Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. „MAÐUR gerir ekkert annað en að flækjast á sjóinn." sagði Jóhann Stefánsson, sextfu og níu ára gamall Grenvikingur í byrjun samtals við blm. í síðustu viku niðri á bryggju. Jóhann er veðurbarinn og virðulegur gamall sjómaður, sem hefur f fjölda ára róið einn frá Grenivík. „Já, hér er ég fæddur og var í byrjun við fiskaðgerð í landi í mörg ár en fer sjálfur á sjóinn 1945. Ég byrjaði að fara á sjóinn hjá föður mínum, hann hafði báta, en hef verið með eigin bát síðan 1935. Ég er núna með 5.67 tonna bát, Gunnar, og ræ oftast einn, nema með háseta yfir miðsumarið á færum. Hvaðan nafnið Gunnar er komið? Upphaflega eftir Gunnari Jónssyni skipasmið, sem smíðaði báta fyrir föður minn. Nafnið hefur gengið í erfðir ef það má orða það þannig. Farsæll? Ætli það megi ekki segja það. Það hafa engin stórslys komið uppá, maður hefur lifað á þessu. Já, yfir veturinn hef ég verið á línu, haft grásleppunet á vorin, en verið á handfærum yfir miðsumarið og framundir haustið." Ertu vanafastur á þau mið sem þú sækir? „Það er óhætt að segja það, en það er nú úr móð að eiga ákveðin svæði. Ætli ég noti ekki meira mið í landi eins og áður fyrr tíðkaðist, en þessir nýju sjómenn sigla eftir tækjunum en líta ekki til lands. Nei, ég er síður en svo á móti fiskileitartækjum, ég hef slík tæki í mínum báti.“ Ertu veðurglöggur? „Það má kannski segja það. Síðast í morgun var hægviðri, en mér leist ekki á það, og svo hvessti nú eftir hádegið. Ég hlusta á veðurfregnir og spái svo sjálfur á eftir. Það er ágætis siður." Jóhann Stefánsson — það er þörf á að ausa árabátinn ef þannig viðrar. „Það verður að stytta veiðitímabilið á grásleppu” Nú eru um tíu ár frá því að frystihúsið kom hér. Hvernig verkuðu þær breytingar? „Frystihúsið og höfnin voru mikil bót til batnaðar. Þó að þörf sé á því að bæta hafnaraðstöðuna hér.þá er hún stórbót frá því sem áður var. Hvað nauðsynlegt er í þeim efnum? Það þyrfti að gera hér stærri viðlegukant og lengja garðinn. Það eru þegar komnar fallegar teikningar af framtíðarhöfninni og byrjað er að ýta fram á móti, þar sem garðurinn á að koma, og innan í þeim garði er hugsað pláss fyrir smábátana. Það fer illa að hafa þá stóru og þá litlu við sama kantinn. Það var geysilegur munur frá því sem áður var, þegar byrjað var að taka við afla hér til vinnslu. Það var ekki fyrr en sú atvinna sem frystihúsið býður upp á kom, að fólki fjölgaði hér. I mörg ár þurftum við hér að leggja upp í Hrísey, eftir að söltun var hér hætt. En eins og ég segi þá hefur atvinnulífið blómstrað hér frá því að byrjað var að taka við fiski í höfninni." Það þarf að takmarka grásleppuveiðarnar Ég spurði Jóhann um aflamagnið hjá honum s.l. ár: „Aflinn yfir árið hefur verið um 30—40 lestir af þorski og 20—30 tunnur af grásleppuhrognum. Þetta er nú mismunandi og hefur verið lélegt í sumar. Aflinn hefur verið með lélegra móti hér á grunnslóðinni og víðar seinni árin, en hefur þó batnað eftir að við losnuðum við útlendingana úr landhelginni. En grásleppan er minni og þær veiðar þyrfti að takmarka, stytta þyrfti veiðitímabilið. Veiðin er núna ekki nema 6. — 7. hluti af því sem var fyrir tíu til fimmtán árum. Af hrognum er það nú um V4 tunna á Spjallað við Jóhann Stefánsson sjómann á Grénivík net yfir vorið en var fyrsta árið sem ég stundaði þessar veiðar 3 tunnur á net. Hversu margar grásleppur þarf í 1 tunnu af hrognum? Það má áætla þær um 155. Svo vonar maður að þorskurinn rétti við, en það mætti takmarka flotvörpuna hjá togurunum, ég er ekkert hrifinn af henni. Ég hef trú á því að þorskurinn rétti við, nú þegar við erum orðnir einir um hann hér um landið. En ýsan sést ekki hér nú orðið, en hér áður voru ágætis ýsumið utan til í Eyjafirðinum. Uppistaðan í aflanum var ýsa fyrir nokkuð mörgum árum. Sumir kenndu dragnótinni um að hún hvarf. Jú, hér er talsvert af kola. Dragnótabátarnir veiða hann aðallega núna þegar ýsan er búin.“ Értu ánægður með nýtingu aflans hér? „Það er bezt að geta unnið aflann sem mest, það skapar líka atvinnuna. Við seljum t.d. grásleppuhrognin til Danmerkur, Þýzkalands og víðar fara þau. Úti eru þau svo unnin í mun dýrari vöru. Því er ekki reynt að vinna þau hér heima? Gallinn er sá, að allt er að verða svo dýrt hér hjá okkur, vinnslukostnaðurinn er orðinn svo mikill, er það ekki dýrtíðin sem skapar þetta ástand. Svo virðist sem aðrar þjóðir geti framleitt fyrir annað og lægra verð en við hér heima, úr hráefnum frá okkur. Mín áhugamál? Ég hef áhuga á því hér byggist upp, höfnin stækki og batni. Mér sýnist fólk hafa það ágætt sem hér er búsett, það hefur nóg að bíta og brenna. Uppbyggingin hér á Grenivík á s.l. tíu árum hefur verið mjög ánægjuleg þróun að fylgjast með. Fólkinu hefur á þessum tíma fjölgað um helming. Nei, ég er ekki spenntur fyrir því að hingað komi skuttogari, ég verð nú að játa það. Ég held þeir séu þegar orðnir nógu margir." ÁJR. Þegar ekinn er þjóðvegurinn norður frá Bliinduhrú. blasir við stór og mikil hygging í útjaðri Blönduóss. 4100 fermetra iðnaðarhúsna“ði. I iiðrum endanum hefur nýtt iðnfyrirtæki verið að koma sér fyrir á 1000 fermetra rými. Þarna er Osplast h.f. að heíja starfsemi sína. framleiðslu í skolpleiðslur. Þar er nú unnið vaktir og starfsmenn 8 talsins. plastvörum á mánuði. Frétttamaður blaðsins leit þar inn, og hitti fyrir Þorstein S. Húnfjörð, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Síðast þegar við vissum, var Þorsteinn bakarinn á staðnum, rak hið ágæta brauðgerðarhús Krútt á Blöndu- ósi. Því var byrjað á að forvitn- ast um það hvernig stæði á því að hann væri kominn úr brauð- inu í plastið. Hann kvaðst hafa komið aftur til Blönduóss 1968 til að setja upp eigin brauðgerð eftir að hafa unnið við brauð- gerð á Akureyri um sinn og líkað vel. Kunni þó ekki alveg að meta þau lífsins gæði að hirða bara launaumslagið sitt. Hann hófst handa við baksturinn í skúr úti í garði, og 1971 tók hann til við að byggja bakaríið, um líkt leyti og stofnað var til almenningshlutafélags, til að koma Ósplasti í gang. Brauð- gerðarhúsið gekk vel, hafði góðan framgang, og nú er það að mestu rekið af sonum Þorsteins. En Ósplasti gekk hægar að komast á fæturna, fékk litla fyrirgreiðslu, að því er Þor- á plasti í burðarpoka, og rörum allan sólarhringinn, þrískiptar En framleiðslan er 30 tonn af steinn sagði. Það freistaði hans að takast á við verkefnið og réðst hann til þess 1976. Fyrirtækið Ósþlast er í eigu hreppsins, Kaupfélagsins, tré- smiðjunnar Fróða og um 100 einstaklinga og er hlutafé 30—40 millj. kr. Blönduóshrepp- ur byggði þetta húsnæði sem nokkurs konar iðngarða og leggur Ósplasti til húsnæði. En í hinum enda hússins er önnur og eldri plastgerð, Trefjaplast h.f., sem m.a. framleiðir báta. Plastverksmiðjan Ósplast byggir á því að framleiða plaststrokka í alla þá burðar- poka, sem Samband ísl. sam- vinnufélaga notar, innkaupa- poka, umbúðir í ullariðnaðinum o.s.frv. Svo og plaströr í innan- húslagnir og múffur til að tengja þau. Sagði Þorsteinn, að þarna væri fyrst og fremst verið að koma í staðinn fyrir innflutn- ing á þessum vörum, sem SÍS hefði áður keypt erlendis frá. Þeir telji sig því ekki vera í samkeppni við íslenzku plast- framleiðendurna, svo sem Reykjalund, heldur komi til viðbótar og spari þannig gjald- eyri. — Við höfum þörf fyrir slík atvinnufyrirtæki hér á Blöndu- ósi, sagði Þorsteinn. Finnst satt að segja að við hefðum átt að fá betri fyrirgreiðslu en við feng- um fyrir Ósplast í upphafi. Við erum ekki með togara eða útgerð. Hér hefur aðeins verið Kaupfélagið með slátrun og slíkt og lítið annað. En yfirleitt er ekki í þessu landi litið á neitt nema útflutning, þegar farið er fram á fyrirgreiðslu. Reynt hefur verið að koma hér upp ýmsum fyrirtækjum til atvinnu- aukningar, en gengið heldur illa. Pólarprjón er eina fyrirtækið sem heldur velli. Að vissu leyti erum við illa settir í sambandi við rafmagnsverð og dreifingar- kostnaður er mikill. En við viljum leggja á okkur hér og duga, og þurfum fyrirgreiðslu, sem hefur verið þvælin. Við ætlum okkur ekki að verða undir og erum bjartsýnir á að Þor.steinn G. Húnfjörð framkvæmdastjóri fyrir framan vélina, sem sendir frá sér hvíta plaststrokka. efni í poka og umhúðir fyrir SÍS. þessi plastframleiðsla muni ganga. Enda komnar á annað hundrað millj. í hana. Nú er Ósplast sem sagt komið í gang, búið að framleiða nokkur tonn. Hreppsfélagið er nýbúið að auka hlutafé sitt. Og þýskur kunnáttumaður hefur verið á staðnum frá fyrirtækinu Thyss- en, sem veitir framleiðsluleyfið. Unnið er allan sólarhringinn, tveir á vakt í einu, því þannig fæst hagkvæm nýting á vélar og Samband ísl. samvinnufélaga tekur við framleiðslunni og dreifir um landið. — í rauninni er Blönduós ágætlega staðsettur með tilliti til flutninga, sagði Þorsteinn. Framleiðslan fer bæði norður og suður frá okkur og er dreift með bílum í báðar áttir. Hráefnið fáum við gegn um Akureyrar- höfn. Þetta skapar því vinnu við flutninga, auk þeirrar vinnu sem leyst er af hendi á staðnum. Þorsteinn kvaðst vera bjart- sýnn á framtíð þessa nýja fyrirtækis. Talaði um að hug- myndir væru uppi um að fá aðra vél, því að líkur væru á að markaðurinn mundi taka við meiri framleiðslu áðuren langt um liði. Og einnig sagði hann að möguleikar væru á því að framleiða á staðnum miðstöð- varlagnir, sem þola upp í 90% hita. Viðstaðan í Ósplasti varð ekki lengri. Þorsteinn þurfti að ná í banka fyrir innan Blöndu og fréttamaðurinn að halda áfram sínum viðfangsefnum og óskaði því fyrirtækinu góðs gengis. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.