Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik fer nú senn að hefjast og reyndar hófst handboltavertíðin fyrir nokkru, með fyrstu leikjunum í Reykjavíkurmótinu. íslenskur handknattleikur er nú á sannkölluðum krossgötum eftir ófarirnar í Danmörku á síðasta vetri og er hætt við að áhugi almennings á íþróttinni sé nú í algeru Iágmarki. Ofan á það bætist að ýmsir af sterkustu leikmönnunum hafa horfið af landi brott til félaga erlendis og þar var þó fyrir álitlegur hópur ísl. handboltamanna. Auk þessa hafa orðið ýmsar breytingar innan félaganna, félagaskipti, leikmenn hætt o.s.frv. Lítum aðeins á stöðu félaganna í dag. FII. er ekki reiknað með Jens Jenssyni, Pólverjinn Arthur þjálfar FH- sem er staddur í Svíþjóð. Guðjón Arthur þjálfar FH- injja og binda FH-ingar miklar vonir við hann. Styrkasta stoð FH í gegn um árin, Geir Hallsteinsson verður með í vetur, en spurningar- merki hvílir yfir þremur öðrum máttarstólpum í gegn um árin, þeim Viðari Símonarsyni, Þórarni Ragnarssyni og Janusi Guðlaugs- syni. Viðar á að sögn við meiðsl að stríða eins og sakir standa, en hann þjálfar Stjörnuna í vetur og sá orðrómur er á kreiki, að hann kunni að leika með Garðabæjarlið- inu. Þórarinn mun sennielga vera hættur handboltaiðkun vegna anna. Allt er í óvissu um hvað verður með Janus í vetur. Hann hafði gert samning við Gróttu varöandi þjálfun liðsins og það gekk fjöllunum hærra, að hann hefði í hyggju að leika meö 3. deildar liðinu. Síðan gerðist það, að Janus fór til viðræðna við Tony Knapp í Noregi með hugsanlegan samning við Víking í Stavangri fyrir augum. Það er sem sagt allt á huldu hvort Janus leikur með FH í vetur eður ei. Þá má loks geta þess, að Júlíus Pálsson hefur gengið úr FH yfir til erkifjendanna Hauka. IIAUKAR Þeir hafa misst hinn sterka landsliðsmarkvörð sinn Gunnar Einarsson til Aarhus KFUM, en halda þó enn eftir hinum efnilega Þorláki Kjartanssyni sem var í landsliðshópnum í Danmörku. Vinstri handar skyttan Hörður Sigmarsson hefur gengið aftur yfir í raðir Hauka, eftir að hafa leikið með Leikni síðast liðinn vetur. Þá má geta þess að Hörður Harðarsson, áður Armanni, er genginn í raðir Hauka. FRAM Framarar hafa orðið fyrir nokkru mannfalli síðan á síðasta keppnistímabili. Hæst ber þó að geta Arnars Guðlaugssonar, sem farinn er norður að þjálfa Þór. Þá Marteinsson og Ragnar Hilmars- son verða ekki með Fram í vetur frekar en þeir Arnar og Jens, Ragnar mun leika með Þór í Vestmannaeyjum. Þeir eru heldur fáliðaðri, sem komið hafa í staðinn til Fram. Þó bera að geta Theodórs Guðfinnssonar, vinstri handar skyttu frá Breiðablik. Sigurbergur Sigsteinsson þjálfar og leikur með liðinu og þeir Páll Jónsson og Sigurður Einarsson mun stýra liðinu af bekknum. VALUR Þeir tefla fram sama hópnum og í fyrra nema hvað markvörðurinn snjalli, Ólafur Benediktsson, mun ganga í lið með Vál á ný. Hilmar Björnsson sér um þjálfun liðsins. VÍKINGUR Víkingar hafa orðið fyrir allmikilli blóðtöku síðan á síðasta vetri. Björgvin Björgvinsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Magnús Guð- mundsson og Jón Sigurðsson verða ekki með Víkingi í vetur. Björgvin og Þorbergur munu leika í Vest- ur-Þýzkalandi, Magnús í Noregi, en um Jón er það að segja, að hann er orðinn sveitarstjóri á Fáskrúðs- firði. Víkingar hafa endurheimt Einar Magnússon, en hann er meiddur og óvíst er hvort hann geti nokkuð leikið í vetur og þá örugglega ekkert fyrr en eftir áramót. Pólverjinn Bodan Kowalzcky þjálfar Víkinga í vetur. FYLKIR Pétur Bjarnason mun þjálfa nýliðana í fyrstu deild og hann tjáði Mbl. að engar stórkostlegar bre.vtingar hefðu orðið á hópnum sem tryggði sætið liðsins í 1. deild á síðasta keppnistímabili. Liðið er nýkomið heim úr keppnisferðalagi til Frankfurt, þar sem það lék 7 leiki á 15 dögum gegn 2. deildar liðum. Fylkir vann 3 leiki og ef frá er talinn 1 leikur, töpuðust hinir leikirnir með litlum mun. Fylkir kemur því bærilega undir Islands- mótið búinn, en Pétur taldi, að það myndi há þeim í vetur, hve tilfinnanlega vantaði breidd í liðið. ÍHANDKNATTLEIKSVEFrnÐIN í AÐ KOMASTÁ FULLA FERÐ i i I ! IR Það hefur vakið nokkra athygli, að Ásgeir Eiíasson hefur ekki leikið með liðinu það sem af er í Reykjavíkurmótinu og munar um minna en hann hjá ÍR, enda hefur liðinu ekki gengið sérlega vel í mótinu til þessa. Annars hafa ekki borizt fréttir um neinar manna- breytingar í liði IR, en ef marka má frammistöðu liðsins í Reykja- víkurmótinu, bíður þeirra langur og erfiður vetur, hvort sem Ásgeir verður með eða ekki. IIK Þá er aðeins ógetið um hina óvæntu nýliða fyrstu deildar, HK. Þeir verða að mestu með sama hópinn, sem kom liðinu upp í 1. deild. Gamla kempan Karl Jóhannsson, sem var einn besti leikmaður liðsins í fyrra hefur ekki hug á að leggja skóna á hilluna og auk þess hefur HK í röðum sínum einn efnilegasta leikmann 1. deildar, Hilmar Sigur- gíslason. HK mun leika heimaleiki sina í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellssveit. — gg- • Þessi mynd er tekin í þá gömlu góðu daga er Karl Jóhannsson lék með KR í 1. deild í handknattleik. Myndin er tekin á Ilálogalandi en í hragganum þar var mörg hörð hildin háð í boltanum. Nú í vetur leikur Karl með IIK í 1. deild og þrátt fyrir að hann er orðin 44 ára gamall á hann eflaust eftir að setja svip á keppnina í vetur. Verður nýja fyrir- komulagið til bóta? Lokið við að raða niður í Islands- mótið í handknattleik NÚ HEFUR leikjum íslandsmótsins í handknattleik innanhúss verið raðaó niður að mestu leyti, sagöi Ólafur Jónsson formaður mótanefndar HSÍ, í viðtali við MBL. — Við urðum að flýta mótinu um einn dag, vegna leikja Vals í Evrópukeppni meistaraliða. íslandsmótið hefst laugardaginn 21. okt. með prem leikjum í meistaraflokki karla. Leikið verður í Hafnarfirði, að Varmá í Mosfellssveit og í Laugardalshöllinni. Mun petta fyrirkomulag verða oft um veturinn, pað er að segja að leikið verður á prem stöðum sama daginn. Akveðið hefur verið að Ijúka 27 leikjum í 1. deild karla fyrir jól. Þá mun aðeins einum leik vera ólokið af fyrri umferð. Einhver hlé verða á mótinu vegna landsleikja en reynt verður að hafa pau í algjöru lágmarki. Eins og sagt hefur verið frá er landsleikjafjöldínn mikill í vetur og Því óhjákvæmilegt aö einhver hlé veröi. Búið var að fullraða í 2. deildar keppni kvenna, er lið HK úr Kópavogi dró sig út úr keppnínni, og olli pað miklum erfiöleikum par sem pá purfti aö raða öllu upp á nýtt og er pað óhemjumikil vinna. Ólafur Jónsson saðist vona að mótið í vetur fengi að ganga snurðulaust fyrir sig og að engin alvarleg seinkun yrði á leikjum vegna frestana eíns og svo oft hefur viljað brenna við. Handbók HSI, pað er að segja mótaskrá, er væntanleg í seinni hluta vikunnar, og hefur hún að geyma allar upplýsingar um leiki mótsins og ýmislegt fleira. pr. IIIÐ NÝJA íyrirkomulag á Is- landsmótinu í handknattleik. þ.e.a.s. einn leikur á kvöldi. var talið myndu skapa nokkra óánægju meðal þeirra félaga. sem að öllu jöfnu eiga ekki stóran hóp áhorfenda. Þau félög. hafa á undanförnum árum. oft notið góðs af því. að sama kvöld léki lið sem hefði um sig stóra hirð áhorfenda. Er hér einkum átt við Hafnarfjarðarliðin. Víkinga og Val. Til að forvitnast um hvaða skoðanir ríkja meðal smærri félaganna. eða öllu heldur þeirra sem að yfirleitt eru með minni hóp áhorfenda um sig, hafði Mbl. tal af Páli Jónssyni, liðsstjóra Fram. og Pétri Bjarnarsyni. þjálfara Fylkis. Þeir félagar voru sammála um það, að þetta myndi líklega verða til bóta, einkum með tímanum, en færi þó mikið eftir félögunum sjálfum, hversu mikla vinnu þau legðu í að fá áhorfendur til að mæta. — Félögin verða nú að leggja sig fram til að smala saman áhorfendum og berjast fyrir því að fá sem flesta. Það verður að koma því til skila meðal fólks, að það styðji félag sitt. beint með því að mæta á Pétur. leiki — sögðu Páll og sögðu Hitt er svo annað mál báðir, að tekjurnar til minni félaganna voru svo litlar fyrir, að þær geta vart orðið minni. Ekki munu allir vera á sömu skoðun og þessir menn, enda sjaldnast allir sammála. Það sem ýmsir finna nýja fyrirkomulaginu helst til foráttu, eru líkindin, að áhorfendum muni fara enn fækk- andi úr því sem komið var, einkum hjá hinum svokölluðu minni félög- um. Eru þessir menn svartsýnir á, að félögin megni að draga til sín áhorfendur með því að auglýsa meira, slíkt útheimti meiri útgjöld heldur en ýmis félög ráði við. — gg. • Ilörður Sigmarsson hefur gengið til liðs við sitt gamla félag. Ilauka. Hann á eflaust eftir að skora miirg mörk í vetur og hrella markverðina eins og hann gerði er hann setti markametið í 1. deild sem stendur enn. 125 mörk. Selfyssingar ætla að kasta boltanum af krafti í vetur NÝLEGA var stofnuð eða endurvakin handknattleiksdeild innan Ungmennafélagsins á Selfossi. Ilandknattleikur hefur legið niðri á Selfossi um nokkurt skeið. en með tilkomu hins glæsilega íþróttahúss Selfyssinga opnast auknir möguleikar á iðkun þessarar íþróttagrein- ar. Unnið er af krafti við frágang íþróttahússins um þessar mundir og á na“.stunni eru væntanlegir Hollendingar til að leggja efni á gólf íþróttasalarins. Sclfyssingar vonast eftir dugmiklu starfi handknatt- leiksfólks í vetur og ættu að hafa til þcss mjög góða aðstöðu. Æfingar í húsinu geta væntanlega hafizt í byrjun næsta mánaðar. Formaður hinnar nýju hanknattleiksdeildar á Selfossi er Þórður Tyrfingsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.