Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. EINS OG fram kemur á baksíðunni í dag fundu toll- verðir skammbyss- ur, fíkniefni og öxi í bifreið, sem kom til landsins frá Banda- ríkjunum fyrir skömmu. A með- fylgjandi myndum sýnir Kristinn Olafsson tollgæzlu- stjóri hvar eigend- ur varningsins höfðu falið hann í einangrun niðri við gólf fyrir framan framsætin og í baki framsætanna. Ljósm. RAX. Tveir einþáttungar Agnars Þórðarson- ar á Litla sviðinu _ / Tekur Iþróttahús Jóns Þorsteinssonar við hlutverki Þjóðleikhúskjallarans? TVEIR einþáttungar eftir Agnar Þórðarson verða frumsýndir á Litla sviði Þjóðleikhússins á fimmtudags- kvöldið. Einþáttungar eftir Agnar hafa ekki áður verið settir á svið, enda þótt hann muni vera afkastamestur íslenzkra leikritahöfunda. Einþáttungarnir nefnast Sandur og Kona. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson, sem einmitt hóf leikstjóraferil sinn með því að setja upp eitt af verkum Agnars Þórðarsonar en leikmyndir við báða þættina hefur Björn Björnsson gert. Fyrri þátturinn, Sandur, greinir frá þremur vistmönnum á sjúkra- húsi sem vinna við að moka sand, en hugmyndin að þessum þætti er sótt í þjóðsöguna um „Kleppsvinn- una“ — þ.e. þær læknisaðferðir sem Þórður Sveinsson, læknir á Kleppi, faðir skáldsins, var sagður beita. „Kleppsvinnan" er löngu orðið fast orðatiltæki um einskis- nýta vinnu, en samkvæmt þjóðsög- um var Þórður heitinn sagður láta sjúklinga sína moka sandi i fötu, sem þeir báru síðan á tiltekinn stað, þar sem þeir helltu úr fötunni og sandurinn rann þá eftir rennu í sama hinginn og þeir höfðu tekið hann úr. Þegar sjúklingarnir höfðu áttað sig á þessu samhengi sandburðarins, voru þeir taldir heilbrigðir samkvæmt þjóðsög- unni en eins og höfundur tekur fram í formála að verkinu er þjóðsagan að sjálfsögðu hreinn skrifað mikið fyrir útvarp, þar á meðal þrjú löng framhaldsleikrit: Víxlar með afföllum árið 1958, Ekið fyrir stapann 1960 og Hæst- ráðandi til sjós og lands árið 1965 og tvö sjónvarpsleikrit: Baráttu- sætið 1971 og 65. grein lögreglu- samþykktarinnar 1974. Þess ber að geta að fyrri einþáttungurinn, Sandur, hefur áður verið fluttur í útvarpi en Kona er nýtt af nálinni. Þáttur Litla sviðsins í Þjóðleik- húskjallaranum hefur verið mjög vaxandi í starfsemi leikhússins á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að fyrst var byrjað að leika þar. Á þessum tíma hafa verið sýnd þarna 17 verk en þar af 9 íslensk leikverk, sem forsvars- menn leikhússins telja sýna vel hvílík lyftistöng leiksvið af þessu tagi geti verið íslenzkri leikritun, auk þess sem á sviði af þessu tagi gefist möguleikar til leikritaflutn- Gísli Alfreðsson. leikstjóri (t.h.). ræðir við Gunnar Eyjölfsson og Ilelgu Jónsdóttur (sitjandi) og Randver Þorláksson og Júlíus Brjánsson. skáldskapur. Leikendur í Sandi eru þeir Þorsteinn Ö. Stephensen, Gunnar Eyjólfsson og Júlíus Brjánsson. Kona, síðari þáttur Agnars, fjallar á hinn bóginn um listmál- ara er býr með konu sinni í bústað úti á landi. Konan hverfur með dularfullum hætti en skömmu síðar kemur systir hennar í heimsókn, furðulík hinni horfnu konu og segir leikritið frá sam- skiptum þeirra tveggja, lista- mannsins og konunnar. Með hlut- verkin fara Gunnar Eyjólfsson og Helga Jónsdóttir en meðal leik- enda í smærri hlutverkum eru Randver Þorláksson og Júlíus Brjánsson. Agnar Þórðarson hóf að semja leikrit upp úr 1950 og hefur hann samið fimm sviðsleikrit en fjögur þeirra hafa verið sýnd í Þjóðleik- húsinu: Þeir koma í haust árið 1955, Gauksklukkan 1958, Sann- leikur í gifsi 1965 og Lausnargjald- ið 1973 en Kjarnorka og kvenhylli, fimmta sviðsverkið, hefur tvívegis verið sýnt hjá leikfélagi Reykja- víkur auk þess sem áhugamanna- félög úti á landi hafa mörg hver sýnt það verk. Þá hefur Agnar ings af ýmsu því tagi sem ekki sé grundvöllur fyrir á aðalsviðinu. Það kom fram hjá þeim Gunnari Eyjólfssyni, Gísla Alfreðssyni og Sveini Einarssyni, þjóðleikhúi- stjóra, að enda þótt litla leiksviðið hafi löngu sannað gildi sitt, þá gæti það ekki talizt annað en bráðabirgðaráðstöfun og það væri allsendis ófullnægjandi sem leik- svið. Sveinn Einarsson gat þess í þessu sambandi, að af hálfu leikhússfólksins væri til þess vonast að sú velgengni sem litla leiksviðið hefði átt að fagna færði fjármálavaldinu heim sanninn um að lítið en fullkomið leiksvið væri nauðsynlegur þáttur í starfsemi Þjóðleikhússins. Það kom fram, að þeir Þjóðleikhússmenn hafa tölu- verðan augastað á Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssönar í þessu sam- bandi og^iafa skoðað það sérstak- lega í þessu augnamiði, en Gunnar Eyjólfsson lét sig dreyma um lítið tilraunaleikhús þar sem Prent- arahúsið austan Þjóðleikhússins væri framhliðin á og Gísli Alfreðs- son vildi fá hvort. tveggja — enda formaður Félags ísl. leikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.