Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 1978 37 ByKKÍngaframkvæmdir við nýju æfingastöð Sjálfsbjargar við Sindragötu á Akuroyri. Sjálfsbjörg — félag aðra á Akureyri 20 Akureyri, 8. okt. 1978 SJÁLFSBJÖRG. félag fatlaðra á Akuroyri og nágronni. hélt í dag veglegt afmælishóf vegna þoss. að 20 ár voru liðin frá stofnun þess. Félagið var stofnað að Hótol KEA 8. okt. 1958. Aðalíorgöngumaður- inn að stofnun félagsins var Sigursveinn D. Kristinsson tón- skáld. sem um svipað leyti gekkst fyrir stofnun félaga með sama nafni víða um land. Á stofnfundi gerðust um 30 manns félagar. Formaður var kosinn Emil Andersen en aðrir í fyrstu stjórn félagsins voru: Heiðrún Stein- grímsdóttir. Adolf Ingimarsson. Kristín Konráðsdóttir og Sveinn Þorsteinsson. Um tilgang félagsins var m.a. kveðið svo á í lögum félagsins: „Markmið félagsins er að efla samhjálp hinna fötluðu, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu svo sem með því-að: a) Styðja fatlað fólk til að afla sér menntunar, bóklegrar og verklegrar, sem það hefur löngun og hæfileika til. b) Aðstoða fatlað fólk við að leita sér starfa sem það er fært um að leysa af hendi í atvinnurekstri eða þjónustu. c) Efla félagsleg kynni og skemmtanalíf meðal fatiaðs fólks.„ Félagsheimilið Bjarg Á næsta ári eftir stofnun félagsins hófst það handa um byggingu félagsheimilis við Hvannavelli 10 á Akureyri sem við vígslu þess 6. júní hlaut nafnið Bjarg. Nokkru síðar var byggt við húsið með tilliti til þess að þar yrði komið á fót vinnuaðstöðu fyrir fatlað fólk en fyrstu árin var húsið nær eingöngu notað fyrir almenna félagsstarfsemi. Plastiðjan Bjarg Árið 1968 hóf félagið rekstur Plastiðjunnar Bjargs í húsi sínu og hefur hún starfað þar síðan og jafnan veitt nokkrum fötluðum atvinnu. Einkum hefur verið framleitt raflagnaefni en einnig kapalrennur, fiskbakkar og kassar, ljósaskilti, „snjóþotur" og fleira. Takmarkað húsnæði hefur lengi staðið í vegi fyrir því að hægt væri að auka starfsemina eins og þó væri full þörf á til að geta veitt fleiru fötluðu fólki atvinnu. Endurhæfingar- stöð Haustið 1970 hóf félagið einnig rekstur endurhæfingarstöðvar í húsakynnum sínum að Bjargi. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur veitti mikilsverðan stuðning við að koma þeirri starfsemi af stað. Mikill fjöldi fólks, fatlaðra og ófatlaðra, hefur jafnan notið meðferðar í stöðinni frá því hún tók fyrst til starfa og er jafnan langur biðlisti eftir meðferð þar, enda héfur skortur sjúkraþjálfara og takmörkuð aðstaða jafnan háð starfseminni. Óhætt er þó að fullyrða að rekstur stöðvarinnar hefur gegnt þýðingarmiklu hlut- verki auk þess sem hún hefur sparað Akureyringum og nær- sveitarmönnum milljónatugi miðað við að þeir hefðu þurft að sækja þessa þjónustu til Reykja- víkur. Nýbygging Nú er hafin bygging nýrrar og fullkominnar endurhæfingar- stöðvar á rúmgóðri lóð sem félagið fékk við Sindragötu. Framkvæmd- ir hófust á fyrra ári en um þessar mundir er verið að ljúka steypu- vinnu við neðri hæð 900 fermetra álmu, en alls verður gólfflötur endurhæfingarstöðvarinnar 1700 fermetrar. Til framkvæmda þessara nýtur félagið styrks frá Erfðasjóði sem nemur Vs hluta kostnaðar, sami aðili lánar einnig 'á hluta en einn þriðjunginn verður félagið sjálft að fjámagna og beitir til þess ýmiss konar fjáröflunarstarfsemi auk þess sem fjöldi einstaklinga hefur lagt fram fé til framkvæmdanna svo og ýmsir klúbbar, félög og stofnanir, m.a. flest verkalýðsfélaganna í bænum og nokkur atvinnufyrir- tæki, auk þess sem bæjarfélagið sjálft hefur stutt vel við bak félagsins. Ennþá hefur því félagið getað staðið við sinn hlut og vonar að svo verði áfram með góðra manna stuðningi. Til undirbúnings og framkvæmda hefur nú alls verið varið nálægt 80 milljónum króna. Síðar er áætlunin að á sömu lóð Afmælishóf Sjálfsbjargar á Akureyri. „STARFIÐ HEFUR SKILAÐ ÁRANGRI" í RÆÐU sinni í afmælishófi Sjálfsbjargar. félags fatlaðra á Akureyri, komst formaður félagsins. Heiðrún Steingríms- dóttir. m.a. svo að orðii „En ég held að það þýðingar- mesta og afdrifaríkasta sé enn ótalið. Sú var tíðin að það þótti góður stráksskapur að glettast við fatlaðra og skopast að þeim vegna fötlunar þeirra. Vegna þessa og ótal fleiri ástæðna var minnimáttarkennd margra fatl- aðra svo alger að þeir földu sig fyrir umheiminum, létu helst aldrei sjá sig á almannafæri hvað þá að þeir sæktu manna- mót, fundi, skemmtanir eða því um líkt. Sumir voru nánast lifandi dauðir. Dæmi slíks finn- ast enn, en sem betur fer mjög fá. Það kraftaverk sem Sjálfs- bjargarfélögin hafa unnið er að þau hafa kennt mörgum fötluð- um, að þeir eru líka menn alveg eins og allir aðrir. Það var fyrsta og stærsta verkefni félag- anna að fá þetta fólk til að koma fram í dagsljósið, fá það til að koma á samkomur félaganna og taka þátt í starfi þeirra. Það eitt jók sjálfstraaustið ótrúlega. Margir hafa síðar einnig farið að taka þátt í öðru félagsstarfi og fundið það sem þeir höfðu áður týnt. Með þessu var unnið ómetanlegt björgunarstarf og á þessum vettvangi þarf alltaf að vera vakandi til að koma í veg fyrir, að líkamleg fötlun valdi einnig andlegri fötlun eins og sagan geymir allt of mörg dæmi um. Jafnréttisganga eins og sú sem farin var í Reykjavík fyrir skemmstu hefði verið óhugsandi um það leyti sem fyrstu Sjálfs- bjargarfélögin voru stofnuð. Faltaö fólkið hefði einfaldlega ekki þorað að sýna sig. En nú er það flestum áreynslulítið. Starf- ið hefur skilað árangri." rísi byggingar fyrir Plastiðjuna Bjarg og svo almenna félagsstarf- semi. Félagið og stjórn þess Formenn félagsins á þessu tuttugu ára tímabili hafa verið auk fyrsta formannsins, Emils Andersens: Adolf Ingimarsson, Karl Friðriks- son, Sigvaldi Sigurðsson og Heiðrún Steingrímsdóttir, sem nú hefur gegnt formennsku samfellt frá árinu 1966. Auk hennar eiga nú sæti í stjórninni: Baldur Bragason, varaformaður, Björg Þórðardóttir, gjaldkeri, Elinóra Rafnsdóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir. Fullgildir félagsmenn eru nú nokkuð á annað hundrað en styrktarfélagar eru um 200. Afmælishófið í dag Félagið efndi til myndarlegrar afmælisveislu í dag í félagsheimili fatl- ára flugbjörgunarsveitar Akureyrar að Galtafelli. Þar flutti Heiðrún Steingrímsdóttir, formaður félagsins, ræðu og rakti sögu þess. Sigurður Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, flutti kveðju hennar og bæjarráðs og afhenti Sjálfsbjörgu 5 milljón króna gjöf frá Akureyrarbæ. Sverrir Leósson, varaformaður Lionsklúbbs Akureyrar, afhenti 250 þús. kr. frá klúbbnum og fleiri góðar gjafir og árnaðaróskir bárust víðs vegar að. Aðrir sem til máls tóku voru: Hulda Steins- dóttir, gjaldkeri Sjálfsbjargar á Siglufirði, Rafn Sveinsson, fulltrúi Kiwanisklúbbs Kaldbaks, Jón Helgason, formaður Verkalýðs- félagsins Einingar, og Sigursveinn D. Kristinsson, fulltrúi Sjálfs- bjargar landssambands fatlaðra. Sv.P. Ileiðrún Stoingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.