Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 11
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Ekki
sem
verst
I>jóðlcikhúsiði
A SAMA TÍMA AÐ ÁRI
eftir Bcrnard Sladc.
I>ýðandi: Stcfán Baldursson.
Lcikmvnd: Birjíir Enjíilhcrts.
Lcikstjóri: Gísli Alfrcðsson.
Hnyttin hugmynd verður enn
einu sinni að leikriti. Utfærsla
hennar er þokkaleg. Áhorfendur
skemmta sér. A sama tíma að
ári lýsir framhjáhaldi á elsku-
legan hátt, þar fer fram að
mestu beiskju- og átakalaust.
George og Doris sem bæði eru
gift öðrum ákveða að hittast á
hverju ári á hóteli í Kaliforníu
og stunda ástarleiki og spjalla
svolítið saman í leiðinni. Tími
leikritsins er frá 1951—1975. Því
er ætlað að spegla þjóðfélags-
hræringar í Bandaríkjunum,
hvernig ýmsir válegir atburðir
samfélagsins hafa áhrif á líf
þeirra George og Dorisar. Þetta
tekst ekki að neinu marki. Það
sem er aðalatriði leiksins er líf
tveggja venjulegra persóna,
stopulir fundir þeirra og tengsl
við fjölskyldur sínar. Af sam-
ræðum þeirra George og Doris-
ar fræðumst við um maka
þeirra, börn og skyldulið. Leik-
ritið gefur því nokkra yfirsýn
þótt það sé fábrotið. Vinsældir
þess stafa fyrst og fremst af
djarflegum samtölum og fyn'dni
sem hvergi ristir djúpt. Vafa-
samt er erindi þess á stóra svið
Þjóðleikhússins.
í leikskrá segir Bernard Slade
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 1 1
og
Margrét
Guðmunds-
dóttir
Orgeltónleikar
frá því hvernig leikritið varð til.
Meðal þeirra sem las það i
handriti var rithöfundur, vinur
Slades, og álit hans var: Ekki
scm vcrst. Undir þetta má taka.
A sama tíma að ári hefur
farið sigurför um landið er
okkur sagt. Það er vel skiljan-
legt. Verkið er faglega sviðsett
af Gísla Alfreðssyni og hlut-
verkin eru í höndum hæfra
leikara: Bessa Bjarnasonar og
Margrétar Guðmundsdóttur.
Um þau Bessa og Margréti má
segja að þeim auðnast að gera
sýninguna lifandi og er það út af
fyrir sig afrek vegna þess hve
langdregið verkið er. Undir
lokin erum við búin að fá meira
en nóg af þessum persónum.
Eitthvað er höfundurinn að
reyna að segja okkur. En það
sem virðist inntak leiksins er of
gamalkunnugt til að vekja
áhuga. Þegar búið er að hlæja
að bröndurunum er ekkert eftir
nema afkáralegt bros.
Sennilega er það ekki rétt að
vera að amast við þessum
sakleysislega gamanleik. Ætlun
leikhússins ‘ hefur líklega verið
sú að þjóna kröfu margra
leikhúsgesta að fá að hlæja í
leikhúsi. Það er líka stefna.
Ragnar Björnsson afsettur
dómorganisti hélt tónleika s.l.
sunnudag í þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði. Undirritaður
hefur ekki sagt hug sinn um
uppsagnarmál Ragnars í Dóm-
kirkjunni, einfaldlega vegna
þess að hér er um mann-
réttindamál að ræða og bjóst
lengi við því að orgelleikara-
félagið tæki stéttarlega af-
stöðu. í málinu, í stað þess,
óbeinlínis þó, að láta gott
heita að einstaklingar kepptu
þar til metorða á bak við
tjöldin. Fyrir utan lítil-
mennskulega afstöðu félags-
ins í málinu virðist það vera
félögum lítill styrkur til varn-
ar gegn réttindalegum átroðsl-
um og hefur félagið í þessu
máli gefið sér slæma einkunn.
Tónleikar Ragnars hófust á
Passakagliu eftir Pál Isólfs-
son. I heild var flutningur
verksins einum of órólegur,
sem helst kom niður á síðustu
tilbrigðunum. Annað verkið
var eftir Jón Þórarinsson,
Prelúdía kórall og fúga.
I prelúdíunni var radd-
skipanin á stöku stað ekki í
góðu jafnvægi, þannig að efsta
röddin og bassinn máttu sín
lítið gegn sterkri millirödd.
Raddskipan er vandasöm, sér-
staklega ef orgelið býður upp á
freistandi möguleika, eins og
orgel þjóðkirkjunnar í
Hafnarfirði, sem er talið gott
hljóðfæri. I þriðja verkinu
notaði Ragnar ýmsa mögu-
leika orgelsins og var
flutningur hans á Miðnætur-
messu Atla Heimis Sveinsson-
ar sérlega góður og á köflum
„virtúósiskur". Verkið er þjóð-
sagnakennt, eins konar
draugasaga og mætti áreiðan-
lega gera efni þess skil í
kvikmynd. Næstu verk voru
eftir Gunnar Thyrestan, er
hann nefnir stemningu úr
Notre Dame kirkjunni og
Exultate op. 43 eftir Eric
Bergmann. Bæði þessi verk
eru smíðuð af kunnáttu-
mönnum og voru kunnáttu-
samlega flutt. Síðasta verkið
var Litanía eftir Valain. Verk-
ið er fallegt og er grundva'.’að
á stefi, sem að gerð er mjög
líkt og aðalstefið í Elddansin-
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
um eftir Manuel de Falla.
Flutningur Ragnars á þessu
verki var glæsilegur. Tón-
leikarnir í heild voru skemmti-
legir og var skaði hversu fáir
töldu sig eiga erindi við góða
tónlist s.l. sunnudag. Ekki
verður annað séð en Hafn-
firðingar séu lítið gefnir fyrir
orgelslátt, eigandi þó eitt
bezta orgel landsins og kirkju
sem er mjög góður hljómleika-
salur.
Að endingu er rétt að óska
Ragnari góðrar ferðar til
Ameríku og vonandi mun
Dómkirkjan í Reykjavík verða
það álitsauki, að teljast eiga
um betra að velja en Ragnar
Björnsson.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
,..OG ÞAQ
VARÐIJOS
Þrátt fyrir þaö er alltaf þörf annarra Ijósa.
Þaö er þörf margbreytilegra Ijósa og PHILIPS framleiöir
flest þeirra.
Hjá okkur eru til milli 400 og 500 tegundir Ijósapera.
Þaö er m.a. venjulegar Ijósaperur, kertaperur, kúluperur,
flúorpípur, halógenljós, kvikasilfursperur, bílaperur,
merkjaljósaperur o.s.frv., o.s.frv.
Þaö er næstum sama hvaöa nöfnum þær
nefnast: PHILIPS framleiöir þær, við seljum þær.
heimilistæki sf
iH
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655
PHILIPS