bolungarvíkur í
verslunarferðir. Þá má ekki
gleyma hinni stöðugu atvinnu, hún
er meiri og stöðugri í Bolungarvík
en víðast annars staðar.
- AH.
Vald
Poulsen h/f
Suðurlandsbraut 10
Sími38520 - 31142
NITCHI KRAFTTALÍUR
OG KEÐJU-
TALÍUR
góður ritari óskast
enskukunnátta nauösynleg
bókfærsluþekking æskileg
Margt námsefni Bréfaskólans stuólar beinlínis aó því aó
auka hæfni fólks á vinnumarkaðnum. Þar á meóal er vélrit-
un. Þér er sent allt sem til þarf annað en ritvélin. Tungu-
Hringdu í síma 81255.
Bréfaskólinn
Suóurlandsbraut 32. 105 Reykjavik Simi 812 55