Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 29 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. --------------X------------------------ pJíir0MimMa!>iíb Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, símí 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skattastefna og almenningshagur Forystumenn svokallaðra vinstri stjórna hafa jafnan haft hátt um, að þær væru brjóstvörn verkalýðs og vinnandi stétta, eins og það hefur verið orðað. Engu að síður hefur reynslan orðið sú, að slíkar stjórnir hafa gengið harðar fram en aðrar í aðgerðum, sem beinlínis hafa skert almannahag, einkum á sviði skattamála. Á árunum 1956 til 1958 sat hér að völdum vinstri stjórn eins saman sett flokkslega séð og sú er nú situr. Sú ríkisstjórn gekk svo langt í aðgerðum, sem Alþýðusamband íslands taldi ganga á hagsmuni meðlima sinna, .að hún var beinlínis afsögð á ASI-þingi — er það hafnaði kröfum þáverandi forsætisráðherra um frestun verðbóta á laun, sem frægt var á sínum tíma. Sú vinstri stjórn, sem hér um ræðir, greip ítrekað til gengislækkunar, samhliða margs konar nýrri skattheimtu. Sú skattheimta kom m.a. fram , í söluskattsauka, hækkun innflutningsgjalda, sérstökum skatti á farmiða og ferðagjald- eyri, álagi á tryggingariðgjöld, álagi á gjaldeyrisleyfi, stórhækkuðu leyfisgjaldi af bílum og sköttum gegnum benzínverð. Samhliða þessum stjórnunaraðgerðum, sem allar verkuðu í þá átt að skerða kaupgetu, var verðlagsuppbót á laun bundin. I endaðan feril þessarar ríkisstjórnar, sem aðeins sat í rúm 2 ár, lýsti fráfarandi forsætisráðherra því yfir, að ný verðbólgualda væri skollin yfir, að ASI-þing hefði neitað beiðni um frestun á framkvæmd vísitöluákvæða, að „í ríkisstjórninni væri ekki samstaða" um úrræði í efnahagsmálum og að hann hefði beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hér er vitnað til vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar sökum þess, að hún er eins mynduð, flokkslega séð, og núverandi stjórn, en einnig vegna þess, að núverandi stjórn hefur gripið til keimlíkra aðgerða, einkum í skattheimtu. í millitíð sat fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, 1971 — 1973. Hún entist ekki heilt kjörtímabil fremur en vinstri stjórnin 1956—58, vegna innbyrðis sundurþykkju, einkum á sviði efnahagsmála. Jón Hákon Magnússon fjallar í rabbi í síðustu Lesbók Mbl. um vinstri stjórnir Ólafs Jóhannessonar. Hann segir m.a. „að það undarlega við þessar stjórnir sé að þær virðist ætíð beina spjótum sínum gegn fólkinu sjálfu, þótt þær þykist vera að eltast við skugga einhverra annarra". Vinstri stjórnin 1971—73 hafi innleitt hér „einhverja hina mestu verðbólgutíð, sem þekkst hefur utan frægra bananalýðvelda Suður-Ameríku. Og þessi, sem nú ríkir", segir Jón Hákon, „kann engin önnur ráð við vandanum en ofsköttun þegnanna, fólksins sjálfs, sem kom þessum ráðalausu „leiðtogum" alþýðunnar til valda“. Greinarhöfundur segir að skattapostular nýrrar ríkisstjórnar telji sig vera á eftir „verðbólgubröskurum" og „skattsvikurum" en gjörðir þeirra bitni einvörðungu á heiðarlegum framteljend- um, sem skilað hafi drjúgri vinnu í þágu þjóðarinnar. Hér er komið að mikilvægu atriði. Fámenni .þjóðarinnar og sérstaða undirstöðuatvinnuvega krefst þess að hver þjóðfélags- þegn sé virkur á vinnumarkaði og skili helzt lengri vinnudegi en tíðkast með öðrum þjóðum. Sjó verður að sækja og vinna afla þegar á land berst, án tillits til 8 stunda vinnudags, svo dæmi sé tekið. Hér eru aðeins milli 90 og 95 þúsund vinnandi karlar og konur, sem tekizt hefur með miklu vinnuálagi að búa sér sambærileg lífskjör við grónar iðnaðarþjóðir. Það getur beinlínis verið mjög varasamt að setja hér skattareglur, sem verka letjandi á vinnuáhuga og framtak fólks. Það er rétt að ofsköttun má líkja við yfirgang stjórnvalda, sem stríðir gegn frelsi einstaklings. Ríki og sveitarfélög eiga kröfu til hóflegrar skattheimtu, innan skynsamlegs hlutfalls af þjóðartekjum, en skattheimtan má ekki þróast í hlekki, er slævi vinnuáhuga fólks og dragi þann veg úr verðmætasköpun í þjóðfélaginu, sem endanlega hlýtur að bera uppi lífskjör þjóðarinnar. Skattheimta sem dregur úr verðmætasköpun virkar, þegar til lengri tíma er litið, gegn tekjuþörf samfélagsins, ríkis og sveitarfélaga. Skattheimta, sem örvar framtak og vinnuáhuga, skilar í raun og endanlega meiru í ríkissjóð og til samfélagsþarfa en niðurdrepandi ofsköttun. Þetta eru einföld sannindi þó ekki komi heim og saman við skattagleði vinstri stjórna. Það gagnar ekki stjórnarherrum að segjast brjóstvörn alþýðu, ef þeir eiga ekki annað erindi við hana en ná í fleiri krónur úr launaumslögum hennar. Séö yfir hluta af farþegarými DC-10 breiðþotu Flugleiða. en hún verður meö sæti fyrir 300 farþega. Tveir gangar eru eftir vélinni sem er mjög rúmgóð. Fremri hluti farþegarýmisins er fyrir framan milliþilið sem sést á myndinni og síðan er aukiö farþegarými enn framar. DC IO breiðþota Flugleiða í búnintíi ONA sem fékk vélina fyrr á árinu frá verksmiðjunum. Vélin verður máluð í búning Flugleiða um miðjan desember. Þessi mynd er tekin á flu>?i yfir Bandarfkjunum. I vélinni er m.a. sérstakt útvarpskerfi fyrir hvern farþega og aðstaða er til þess að sýna kvikmyndir á skermum í vélinni eins og sjá má á myndinni. DC-10 breiðþota FLUGLEIDAMENN hafa nú hafið undirbúniny affullum krafti fyrir komu DC-10 breiðþotunnar semfélagið hefur keypt og mun hefja flug á vegum Flugleiða i jafnúar. Margs konar tæknilegur undirbúningur er hafinn og félagið hefur fengið tilboð í þjálfun áhafna. Er verið að kanna það nánar, en meðfylgjandi myndir eru teknar af og í hinni nýju þotu félagsins. Vélin kom frá verksmiðjunum á þessu ári og á efstu myndinni er hún merkt því flugfélagi sem átti hana hluta úr árinu. Fram i desember verður vélin í leiguflugi með pílagríma og að því loknu verður hún máluð i litum Flugleiða. Heildaraflinn meiri en á sama tíma í fyrra IIEILDARAFLINN er nokkru meiri fyrstu níu mánuði þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Botnfiskaflinn hefur þó minnkað um tæp 2 þúsund tonn miðað við síðasta ár. en samkvæmt tölum frá Fiskifélagi íslands er hann orðinn 391.322 tonn í ár. mest á Austfjörðum. Loðnuaflinn var um síðustú mánaðamót rúmlega 710 þúsund tonn, en var á sama tíma í fyrra 695.877 tonn. Síldaraflinn var um mánaðamótin 2 þúsund lestum minni en í fyrra, rækjuaflinn var heldur meiri í ár, en humaraflinn hins vegar minni. I ár veiddust 24.526 lestir af kolmunna, en 9455 lestir í fyrra. Samkvæmt bráða- taaflinn hefur minnkað lítillejía. en birgðatölum Fiskifélagsins var heildarafli landsmanna 1.177.189 lestir fyrstu 9 mánuði þessa árs, en endanlegar tölur yfir sama tímabil frá í fyrra voru 1.136.151 tonn. Heildaraflinn í síðasta mánuði var 139.188 tonn, en í september- mánuði í fyrra 95.683 lestir. Mest togaraaflinn aukist í heildina og er aukningin í mánuðinum á loðnu en í síðasta mánuði veiddust 104.409 lestir af loðnu á móti 57.520 lestum í sarna mánuði í fyrra. Botnfiskaflinn var í mánuð- inum 26.905 tonn, í septeniber í fyrra 26.769 tonn. Síldaraflinn var í síðasta mánuði 2672 lestir, en 3264 í september í fyrra. Fjármálaráðherra á landsþingi FÍB: 10 ára áætlun um bundið slitlag á hringveginn — Snæfellsnes og Vestfirði - væri hæfileg með samvinnu við erlenda aðila um kunnáttu og fjármagn ..EITT aí forgangsverkefnum na'stu ára er að leggja bundið slitlag á hringveginn og einnig til Snæfellsness og Vestfjarða. Það væri hæfilegt að gera 10 ára áadlun til framkvæmda á þessu verkeíni. I því efni álít ég skynsamlegast að leita samvinnu við erlenda aðila um kunnáttu og fjármagn. að hluta til. Við þurfum að dreifa kostnaði við þessa framkvæmd á 25—30 ár svo hún verði okkur ekki um megn." sagði Tómas Árnason fjármála- ráðherra m.a. í ra'ðu sem hann hélt á landsþingi Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda um helgina. Samgönguráðherra, Ragnar Arnalds, hélt einnig ræðu á þinginu og segir í fréttatilkynn- ingu FIB að hann hafi m.a. sagt, að hans fyrsta verkefni í vegamál- um yrði varðandi vegafram- kvæmdir 1979 „að reyna að hindra að þessi niðurskurðaralda sópi nýframkvæmdum í vegamálum langt aftur á það stig sem við stóöum á fyrir kannski heilum áratug síðan. Landsþing FÍB samþykkti síðan ályktun þar sem lýst var fyllsta stuðningi við hugmynd fjármála- ráðherra „um að lokið verði við lagningu varanlegs slitlags á helztu vegi landsins á næstu 10 árum og verði það fjármagnað ma. með erlendum lánum til 25—30 ára“. Einnig tók þingið „undir álit bæði samgönguráðherra og fjár- málaráðherra um að erlendar lántökur séu ekki úr hófi og beri að nýta slíka fjármögnunarmögu- leika til vegagerðar“. Samgönguráðherra, Ragnar Arnalds, sagði að til aðgerða gegn verðbólgunni yrði varið um 10% af útgjöldum fjárlaga næsta árs eða liðlega 20 milljörðum króna. Segir í fréttatilkynningu FIB að ráð- herrann hafi vegna þessara ráð- stafana talið lítið svigrúm til framkvæmda og að um niðurskurð yrði að ræða bæði í framkvæmd- BORGARRÁÐ heimilaði borgar- stjóra í síðustu viku-að undirrita fyrir hönd borgarsjóðs lánsskjiil frá Landsbanka Islands vegna láns að jafnvirði 500 þúsund Bandaríkjadala til 6 mánaða. Lánið er tekið til vörukaupa fyrir Innkaupastofnun Reykja- um hins opinbera og einstaklinga. Þó væri hugsanleg magnaukning framkvæmda á einhverju sviði og þannig myndi hans fyrsta verkefni í vegamálum verða að reyna að hindra „að þessi niðurskurðar- alda“ kæmi um of niður á vega- framkvæmdum. I fréttatilkynningu FÍB segir að samgönguráðherra hafi lýst áhuga sínum á lagningu bundins slitlags á þjóðvegi landsins ásamt alhliða uppbyggingu þeirra með tilliti til snjóa, enda í samræmi við sam- starfsyfirlýsingu núverandi stjórnarflokka. Einnig benti hann á að ekki mætti gleymast lagning bundins slitlags á götur þéttbýlis- svæða. víkurborgar. Eftir upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, hefur slíkt lán ekki áður verið tekið, en er nú tekið vegna fjárhagserfið- leika borgarsjóðs. Upphæðin jafn- gildir rúmlega 150 milljónum íslenzkra króna. Marga-jógarnir sem kennt hafa Korchnoi þessa list, cn þeir voru í sumar látnir lausir gegn tryggingu meðan beðið er eftir nýjum réttarhöldum yfir þeim, en þeir voru í undirrétti fundnir sekir um morð. Dómstóll einvígisins hefur verið kallaður saman til að fjalla uni málið. Mér finnst það hart og til niðurlægingar að bryddað skyldi upp á þessu nú þegar margt bendir til þess að skákmennirnir séu í þann mund að tefla síðustu skák einvígisins. Það senr af er einvíginu hefur farið alltof mikill tími í að þrátta um mál sem eru alls óskyld skáklistinni. Sú spurning leitar á hug manna hvort þessi mótmæli Rússanna hefðu verið borin upp ef Karpov hefði unnið þrjár síðustu skákir í stað þess að taþá þeim. Eða hvort Karpov hefði béðið um þeksi mótmæli ef hann gengi öruggur til leiks í 32. skákinni? Miðað við síðustu skákir þá finnst manni undarlegt hversu Karpov hefur miðað illa í endataflinu. Og það er undar- legt hvað aðstoðarmenn hans virðast vera lítils megnugir í að finna leiðir út úr ógöngum þeim sem hann hefur ratað í. En Korchnoi hefur hins vegar sýnt snilldarleg tilþrif í endataflinu og því hlakka ég til 32. skákar- innar. Úrslitin gætu ráðist í dag Heimsmeistaraeinvíginu verður fram haldið í dag og heíur Karpov heimsmeistari þá hvítt. Þar sem staðan er nú sú. að báðir skákmennirnir hafa hlotið fimm vinninga. gæti skákin í dag ráðið úrslitum. Og þess vegna er það til mikils ama og raunar óskiljanlegt. hverjir svo sem stjórna sovézku sveitinni í raun. að aðrið hlutir en skáklistin skuli valda deil- um á svo þýðingarmiklu augna- bliki. Það sem um er að ræða er að Balashov stórmeistari, að- stoðarmaður Karpovs, sendi Keene stórmeistara bréf i dag þar sem hann kvartar undan því að Korchnoi hafi komið óorði á einvígið með því að eiga sam- neyti við þekkta afbrotamenn. Balashov sendi bréfið því að í gær sýndi Korchnoi blaðamönn- um, kvikmyndamönnum og ljós- myndurum þá list sem felst í jóga og hugleiðslu með því að leika alls kyns kúnstir. Viö- staddir voru Ananda Han if Golornbek skrifar fyrir Morqun blaöiö Borgin tekur 150 milljón króna lán

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.