Morgunblaðið - 19.09.1978, Page 32
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978
vlEC T.Y>’
// 7d); *>
KAFFINlJ \\
rr\,
Þú átt cndileKa að hvarta — Ég
sem geri hvort sem er ekki
annað allan daxinn en að
hlusta á kvartanir!
Horfðu út í horn — ég ætla að svindla pi'nuh'tið!
Láttu ekki svona maður! Auð-
vitað stoppar vagninn, svo að
mamma komist með.
Því drekkur Jeppi?
„Það fór ekki mikið fyrir frétt í
Mbl. af „norræna“ bindindisþing-
inu, hinu 27. í röðinni. Margir
munu þó hafa lesið fréttina en
líklega orðið vonsviknir þótt ýmsu
séu vanir úr samþykktaflóru
„norrænna“ þinga. Téð bindindis-
þing komst að þeirri athyglisverðu
niðurstöðu, að áfengisneyzla sé of
mikil á öllum „Norðurlöndum".
Mér er spurn! Er ekki áfengis-
neyzla nær ávallt of mikil? Að
minnsta kosti er það svo frá
meinafræðilegu sjónarmiði. En
auðvitað koma fleiri sjónarmið til
greina. Telja „norrænir" bindind-
ismenn sig þess umkomna að gefa
út vfirlýsingar um það hvenær
áfengisneyzla sé hæfileg?
Ekki skortir þingfulltrúana ráð-
in. Þeir lofa að vísu ekki allsherj-
arlausn en viðbrögð þeirra við
voðanum eru: kröfur um aukin
opinber afskipti af hátterni fólks
og fleiri höft með lagaboði. Þetta
minnir á vitsmuni og úrræði
vinstri stjórna, það er þesskonar
grunnfærnissvipur á ályktunum
hins „norræna" þings. Þingfulltrú-
ar virðast taka alvarlega þá
kenningu, að áfengisneyzla muni
minnka að því skapi sem dyr
ríkiseinkasölunnar þrengjast og
verðið hækkar. Annað eins hefur
ef til vill gilt fyrir mannsaldri
síðan um takmarkaðan tíma en á
okkar dögum yrðu áhrifin líklega
allt önnur og í gagnstæða átt.
Kemur þá margt til.
Almenningur snýst öndverður
við bannhugarfari stjórnvalda.
Þekking á bruggúnaraðferðum er
orðin almenn og mun um þessar
mundir vera bruggað á hundruð-
um ef ekki þúsundum íslenzkra
heimila. Nærri má geta að við
hverja tilraun stjórnvalda til að
banna mönnum mjöðinn mun
bruggun aukast og drykkjuskapur
með. Það er engin leið fyrir hið
opinbera að koma á fót eftirliti er
stöðvi eða kæfi slíka þróun.
Sérhver tilraun stjórnarinnar til
að leika fóstruhlutverk í þessu efni
mun hafa geigvænlegar afleiðing-
ar á fjölda heimila. Frekari
verðhækkanir á áfengi munu hafa
svipaðar afleiðingar í för með sér.
Hugsandi mönnum er drykkju-
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í úrspilæfingu er vestur sagn-
hafi í fjórum spöðum. Rétt er það
— heldur vildum við vera í sjö
tíglum en við því er ekkert að gera
og norður spilar út hjartakóng.
Vestur
S. ÁK1052
H. -
T. KG64
L. Á1082
Austur
S. D43
H. G96
T. ÁD852
L. 43
Við trompum útspilið og þegar
við tökum á spaðaás fylgja báðir
andstæðingarnir lit. Hvað um
framhaldið?
Gera verður ráð fyrir, að tromp-
in liggi illa. Annars eigum við
ellefu slagi örugga. Ef við spilum
næst lágum spaða á drottninguna
og í ljós kemur, að suður átti
fjögur tromp í upphafi er spilið jú
einfalt. En ráðum við við trompin
fjögur á hendi norðurs?
Gjafari norður, austur — vestur
á hættu.
Norður
S. G986
H. KD1075
'T. 93
L. D7
Vestur
S. ÁK1052
H. -
T. KG64
L. Á1082
Austur
S. D43
H. G96
T. ÁD852
L. 43
Suður
S. 7
H. Á8432
T. 107
L. KG965
Sagnirnar:
Vostur Norftur Austur Suður
pass pass 1 H
dobl 4 H dobl pass
I Spadar allir pass.
Já, sagnir þeirra gerðu okkur
erfitt fyrir. En við ráðum við þessa
legu með því að taka á spaðakóng-
inn í þriðja slag. Síðan spilum við
tíglunum og norður ræður hvenær
hann trompar. Spaðadrottningin
verður innkoma til að taka tíunda
slaginn.
Sé trompunum ekki spilað á
þennan hátt getur norður trompað
fjórða tígulinn og innkomuna
vantar til að taka þann fimmta.
7770
C05PER.
Blessaður gerðu mér bilt við, svo ég hætti að hiksta!
„Áfengis^^öndum”
áöUumno . ^.
. .•-jwhtniCiA. hi' s,..rðurb*nd. _.\„rlunð»
nupti-- . . .
F»*r
- T. .ið t00 ára
hs»nu» . ttngarinntir
,•> jum
S„rðurb>no.
un ,uV.tunini"
" f'. u.n .,ð suóy.t
hafni ;\tVtuíi- > vinnst
>..0.1“""«•<»''« á «i»»»-
.4(,.„|tl*ne>'Ju
_\»W
ál.nei-
>t»0»r :
S„rðurb'ndum
,',.u "i.-Ti
•■»»» ....«
'r
in! „ngiini!1"
v,ð
\>»r "
i» k,rn
.i-t, (n*i
iir ne
hi>**tr
it(,niíi'',,r' •
dr.'il'""1".
..„nunartim:'
.r/lan;* ,,l£
„g'l'WaiiVi-
„««»«'■ i^hiá
>~*lSr3K*
ii.nU' m ;lð >fi
iftfllU V*’*' ‘
Wrtíit*""*1
i irri oA'tnnn
v,„ l„- »0 h;*'f" f'wi.
.„> i.trtíja *tw« ,‘„.ð tollfrjal'U
S„rður\an*»;* »"•1 , r,.(junt*" V*’*
tt'.-nv" ' Uur inn(iuin«n*|«r
..innitt v(.rði bannaður
t„Hfrjai!* ateni" u »..,t v
haíi f,,r>!‘ - .LL,ir un« 'M»0n
.1n,,,.ða-M»inl*>hKU . ,
f,.rðaU,iO‘»m-
lantt-
r‘h-aWt»r
'ri
Kirsuber í nóvember
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
69
— Og eins og hún var nú
alltaf glæsilega klædd. skaut
Tuss Berggren inn í lágri
röddu.
— Eigum við að útiloka
Matta Sandor? sagði Erik með
efa í röddinni.
— Nei. hvers vegna skyldum
við gera það, sagði Christer. —
Hann var staddur í kaffi-
drykkju hjá Nönnu Kösju
þegar Zacharias kom arkandi.
Og hann virðist nú ekki hafa
, átt fyrir salti í grautinn.
— Og ég veit. sagði Leo
Berggren íhuguil — að hann
sást oft uppi í skógi á ryðgaða
mótorhjólsgarminum sfnum.
— Já, auðvitað væri það
1 einfaldasta skýringin, sagði
Christer samsinnandi. — Ef
það var EKKI Matti sem ók til
Móbakka hvaða samhcngi er þá
á milli stuldsins og skipulagðs
eiturmorðs sem var fram-
kvæmt viku síðar?
Og enginn í Berggren-fjöl- -
skyldunni gat gefið honjim
svar við þv/.
Vangaveltur hans snerust æ
meira og meira um Matta
Sandor, eiginleika hans og
persónuleika.
Ilver var hann?
Hvcrnig var hann?
Hvaða mynd sem dregin
hafði vcrið upp af honum var
sú trúverðugasta?
Og þar sem þetta vafðist æ
meira fyrir lögregluforingjan-
um ákvað hann að fara heim til
sín og taka frú Wijk. móður
sína, í reglulega hressilega
yfirheyrslu.
— Hvernig hann var? En ég
hef reynt að lýsa því fyrir þér.
Ilann var . . .
Og svo endurtók hún flest
lýsingarorðin sem hún hafði
áður notað um Matta,
— Illédrægur og nærgætin
Dálítið þvermóðskufull-
ur.
— Alvörugefinn.
— Innilokaður.
— Ef við reynum að gera
mynd úr þessu, sagði Christer
gramur — að minnsta kosti
einhverja heildarmynd þá verð-
ur niðurstaðan satt að segja
fjarska lciðinleg.
— bá hef ég tjáð mig kolvit-
laust, sagði Helena Wijk. —
Því allra sízt var hann leiðin-
legur. Hann hafði húmor og
það var eitthvað indælt í fari
hans. Hann var einhvern veg-
inn SANNUR . . .
— En samt fannst þér stund-
um eins og hann væri óstyrkur
var það ekki?
— Mér fannst hann dapur
og mæddur. Það var hann sem
sagði að klukknahljómur gerði
hann óstyrkan.
— Var það fyrir eða eftir
andlát Zachariasar?
— Zacharias dó sama sunnu-
dag og Gustaf konungur. Og
daginn eftir var klukkunum
hringt næstum samfleytt.
Hvers vegna það?
— Þú kemst að raun um það,
sagði hann. — Veiztu hvenær
Judisth kemur heim?
— Ekki íyrr en fimm. Ilún
vinnur eftir hádegið. Daniel
vill hafa þann háttinn á.
Hún stillti sig um að segja
enn einu sinni.
— Því spyrðu að því?
Þess í stað bjó hún til
gómsætan nýrnarétt í kvöld-
verð og hann lagði frá sér skjöl
og pappíra og gcrði sér gott aí
matnum. Svo lokaði hann sig
inni í bókaherberginu þangað
til klukkuna vantaði tíu mínút-
u* í fimm og þá klæddíst hann
regnfrakkanum sínum og ark-
aði út í bleytuna.
Judith Jernfeldt lauk upp
fyrir honum bersýnilega f
þcirri trú að hann væri kominn
að finna Daniel Severin.
— Læknirinn losnar eftir
augnablik. sagði hún cilítið
stirðlega.
En Wijk lögregluforingi
1 hengdi upp regnfrakkann sinn