Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 26
30
MORGU'NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978
Minning:
Jón A rnfinnsson
garðyrkjumaður
Fa-ddur 1G. janúar 1900.
Dáinn 11. septembcr 1978.
Jón Arnfinnsson, garðyrkju-
maður er látinn.
Hann fæddist 16. janúar árið
1900 að Lambadal í Dýrafirði og
var því 78 ára að aldri, er hann
hné í valinn.
Foreldrar Jóns voru hjónin
Arnfinnur bóndi í Lambadal og á
Dröngum í Dýrafirði Jónssonar
bónda á Kirkjubóli í Bjarnadal í
Önundarfirði og Ingibjörg Sigur-
línadóttir bónda í Botni í Dýra-
firði.
Stóðu að Jóni vestfirzkir ætt-
stofnar og bar hann mjög svipmót
ættmenna sinna og þeirra góðu
áhrifa, er hann naut á uppvaxtar-
árunum í föðurgarði og við móður-
kné.
Snemma mun hafa komið í ljós,
að hinn ungi sveinn bæri í brjósti
þrá til þess að fræðast og afla sér
menntunar og áhugi hans beindist
fljótt að öllu lífi í náttúrunni.
Blóm og grös urðu virktarvinir
Eiginmaöur minn ELÍAS KRISTJÁNSSON,
Kleppsvegi 52,
er látinn. Hallfriöur Jónasdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GRÍMUR ÁSMUNDSSON,
Neöra-Apavatni,
lést hinn 14. september.
Útförin fer fram frá Stóru-Borgarkirkju, fimmtudaginn 21. september kl. 14.
Jarðsett veröur að Mosfelli.
Ingibjörg Ebba Magnúadóttir,
Sigurbjörg Grímsdóttir,
Magnús Grímaaon,
Guörún Áaa Grímadóttir,
Sigurlín Grímadóttir.
t
Konan mín og móðir okkar, /
BRYNDÍS BOGADÓTTIR,
Langholtavegí 85,
lést í Borgarspitalanum 15. sept. s.l.
Sigurjón Á. Siguröaaon og börn.
Ástkær dóttir okkar
INGIBJORG SOLVEIG HLÖDVERSDÓTTIR
lést af slysförum laugardaglnn 16. sept.
Birna Júlíuadóttir, Hlööver Oddaaon.
t
Eiginmaöur minn,
SVEINBJÖRN KLEMENZSON.
vélatjóri,
andaöist aö heimili sínu, Sólbaröi, Bessastaöahreppi 14. september.
Margrét Sveinadóttir.
t
Eiginmaöur minn,
HELGI KRISTINSSON,
Vallargötu 31,
Keflavík,
veröur jarösettur frá Keflavíkurkirkju miövikudaginn 20. sept. kl. 13.30.
Inga Nielaen og fjölakylda.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns og fööur okkar
GUNNARS SIGURJÓNSSONAR
málara
Jórufellí 2.
Hildigunnur (Stella) Gunnaradóttir,
Gunnar Gunnaraaon, Kriatinn Gunnaraaon,
Anna Gunnaradóttir, Áadía Gunnaradóttir,
hans og undi hann sér löngum
meðal þeirra og við íhugun á öllu
er fyrir augu bar í náttúrunni. Á
uppvaxtarárum hans stofnaði séra
Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi
skólann þar og veitti hollum
menningarstraumum um héraðið
og efldi menntaþrá ungmenna þar
og víðar.
Árið 1916 fer Jón í skólann að
Núpi og naut þar handleiðslu,
fræðslu og leiðsagnar sr. Sigtryggs
og samstarfsmanna hans um
tveggja vetra skeið eða skólaárin
1916—1918. Að námi loknu í
Núpsskóla gerðist Jón að áeggjan
og að tilstuðlan sr. Sigtryggs
heimiliskennari í Mýraskólahéraði
í Dýrafirði á árunum 1918—1920
en þá um haustið hóf Jón nám í
Samvinnuskólanum í Reykjavík og
sat þar skólaárin 1920—1922.
Báðar þessar skólagöngur veittu
honum gott veganesti og urðu
honum notadrjúgar á æfinni. Var
hann síbyggjandi á þann grunn,
sem þarna var lagður á þroskaár-
um hans, sem ásamt meðfæddum
hæfileikum auðveldaði honum öll
störf, sem hann tók að sér þó
ríkust væru í huga hans ræktunar-
störfin, tengslin við móður jörð,
grös hennar og blóm, ræktun
hennar og virðing fyrir sköpunar-
mætti hennar.
Árin 1930—1931 var Jón kennari
í Hálsaskólahéraði í Borgarfirði og
mun honum hafa farið það einnig
vel úr hendi, því rík var hneigð
hans til fræðslu annarra og
leiðbeiningar þeim sem vildu
fræðast.
Hinn ríki áhugi hans á allri
ræktun, gróðri og blómskrúði og
fjölbreytilegu lífi í náttúrunni olli
því að hann hóf nám í garðyrkju
hjá Einari Helgasyni í Gróðrar-
stöðinni við Laufásveg og síðar
meir sótti hann enn frekara nám í
garðyrkjustörfum, er hann sótti
námskeið í þeirri grein í Englandi
og Danmörku á árunum 1932 —
1934.
Stundaði hann síðan garðyrkju-
störf, sem aðalstarf um æfina og
margan garðinn hefur hann ann-
ast, sáð til margra blóma og jurta,
eigendum garðanna til yndis og
ánægju og sjálfum sér til fróunar í
starfi við rækt og annarri virkt við
lífmyndir móður jarðar. Aukið
þátt í æfistarfið einnig með því að
kenna öðrum og segja til um
hversu skyldi farið með og hlúð að.
Nærgætni og alúð, næmt skyn
fyrir öllu lífrænu og vaxtarbrodd-
um þess lífs, sem náttúran skreyt-
ir sig með, blómabeðum, grasteig-
um, fuglum sumarsins, hljómhviðu
vorlífsins veitti honum unað og
sælukennd. Hann undi sér vel í
kyrrð og ró friðsællar óspilltrar
náttúrunnar og var sívökull varð-
maður hennar, sem heyrði jafnvel
grösin gróa, svo samhljóma var
hann allri náttúrunni. Vinur alls
þess, sem fagurt var í náttúrunnar
ríki og gekk oft á vit hennar sér til
ánægju og endurnæringar. Átti
vini um holt og móa og í
klettaborgum. Orti um það frá-
sagnir og lifði sig inn í þá huldu
heima, sem hann einn sá og naut,
sem hann, ungur drengur kynntist
heima í þröngum dal vestur í
Dýrafirði, svo sem segir í smá-
sögusafni hans „Úr huldum
heimi", sem útkom 1952.
Fleiri smásögur birtust eftir
hann í tímaritum og ýmsar
greinar þar og í blöðum um
íslenzka náttúru, töfra hennar og
yndi.
Jón var meðalmaður á hæð.
Samsvaraði sér vel, sívalur á vöxt
og nokkuð þykkur undir hönd.
Kvikur í spori, eilítið smástígur,
léttur og hlýr í viðmóti. Ræðinn
var hann og aldrei skorti hann
umræðuefni, enda áhugamálin rík
í huga hans og hann hafði þörf
fyrir að miðla öðrum af þekking
sinni og reynslu.
Allt satt, gott og fagurt átti hug
hans óskiptan, hvort sem hann
naut þess hið innra með sjálfum
sér eða var honum augnayndi.
Nú er þessi nærgætni vinur
blóma og grasa, hollvinur móður
náttúru og alls þess, sem hrærðist
í hennar ríki, horfinn. Hann
fölnaöi á áliðnu sunri, þegar vinir
hans, blómin og grösin, byrja að
taka á sig haustlitina og sól hnígur
vestur.
Ný störf bíða hans á grænum
grundum þar sem vinir bíða í
varpa og taka á móti honum og
leiða hann sælan í lundum nýrra
heima í eilífðarskini alls þess, sem
fagurt er og gott.
Mikiðgæfuspor var það Jóni, er
hann kvæntist eftirlifandi konu
sinni, 16. janúar 1936 Guðbjörgu
Kristinsdóttur Kjartanssonar
smiðs á Bíldudal og Reykjavík og
Svanfríðar Jónsdóttur Eiríkssonar
íshússtjóra á Bíldudal.
Guðbjörg er kona mikillar gerð-
ar, hreinskiptin og stórbrotin
drengskaparkona, sem bjó manni
sínum og dætrum bjart og hlýtt
heimili að Baldursgötu 4, þar sem
Ingimunda Guðmunds■
dóttir - Minningarorð
Fædd 31. októbcr 1897
Dáin 10. september 1978
I dag, 19. september, verður
borin til hinstu hvílu Ingimunda
Guðmundsdóttir, Urðarstíg 7a, er
lést að Hrafnistu 10. þ.m.
Ingimunda fæddist 31. 10. 1897
að Kambi í Holtum. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðfinna
Sæmundsdóttir húsfrú og Guð-
mundur Árnason bóndi í Kambi.
Ingimunda var önnur í röð fimm
systkina en þau voru: Katrín og
Guðfinna sem báðar eru látnar,
Árni búsettur í Reykjavík og
Jóhann er lést í bernsku. Auk
þeirra var Guðrún Runólfsdóttir
alin upp í Kambi sem eitt systkin-
anna. Guðrún lifir enn í hárri elli.
Ingimunda vandist snemma á að
taka til hendi við margvísleg störf
bæði utan húss og innan. Gekk
hún til útiverka með föður sínum
og mynduöust þá þau sterku bönd
miili þeirra er héldust meðan bæði
lifðu.
Um tvítugsaldur flutti Ingi-
munda til Reykjavíkur. Var hún
fyrstu árin við heimilisstörf á
ýmsum stöðum. Er. foreldrar
hennar brugðu búi fluttust þau til
Reykjavíkur og reistu sér hús að
Urðarstíg 7a. Fór þá Ingimunda til
þeirra og bjó þar til æviloka að
undanskildum fjórum síðustu ævi-
árum sínum er hún dvaldist að
Hrafnistu.
Er Guðfinna syStir hennar
giftist, reisti hún ásamt manni
sínum efri hæð hússins að Urðar-
stíg 7a. Þó að íbúðirnar væru nú
tvær var það sem eitt heimili.
Kærleikar miklir voru með þeim
systrum alla ævi og reyndist
Ingimunda þeim hjónum sönn
hjálparhella og börnum þeirra var
hún sem önnur móðir.
Er við frænkurnar sátum við
dánarbeð Mundu komu upp í
hugann minningar liðinna ára,
ljúfar minningar um góða konu,
sem helgaði sínum nánustu alla
krafta sína. Starfsþrek og vinnu-
geta Ingimundu var með ólíkind-
um. Gekk hún til ýmissa starfa
sem mörgum meðalmanni hefði
reynst ofviða. Reyndist hún heil og
óskipt í starfi og daglegu lífi.
Er litið er til baka minnumst við
hve oft var gestkvæmt á Urðar-
þau bjuggu allan sinn búskap.
Dætur þeirra eru Kristín Bergljót,
gift Helga Sigvaldasyni verkfræð-
ingi, og Arndís, ekk'ja Karls
heitins Guðmundssonar viðskipta-
fraeðings.
Guðbjörgu frænku minni og
dætrum hennar sem og öllum
öðrum aðstandendum sendum við
hjónin kveðjur hluttekningar og
samúðar.
Megi minningin um góðan dreng
ylja þeim um ókomin ár.
Baldur Eiríksson.
Það varou dapurlegar fréttir
sem biðu okkar systranna er við
komum heim úr skólanum mánu-
daginn 11. september. Hann afi
var dáinn, en hann varður til
moldar borinn í dag.
Afi okkar, Jón Arnfinnsson, var
fæddur og uppalinn í Dýrafirðin-
um í fallegu umhverfi og hafði
hann alla tíð síðan miklar mætur
á náttúru landsins. Stundaði hann
nám í héraðsskólanum á Núpi og
síðar í Samvinnuskólanum en
náttúran og fegurð hennar heill-
uðu hann og lagði hann um síðir
leið sina til Danmerkur og Eng-
lands þar sem hann stundaði nám
í garðyrkjuskólum.
Mikla ánægju hafði afi af
ferðalögum um landið og vorum
við systurnar ekki háar í loftinu
þegar hann fór að leyfa okkur að
koma með sér í slíkar náttúru-
skoðunarferðir. Nutum við þess
óspart að tölta með honum um
holt og móa, setjast síðan niður á
eina þúfuna og láta hann fræða
okkur um hinar ýmsu jurtir og
annað sem fyrir augu bar. Frá-
sagnargleðin var afa líka í blóð
borin og nutum við þess í ríkum
mæli. Það var heldur ekki óalgeng
sjón, þegar ekið var eftir Baldurs-
götunni, að sjá afa sitja á
tröppunum á húsi númer fjögur
með hóp af börnum í-kringum sig.
Börnin í hverfinu sóttu ákaft í það
að heyra sögurnar hans afa og
ekki ósjaldan laumaði hann sætum
mola í munna þeirra.
Litlu fuglarnir í hverfinu nutu
líka góðvildar hans, því að á
veturna gætti hann þess vel að
alltaf væri fæða fýrir þá á
blettinum í garðinum bak við
húsið. Oft mátti sjá þar hópa af
fuglum að snæðingi þegar'Htið var
um fæðu að fá.
Afi var mikill trúmaður þótt
hann talaði venjulega ekki mikið
um slík mál. Hann treysti Guði
sínum af öllu hjarta og var
öruggur um það hvað við tæki
handan móðunnar miklu.
I hryggð okkar í dag þökkum við
algóðum Guði fyrir að hafa fengið
að njóta samfylgdar með svo
góðum afa, því betri afi en hann
var er vandfundinn.
Blessuð sé minning hans.
Allý og Ilelga.
stígnum og áttu ýmsir þar sitt
annað heimili. Var það ekki síst
Mundu að þakka.
Ingimunda var annáluð hann-
yrðakona og eiga ættingjar hennar
margir hverjir ýmsa hluti er bera
vott um fallegt handbragð hennar.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka elsku Mundu alla
þá ástúð og hjálpsemi sem hún
sýndi okkur og okkar fólki. Við
kveðjum hana með þeirri vissu, að
nú líði henni vel í hópi ástvina
sinna.
Guðfinna Inga Guðmundsdóttir
Rósa Maria Guðmundsdóttir