Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. ByKKÍng Mcnntaskóla Austurlands. „Eðlilegt að ákveðin verka- skipting þr óist á. milli f ram- haldsskólanna í landinu” — segir Vilhjálmur Einarsson skólameistari Menntaskóla Austurlands á Egilsstöðum Á NÆSTA hausti cr áformað aó Mcnntaskóli Austurlands á EKÍlsstöðum taki til starfa í fyrsta sinn. ByKKÍnKU fyrsta áfanKa skólahvcrfisins hcfur miðað vcl áfram. cn annars má ckkcrt út af hrcKða. cf allar áa'tlanir cík» að standast ok þarna, cins ok annars staðar veltur mest á fjármaKni í framkvæmdirnar. Fyrr á þcssu ári var Vilhjálmur Einarsson ráðinn skólamcistari skólans cn hann cr Kamall EKÍlsstaða- húi. Vilhjálmur mun nota næsta vctur ok sumar til að undirhúa skólastarfið. cn hann hefur dvalið fyrir austan í sumar. Eitt hið fyrsta sem Vilhjálmur Korði þc^ar hann kom austur. var öfuKt við suma aðra skólameistara. að drífa sík í húshyKKÍnKU ok cr hann nú að byKKja sitt cÍKÍð cinbýlis- hús skammt frá mcnntaskóla- húsunum. AustfirðinKar cru að vonum orðnir nokkuð óþolinmóðir cftir að bíða eftir sínum mcnntaskóla. cn AlþinKÍ sam- þykkti Iök um Menntaskóla Austurlands áður cn lÖKÍn um Mcnntaskólann á Isafirði voru samþykkt. cn sá skóli tók til starfa fyrir nokkrum árum. cins ok alþjóð er kunnuKt. „Nú er verið að slá upp efstu hæð seinni álmunnar í þessum áfanKa og á hún að verða fokheld fyrir áramót ok ef næKÍleKt fjármaKn fæst eÍKa þær tvær álmur sem nú eru risnar að verða tilbúnar næsta haust. I þeim áfanKa sem nú rís, sem er hluti af miklu stærri áfanKa, er Kert ráð fyrir rými fyrir 70 nemendur í heimavist ok þá er sjálf mötuneytisálman komin vel á veK- Hún verður að hluta til notuð undir heimavist ok einnÍK verður hún notuð sem kennslurými að hluta til að b.vrja með,“ seKÍr Vilhjálmur Einarsson þegar rætt er við hann. Alls er Kert ráð fyrir að Menntaskóli Austurlands ^eti hýst 450 nemendur þegar stofn- unin verður fullbygKÖ, en eftir á alKjörleKa að byKKJa sérstakt kennslurými, kennara- ok skóla- meistarahús. Ok í þeirri ágætu framtíð er Kert ráð fyrir Kríðar- miklu íþróttahúsi, sem áformað er að nota sameÍKÍnleKa af skólanum, félöKum ok stofnun- um á EKÍlsstöðum. „Ek treysti því að áfram verði haldið með skólann, þannÍK að framkvæmd- ir þurfi ekki að tefjast,“ seKÍr Vilhjálmur ennfremur. — Hvernig hefur þú hugsað þér að hyggja þcnnan skóla upp? „Um hið innra starf skólans er það að segja, að nú er ég mikið að huga að náms- og kennsluþörf Austurlands og maður þarf að gera sér grein fyrir á hvaða brautum og námssviðum bezt verður að reka þessa stofnun. Eins og kunnugt er skiptast framhaldsdeildirnar í 3 svið og síðan í 3 brautir. Það er aðkallandi að kanna vel kennsluþörfina á svæðinu og reyna að koma til móts við þær þarfir á eins mörgum sviðum og hægt er. Og við munum Ieggja áherzlu á það, að sem allra nánust samvinna og samstarf eigi sér stað milli þeirra staða í fjórðungnum, sem sinna grunn- skóla- og framhaldsskólamennt- un. Þá vona ég að með hjálp Guðmundar Magnússonar fræðslustjóra takist að koma á jákvæðri og frjóvgandi sam- skiptum milli skólanna innbyrð- is í fjórðungnum, þannig að úr verði samstæð heild og sé ég ekki því neitt til fyrirstöðu. Við verðum líka að leita til hliðstæðra stofnana í landinu og leitast við að koma á samnámi, þannig að nemendur héðan hafi sem greiðastan aðgang að ,við- komandi skólum annars staðar. Eg er þeirrar skoðunar að skóiastofnanir hafi tilhneigingu til að einangrast og vil ég hafa skólann sem opnastan, þannig að tengsl við grunnskólana verði góð, og á ég þar við að kynna vel þær náms- og þroskaleiðir sem standa til boða að grunnskóla loknum,“ segir Vilhjálmur. — Hvcrnig hcfur þú hugsað þcr að koma þossum tcngslum á? „Nemendur þessara skóla gætu komið í heimsókn hingað og ekki síður að kennarar skiptist á heimsóknum. Þannig að nemendur kynnist sem bezt því sem við tekur. Það eru víða vandræði í skólum landsins hvað gengur illa að halda nemendum vakandi við þann tilgang, sem námið hefur. Dæm- ið sannar að viljinn kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að gera námið eftirsóknarvert og hvetj- andi. Og þá þarf skólinn ekki sízt að vera opinn fyrir því umhverfi sem hann starfar í.“ — Hvaða námsbrautir verða við skólann hér á Egilsstöðum? „Það er ekki fyllilega ákveðið enn, en mér finnst t.d. áhuga- vert starf unnið í mörgum fjölbrauta- og menntaskólum í sambandi við fullorðinsfræðsl- una og á ég þar við öldunga- deildirnar. Eg vil og benda á, vegna nýafstaðinnar kröfugöngu fatlaðra, að þar hefur Mennta- skóli Austurlands tækifæri til að veita þjónustu. Þessi stofnun er sú eina sinnar tegundar, sem er frá upphafi hönnuð með hliðsjón af þörfum fatlaðra. T.d. er lyfta í heimavistarhúsinu og allt .er teiknað með tilliti til þeirra sem eru bundnir við hjólastól. Því verður auðveldara fyrir fatlaða að stunda nám við þennan skóla en víðast hvar annars staðar. Og þá býður stofnun sem þessi upp á mikla möguleika til námskeiðahalds og endurhæfingar, þegar skól- inn sjálfur er ekki starfandi. Af þeim kennslusviðum, sem ég hef áhuga á að koma á innan skólans, hef ég mikinn áhuga á listasviðinu, annars felli ég mig ekki beint við þetta orð, það er of háfleygt. Ég vildi heldur kalla þetta svið sköpunarsvið. Ég tel að sköpunarsvið geti verið brýnt andsvar gegn ýmiss konar sjálf- virkni og tæknivæðingu nútímans. Tæknin leiðir til þess að einstaklingar hætta að gera eitthvað sjálfir. Menn hætta að geta bjargað sér og kalla til sérfræðinga og krefjast síðan alls af samfélaginu. Ég held að þessi fylgifiskur nútímaþjóð- félags sé hættulegur virku lýðræði í landinu og gerir sífellt fleiri að mjúkum leir fyrir ýmiss konar stefnu- og hugmynda- fræði, sem þeir hafa ekki haft fyrir að brjóta til mergjar. Fólk tekur við hlutunum ómeltum. Ef vel tekst til með stofnun og starfrækslu slíks sviðs, veitir það nemendunum tækifæri til sjálfstjáningar, bæði í mæltu máli, tónum, myndgerð o.fl. o.fl. Slík deild sem ekki hefur enn fengið viðurkenningu eða sess í hefðbundnu íslenzku skólakerfi, getur veitt ríkulega gleði til hins skapandi einstaklings og fyllt tómstundir hans og um leið og það firrir hann þeim lífsleiða sem mörgum finnst jafnvel fara vaxandi meðal ungs fólks og er ef til vill ein af ástæðunum í flótta frá raunveruleikanum í formi ýmiss konar hjálpar- tækja, svo sem vímugjafa af ýmsu tagi. Hér á Egilsstöðum sé ég möguleika á að tengja stofnun- ina Tónskóla Fljótsdalshéraðs, en starf þess skóla fer sífellt vaxandi og þá eru hæfir mynd- og handmenntakennarar nú þegar hér á staðnum. I Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti eru þeir komnir með hand- og myndmennt sem þátt í almenn- um kjarna allra námsbrauta og tel ég það spor í rétta átt.“ — Ilvaða önnur svið hefur þú áhuga á að leiða inn í skólann? „Ég hef mikinn áhuga á uppeldissviði, sem er vítt og mikið og stefnir á nám í háskóla í ýmsum greinum ellegar loka- próf með einhverjum réttindum. Það er vaxandi þörf á hæfu fólki til alls kyns gæzlustarfa t.d. á vöggustofur og elliheimili. Dvöl á slíkum stofnunum, eins og elliheimili, gefur manninum tækifæri til lífsfullnægju ef starfsfólkið getur kennt hand- verk og heimilisiðnað. Annars held ég að það sé eðlilegt að það þróist ákveðin verkaskipting milli framhaldsskólanna í land- inu. Með því sparast stórfé að mínu mati.“ — Ertu ekkert hræddur um að hcr verðl cinhvcr kcnnara- skortur fyrstu árin? „Hvað kennaraþörf viðvíkur, þá er ekki til nákvæm áætlun um hana enn. Aður það verður gert, þarf að komast niður á jörðina með námsbrautir o.fl. Mér sýnist hins vegar líklegt, að það sé nokkuð af fólki hér, sem trúlega myndi fást til stundakennslu nú þegar, að öðru leyti þyrfti sennilega að fast- ráða 5—7 kennara. Það er svo augljóst, að hætta er á, að skortur geti orðið á íbúðum fyrir kennara, en það á eftir að koma betur í ljós, en kennara- skort óttast ég ekki. Ég hef tröllatrú á Egilsstöð- um og Austurlandi og tel að þessi landshluti eigi mikla framtíð fyrir sér, enda er hér mjög lífvænlegt. Ég á von á að byggðaþróun næstu ára eigi eftir að skila Austurlandi aftur því sem héðan hefur horfið sl. 50 ár hlutfallslega og sama tel ég um aðra landsfjórðunga. Höfuð- borgarsvæðið er ekki lengur sá segull, sem það var um skeið og er það jákvætt þegar á heildina er litið," sagði Vilhjálmur að lokum. — ÞO. Vilhjálmur ásamt sonum sínum. þcim Unndóri og Einari. en þeir voru að vinna í húsi föður þeirra á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.