Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 31 Guðrún Hallvarðsdóttir frá Kirkjubæ — Níræð Hvað skal segja um ömmu sína níræða? Slíka ekta ömmu sem vefur fléttum um höfuð sér og lumar stöðugt á nýbökuðu bakk- elsi, — kleinum og pönnukökum. Sem sér fjölskyldumeðlimunum fyrir prjónasokkum og vettlingum. Ömmu sem bregður sér í hringferð um landið eins og ekkert sé. Skondrar til kosninga eins og unglamb. Spjallar um landsmálin — og sem svo skelfing gott getur verið að þegja með. Kannski ættum við barnabörnin hennar Guðrúnar Hallvarðsdóttur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum bar að halda okkur frá ritfærum og slíku dóti, og arka til hennar á öðrum eins tímamótum. Ætli við gerum það ekki líka. En einhver, einhvers staðar, fékk hugmynæd- ina um þesa klausu. Og gangi það þolanlega að koma einhverju pári á blað, þá á hún amma það alveg skilið. A að rifja upp þessar líka skemmtilegu stundir í húsinu út i í Eyjum sem okkur öllum fannst við eiga? Þegar amma og við krakkarnir brugðum fyrir okkur betri fætinum og dönsuðum polka eða vals á eldhúsgólfinu? Og amma hló og skemmti sér svo konunglega að tárin runnu niður kinnarnar. Eða þegar eitt okkar eða fleiri tylltum okkur niður við stóra eldhúsborðið. Á kyrrlátum, björt- um sumarkvöldum og gleymdum okkur við dularfullar og ævintýra- legar frásagnir ömmu. Stundum voru þær sannar og stundum bara sögur. Eða þegar maður sofnaði út frá léttu hjali í stóra rúminu hennar. — Þegar lukkan var með manni, og leyfi gefið til þess að lúra hjá henni. Hvað þá með það þegar krakkar þóttust stórir, og læddust upp brakandi stigann til þess að vekja ekki gömlu konuna, af því að komið var langt fram yfir sett útivistarleyfi? Líklega fer bara betur á því að halda öllum slíkum minningum úti í skoti og skoða þær svona sjálfur til að hressa upp á stundum hversdagslega tilveruna. En staðurinn þar sem það allt gerðist, er löngu horfinn. Hús ömmu var eitt af því sem fór undir hraun í Eyjagosinu. Eitt af Kirkjubæjarhúsunum. Með því varð amma að segja skilið við hálfrar aldar búskap. Sem hún hafði haldið áfram með hjálp barna sinna, — eftir að afi, — Jón Valtýsson, — dó. Þá flutti amma til höfuðborgar- innar. En ekki til að vera. Bara til að staldra við, þar til aftur var haldið til Eyja. Og núna, þegar hún heldur upp á níutíu ára afmælið í húsinu við Strembugötu 15, er hún jafn hress og kát og við munum hana fyrst. Hún er ekki einu sinni farið að þurfa. á gleraugum að halda. Hefur aldrei sætt sig við það apparat. Og það yrði áreiðan- lega ekkert erfitt að drífa hana í ræl eða polka. Kannski við prófum í tilefni dagsins. Elsku amma. Bestu kveðjur okkar til þín á þessum degi. Og þakkir fyrir allt. Barnabörn. Norðmenn gef a Portúgölum fullkomið rannsóknarskip NORÐMENN afhentu Portúgölum nýlega að gjöf fullkomið 950 tonna rannsóknaskip. Skipið var smíðað í Bergen og verð skipsins nam 3 milljónum sterlingspunda eða rúm- lega 1,8 milljörðum íslenzkra króna. Um borð í skipinu eru fullkomnar rannsóknastofur og er það bæði hugsað sem rann- sóknaskip í sambandi við fiskveiðar og haffræðileg verkefni. Skipið ber nafnið Noruega og er sömu gerðar og Friðþjófur Nansen, sem mikið hefur unnið við Mosambique og Sri Lanka, o£ Bien Dong, sem Norð- menn skenktu Víetnömum. Fögur orð voru höfð um vináttu og bræðralag smá- þjóða er Norðmenn afhentu Portúgölum skipið, en ekki minnst á hvort Norðmenn hefðu með gjöfinni öðlast tryggari markaði í Portúgal. — Efla vélstjóra- menntunina í Eyjum VÉLSKÓLI Vestmannacyja er um þessar mundir að hefja vctrarstarfið ásamt Stýri- mannaskólanum í Vestmanna- eyjum en þessir tveir skólar hafa sameiginleKa heimavist bæói fyrir einstaklinKa ok fjölskyldur. í vélskólanum er kennt 1. og 2. síík fyrir 500 og 1000 hestöíl og hafa að jafnaði verið um 10 nemendur í hvoru stigi síðan skólinn hóf aftur starf eftir gos. Meðfylgjandi mvndir tók Torfi Haraldsson í Vestmannaeyjum úr starfi vél- skólans. en skólastjóri er Kristján Jóhannesson. Mikill skortur er á vélstjórum með réttindi á Eyjaflotann og á þessu ári hafa verið veittar 53 undanþágur fyrir 1. vélstjóra fram til 15. sept. og 76 undan- þágur fvrir II. vélstjóra. Vélskólinn í Eyjum er vel búinn tækjum og aðstaða öll er góð, enda mikill áhugi manna í Evjum að efla veg skólans sem rnest. Fullkomin aðstaða er til þess að kenna verklega rafmagns- fræði. Sérstök vélsmíðastofa er og í vélasal eru margar vélar, m.a. 250 ha 6 strokka MAK-vél úr Frá, þýzk gæðavél til kennslu að sögn skólastjóra. Séð yfir hluta af vélasal Vélskólans í Vestmannaeyjum. Ljósmyndir Mbl. Torti ilaraldsson. Hafrannsóknaskipið Noruega, sem Norðmenn afhentu Portúgölum nýlega að gjöf. Mjólkurtæknifélagið vill ákvæði í regíu- gerð um léttmjólk MJÓLKURTÆKNIFÉLAG ís- lands. sem er félag mjólkurfræð- inga í' landinu hélt dagana 6. til 8. október fund í Stykkishólmi og var á fundinum aðallega rætt um reglugerð um mjólk og mjólkur- vörur og reglugerð um gæðamat á smjöri. Fundurinn samþykkti að leggja til að ákvæðum reglu- gerðar um mjólk og mjólkurvör- ur verði breytt á þann hátt að tekin verði upp í hana sérstök ákvæði um fituskcrta mjólk (léttmjólk), en hún er skilgreind sem mjólk með stöðluðu fituinni- haldi. Fundurinn samþykkti einnig að mæla með því að fituinnihald í jógurt og öðrum sýrðum mjólkur- afurðum verði ekki fastákveðið í reglugerð heldur verði það frjálst. Lagt var til að við endurskoðun reglugerðarinnar verði sett ákvæði um að mjólkursamlögin skuli hafa í þjónustu sinni sérlærða starfs- menn til að leiðbeina mjólkur- framleiðendum um meðhöndlun mjólkuráhalda og meðferð mjólk- ur á framleiðslustað. Fundurinn gerði tillögur um, að við endur- skoðun reglugerðarinnar, verði vald dýralækna aukið, þannig að þeir geti stöðvað mjólkursölu frá framleiðendum, sem ekki uppfylla lágmarkskröfur, sem kveðið er á um í reglugerðinni. Þá var lagt til að settar yrðu strangari kröfur um kælingu mjólkur hjá framleiðanda og vinnslustöðvun, en jafnframt lagt til að reglur um tímalengd frá framleiðslu mjólkurinnar og sölu hennar verði rýmkaður. Það er brýn þörf á endurskoðun þessa ákvæðis í gildandi reglugerð, m.a. vegna styttingar vinnuvikunnar. Þar sem kæling og allt hreinlæti í meðferð mjólkur hefur batnað mikið á síöari árum er geymsluþol hennar mun meira nú en áður. F'und Mjólkurtæknifélagsins sóttu um 50 manns og samþykkti fundurinn ýmsar fleiri tillögur um breytingar á þeim reglugerðum, sem getið var hér að framan. SJÓN ER SÖGU RÍKARI ITT Schaub Lorenz, vestur þýsku litsjónvarpstækin eru þekkt fyrir skýra mynd, góða liti og endingu. Spyrjið þá sem eiga ITT litsjónvarpstæki, þeir eru okkar besta auglýsing. GELLIR hefur verið umboðsaðili fyrir vestur þýsk ITT tæki í meira en áratug, og hefur reynslu i meðferð þeirra. Tæknimenn okkar, sem eru menntaðir hjá framleiðanda í Vestur-Þýskalandi, sjá um viðgerðar- og stillingaþjónustu. Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiðinn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.