Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. + Systir okkar GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR, Gunnarssundi 8, Hafnarfiröi, andaöist aö Sólvangi 14. þ.m. Elín Sœmundsdóttir, Gíslína Sæmundsdóttir. + BJARNI GUDBJÓRNSSON, frá Arnarnúpi, andaöist að Hrafnistu 15. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guöbjörg Guöbjörnsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, CARL FR. JENSEN, vélstjóri Bergpórugötu 16 a, lést þann 9. október. Útförin hefir farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Aldís Kristjánsdóttir, Ingunn Biering f Erna Jensen Svanhildur Jensen. + Ástkær móöir okkar, tengdamóöir og amma HULDA BRYNJÓLFSDÓTTIR, lést aðfaranótt 16. október. Höröur Magnússon, Ólafía Magnúsdóttir, Pétur G. Pétursson, Guórún Hulda Pétursdóttir, Magnús Garóarsson, Sigríöur Garóarsdóttir, Ólafur Garóarsson, Garðar Garðarsson. + Konan mín, SVAVA BERENTSDÓTTIR, lézt í Landspítalanum 14. október. Olafur Jónsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, PÁLL ÞÓRDARSON, sóknarprestur, andaöist á Landakotsspítala 16. okt. Guórún Birna Gísladóttir og synir. + Elskulegur bróöir minn SIGURJÓN JÚLÍUSSON, andaöist að sjúkradeild Hrafnistu laugardaginn 14. október s.l. Jóhanna R. Júlíusdóttir. + Kveöjuathöfn vegna eiginkonu minnar GUÐRÚNAR JÓNU MARGRÉTAR FINNBOGADÓTTUR, frí Litlu-Hlíö. fer fram í Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. október kl. 3. Þorsteinn Ólafsson, Litlu-Hlíð. + Hjartkær eiginmaöur minn, sonur okkar og faðir, JOHANN ERASMUS SIGURJÓNSSON, er lézt af slysförum 7. október, veröur jarösunginn, frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi, miövikudaginn 18. okt. kl. 3. Kristrún Bjarnadóttir, Hulda Ámundardóttir, Sigurjón Gíslason, Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Sigurjón M. Jóhannsson, Helga U. Jóhannsdóttir, Atli Mér Jóhannsson, Ragnheióur Ingadóttir, Úlfar Sigurjónsson, Ingi Ó. Ingason. Pétur Þorsteinsson fyrrverandi firma- skrárseijari - Minning Hinn 26. sept. s.l. andaðist í Landspítalanum Pétur Þorsteins- son, fyrrverandi firmaskrársetjari 84 ára að aldri. Hann var fæddur 1. febr 1894 að Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit. Fóreldrar hans voru Þorsteinn Hannesson og kona hans, Jórunn Andrésdóttir. Um þessi hjón er þáttur í Skagfirskum æviskrám III. bindi bls. 334—336 og er stuðst við þær upplýsingar, sem þar er að finna. Þorsteinn, faðir Péturs, var fæddur 291 ágúst 1852 á Bjarna- stöðum í Kolbeinsdal, d. 4. maí 1910 á Hjaltastöðum. Foreldrar hans voru Hannes bóndi á Bjarna- stöðum f. 1813 d. 1873, Halldórs- son, bónda á Skriðulandi, Guðmundssonar, og Sigurlaug f. 1821 d. 1905, Þorsteinsdóttir frá Másstöðum í Skíðadal, alsystir Þorsteins smiðs og fræðimanns á Upsum, föður Þorsteins Þ. rit- höfundar. Þorsteinn stundaði nokkuð sjó á yngri árum. Nam síðan trésmíðar norður í Svarfaðardal hjá móðurbróður sínum, Þorsteini á Upsum. Stund- aði hann fyrstu árin smíðar eingöngu, bæði sjálfstætt og undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar á Sauðárkróki. Bóndi á Ytri-Hofdöl- um 1888—1899, Hjaltastöðum 1899—1910 eða til dauðadags og keypti þá jörð. Jórunn ekkja hans bjó síðan á Hjaltastöðum 1910—1917 og aftur á hluta jarðarinnar 1919—1923, er hún brá búi og fór til Margrétar dóttur sinnar og Sigurðar Einarssonar, manns hennar, í Stokkhólma og dó þar. Þorsteinn mun hafa verið frá- upphafi búskapar síns bjargálna bóndi. Eftir að hann kom að Hjaltastöðum, blómgaðist bú hans mjög, enda voru þá börn hans að komast á legg. Með búrekstrinum vann hann að byggingum og smíðaði ailmikið af alls konar búsáhöldum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Á Hjaltastöðum smíðaði hann kornmyllu, knúða vatnsafli, er reyndist hið mesta þarfa þing. Þá hóf hann byggingu íbúðarhúss úr steinsteypu árið 1909. Gróf grunn- + Fósturmóöir mín og tengdamóöir INGIRÍÐUR E. SIGFÚSDÓTTIR THEODÓRS. veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 18. október kl. 13.30. Ólöf Klemensdóttir, Halldór Haflióason og dstur. t Sonur minn, stjúpsonur og bróöir, KARL BIRGIR VIGBERGSSON, Skipholti 32, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. október kl. 1.30. Guórún og Ölver Waage, Helena Brynjólfsdóttir, Valur Waage, Guörún Lind Waage, + Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HJÖRTUR M. HJARTARSON, frá Hellisholti, Vesfmannaeyjum, Hvannhólma 2, Kópavogi, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miövikudaginn 18. október kl. 10.30. Sólveig Hróbjartsdóttir Kristinn Hjartarson Jóhanna Arnórsdóttir Klara Hjartardóttir Elías Kristjánsson Marta Hjartardóttir Daníel Guömundsson Óskar Hjartarson Rut Kristjánsdóttir Aóalheiður Hjartardóttir Gustav Sigurjónason Hafsteinn Hjartarson Fríöa Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem auðsýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför SIGFÚSAR GRÍMSSONAR Reynimel 23, Reykjavík Sérstakar alúöarþakkir sendum viö þeim sem hjúkruöu honum í langvarandi veikindum hans. Jón Sigurösson, Björg Pétursdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Leó M. Jónsson, Ólafía Jónsdóttir, Hermann Isebarn, Kolbrún Jónsdóttir, Hróðmar Helgason, Björg Jónsdóttir, Haraldur Auóunsson. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför ÁGÚSTU BJARNADÓTTUR, Furugerói 1. Felix Pétursson Höróur Felixson Kolbrún Skaftadóttir Bjarni Felixson Álfheiður Gísladóttir. Gunnar Felixson Hilds Guðmundsdóttir og barnabörn______________________ inn að mestu eða öllu leyti, en entist ekki aldur til að ljúka við húsið. Það gerðu ekkja hans og synir. Var það fyrsta íbúðarhús úr steini þar í sveit. Þorsteinn var vakandi umbótamaður fyrir öllu, er til framfara mátti teljast í búskap. Hann mun hafa verið með þeim fyrstu, er notuðu gaddavír til vörslu túns og byggði skjólgarða í bithaga fyrir útigönguhross og tók upp fjölmargar nýjungar, sem hann sá, að til bóta máttu horfa í búskapn- um. Jórunn, móðir Péturs, var dædd 3. júlí 1853 í Stokkhólma d. 21. júní 1933. Foreldrar hennar voru Andrés f. 1819 d. 1879, bóndi í Stokkhólma, Björnsson, bónda á Valabjörgum, Olafssonar í Vala- dal, Andréssonar. Móðir Andrésar í Stokkhólma var Margrét alsystir Ólafs á Auðólfsstöðum, föður Sr. Arnljóts á Bægisá. Móðir Jórunnar og kona Andrésar var Herdís F. 1818 d. 1906, Pálmadótt- ir. Jórunn var alsystir Péturs bónda í Stokkhólma (um hann er þáttur í III. bindi Skagf. æviskráa) og móðursystir hins kunna hagyrðings, Andrésar Björnsson- ar. Þau Þorsteinn og Jórunn gengu í hjúskap árið 1886. Börn þeirra hjóna voru þessi: 1. Halldór f. 23/9 1887. Dáinn 22/1 1924. Stundaði búskap með móður sinni og síðar sjálfstætt í Hjaltastaðakoti (Grænumýri) Okv. 2. Margrét f. 8/1 1889. Eiginmaður hennar var Sigurður Einarsson eins og áður er getið. Hann er nú látinn, en Margrét dvelur nú að Frostastöðum hjá dóttur sinni Jórunni Sigurðardóttur og eigin- manni hennar, Frosta Gíslasyni. 3. Andrés f. 17/4 1890, bóndi á Hjaltastöðum, síðar vélsmiður á Siglufirði. Hann er nú látinn og eins eiginkona hans, Halldóra Jónsdóttir. 4. Herdís f. 22/6 1891. Og og bl. Dvelst nú að Frostastöðum eins og Margrét systir hennar. 5. Jóhannes f. 3/11 1892. Fór til Vesturheims, ókv. og bl. Hann er nú látinn. 6. Pétur f. 1/2 1894, sem hér er minnst og 7. Pálmi f. 1/6 1895. Síðast starfsmaður hjá Löggildingarstof- unni í Reykjavík. Nú látinn en ekkja hans er Sigrún Guðmunds- dpttir. Pétur settist í 1. bekk Gagn- fræðaskólans á Akureyri um haustið 1912 og útskrifaðist sam gagnfræðingur frá þeim skóla 28. maí 1915. Um haustið sama ár settist hann í 4. bekk Menntaskól- ans í Reykjavík. Las síðan utan skóla til stúdentsprófs, sem hann tók 26. júní 1919. Þetta ár voru útskrifaðir 29 stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, 17 skólanemendur en utanskólanem- endur voru óvenjulega margir eða 12 og aldursmunur meir en nú þekkist, því að tveir þeir yngstu voru 16 ára og tveir þeir elstu 26 og 27 ára. Engin stúlka var í þessum hópi. Hér gætir áhrifa heims- styrjaldarinnar fyrri, frostavetrar 1918 og spönsku veikinnar. Mjög margir úr þessum stúdentaárgangi urðu síðar þjóð- kunnir menn. Pétur innritaðist í guðfræðideild Háskóla íslands haustið 1921 og lauk þar burtfararprófi hinn 16. júní 1925 ásamt 3 öðrum nemend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.