Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. föruggur sigur í Vals gegn Þór ^ Á LAUGARDAGINN voru fyrstu leikirnir í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik leiknir. í Hagaskóla áttust við Valur og Þór. Valsmenn ætluðu sér auðsjáanlega að hala m þarna inn tvö auðfengin stig, en Þórsarar þvældust fyrir ^ þeim allan leikinn og með því varð leikurinn þófkenndur SS^ og ekki mjög skemmtilegur á að horfa. í hálfleik var staðan 55 — 46 Valsmönnum í vil og hafði þá Þórir Magnússon haldið Valsmönnum á floti með sínum glæsilegu langskotum, en í leikslok var svo staðan 101 ^ stig gegn 89 fyrir Val. Fyrir þennan leik voru Þórsarar hálfjjert spurninjíarmerki þar eð lítið var vitað um styrkleika þeirra. Þórsarar hófu síðan leikinn undir miðjan hálfleikinn. Fór þetta nokkuð í taujíarnar á Vals- manninum Tim Dwyer og náði hann sér í tæknivíti fyrir að röfla í dómurunum og steytti síðan hnef- ann hressilena framan í þá. Bjuííiíiist ménn þá við að til tíðinda myndi draga, en dómarar leiksins, þeir Þráinn Skúlason og Jón Otti Ólafsson leiddu þetta leiðinaatvik hjá sér. Væri Tim Dwyer betra að gæta sín í næstu leikjum því að hann verður að lúta sömu dómgæslu og aðrir leikmenn jafnvel þótt honum finnist dómarar hér lélegir. En svo haldið sé áfram með leikinn þá er það næsta sem gerist, að Þórir Ma*;nússon fer í (íang or bjarjíar andliti Valsmanna. Skoraði hann 19 stin í hálfleiknum og var með mjö|í góða nýtingu á skotum sínum. Staðan í hálfleik var svo sem fvrr sagði 55—4tí. I seinni hálfleik var nokkuð dregið af Þórsurum og réðu Valsmenn þá betur við þá. Munur- inn varð þó aldrei mikill því að Þórsurum tókst alltaf að sleppa í gegnum leka vörn Valsmanna. Hins vegar var sigur Valsmanna aldrei í hættu og fór svo að lokatölur urðu 101 stig gegn 89. Valsmenn geta leikið betur en þeir gerðu í þessum leik og má segja að góður leikkafli í lok fyrri hálfleiks hafi unnið leikinn. Bestur í leiknum var gamla kempan Þórir Magnússon. Hann var drjúgur í sókninni og harður í vörn. Þá var Kristján Agútsson einnig góður, en gerði sig sekan um of mikið af mistökum í sókninni. Aðrir Vals- menn voru daufir og hafa yfir miklu meira að búa en þeir sýndu. Þórsarar eru vafalaust betri í ár en í fyrra, en spurning er hvort það dugir þeim til einhverra afreka í vetur. Bestur þeirra norðanmanna var Mark Christian- sen, en Eiríkur Sigurðsson gaf honum ekki mikið eftir. Þá var Jón Indriðason drjúgur í sókninni, en mætti láta af þeim fíflalátum, sem hann iðkar á leikvellinum, félögum sínum til leiðinda, en áhorfendum til gamans. Stig Valsmanna skoruðu: Þórir Magnússon 27, Kristján Ágústsson 25, Tim Dwyer 19, Torfi Magnús- son 11, Jóhannes Magnússon 8, Ríkharður Hrafnkelsson 7 og Sigurður Hjörleifsson 4 stig. Stig Þórs skoruðu: Mark Christiansen 27, Jón Indriðason 25, Eiríkur Sigurðsson 20 stig, Ómar Gunnarsson 10 stig og Birgir Karlsson 7 stig. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Þráinn Skúlason og áttu þeir náðugan dag. líííí- iiiTJíiiini Sigurgeir Sveinsson. Þór. hafði betur í þessu einvígi við Helga Sigurjónsson Val. en Sigurgeir og fólagar urðu að fara án stiga til Akureyrar. (Ljósm. gíg). Góður leikur KR-inga ÞRIÐJI leikur 1. umíerðar úrvalsdeildarinnar var Ovænt mótstaða IR-inga IR-INGAR veittu Njarðvíkingum harðari keppni en almennt hafði verið húist við í fyrsta leik liðanna í úrvaldsdeiidinni f körfuknattleik á iaugardaginn. UMFN sigraði að vísu í leiknum. en aðeins með þriggja stiga mun. 97 stigum gegn 94. eftir að hafa haft yfir í' leikhléi, 46,39. Upphafsmínútur leiksins voru lélegar og gekk leikmönnum beggja liða ákaflega erfiðlega að finna leiðina í körfuna og á 5. mínútu var staðn 5:4 IR í vil og hittni leikmanna fór aðeins batn- andi. Njarðvíkingar virtust á tímabili vera að sigla framúr og voru komnir 7 stig yfir, 14:7, en IR-ingar gáfust ekki upp og höfðu fljótlega náð yfirhöndinni, 19:18. Liðin skiptust síðan á um foryst- una, en undir lok hálfleiksins dró aðeins af IR-ingum og þegar flautað var til leikhlés höfðu Njarðvíkingar 7 stiga forystu 46:39. ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og um miðjan hálfleikinn hafði þeim af harðfylgi tekist að ná forystu, 70:69, en þá kom mjög góður kafli hjá UMFN; þeir stálu knettinum af IR-ingum þrisvar í röð og breyttu stöðunni í 75:70 sér í hag. Upp frá því var aldrei vafi á því, hvort liðið myndi sigra, og þótt munurinn yrði aldrei mikill varð leikurinn ekki spenn- andi og UMFN sigraði sem fyrr sagði 97:94. Það verður að segjast eins og er, að það kom á óvart, hve IR-ingar stóðu í Njarðvíkingum, en fyrir- fram hafði verið búist við nokkuð öruggum sigri UMFN. ÍR-ingar komu skemmtilega á óvart eftir slaka frammistöðu í Reykjavíkur- mótinu og sýndu, að þeir eru til alls líklegir. Hitt er svo önnur saga, að þeir léku ekki skemmti- legan körfubolta, en þeir léku skynsamlega og gekk nokkuð vel að ráða hraðanum í leiknum. Njarðvíkingar virtust hins vegar aldrei finna sig almennilegá og náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en þess ber að gæta, að UMFN hefur alltaf gengið illa á móti ÍR. Hjá UMFN var Ted Bee áber- andi bestur, bæði í vörn og sókn og fellur hann mjóg vel inn í liðið. Þá voru Geir Þorsteinsson, Gunnar Þorvarðarson og Stefán Bjarkason allir góðir. Þorsteinn Bjarnason átti góða spretti, en var lítið með. Það sem háir ÍR-liðinu er hvað breiddin er lítil, en aðeins voru notaðir 6 leikmenn í leiknum. Paul Stewart var langbestur ÍR-inga og hreinlega hélt þeim á floti fyrstu mínútur leiksins. Þá áttu Kristinn Jörundsson. Kolbeinn Kristinsson og Jón Jörundsson, sem þó gekk ekki heill til skógar, allir ágætan leik. Dómarar voru Erlendur Eysteinsson og Hörður Túlíníus og dæmdu þeir illa án þess þó að það bitnaði á öðru liðinu. Stigin fyrir UMFN: Ted Bee 29, Gunnar Þorvarðarson 18, Stefán Bjarkason 17, Þorsteinn Bjarna- son 13, Geir Þorsteinsson 10, Árni Lárusson og Júlíus Valgeirsson 4 hvor og Jón V. Matthiasson 2. Stigin fyrir ÍR: Paul Stewart 36, Kristinn Jörundsson 22, Jón Jörundsson 17, Kolbeinn Kristins- son 13, Stefán Kristjánsson 4 og Erlendur Markússon 2. Þess má að lokum geta, að öll framkvæmd leiksins af hálfu Njarðvíkinga var til fyrirmyndar. ÁG. háður á sunnudag. Áttust þar við KR og lið stúdenta. Leikur þessi var frá upp- hafi til enda skemmtilegur á að horfa fyrir þá fjöl- mörgu áhorfendur, sem lögðu leið sína í íþróttahús Ilagaskólans. Fyrri hálf- leikur var ákaflega jafn og og við lok hálfleiksins höfðu KR-ingar forystu, 41—39. Leiknum lauk með sigri þeirra, 100-79. Allan fyrri hálfleikinn skiptust liðin á um tveggja til þriggja stiga forystu, hraði mikill á báða bóga og greinilegt á öllu, að hér yrði um spennandi viðureign að ræða. í upphafi síðari hálfleiksins jafnaði Dirk Dunbar leikinn með því að skora úr tveimur vítaskotum og benti nú allt til þess, að sama baráttan yrði upp á teningnum. En sú varð ekki raunin. Er skemmst frá því að segja að KR-ingar breyttu á örskömmum tíma stöð- unni úr 41—41 í 63—45, og voru þá í raun úrslit þessa leiks ráðin. Hélst þessi munur til loka leiksins, en honum lauk, eins og áður segir, með sigri KR, 100—79. Eftir heldur slaka leiki KR-liðs- ins að undanförnu, bjuggust fæstir við því, að sigur í þessum leik yrði þeim jafn auðunninn og raun varð á. Er nú allur annar og ferskari bragur á leik þeirra en á Reykja- vikurmótinu. Barátta er til muna meiri, samvinna liðsmanna góð, bæði í sókn og þá ekki síður í vörn. I vörninni lögðu KR-ingar allt kapp á að gæta Dirk Dunbars. Tókst það með slíkum ágætum, að í fyrri hálfleik skoraði Dirk aðeins 13 stig, sem þykir heldur litið hjá þessari miklu skyttu. Blökkumað- urinn John Hudson lék á sunnu- daginn sinn besta leik með KR. Auk þess að skora 42 stig, hirti hann aragrúa frákasta og barðist vel í vörn. Sömu sögu er að segja um Jón Sigurðsson, sem átti skinandi leik. I rauninni er þarf- laust að tíunda einstaka leikmenn KR-liðsins, þeir unnu allir vel og uppskáru eftir því. Lið stúdenta olli mér á hinn bóginn nokkrum vonbrigðum. Allur leikur þeirra snýst um Dirk Dunbar og þegar hans er jafn stranglega gætt og í þessum leik, kemst nokkur losara- bragur á leik liðsins. En það sem helst hrjáir stúdentana, er hversu lítil breidd er í liði þeirra. Þeim hefur þó nýverið bæst góður liðsauki þar sem er Isfirðingurinn Jón Oddsson, sem þó mun kunnari af afrekum sínum í frjálsum íþróttum. Stigin fyrir KR: Hudson 42, Jón Sigurðsson 25, Gunnar Jóakimsson 8, Eiríkur Jóhannesson og Einar Bollason 6 hvor, Kristinn Stefáns- son 5, Birgir Guðbjörnsson 4, Árni Guðmundsson 3 og Björn Björg- vinsson 1. Stigin fyrir ÍS: Dunbar 35, Bjarni Gunnar Sveinsson og Ingi Stefánsson 12 hvor, Steinn Sveins- son 8, Jón Héðinsson 6, Jón Óskarsson 4 og Jón Oddsson 2. Dómarar voru Kristbjörn Al- bertsson og Hörður Tulíníus og dæmdu þeir sæmilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.