Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 39
Er Boume- dienne í Sovét? Moskvu. 16. okt. AP. HOUARI Bounu'dienne íorseti Alsírs átti viðræður við ýmsa helztu ráðamenn Sovétríkjanna í Moskvu í da« að því er Tassfrétta- stofan Kreindi frá í dag. Var þetta í fyrsta skipti í marjjar vikur sem Boumedienne tekur þátt í opinberu vafstri og mun hann hafa komið til Sovétríkj- anna skiimmu fyrir helgina. nokkru eftir að Sýrlandsforseti hefur verið þar á yfirreið. TASS sendi frá sér myndir þar sem Boumedienne virðist vera ásamt Brezhnev or KosyKÍn og í yfirlýs- ingu var lÖKð áherzla á hina djúpu ok miklu samstöðu sem væri með forsvarsmönnum Alsírs ok Sovétríkjanna í afstöðu til Miðausturlandamálsins. Boume- dienne hefur stutt mjÖK afdrátt- arlaust kröfur PLO-samtakanna eins ok alkunna er. Mjög miklar vanKaveltur hafa verið manna á meðal varðandi Boumedienne síðustu vikur og komst sá orðrómur á kreik að honum hefði verið velt úr valda- stóli. Vestrænir diplómatar í Moskvu voru framan af mjög efagjarnir í að trúa því að Boumedienne væri kominn þangað og sögðu það eftirtektarvert að engar myndir hefðu birzt frá því er vél Alsírforseta lenti á Moskvu- flugvelli og leit svo út fyrir, að þar hefði engin móttökuathöfn farið fram. A1 Ahram, sem er gefið út í Kairó, sagði nýlega að írakar hefðu frestað fundi utanríkisráð- herra Arabaríkja sem ætlunin var að hæfist næstkomandi laugardag „með tilliti til atburða í Alsír“. Ekki var nánar kveöið upp úr með það, hvað við væri átt. Hins vegar hefur sá orðrómur magnast æ meira að reynt hafi verið valdarán í landinu enda staðfest að Bomedi- enne hefur ekki sést á almanna- færi síðan 24. sept. eða þar um bil. Hins . vegar hafa blöð í Alsír mótmælt þessum fregnum og sagt þær hugarfóstur og heilaspuna endurskoöunarsinna. Svíþjóð: Jafnaðar- menn fengju meirihluta Stokkholmi. 16. okt. AP. SÆNSKI Jafnaðarmannaflokkurinn myndi hljóta meirihluta og komast í valdastöðu í landinu, ef kosningar væru látnar fara fram þar nú, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem voru birtar í dag. Þar segir að kjósendur myndu nú bersýnilega efla Jafnaðarmannaflokkinn verulega, og fengi hann um 50.5% en í kosningunum 1976 fékk hann 43.5%. Miðflokkur Thorbjörns Fálldins myndi samkvæmt þessu tapa mestu í kosningum nú og fá aðeins 15.5% og er það 9% fylgistap á tveimur árum. Ola Ullsten forsætisráð- herra og Frjálslyndi flokkurinn sem munu nú stýra Svíþjóð næstu ellefu mánuði myndu bæta við sig 0.5% og fá 11%. íhaidsflokkurinn yrði stærstur borgaraflokka og fengi 17% og er það 0.5% aukning. MORGUNBLAÐIÐ./ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 47 Páfagardi 16. okt. Reuter — AP KJÖR CAROLS Wojtyla. kardi- nála frá Póllandi. í cmba'tti páfa kom flcstum mjög á óvart. cnda þótt nafn Wojtyla hcfði hcyrst ncfnt síðustu dagana áður cn kardinálasamkundan scttist á rökstóla í Siytínska-kcpcllunni. Wojtyla kunngcrði að hann tæki sér nafnið Jóhannes Páll II og hafði því vcrið spáð og þótti af mörgum cðlilcgt og sjálfsagt. Wojtyla var kosinn í sjöundu cða áttundu atkva'ða- grciðslunni. Hann er 58 ára gamall, óvenju ungur af páfa að vera, fæddur 18. mái 1920 í Wadowice og hefur verið erkibiskup í Kraká í Póllandi síðustu ellefu ár, en þá Nýi páfinn. pólski kardinálinn Karol Wojtyla. scm tók sér nafnið gerði Páll páfi hann að kardi- Jóhanncs Páll II. Ilann cr sá 2fi 1. í röðinni. tengslum við fólkið — alþýðuna. Við deilum með því áhyggjum þess. Þetta skapar traust og gagnkvæman trúnað og slíkt er forsenda fyrir því að geta gert skyldu sína og unnið af trúfesti við köllun sína.“ Wojtyla er sagður maður brosmildur og hlýr í framkomu, hann hefur reynzt mjög eindreginn tals- maður félagslegra umbóta í Póllandi, sagður maður sátta og samninga og miðjumaður trúar- lega séð. Meðan á hernámi nazista stóð vann hann nauð- ungarvinnu í verksmiðju og las með leynd til prests. Samtímis því orti hann ljóð og lék með áhugamannaleikflokki. Iðulega hefur hann vakið mikla athygli fyrir skelegga baráttu sína fyrir frelsi kirkj- unnar í Póllandi og frelsi Fyrsti erlendi páfinn í 450 ár er frá kommúnistaríki — fékkst ungur við ljóðagerð og leiklist — þykir mikill málsvari frelsis í Póllandi Ilvítur rcykur til marks um að nýr páfi hefur verið kjörinn. Klukkan var 18.18 að staðartíma. nála. Hann er verkamannsson- ur. Nam heimspeki og guðfræði i Kraká og að námi loknu hélt hann til Rómar, lagði þar stund á heimspeki og tók doktorspróf 1948. Hann talar þvi reiprenn- andi ítölsku. Um þær mundir sem hann sneri heim til Pól- lands var kommúnistaflokkur landsins að verða alls ráðandi. Hann starfaði um hríð við mjög erfið skilyrði og verulegar höml- ur voru lagðar á prestsstörf hans í Kraká en þar var hann aðstoðarprestur fyrstu árin. Eftir því sem árin hafa liðið hefur sambúð hans við forystu- menn kommúnistaflokksins í Kraká batnað. I umsögn banda- ríska vikuritsins Time sem Mbl. birti upp úr sl. laugardag segir um Wojtyla: „Hann þykir sterk- ur leiðtogi í fjandsamlegu um- hverfi." I viðtali við ítalska sjónvarpið skömmu áður en kardinálarnir komu saman sagði hann: „Við re.vnum að vera í sem nánustum manneskjunnar til að tilbiðja guð sinn. Eins og alkunna er búa í Póllandi flestir áhangendur rómversk-kaþólsku kirkjunnar í öllum kommúnistaríkjunum og málflutningur hans hefur fengio góðan hljómgrunn hjá þeim og smám saman hefur forysta kommúnistaflokksins í Kraká ekki treyst sér til annars en láta hann afskiptalausan að mestu. Þó hefur hann ráðist hat- rammlega gegn trúleysisuppeldi og menntun ungu kynslóðarinn- ar í Póllandi. Það hefur vitanlega vakið mikla athygli að kjörinn er nú í fyrsta sinn í 450 ár erlendur páfi. Sá síðasti var Hadrian VI sem sat á páfastóli 1522—23. Ekki hvað sízt er eftirtektarvert að loks þegar erlendur maður verður páfi skuii hann vera frá kommúnistaríki. Viðbrögð við kjöri Jóhannesar Páls II eiga áreiðanlega eftir að verða hin margvíslegustu víðs vegar um heim. V aldarán mis- tókst í NnJemen Nikosíu 16. okt. — AP HERSVEITIR trúar stjórn- inni í Norður-Jemen hafa brotið á bak aftur tilraun til að bylta úr sessi Ali Ab- dullah Saleh forseta Norð- ur-Jemens að því er útvarpið í Sana sagði í dag. Þar fylgdi sú frásögn, að tilraun til valdaráns hefði verið gerð árla sunnudags meðan Saleh forseti var í heimsókn í herbúðum Hodeida við Rauðahafið. Allir samsæris- mennirnir hafa verið hand- teknir og munu þeir verða leiddr fyrir herrétt, sagði í ERLfcíMT I fréttum hinnar opinberu íröksku fréttastofu frá Sana sagði að uppreisnarmennirn- ir hefðu hafið atlögu sína með eldflaugaárás á forseta- höllina og hefðu þeir aug- sýnilega ekki vitað að forset- inn væri fjarri. Ekki var minnzt á að manntjón hefði orðið. Saleh varð forseti i júní sl. í kjölfar morðsins á Ahmed A1 Ghashmi sem var að taka á móti sendimanni frá S-Jemen þegar sprengja í farangri sendimannsins sprakk. Fyrirennari Ghashmi var einnig myrtur, það gerðist 1977, tveimur dögum áður en sá ætlaði í heimsókn til S-Jemen til að reyna að freista þess að bæta bág samskipti Jemenríkjanna tveiggja. Þetta gerðist j 1977 — Vestur-Þjóðverjar taka flugvéi Lufthansa í Mogadishu með áhlaupi og bjarga 86 gíslum. 197fi — Ekkja Maos sökuð um að hafa flýtt fyrir dauða hans. 1975 — Hassan konungur og Marokkómenn sækja inn í Spænsku Sahara. 19fi8 — Tilkynnt að ekkja Kennedys giftist Onassis. 1915 — Peron ^hrifsar völdin í Argentínu og verður einvaldur. 1937 — Óeirðir í Súdeta-héruð- unum. 1933 — Dr. Albert Einstein kemur til Bandaríkjanna og fær hæli. 1931 — A1 Capone fær 11 ára dóm fyrir skattsvik. 1927 — Fyrsta stjórn norska Verkamannaflokksins mynduð. 1913 — Serbar ráðst inn í Albaníu. 1912 — Tyrkir segja Búlgörum og Serbum stríð á hendur. 1899 — Búar sigraðir við Glencoe. 1854 — Bretar og Frakkar hefja umsátrið um Sevastopol á Krím. 1813 — Rínarsamband Napóle- ons leyst upp. 1797 - Friður Frakka og Austurríkismanna í Campo Formio. 1777 — Brezki hershöfðinginn John Burgoyne gefst upp fyrir Bandarikjamönnum i Saratoga. 1718 — Frakkar aflétta umsátr- inu um Englendinga í Pondi- cherry. Ififi2 — Karl II selur Frökkum Dunkirk. Afmæli dagsinsi John Wilkes, enskur stjórnmálamaður (1729—1797) — Arthur Miller, bandarískur leikritahöfundur (1915---) — Rita Haýworth bandarísk leikkona (1918-). Innlenti Kötlugos 1755 — D. Steinvör Sighvatsdóttur á Keld- um 1270 — Björn prestur Benediktsson í Hítardal 1828 — Sjö Petsamofarar kyrrsettir í Reykjavík 1940. Orð dagsinsi Ef þú segir ekkert þarftu ekki að endurtaka það — Caivin Coolidge, bandarískur forseti (1872-1933).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.